Tíminn - 26.02.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.02.1982, Blaðsíða 1
Mffllff Helgarpakki og dagskrá ríkisfjölmiðlanna 27/2 til 5/3 '82 Úr borgarlíf inu Taormina séð frá Naxos. Sikiley kynnt á Utsýnarkvöldi ¦ A útsýnarkvöldi sem haldið verður sunnudaginn sjöunda mars næstkomandi verður kynning á nýjum áfangastað á feröaáætlun útsýnar, Sikiley. Af þessu tilefni sneri Timinn sér til Péturs Björnssonar, sem veröur aöalfararstjóri útsýnar- farþega á Sikiley i sumar. Við spuröum f yrsthvað kynnt yrði á Útsýnarkvöldinu. „Það kemur hingað hópur fólks frá Sikiley, bæði skemmtí- kraftar og framámenn í ferða- málum eyjarinnar. Sikiley er um margt sérstök. Hún er nokkurskonar krossgötur á Mið- jarðarhafinu og menningar- áhrifin koma viða aö. A Út- sýnarkvöldinu veröa m.a. sýndir dansar, sem byggja á gamalli sikileyskri hefð viö undirleik sikileyskra tónlistar- manna". — Sikileysk tónlist er undir miklum spönskum áhrifum? „Ja, ég veit það nií ekki. Það má að visu greina i henni tals- verð spönsk áhrif, en þó er hún ekki svo lik spánskri tónlist. Það er mikið meiri tilfinningahiti i spönsku tónlistiimi. Sikileyingar eru angurværari og textarnir fjalla gjarnan um það sem fyrir augu ber i' daglegu lífi, vinnu eða eitthvað álika hversdags- legt. En eins og kunnugt er syngja spánverjar um ástina, sorgina, lifiö og dauðann. T.d. þá var ég niðrá Sikiley fyrir skömmu og þar rakst ég alveg óvænt á götusöngvara sem var að syngja um ökumann í dags- ins önn. — Hvar verða áfangastaöir Útsýnar? „Okkar afangastaður verður Naxos, sem er gamall fiski- mannabær á austurströnd Sikil- eyjar. Naxos er bær sem eigin- lega er á mörkum þess að vera ferðamannastaður og hefðbund- inn sikileyskur fiskimannabær. Hann er niðri við ströndina en aðeins i sex kilómetra fjarlægð upp ifjallier Taormina sem var orðinn ferðamannastaður löngu áöur en Norður-EvrópubUar fóru að stunda sólarlandaferðir. Listamenn sóttu þangað gjarn- an til að geta starfað i næði og sem dæmi af þvi má nefna að Halldór Laxness skrifaði Vefararin mikla frá Kasmír I Toarmina, þar var lika Þor- valdur Skulason um skeið og málaöi". — Hvað er sérstakt við Taormina? „Það er fyrst og fremst lega bæjarins og nátturufegurðin i kring. Taormina stendur uppá fjalli 225 metra fyrir ofari sjávarmál og bæjarmörkin eru fram á bjargi sem er þverhnipt niður isjóinn. Útsýniðer hreint ævintýralegt, hvort sem litið er yfir sjóinn eða upp til f jalla. Það er aðeins smáspölur frá Taormina til Etnu sem er hæsta virka eldf jall i Evrópu. — Þið veröiö væntanlega með kynnisferðir? „Já. Við skipuleggjum dags- ferðir upp á aðalgig Etnu kynnisferðir i Taorminu, það verður farið I siglingu út á Laparieyjar, svo verður sigltiit á eyjuna Vulcano (eldf jall). Þá veröur farið til SyrakUsa sem var ein af háborgum griskrar menningar. Þar má enn finna miklar fornminjar svo sem stdra griska leikhúsið. Þá verðurfarið i tveggja daga ferð þar sem Agrigento verður fyrsti áfangastaður, þar er að finna fjölmörg hof frá dögum grikkja á Sikiley. Svona mætti lengi telja þvi það er næstum enda- laust sem forvitnilegt er að skoða þarna suðurfrá", sagði Pétur. -Sjó Auglýsendur Auglýsendur Þeir sem haffa hug á ad koma auglýsingum á framfæri f „Helgarpakkanum" þurfa ad hafa samband vid blaðið fyrri hluta viku og alls ekki sídar en á midvikudegi 18300 Miðasala opin daglcga frá . kl. 14.00. Laugardaga og^ isunnudaga frá kl. 13.00. x, Sala afsláttarkorta áag- lega. Sfmi 16444. Illur fengur i kvöld kl. 20.30 sunnudag kl. 20.30 Ath. næstsiðasta sýning. Elskaðu mig laugardag kl. 20.30 Súrmjólk með sultu ævintýri i alvöru sunnudag kl. 15. iSúrmjólk með sultu ! ævintýri i alvöru jsunnudag kl. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.