Tíminn - 27.02.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.02.1982, Blaðsíða 5
Laugardagur 27. febrúar 1982 5 erlent yfirlit ■ Kennedy aö flytja ræöu á kosningafundi Tekst Kennedy að halda velli? íhaldsöflin leggja ofurkapp á ad fella hann ■ 1 NÖVEMBER fara fram kosningar i Bandarikjunum og má segja að baráttan i sambandi við þær sé þegar hafin. Innan skamms tima munu hefjast próf- kjör, þar sem valdir verða fram- bjóðendur flokkanna. Kosið verður til allrar fulltrúa- deildar Bandarikjaþings og þriðj- ungs öldungadeildarinnar. Þá verða kosnir rikisstjórar i all- mörgum fylkjum.Sérstök athygli beinist að rikisstjórakjörum i New York og Illinois. Carey rikisstjórí i New York- riki hefur ákveðið að gefa ekki aftur kost á sér til framboðs, en hann er búinn að gegna rikis- stjóraembættinu i átta ár. Ed- ward Koch borgarstjóri i New York hefur gefið kost á sér til framboðs fyrir demókrata og þykir lfklegur til að hljóta útnefn- ingu þeirra. Spurningin er hvort hann reynist jafn sigurvænlegur nú og á siðastliðnu hausti, þegar bæði demókratar og repúblikanir studdu endurkosningu hans sem borgarstjóra i' New York. t Illinois sækir Thompson rikis- stjóri um endurkjör. Haldi hann velli, þykir hann koma til greina sem forsetaefni republikana i for- setakosningunum 1984, ef Reagan býður sig ekki fram aftur. En endurkosning hans sem rikis- stjóra er engan veginn örugg. Demókratar munu tefla fram gegn. honum Adlai Stevenson yngri, syni Adlai Stevenson sem var forsetaefni demókrata i for- setakosningunum 1952 og 1956. Adlai Stevenson yngri átti sæti i öldungadeild Bandarikjaings i tvö kjörti'mabil, eða i tólf ár en gaf ekki kost á sér til endurkjörs 1980, þvi' að hann vildi heldur verða rikisstjóri i Illinois. Faöir hans var rikisstjóri þar, þegar hann bauð sig fram gegn Eisen- hower i forsetakosningunum 1952. ÞÓTT mikil athygli muni bein- ast að rikisstjórakosningunum i New York og Illinois mun aðalat- hyglin beinast að kjöri öldunga- deildarþingmanns i Massachus- etts. Þar sækir Edward Kennedy um endurkjör eftir að hafa átt sæti i öldungadeildinni i tuttugu ár, eða siðan bróðir hans var kos- inn forseti. lhaldsöflin i Banda- rikjunum hafa nú ákveðið að leggja meiri áherzlu á að reyna að fella hann en nokkurn mann annan. Astæðan er sú, að hann er talinn aðalfulltrúi þeirrar um- bótastefnu sem kennd er við Franklin D. Roosevelt og fylgis- menn hans en hún er höfuðand- stæða þeirrar stefnu sem Reagan forseti og fylgismenn hans beita sér fyrir. Edward Kennedy hefur þriveg- is náð kjöri sem öldungadeildar- þingmaður fyrir Massachusetts og hefur átt auðvelda kosningu i öll skiptin. Nú er hins vegar talið aðhann þurfi á öllu sinu að halda. Samtök afturhaldssamra hægri manna hælast yfir þvi, að þeim ■ Carter og Kennedy hafi með áróðri sinum tekizt að fella þrjá frjálslynda öldunga- deildarþingmenn demókrata i kosningunum 1980, eöa þá Frank Church i Idaho, McGovern I South Dakota og Birch Bayh i Indiana. Nú sé röðin komin að þeim, sem verstur sé en það sé Edward Kennedy. Hann sé meiri persónu- gervingur hinnar hættulegu framfarastefnu en nokkur annar. Það mun þegar ráðið hver keppinautur Kennedys verður af hálfu republikana. Það er marg- faldur milljónamæringur, Ray Shamie að nafni. Hann segist gera sér góöar vonir um sigur og færir til f jórar ástæður. I fyrsta lagi hafi ihaldssömum kjósendum fjölgað verulega i Massachusetts eftir að þar hafi lengi rikt mikið frjálslyndi. 