Tíminn - 26.02.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.02.1982, Blaðsíða 9
//I Ijósi jjess að iðnaðurinn eigi að taka við 6000-6500 manns á næstu 7-8 árum er greinilegt hversu mikið er í húf i, að nú verði unnið að mál- efnum iðnaðarins af f ramsýni og þrótti á öllum sviðum". rerið 25% á siðasta ári, en fyrir fjórum árum var hann 70% hugsanlegar gagnaðgerðir i ljósi viðbótarjöfnunargjalds eða að- lögunargjalds ef til kæmi en á þetta hefur bara ekki reynt. Að sjálfsögðu höfum við það i hendi okkar að jafna aðstöðu iðnaðar i samanburði við aðra atvinnuvegi hér innanlands, svo sem að þvi er varöar álagningarreglur og inn- heimtu söluskatts, prósentustig launaskatts og aðstööugjald. Sem betur fer hefur það nú verið til- kynnt af hálfu stjórnvalda aö þarna muni verða geröar leiðrétt- ingar á á næstu vikum og ber að fagna þvi og sérstaklega að þvi er varöar launaskattinn. Auðvitað þarf að taka þessi mál mjög föst- um tökum á næstu vikum og næstu mánuöum og huga i miklu rikari mæli heldur en gert hefur verið að jöfnun þeirrar aðstöðu sem svo oft hefur verið talað um. Stuðnings- aðgerðir erlendis En þaö sem veldur e.t.v. mest- um áhyggjum og viö eigum senni- lega fæst svör við eru hinar að þvi er virðist margháttuðu stuðnings- aðgerðir við iönaö erlendis I okk- ar nágrannalöndum. Eins og að likum lætur eru þessar aögerðir með misjöfnum hætti eftir lönd- um og jafnvel svæðisbundnar inn- an einstakra rikja og misjafnar eftir iðngreinum. Þess vegna hlýtur að vera mjög örðugt aö leggja fram óyggjandi sannanir þannig að hægt sé að beita þeim vopnum sem bita ef ég má svo að oröi komast. Þó vilja sumir halda þvi fram og meöal annarra for- svarsmenn iðnaöarins að nægar heimildir séu fyrir hendi til að staðfesta að þessar styrktarað- gerðir hafi mikil áhrif á sam- keppnisaðstööu islensks iðnaðar. Ég vil minna á i þessu sambandi að I EFTA- og EBE-samningun- um eru heimildir til timabundinn- ar aöstoðar við einstaka iðngrein- ar sem eiga i erfiöleikum. Hinar ýmsu iðngreinar hér á landi eru að sjálfsögðu misjafnlega á vegi staddar. 1 örstuttri framsögu ætla ég mér ekki og þaö er ómögulegt að gera svo miklu máli viöhlit- andi skil. Ég vU þó leyfa mér að fara nokkrum orðum um hús- gagna- og innréttingaiönaðinn. Samkv. könnun sem gerð var 1977, virtist hlutur innlendrar húsgagnaframjeiðslu af heildar- markaði vera um 70%. En samkv. könnun sem gerð var 1979, var þetta hlutfall komið niöur I um 50%. A liðnu ári viröist ekki að vænta bata nema siöur væri. Innflutningsskýrslur bera vitni þess, að innflutningur hús- gagna hafi aukist fyrstu 6 mánuði liöins árs um 83% miöaö við sömu mánuöi fyrra árs. Sömuleiðis virðist innflutningur innréttinga hafa aukist gifurlega á fyrri hluta ársins 1981 eða um 92%. Það er giskað á að hlutur innlendrar hús- gagnaframleiðslu i dag, sé um það bil 25% hér á heimamarkaöi. Hvenær hætta þrákálfarnir? Ég átti fyrir skömmu tal viö einn ágætan húsgagnaframleið- anda hér i Reykjavik. Hann full- yrti að sumar húsgagnaverslanir hefðu eingöngu erlend húsgögn á boöstólum. Ekki vegna