Tíminn - 27.02.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.02.1982, Blaðsíða 7
lililiil Laugardagur 27. febrúar 1982 um sinum meira en áöur, enda hafði bættst við starfslið jarð- ræktardeildar með heimkomu dr. Björns Sigurbjörnssonar sér- fræðings i jurtakynbótum og deildarstjóraskipti urðu Uka við stofnunina. NU verður Sturla al- tekinn af áhuga á vistfræði og gerir sér manna fyrst hérlendis ljóst, hve mikilvæg þessi visinda- grein er, einmitt fyrir land- búnaðinn. Rannsóknir Sturlu beinast i þessa veru, þótt hann héldi áfram sinum jurtakynbóta- rannsóknum. Hann skrifaði i auknum mæli greinar um vist- fræði i ýmis rit og ruddi brautina aö rannsóknum á þvi hvaða möguleikar væru fyrir hendi til uppgræðslu örfoka landa i mis- munandi hæð yfir sjávarmáli, i samráði og samvinnu við Land- græðslu rikisins Veðurstofuna og Orkustofnun. Sérstaklega rann- sakaði hann, hvaða grastegundir kæmu helst til greina til upp- græðslu og hefur ritað um þær rannsóknir bæði tilraunaskýrslur og timaritsgreinar. Siðar fór ann- ar sérfræðingur Rannsóknar- stofnunar landbúnaðarins sem þá var um árabil einnig land- græðslufulltrúi Landgræöslu rikisins inn á þetta svið án sam- starfs við Sturlu og án þess að virða þaö brautryðjandastarf sem þegar hafði verið unnið á margar vættir fiska. Fékkst Sturla litt um þaö enda Island stórt og hélt áfram sinu striki með tilraunareiti og kynbætur grasstofna. Þá um skeið vann Sturla stórvirki i kyrrþey, samningu bókarinnar Lif og land um vistfræði Islands, er hann gaf út á eigin kostnað 1973. Bók þessi er að mi'num dómi frábært byrjunarverk, auðlesin og auð- skilin bæði leikum og lærðum, en auðvitað hvorki fullkomin né gallalaus. Hefur rikt um þetta ágæta verk undarleg grafarþögn og virðist það ekki hafa verið mikils metið er höfundur sótti um prófessorsstöðu i vistfræði við Háskóla Islands skömmu eftir út- komu þessarar bókar. Háar stöður og frami byggist ekki ávallt á miklum afrekum og við- tækri þekkingu. Myndun Surtseyjar, sem af- leiðing gossins i hafinu suðvestanvið Vestmannaeyjar er hófst 14. nóvember 1963, var vatn á mylhi Sturlu Friðrikssonar. Ný eyja var sköpuð,fædd hrein úr skauti jaröar. Þar lá ljóst fyrir einstakt tækifæri til þess að fylgj- ast með og rannsaka hvernig gróðurrikiö og dýrarikið hasla sér völl þar sem ekkert lif er fyrir. Rannsóknarráð rikisins lét málið til sin taka og i samráði við nokkra náttúruf ræðinga og áhugamenn stofnaði Surtseyjar- félagið. sem beitti sér fyrir og vann að rannsókn þessara mála. A þann veg þróuöust málin að Sturla Friðriksson tók forystuna og leiddi liffræðirannsóknir á eynni, safnaði gögnum og ritaði margar greinar um, hvernig lif hófst á Surtsey. Þetta var að visu ekki i verkahring hans sem sér- fræðings i jurtakynbótum, en náttúrufræðiþekking hans, sam- fara vistfræðiáhuganum og vis- indalegri nákvæmni i starfi gerði hann sjálfkjörinn til þessa verks. Sturla gerði yfirlitsrit um allt þetta efni á ensku undir heitinu Surtsey. E volution of life on a vol- canic island.sem Butterworths i London gaf út 1975 i glæsilegri myndskreyttri bók. Hefur verk þetta aukið hróður Sturiu um viöa veröld. Siðan 1965 hefurSturla átt sæti i Erfðafræðinefnd Háskóla Islands og verið jafnframt fram- kvæmdarstjóri nefndarinnar. Nefnd þessi var stofnuð af þeim prófessor Nielsi P. Dungal, dr. Sigurði