1 öðru lagi sé umbótastefnan sem Kenn- edy sé fulltrúi fyrir, orðin úrelt. I þriðja lagi sé ekki lengur litið á Kennedyana sem ósigrandi eftir að Kennedy tapaði i prófkjörun- um fyrir eins lélegum forseta og Jimmy Carter. 1 fjórða lagi hafi Kennedy vanrækt fylkismenn sina i Massachusetts, þvi að hann hafi verið á þönum annars staðar til að afla sér fylgi sem forseta- efni. ÞAÐ ER vitað, að ihaldsöflin munu leggja fram geysilegt fjár- magn til þess að fella Kennedy. Kennedy tekur þessu samt rólega og segir, að þetta sé heiður fyrir sig. Það sýni að sá málstaður, sem hann bersl fyrir sé nokkurs virði. Kennedy átti nýlega fimmtugs- afmæli og virtist þá vel undir nýja kosningabaráttu búinn. Annars hefur hann haft heldur hljótt um sig siðan hann tapaði i prófkjör- unum fyrir Carter. Hann hélt þó ræðu á f lokksþinginu, þegar Cart- er hlaut Utnefningu sem forseta- efni og er hún talin snjallasta á- róðursræða sem bandariskur stjórnmálamaöur hefur flutt um langt skeið. Edward Kennedy er snjallastur ræðumaöur þeirra Kennedybræðra. Það sem enn háir Kennedy er slysið i Chappaquidick. Það virð- ist aldrei ætla að gleymast. Samt er hann nú vinsælasti leiðtogi demókrata. Nýlega. fór fram skoðanakönnun um hvaða menn demókratar kysu helzt til fram- boðs i forsetakosningunum 1984, Kennedy sigraði Mondale fyrrv. varaforseta með yfirburðum. Takist honum aö halda vel velli i Massachusetts i haust mun það styrkja aðstöðu hans. Annars er hann að öllum likindum úr sög- unni. EJ Þórarinn Þórarinsson, Jf ritstjóri, skrifar Kifl bridge Video tæki Óðals verða með á stórmóti BR ■ Jón Hjaltason, óðalsbóndi hefur af sinni alkunnu greiða- semi boðist til að lána Bridge- félagi Reykjavikur Video upp- tökutæki Óðals og verða þau notuð á stórmóti BR, sem hefst eftir 2 vikur. Verður tæk- inu komið fyrir við eitt borð i tvimenningskeppninni og á þvi borði munu siðan spila þau pör, sem mest eru i sviðsljós- inu á hverjum tima. Með þessu móti geta áhorfendur fylgst með spilamennskunni i litsjónvarpi. Svipað fyrir- komulag verður i sveita- keppninni. Þetta er áður óþekkt þjón- usta sem mótshaldarar bjóða upp á og hvað tvimennings- keppnir varðar, hefur aðstaða fyrir áhorfendur verið litil sem engin. A Jón Hjaltason þakkir verðskuldaðar fyrir að gera þetta mögulegt. Stórspilarar: ATH Þátttakendur i afmælismóti Bridgefélags Reykjavikur skulu greiða þátttökugjald kr. 350,00 á mann og auk þess matarkostnað fyrir máltiðir á Hótel Loftleiðum á meðan á mótinu stendur. Greiðslur fyrir hvorttveggja skulu væntanlegir keppendur inna af hendi i Domus Medica miðvikudaginn 3. mars n.k. kl. 18 til 19. Þeir, sem ekki hafa tök á að mæta á þessum tima, eru beðnir að hafa samband við formann i sima 72876 fyrir miðvikudag. Einnig má hafa samband við aöra stjórnar- menn. Þeir, sem ekki greiða eða hafa samband, hafa fyrir- gert rétti sinum til þátttöku i mótinu. Forfallist par, sem staðfest hefur þátttöku, er það beðið aö tilkynna það tafar- laust og verða greiðslur endurgreiddar. BR Þegar 31 umferð af 43 er lok- ið i aðaltvimenningskeppni félagsins, er röð efstu para þannig: 1. Jón Asbjörnsson — Simon Simonarson 453 2. Ásmundur Pálsson — Karl Sigurhjartarson 361 3. Sigurður Sverrisson — Þorgeir Eyjólfsson 337 4. Steinberg Rikharðsson — Þorfinnur Karlsson 236 5. Friðrik Guðmundsson — Hreinn Hreinsson 226 6-7 Guðmundur Pétursson — Hörður Blöndal 215 6-7 Guðlaugur R. Jóhannesson örn Arnþórsson Næstu 7 umferðir verða spilaöar n.k. miðvikudag. íslandsmót yngri spilara i sveitakeppni fer nú fram um helgina i Fjöl- brautaskólanum i Breiðholti. 