Tíminn - 26.02.1982, Blaðsíða 18

Tíminn - 26.02.1982, Blaðsíða 18
26 Föstudagur 26. febrúar 1982 Kvikmyndir og leikhús kvikmyndahornid I ■ Manie færaðstoð hárgreiðslustúlkna við að laga saumsprettu á buxunum sinum. Hverjir eru vitlausir? CRAZY PEOPLE . Sýningarstaður: Tónabió Framleidd i Suður-Afriku en að öðru leyti ekki getið um aðstand- endur myndarinnar. ■ Titillinn á þessari mynd út- leggst á islensku „Vitlaust fólk”oger af hálfu þeirra sem myndina gera átt við þá full- trúa almennings sem teknir eru til bæna i myndinni. Að minu viti ætti nafngiftin þó frekar við um þá sem mynd- ina hafa gert, en nafna þeirra er yfirleitt ekki getið, sem kannski er ekki skritið. Mynd þessi sem er gerð i Suður-Afriku byggist á röð at- burða þar sem höfundar myndarinnar koma fólki i vanda og kvikmynda svo i laumi viðbrögð þeirra með falinni myndavél. Slik atriði eru gamalkunn m.a. úr skemmtiþáttum i sjónvarpi þar sem þau eiga fyrst og fremst heima. Ekki er um neina samtengjandi atburða- rás að ræða heldur röð óskyldra atriða, yfirleitt illa kvikmynduf^ að ekki sé nú minnst á hljóðupptökuna sem er algjör hörmung. Mörg hinna sviðsettu atriða eru gamlar lummur og sum þeirra hafa verið gerð mun betur m.a. i islenskum sjón- varpsþáttum. Hér er hins veg- ar stundum gengið lengra i að hrella náungann en islenskir sjónvarpsmenn myndu leyfa sér. Það fer ekki hjá þvi að ein- staka atriði i myndinni séu hnyttilega gerð og einstaka senur eru sniðugar svo sem eins og þegar leikarinn i myndinni sem nefnist reyndar Manie, kemur inn á fina hár- greiðslustofu kvenna með saumsprettu á buxunum sin- um og fær aðstoð stúlkunnar við að sauma þær saman. Onnur atriði eru miður fyndin eins og þegar hvitir menn i Suður-Afriku skemmta sér við að gera hasar i svörtum úti- gangsmönnum og fákunnáttu þeirra þá verð ég að játa að mér þótti- það litið sniðugt. á Sviðsett atriði af þessu tagi eiga vafalaust rétt á sér i skemmtidagskrám i sjónvarpi i hæfilegum skömmtum, og þá betur gerð en i þessari mynd. —ESJ Elias Snæland Jónsson ; skrifar ★ Hörkutól O Crazy People ★ ★ Tæling Joe Tynan ★ Hver kálar kokkunum? Stjörnugjöf Tímans ★ ★ ★ ★ frábær ■ *** mjög góð • * * góð ■ * sæmileg • O léleg ÁRSÁBYRGÐ Myndsegulbönd Sjónvörp - Loftnet I>ú hringir við komum Viðgerðir nýlagnir samstilling uppsetning Sérhæfir fagmcnn veita árs ábyrgð á alla vinnu Litsjónvarpsþjónustan - Simi 24474 - 40937 - (9-22) Kennari Kennara vantar nú þegar að gagnfræða- skólanum Höfn i Hornafirði vegna for- falla. Upplýsingar veitir skólastjóri i sima 97- 8348 eða 97-8321.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.