Sigurðssyni, landlækni og Sturlu vegna ábendinga erlendra mannfræðinga, sem bentu á að vegna einangrunar á liðnum öld- um, mannfæðar og óvenju full- komins skýrsluhalds væri sérlega góð aðstaða til mannerfðafræði- rannsókna á Islandi. Með reglu- gerö 1966 var fjölgaö um tvo menn i nefndinni. Nefndin hefur unnið mikið starf við að tölvuskrá mikið af mannfræðiupplýsingum úr fæðingarskrám, manntölum, hjúskaparvottoröum og dánar- vottorðum allt frá 1910 og ýmsar heilsufarslegar upplýsingar. Hefur þegar verið unnið Ur sum- um þessum gögnum ýmislegt um arfgengi blóðflokka og nokkurra sjúkdóma o.fl. sem hér er ekki rúm til að rekja. Sturla hefur ritað allmargar greinar um þess- ar rannsóknir ýmisteinn eða með öðrum til flutnings á ráöstefnum eða birtingar i visindaritum. Sturla tók að sér ritstjórn tima- ritsins Islenskar landbúnaðar- rannsóknir er þaðhóf göngu sfna 1968 og gegndi þvi starfi tii 1972 af frábærri kostgæfni og vandaði ritið sérstaklega. Hann átti lfka sæti f ýmsum nefndum um land- búnaðarmál og var f stjóm félaga á sviði náttúrufræði og land- búnaðar t.d. formaður Hins fs- lenska náttúrufræðifélags 1956-’57 og var f tilraunaráði land- búnaðarins um árabif Árið 1973 var Sturla Friðriksson gerður félagi Alþjóðanáttúru- friðunarsjóðsins (World Wildlife Fund) en í þeim félagsskap eru bæði náttUrufræöingar og ýmsir þjóðarleiðtogar t.d. var Bernhard prins eiginmaöur Júlfönu Hollandsdrottningar lengi forseti þessara samtaka. Sturla og Sig- rUn kona hans hafa ferðast nokk- uð á vegum þessa félagsskapar og með þvf fengið einstakt tæki- færi til að kynnast náttUru, bæöi jurta- og dýralifi og fegurð hinna ólikustu landa 1 friðlöndum, þar sem þessi samtök styrkja rann- sóknir eins og t.d. á Galapagos- eyjum.f ýmsum rikjum i Afriku og i Bhutan i Himalayafjöllum. Ariö 1978 flugu þau hjón tilSuður- skautslandsins með Bernhard prinsi i einkaþotu hans. Sturla var kjörinn félagi i VIs- indafélagi íslendinga 1960 og var forseti þessfélags árin 1965-’67 og er einnig formaður Asusjóðs sem stofnaður var á vegum Visinda- félagsins 1968. en sjóður þessi veitir árlega einum Islenskum visindamanni heiðurslaun. Hin margþættu vísindastörf sem Sturla hefur unnið að siðustu 20 árinutan við aðalverksvið hans hjá Rannsóknarstofnun land- búnaðarins, hafa að sjálfsögðu þrátt fyrir iðjusemi og ástundun hans tekið tima frá aðalstarfinu og er þó hlutur hans i þvi mikill og góður. Ritstörf hans auk alls þess sem að framan getur, eru ótrú- lega mikil og merk. Auk gras- ræktarstarfa hans, sem enn eru I fullum gangi eru hérlendar vist- fræðirannsóknir hans að minum dómi mikilvægastar. Hann hefur rannsakað áhrif ræktunar á vist- kerfið. Sérstaklega hefur hann rannsakaðáhrif áburöargjafar og grassáningar á sanda og fundið hve dýralffið verður fjöl- skrúðugra með ræktun landsins. Þá er hann að kanna áhrif fram- ræslu og uppþurrkunar mýra á lifriki þeirra. Hafa birst merkar áfangaskýrslur um það efni. Kynni mi'n af Sturlu Friðriks- syni hafa i senn verið mér ánægjuleg og mikils virði. Hann er sérstæður og ógleymanlegur persónuleiki, myndarlegur og fumlaus í framgöngu, dulur, inn- hverfur og óáleitinn, fjölgáfaður, fróður og hugmyndarikur, sein- tekinn I kynningu en manna skemmtilegastur er komið er inn- fyrir yfirborðið enda i senn hag- orður vel og fyndinn. Sturla er enginn félagshyggjumaður