þess að forsvarsmenn þessara verslana vildu ekki i sjálfu sér selja is- lenska vöru, heldur væri það þannig að þeir væru beittir bein- um eða óbeinum þvingunum af hálfu hinna erlendu viöskiptavina 1 ljósi hagstæðari kjara með tilliti til þess, að innlend framleiösla kæmi þar ekki inn fyrir dyr. Ég bað þennan ágæta mann sem ég nefni að sjálfsögðu ekki á nafn, að segja mér þetta aftur, hvaö hann gerði, en hann bætti ýmsu viö sem ég ætla ekki að hafa eftir á þessum vettvangi. Okkar samtali laukmeöþvlaðhannsagði: „Það er bara timaspursmál hvenær viö þrákálfarnir hættum I greininni”. Ég ætla að leyfa mér aö vona að þetta reynist ekki áhrinsorð. Ég sagði i upphafi að mikiö hefði veriö ritaö og rætt um is- lenskan iðnað á undanförnum ár- um og margir hafa þar komið viö sögu og flest hefur þar verið fallega sagt. En ég vil þó vera sanngjarn og viöurkenna að ýmislegt hefur verið vel gert. Sú till. til þál. um islenska iðnkynn- ingu sem hér er til umr. og von- andi veröur samþykkt leysir að sjálfsögðu ekki allan vanda is- lensks iðnaðar, þvi fer fjarri. En slik iönkynning, sem hrundið væri I framkvæmd i samvinnu við samtök iðnaðarins og neytendur I landinu er að dómi okkar flm. mjög timabært skref fram á veg- inn. Ekki sist meö það að mark- miði að móta jákvæðari viðhorf almennings til innlendrar fram- leiðslu og auka hlutdeild iðnaðar- ins þar með á heimamarkaði. En um leið sparast að sjálfsögöu dýr- mætur gjaldeyrir að ógleymdum öörum markmiðum iðnkynning- ar. Ég hef áður minnst á hversu rikum skyldum iönaöurinn hefur aö gegna. Þess vegna er nauðsyn- legt að beita öllum tiltækum ráðum til þess að bæta sam- keppnisaðstöðu hans, bæði heima og heiman. Gera má honum fært að auka framleiðni þeirra greina sem fyrir eru og ýta undir ný- sköpun en um ieiö aukast tekjur þjóöarinnar og velferö. Þar veröa allir að leggjast á eitt. Að minum dómi þyrfti að gera miklu meira en raun hefur orðiö á til þess að hvetja Islenska neytendur til kaupa á innlendum varningi i staö erlendrar framleiöslu. 1 þvi tilliti er óumflýjanlegt að halda uppi markvissum áróðri og gera þjóðinni grein fyrir þvi hvaö er i húfi. 1 ljósi þess er islensk iðn- væðing i sjálfu sér viövarandi verkefni en ekki timabundið. Við flm. þessarar till. álitum að umfangsmikil kynning á Islensk- um iðnaöi, framleiöslu hans og þjónustu auöveldi iðnaöinum að rækja margþætt hlutverk i efna- hagslifi þjóðarinnar. menningarmál Rosemary Landry. Daiton Baldwin. Ljóda- tónleikar ■ Miklir gæfumenn eru islenskir áhugamenn um ljóðasöng að tengsl skuli hafa myndast milli Tónlistar- félagsins og Gerard Souzay og manna hans. Þvi felagar úr hans hring eru hér tiðir gestir, og þeir eru meðal fremstu kúnstnera á þessu sviði. Nú siðast söng hér ný kona, Ros- marie Landry frá Kanada, við undirleik góðkunningjans Dai- tons Baldwin. A efnisskránni voru ljóðasöngvar eftir Hugo Wolf og Richard Strauss, en þó einkum eftir Gounod, Debussy og Poulenc. Þvi nú fer franska ijóöiö sigurför um hinn menntaða heim — að undirlagi Gerards Souzay aö þvi manni skilst. Um tónleika þessa þarf