Tíminn - 26.02.1982, Page 1

Tíminn - 26.02.1982, Page 1
og dagskrá ríkisfjölmiðlanna 27/2 til 5/3 ’82 Úr borgarlffinu Auglýsendur Auglýsendur Þeir sem hafa hug á ad koma auglýsingum á framfæri í „Helgarpakkanum’ þurfa ad hafa samband vid blaðið fyrri hluta viku og alls ekki siðar en á miðvikudegi 18300 Taormina séð frá Naxos. Sikiley kynnt á Utsýnarkvöldi ■ A útsýnarkvöldi sem haldið verður sunnudaginn sjöunda mars næstkomandi verður kynning á nýjum áfangastað á ferðaáætlun útsýnar, Sikiley. Af þessu tilefni sneri Timinn sér til Péturs Björnssonar, sem veröur aðalfararstjóri Útsýnar- farþega á Sikiley i sumar. Við spurðum fyrsthvað kynnt yrði á Útsýnarkvöldinu. „Það kemur hingað hópur fólks frá Sikiley, bæði skemmti- kraftar og framámenn 1 ferða- málum eyjarinnar. Sikiley er um margt sérstök. Hún er nokkurskonar krossgötur á Mið- jarðarhafinu og menningar- áhrifin koma viða að. Á Út- sýnarkvöldinu verða m.a. sýndir dansar, sem byggja á gamalli sikileyskri hefð við undirleik sikileyskra tónlistar- manna”. — Sikileysk tónlist er undir miklum spönskum áhrifum? ,,Ja, ég veit það nú ekki. Það má að visu greina í henni tals- verð spönsk áhrif, en þó er hún ekki svo lik spánskri tónlist. Það er mikiö meiri tilfinningahiti i spönsku tónlistinni. Sikileyingar eru angurværari og textarnir fjalla gjarnan um það sem fyrir augu ber í daglegu lífi, vinnu eða eitthvað álika hversdags- legt. En eins og kunnugt er syngja spánverjar um ástina, sorgina, lifið og dauöann. T.d. þá var ég niðrá Sikiley fyrir skömmu og þar rakst ég alveg óvænt á götusöngvara sem var að syngja um ökumann i dags- ins önn. — Hvar verða áfangastaðir Útsýnar? „Okkar áfangastaður verður Naxos, sem er gamall fiski- mannabær á austurströnd Sikil- eyjar. Naxos er bær sem eigin- lega er á mörkum þess að vera feröamannastaður og hefðbund- inn sikileyskur fiskimannabær. Hann er niðri við ströndina en aðeins i sex kilómetra fjarlægð upp i f jal li er T aorm ina sem va r orðinn ferðamannastaður löngu áður en Noröur-Evrópubúar fóru að stunda sólarlandaferðir. Listamenn sóttu þangað gjarn- an til aö geta starfað i næði og sem dæmi af þvi má nefna að Halldór Laxness skrifaði Vefarann mikla frá Kasmir i Toarmina, þar var lika Þor- valdur Skúlason um skeið og málaði”. — Hvað er sérstakt við Taormina? ,,Það er fyrst og fremst lega bæjarins og náttúrufegurðin I kring. Taormina stendur uppá fjalli 225 metra fyrir ofan sjávarmál og bæjarmörkin eru fram á bjargi sem er þverhnipt niður isjóinn. útsýniðer hreint ævintýralegt, hvort sem litið er yfir sjóinn eða upp til f jalla. Það er aðeins smáspölur frá Taormina til Etnu semer hæsta virka eldfjall i Evrópu. — Þið verðið væntanlega með kynnisferðir? „Já. Við skipuleggjum dags- feröir upp á aðalgig Etnu kynnisferðir i Taorminu, það verður farið i siglingu út á Laparieyjar, svo verður siglt Ut á eyjuna Vulcano (eldfjall). Þá verður farið til SyrakUsa sem var ein af háborgum griskrar menningar. Þar má enn finna miklar fornminjar svo sem stóra griska leikhúsið. Þá verðurfariði tveggja daga ferð þar sem Agrigento veröur fyrsti áfangastaöur, þar er aö finna fjölmörg hof frá dögum grikkja á Sikiley. Svona mætti lengi telja þvi þaö er næstum enda- laust sem forvitnilegt er að skoða þarna suðurfrá”, sagði Pétur. -Sjó Þu býrö vel og ódýrt hjá okkur plWri □ l=aliiy n * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * rk * * i* * * * * * íMiðasala opin daglega frA ;kl. 14.00. Laugardaga og T isunnudaga frá kl. 13.00. Sala afsláttarkorta dag-~ lllur fengur I kvöld kl. 20.30 sunnudag kl. 20.30 Ath. næstsiöasta sýning. Elskaðu mig laugardag kl. 20.30 Súrmjólk með sultu ævintýri i alvöru sunnudag kl. 15. jSúrmjólk með sultu ! ævintýri i alvöru sunnudag kl. 15.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.