og er ivið tortrygginn, enda hefur hann átt þvi að venjast að samferða- menn veltu fremur steinum i götu hans en úr. Er mér slikt ráögáta, þvf aldrei veitég til þess,aðhann hafi að fyrra bragði gert á hlut nokkurs manns. Sturla er traustur og fastheld- inn. Hann telur skyldu sína að gæta þess vel, sem honum er trU- að fyrir, er þvi sparsamur og fastur á fé, en gerir það myndar- ' lega sem hann leggur fjármuni I. Hann hlaut eignir i arf og hefur aidrei litið á þær sem eyðslufé, heldur skuli hann varðveita þær og skila þeim auknum til eftir- komenda. Samt hefur visinda- hneigö Sturlu orðið auðhyggjunni yfirsterkari. Hann hefur hvorki lagt i brask eða atvinnurekstur til auðsöflunar,en hefur aðeins gætt að si'nu. Sturlu þykir vænt um sin veraldlegu verðmæti og ann land- eignum sinum svo, að þær eru ekki falar viö fé. Væri betur að fleiri landeigendur sýndu landinu slika virðingu og tryggö. Sturla er hamingjusamur i einkalifi, kvæntur Sigrúnu Lax- dal, Eggertsdóttur listmálara, glæsilegri og fjölhæfri konu sem er honum samhent. Þau eiga eina dóttur, SigrUnu Asu, gifta Þór Gunnarssyni. Þau eru bæði lif- fræðingar, nU við framhaldsnám i Durhamháskóla i Englandi. Þau eiga eina dóttur, Emblu. Þau SigrUn og Sturla búa við Skerjafjörð i' glæsilegu húsi sem þau byggðu. Heimilið er sérstætt og ber vottsmekks þeirra beggja i senn prýtt nútima listaverkum og fornum munum. Þau eiga sumarbústað á bakka Norðurár i landi Laxfoss i Stafholtstungum. A sama stað byggðu foreldrar Sturlu sumarbústaö 1907 svo vandaöan og vel gerðan að Sturla kaus heldur að byggja nýja bú- staðinn utanum þann gamla og varðveita hann þannig, heldur en rifa hann. Minningar frá gamla bústaðnum voru honum svo kær- ar. Slika tryggð er vert aö virða. Um leið og ég árna Sturlu Frið- rikssyni og fjölskyldu hans allra heilla á þessum timamótum, þakka ég honum og þeim hjónum báðum vináttu og ótaldar ánægjustundir frá liðnum árum og störf hans iþágu landbúnaðar- ins og þjóðarinnar. Halldor Pálsson menningarmál Aída ■ öll sólarmerki benda til þess, að árið 1982 verði ár óperunnar hér á landi: stórir hlutir hafa þeg- ar skeð ióperumálum á árinu og enn eru ekki liönir nema tæpir tveir mánuðir. Fimmtudaginn 18. febrúar fluttu Sinfóniuhljóm- sveitin, Söngsveitin Filharmónia og einsöngvarar óperu Verdis Aida i konsertformi i Háskólabiói með miklum glæsibrag. Jean- Pierre Jacquillat stjórnaði. Aida er sannkölluð stór-ópera (Gross Oper) þar sem sviðið og atburða- rásin eru engu siður mikilvæg en tónlistin: þarna eru stórkostlegar senur, ballett, ást og sorg. 1 kon- sert-uppfærslu sem þessarri fer mikið af öllu þessu forgörðum: við heyrum söng á óskiljanlegu máli og fagra tónlist en þetta er náttúrlega ekkiópera iþess orðs rétta skilningi. Allt um það, þeir sem höfðu séð Aidu á sviði — sumir mörgum sinnum — nutu sýningarinnar að sjálfsögðu bezt, þvi þeir gátu lifað sig inn i hina stóru atburði sem tónlistin er hluti af. Og viö hin glöddumst yfir þeim fagra söng og tilþrifamiklu tónlist sem þarna var flutt. 