ekki aö fjölyröa: þeir voru mjög glæsilegir, en Rosemary Landry er sýnilega bæöi gáfuö söngkona og kunnáttusöm, þótt ekki jafnist rödd hennar á við rödd Elly Amerling. Og Baldwin hlýtur aö vera ein- hver albesti undirleikari sem um getur — hann spilar svo dæmalaust vel og i takt við ljóðiö. Og þó er hann upprunn- inn á þeim óliklega stað Summit, New Jersey. Það er ástæða til að þakka Tónlistarfélaginu og Þorsteini Gylfasyni hina vönduöu tón- leikaskrá sem var jafnfull- komin og framast varö á kos- ið: með heföbundnu æviágripi og myndum listamannanna, efnisskrá tónleikanna, ofurlit- illi ritgerö um ljóöin og skáld- in, og loks alla texta ásamt prósaþýðingum. En þegar svona vel er gert, vill maður auðvitað meira: Ennþá full- komnara heföi verið að senda félagsmönnum Tónlistar- félagsins skrána meö miðun- um, þannig að þeir gætu kynnt sér efni söngvanna fyrir konsertinn, en fullt gagn fæst ekki af sönglist fyrr en maður kann textann utanbókar. Sem er ástæðan fyrir þvi, aö ljóöa- söngs-ofstækismenn vilja alltaf heyra sömu söngvana aftur og aftur. 23. 2. Siguröur Steinþórsson. MAO SEGIR ■ Lofið öllum blómum að vaxa, segir Maó, og þótt hans vegur sé litill um þessar mundir hjá endurskoðunar- sinnum, þá er þessi heimspeki hans i hávegum höfð i tónlistarlifinu hér i bæ. Þvi hér ægir öllu saman, sem gert hefur veriö I tónlist i 300 ár, frá fornlist til nútimalistar. Og nýjasta sinfónla Islendings, sem frumflutt var I vetur, seg- ir tónskáldiö Hallgrimur Helgason að sé byggð á tón- listarhefð allt frá 13. öld. Félagar úr Musica antiqua (tónlist forn) héldu tónleika á sal Menntaskólans I Reykja- vlk 9. febrúar og fluttu barokk-músik. Þau voru Cam- illa Söderberg, sem spilar á blokkflautu, Kristján Þ. Stephensen (óbó), Helga Ingólfsdóttir (semball) og ólöf Sesselja Oskarsdóttir (viola da gamba). Þarna voru flutt verk fimm fornmanna, þeirra Pierre Philidor (1681-1731), Jac ues Hotteterre (1680-1761), Jean Baptiste Loeillet (1680-1730), Johann Fux (1660-1741) og Antonio Vivaldi (1678-1741). Þekktastir þessarra eru þeir Fux og Vivaldi, en hinn fyrr- nefndi skrifaði fræðiritið „Gradus ad Parnassum” sem enn þann dag I dag er not- að I kennslu um kontrapunkt. Einnig skrifaöi hann yfir 70 messur, margar sálumessur, 11 óratóriur, 18 óperur og mörg verk önnur fyrir ýmis hljóðfæri (þ.á.m. sinfónia i F-dúr, sem þarna var flutt) — eftir þvi sem segir I skránni. Eftir Vivaldi liggja hins vegar 446 konsertar, 49 óperur o.m.fl. Hann þótti gamaldags um það hann dó, en nú þykir smekkmönnum hann með yndislegustu tónskáldum. Þetta voru mjög ánægjuleg- ir tónleikar þótt mér þætti flutningurinn á köflum ofurlit- ið hornóttur — það vantaði einhvern veginn þennan „lidenskab” sem þrátt fyrir allt viröist vera einkenni þess- arar glöðu og kristalstæru tónlistar. Og ekki voru gömlu rektorarnir, sem þarna hanga á veggjum, glaðlegri en fyrri daginn. Skyldi maður eiga eftir að hitta þessa fugla fyrir handan? 24.2. Sigurður Steinþórsson. Sigurður Stein- þórsson skrifar um tóniist.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.