Tíminn - 26.02.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.02.1982, Blaðsíða 5
Iliilii Helgarpakki og dagskrá rikisf jölmiðlanna 5 Úr skemmtanairfinu ■ Jassgitarleikarinn Paul Weeden mun skemmta bæði á Akureyri og i Reykiavik. Vídþekktur jassleikari heimsækir Island g Paul Weeden.viðkunnur jass-gitarleikari, heimsækir Island I fyrsta skipti um næstu mánaðamót. Hann leikur á tónleikum og skemmtunum, og leiðbeinir á námskeiðum, bæöi á Akureyri og i Reykja- vik i rúman hálfan mánuö. Paul hefur leikið inn á margar hljómplötur og á tónleikum með ýmsum fræg- um jass-leikurum og söngvur- um, t.d. Sonny Stitt, Gene Ammons, Jimmy Smith, Nancy Wilson, Coleman Haw- kins, Lou Bennett og Art Farmer. Hann hefur leikið á tónleikum og jasshátiðum á fjölmörgum stöðum i fjórum heimsálfum, og komið fram sem einleikari með út- varps-jasshljómsveitum, bæði i Berlin, Stokkhólmi, Osló og viðar. Hann lauk B.A. prófi i tón- smiöum og útsetningum við tónlistarháskólann i Chicago, en hafði áður stundað nám i gitarleik og tónsmiðum við New York tónlistarakademi- una og Landin School of Music i Philadelfiu. Paul Weeden er nú búsettur i Osló og hefur á siðustu árum kennt á námskeiðum og haldið tónleika viða um Noreg og einnig i nágrannalöndum, og er hann mikill áhrifamaður i jasslifi Norðmanna, og I þvi sambandi hefur hann hlotiö heiðursviðurkenningu norsku menningarmiðstöðvarinnar, Oslóborgar og jasshátiðar- innar i Harstad. A Akureyri dvelur Paul 1.-8. mars, og kennir á námskeiði á vegum Tónlistarskólans, Menntaskólans og Tónlistar- félagsins. Einnig leikur hann opinberlega á KEA. í Reykja- vik kennir Paul á námskeiði á vegum Tónskóla FIH og leik- ur á skemmtistöðum og klúbb- um, en nánar verður greint frá þvi siðar. Hlíðarendi seldur: Eigendaskipti með „pomp og pragt” ■ Næstkomandi sunnudags- kvöld verður siðasta kvöldið á Veitingastaðnum Hliðarenda. Eins og flestir vita þá hefur staðurinn verið seldur.' Þeir Hliðarendabændur koma þvi til með að kveðja staðinn með pomp og pragt. Efnt verður til siðasta klassiska kvöldsins á Hliöarenda, þau hjónin Sigurður Björnsson og Sig- linde Kahman verða sérstakir gestir kvöldsins. Matreiðslu- menn hússins verða með sér- stakan matseðil, logandi steikur og fleira sem á að kitla bragðlauka fólks svo um munar. Að sögn Hliðarenda- bænda veröa tvö‘ listform alls- ráðandi þetta siðasta kvöld matargerðalistin og tónlistin. ■ Siglinde Kahman ásamt Sigurði Björnssyni veröa gestir á siðasta klassiska kvöldinu á Hliðarenda. SUMARIÐ ERTU BÚINN AÐ GERA RÁÐSTAFANIR FYRIR ÆTTARMÓTIÐ EÐA RÁÐSTEFNUNA í SUMAR? VIÐ HÖFUM TVÆR HELGAR í JÚNÍ LAUSAR, 18.-20. OG 26.-27 Horf(Tit Haukur Morthens rifjar upp Ijúfar endurmínningar. Undirleik annast gömlu félagarnir Eyþór Þorláksson, Guðmundur Steingrímsson og Jónas Þórir. PANTAÐU TÍMANLEGA I SÍMA 93-7500 Bifröst BORGARFIRÐI / /Meiriháttar sælkerastaður £ oS OdýT' matsölustaður þœgilegt umhverfi í alfaraleið__________ Látið okkur sjá um veisluna Pottréttir Kalt borð kr. 69-84- kr. 118 Veisluréttir allt árið Veitingahús Laugavegi 116.Sími: 10312. Birgir Viðar Halldórsson Malrciðslumcistari POKHR EINS OG VATN ÚR KRANANUM Plil.Sl.4Mi lll' a* 8-26-55 HÁRGREIÐSLUSTOF KLAPPARSTÍG 29 (milli Laugavegs og Hverf isgötu) Tímapan tanir í síma fostuaagur ze. tebrúar 1982

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.