Tíminn - 26.02.1982, Blaðsíða 19

Tíminn - 26.02.1982, Blaðsíða 19
Föstudagur 26. febrúar 1982 flokksstarfid Rangæingai Mánudagskvöldið 1. mars kl. 21.00 verða til viðtals og ræða landsmálin i Félagsheimilinu i Njálsbúð Þórarinn Sigurjónsson, Jón Helgason og Böðvar Bragason. Allir vclkomnir Rangæingar Þriðjudagskvöldið 2. mars kl. 21.00 verða til viðtals og ræða landsmálin á Laugaelandi Holtum.Þórarinn Sigur- jónsson, Jón Helgason og Böðvar Bragason. Allir velkomnir Framsóknarfélag Garðabæjar og Bessastaðahrepps heldur fund aö Goðatúni 2 mánudaginn 1. mars n.k. kl. 20.30 Dagskrá: 1) Framboð til bæjarstjórnarkosninga 2) Einar Geir Þorsteinsson bæjarfulltrúi ræðir fjárhagsáætlun 1982 Stjórnin ömmuhillur byggjast á einingum (hillum og renndum keflum) sem hægt er að setja saman á ýmsa vegu. Fást i 90. sm. lengdum og ýmsum breiddum. Verð: 20sm. br. kr. 116.00 25sm. br. kr. 148.00 30sm. br. kr. 194.00 40sm. br. kr. 217.00 milli-kefli 27 sm. 42.00 lappir 12 sm. 30.00 hnúðar 12sm. 17.00 Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er. Siglufjörður Stuöningsfólk Framsóknarflokksins á Siglufirði er minnt á sameiginlegt prófkjör stjórnmálaflokkanna á Siglufirði fyrir bæjarstjórnarkosningarnar i vor, sem fram fer laugardaginn 27. febrúar nk. Kosið verður i skólahúsinu við Hliðarveg frá klukkan 10-19. Þátttaka er bundin við þá sem eru 18 ára og eldri. Frambjóðendur Framsóknarflokksins eru: Bjarni Þor- geirsson, Bogi Sigurbjörnsson, Guðrún Hjörleifsdóttir, Hermann F'riðriksson, Hrefna Hermannsdóttir, Skarp- héðinn Guðmundsson, Sveinn Björnsson, Sveinn Þor- steinsson og Sverrir Sveinsson. A-Skaftfellingar Árshátið framsóknarfélags A-Skaftfellinga verður haldin á Hótel Höfn laugardaginn 27. febr. og hefst með borðhaldi kl. 20.00 Húsið opnað kl. 19 Alþingism. Guðmundur G. Þórarinsson og Halldór Ás- grimsson flytja ávörp. Fjölbreytt skemmtiatriði. Hljómsveit Hauks Þorvaldssonar leikur fyrir dansi. Skemmtinefnd Furuhúsið h.f. Suðurlandsbr. 30 — simi 86605! Framsóknarfélag Hveragerðis og Ölfuss heldur aðalfund þriðjudaginn 2. mars n.k. kl. 20.30 að Blá- skógum 2. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórnin. VIDEO- markaourihm hahraborbjo t%í*Sfo4fJiA í Hafnfirðingar og nágrannar 3ja kvölda spilakeppni verður i Iðnaðarmannahúsinu Linnetsstig 3, 4. mars 18. mars og 2. april og hefst kl. 20.30 hvert kvöld. Kvöld-og heildarverðlaun. Mætið stundvislega. Allir velkomnir F’ramsóknarfclag llafnarfjarðar. Kópavogur Framsóknarfélögin i Kópavogi hafa opið hús i Hamraborg 5 3. hæð vegna prófkjörsins 6. mars n.k. Opið veröur mánudaginn 1. mars og fimmtudaginn 4. mars kl. 20-22. Frambjóðendur flokksins er taka þátt i prófkjörinu veröa til viðtals. Framsóknarfélagar og stuðningsmenn flokksins eru hvattir til að lita inn á þessum kvöldum og ræða við fram- bjóðendur og þiggja kaffi i leiðinni. Grindvíkingar Fram sóknarfélag Grindavíkur auglýsir hér meö eftir framboöum i væntanlegtprófkjör sem fram fer sunnudag- inn 14. mars n.k. Framboöum skal skilað til uppstillinganefndar eigi sfðar en föstudaginn 5. mars. 1 uppstillinganefnd eru: Svavar Svavarsson Guðmundur Karl Tómasson GIsli Jónsson Halldór Ingvarsson og Ragnheiður