14 sveitir mættu til leiks sem verður að teljast góð þátttaka. Spilaðir eru 10 spila leikir og lýkur keppninni á morgun, sunnudag. BK Aðalsveitakeppni félagsins hófst i fyrrakvöld með þátt- töku 12 sveita. Spilaðir eru tveir 16 spila leikir á kvöldi i Þinghóli og hefst spila- mennskan alltaf kl. 20. Staöa efstu sveita: 1. Þórir Sigursteinsson 35 2. Böðvar Magnússon 26 3. Þórir Sveinsson 25 4-5. Armann J. Lárusson 24 4-5. Aðalsteinn Jörgensen 24 Bridgefélag kvenna Hörkukeppni er i sveita- keppni félagsins. Staða efstu sveita, þegar 1 umferö er eftir (verðurspiluð n.k. mánudag): 1. Aldis Schram 166 2. Vigdis Guöjónsd. 164 3. Gunnþórunn Eriingsd. 161 4. Alda Hansen 159 TBK Sveit Gests Jónssonar sigraði i sveitakeppni félags- ins sem lauk i fyrrakvöld með þvi að sigra sveit Bernharðs Guðmundssonar 20-0, sem hafði verið i fyrsta sæti fyrir siðustu umferðina. 1 sveit Gests voru auk hans þeir Sverrir Kristinsson, Stefán Guðjohnsen, Sigtryggur Sigurðsson, Sigfús Orn Arna- son og Jón Páll Sigurjónsson. Hlaut sveitin 168 stig, en Bern- harður 162, þannig að 4 stig hefðu nægt Bernharði til sig- urs. 1 næstu sætum komu Þór- hallur Þorsteinsson með 140 stig og Sigurður Amundason með 129 N.k. fimmtudag hefst 4 til 5 kvölda Barómeter tvimenn- ingur og skal tilkynna þátt- töku sem fyrst til Auðuns Guð- mundssonar (19622) eða Sig- fúsar Sigurhjartarsonar (44988). Reykjavíkurmótið Undankeppni mótsins i sveitakeppni lauk um siðustu helgi. Staöa efstu sveita: 1. Karl Sigurhjartarson 258 2. örn Arnþórsson 235 3. Sævar Þorbjörnsson 228 4. Þórarinn Sigþórsson 221 5. Egill Guðjohnsen 221 Karl skaust upp fyrir örn i siðustu umferðunum, en hann hafði leitt mótið mest allan timann. Sveit Sævars halut 136 stig af 140 mögulegum i siðustu 7 umferöunum og komst þannig i úrslit eftir all rólega byrjun. Sveit Þórarins komst áfram á betra impa- skori. Um næstu helgi spila sveitir Karls og Þórarins svo og Arnars og Sævars. Sigur- vegararnir spila siðan um titilinn. Spilað er i Hreyfils- húsinu Hafnarf jörður Siðastliðinn mánudag lauk aðalsveitakeppni BH. Sigur- vegari varð sveit Kristófers Magnússonar, en auk hans spiluðu i sveitinni Björn Ey- steinsson, Guðbrandur Sigur- bergsson, Guðmundur Sv. Hermannsson og Þorgeir Eyjólfsson. Úrslit urðu: stig 1. Kristófer Magnússon 193 2. Aðalsteinn Jörgensen 186 3. Sævar Magnússon 137 4. Ólafur Gislason 126 5-6. Guðni Þorsteinss 123 5-6 Siguröur Emilsson 123 Næstkomandi mánudag hefst svo einmenningskeppni félagsins en hún er jafnframt firmakeppni. Keppni þessi verður tvö kvöld Reykjanesmót Reykjanesmót i sveita- keppni verður haldið 6. og 7. mars. Þær sveitir sem hafa hug á aö vera með i þessu móti er bent á að hafa samband viö stjórn bridgefélaganna. Ekki er endanlega vitað hvar mótið fer fram en það verður auglýst siðar. Þess má svo geta að þetta mót er jafnframt undan- keppni fyrir Islandsmót, en þar á Reykjanes 4 sveitir. Magnús Ólafsson skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.