Bergundsdóttir. ísfirðingar Almennur stjórnmálafundur verður haldinn I Gagnfræða- skólanum á ísafirði laugardaginn 6. mars kl. 4 e.h. Alþingismennirnir Jóhann Einvarðsson og Ólafur Þ. Þórðarson ræða stjórnmálaviðhorfið og svara fyrirspurn- um. Allir velkomnir. Framsóknarfélag tsfiröinga Höfum VHS myoóbofiú og original spólur i VHS. Opið frá kl. 9 til 21 alla virka daga, laugardaga frá kl. 14—18 og sunnudaga frá kl. 14—18. alurþurfÁ1 AÐ ÞEKKJA MERKIN! UX3**" J Aug/ýsið M / Tímanum ___________________________27 meðal annarra orða íslenska afrekið ■ Undanfarin 10-20 ár hefur ekkert eitt vandamál ógnað vest- rænuin lýðræðisríkjum meira en sifellt vaxandi atvinnuleysi. Ar frá ári hefur atvinnuleysingjum fjölgað i Vestur-Evrópu og Bandarikjunum og nú munu um 10 miljónir manna vera atvinnu- lausir i rikjum Efnahagsbandalagsins. Kosningar eftir kosningar i hinum ýmsu löndum hefur aðal kosningamáliö verið hvernig skapa megi ný atvinnutækifæri og fækka atvinnuleysingjum. En það viröist nánast vcra sama hvaða stefna verður ofan á, atvinnuleysingjum heldur sifellt á- fram að fjölga. Sumir flokkar hafa haldið þvi fram að afskipti rikisins af atvinnulifinu eigi að vera sem allra minnst og helst eigi atvinnufyrirtæki að ganga sjálfala. Er þetta leiftur- sóknarstefna Reagans, járn- frúarinnar bresku og þess hluta Sjálfstæðisflokksins sem fylgir Geir Hallgrimssyni að málum. Aðrir telja að atvinnuleysi megi lækna með miklum og viötækum rikisafskiptum á sem flestum sviðum. Gervilækning Þá hefur verið reynt að koma fullfrisku fólki um og yfirsextugtá eftirlaun. Það er reynt að halda ungu fólki sem lengst i skólum þannig að það komi sem seinast út á vinnu- markaðinn. Það er reynt að stytta vinnuvikuna og að skipta þvi starfi sem einn vann áður á milli tveggja. En ekkert dugar. Atvinnu- leysiðhelduráfram að aukast. Þjódarböl Nú er ekki svo að skilja að atvinnulaust fólk deyi drottni sinum á viðavangi eins og var hér fyrrum. Atvinnuleysis- bætur slaga viðast hátt i venjuleg mánaðarlaun þannig að atvinnuleysingjar lifa engu sérstöku sultarlifi. Þrátt fyrir það er atvinnu- leysi þjóðfélagskrabbamein hvernigsem á það er litið. At- vinnulaust fólk fyllist lifsleiða, tilgangsleysi og verður óá- byrgir þjóðfélagsþegnar. Von þess, þrek og trú á lifið sljóvg- ast og fikniefni, glæpir og stjórnmálaleg- og félagsleg Iausung eiga greiðari leið að þessum þjóðfélagshópum en öðrum. íslenska afrekið Við islendingar höfum skor- ið okkur úr meðal Evrópu- þjóða. Hjá okkur hefur ekkert atvinnuleysi verið i nær fimmlán ár ef frá er talið smávegis timabundiö og svæðisbundið atvinnuleysi sem alltaf hlýtur að koma upp hjá veiðimannaþjóð sem okk- ur, þvi ekki veiðist jafnt allt áriö. Nýlegar skoðanakannanir Dagblaösins hafa leitt i ljós aö rikisstjórnin nýtur mikils fylgis. Það er meðal annars vegna þess að i stefnu sinni hefur rikisstjórninni tekist aö feta hið vandrataða meðalhóf, að lækka verðbólgu verulega en halda jafnframt fullri at- vinnu. Þetta er afrek sem virkilega er ástæða til að benda á þegar flestöll ná- grannalönd okkar telja at- vinnuleysi sitt stærsta vanda- mál. Haukur Ingibergsson skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.