1 Aidu eru þrjú stór hlutverk: Corneiiu Murgu söng hetjutenór- inn Radames, eygpzkan liðsfor- ingja; Sieglinde Kahmann söng Aidu, eþiópska kóngsdóttur i á- nauð i Egyptalandi;og Anna JUli- ana Sveinsdóttir söng Amneris prinsessu i Egyptalandi — en báðar elska prinsessurnar her- manninn að sjálfsögðu, þvi' alltaf er konan sjálfri sér lik. Murgu er þrumutenór hinn mesti, með geysimikla og fallega rödd. Hann er rúmenskur að uppruna en starfar i þýzka málheiminum. Kollegar minir i tónlistargagn- rýninni hafa spáð honum heims- frægð. Vafalaust má þakka Murgu mikið hversu vel þessi flutningur tókst i heild, þvi hann hlýtur að hafa „lyft móralnum” með glæsisöng sinum og öryggi. SieglindeKahmann vann ennþá einn stórsigur i söng sinum á þessum tónleikum — bæði ég og aðrir vissu, að mikils mátti af henni vænta en þarna sýndi hún yfirburða kunnáttu sina og mús- ikalftet i mjög erfiðu og krefjandi hlutverki. Anna Júliana Sveinsdóttir söng þarna mesta hlutverk sitt til þessa og gerði það með glæsi- brag.Tilað byrja með virtist hún vera taugaóstyrk og dálitið „stif” en það fór af þegar á leið. Anna Júliana á framtiðina fyrir sér, og verði framfarir hennar hér eftir sem hingað til, má óhikaö búast við miklu af henni. önnur hlutverk eru minni, en voru vel af hendi leyst. Strigabassi Jóns Sigurbjörns- sonar sómdi sér vel i hlutverki Ramfisar æðstaprests Guðmund- ur Jónsson var sem klettur i Am onsaro og Kristinn Hailsson söng kóng Egypta. Elin Sigurvinsdótt- ir söng „austurlenzka stefið” úr kórnum, og barst stórvel og Már MagnUsson söng örlitið hlutverk sendiboða. Söngsveiön Filharmónia (86 söngvarar) með styrk Ur Karla- kór Reykjavikur (17) myndaði kórinn sem einkum hefur miklu hlutverki að gegna i hinum risa- vöxnu sigurkórum 2. þáttar. Krystina Cortes hefur æft kórinn i vetur en Bandarikjamaöurinn Gary Di Pasquasio þjálfaði hann sérstaklega fyrir þessa sýningu. Mér fannst kórinn standa sig vel en hinu er ekki að neita að tæp- lega hefði þurft svo risavaxinn kór tU að ná þessum árangri. Jean-Pierre Jacquillat ólmað- ist á stjómpallinum og hélt öllu saman: gaf öllum innkomur, stýrði styrk og hraða, og hafði yfirleitt alla þræöi i hendi sér — hann sýndi þarna hvers hann er megnugur i þessari mjög svo viðamiklu og flóknu uppfærslu. Yfirleitt tókst þessi flutningur stórvel enda voru fagnaöarlætin eftir þvi. Samt var óperan ekki nema sem svipur hjá sjón miðað við raunverulega sýningu með pompog prakt: einn lakastikafl- inn var balletthljómsveitarþátt- urinn, þar sem áuðvitaö var eng- inn ballettjiið dramatiska atriði á bökkum Nilar þar sem Amonsaro (Guðmundur Jónsson) neyðir Aidu dóttur sina (Sieglinde Kah- mann) til að svikja Radames (Corneliu Murgu) ferfyrir tiltölu- lega litið, og jafnvel lokaatriöið i grafhvelfingunni veröur tiltölu- lega léttvægt. En miðað við aðstæður — að þetta var konsert en ekki óperu- sýning — var sýning Aidu glæsi- leg og eftirminnileg á fimmtu- daginn. Og kunnugir segja aö hin- ar sýningarnar hafi verið miklu betri. 22.2. Siguröur Steinþórsson Frönsk píanólög ■ Edda Erlendsdóttir bætti enn- þá einni fjöður i hatt sinn og Há- skólatónleika með pianóverkum franskra tónskálda sl. föstudag (19. febrúar). Á 35 minútna tón- leikum lék hún sex verk fjögurra tónskálda, Chabrier (1841-94), Fauré (1845-1924) Debussy (1862- 1918) og Ravel (1875-1937). Rauði þráður tónleikanna var ,,im- pressionisminn”, sem nefndur hefur verið „áhrifalist” á is- lenzku, þar sem listamaðurinn leitast við að tjá heildaráhrif án þess að fara Ut i smáatriði. Af þessu tagi var einmitt fyrsta verkið, Paysage (Landslag) eftir Chabrier og hið næstsiðasta, Jeux d’eau (Gosbrunnur) eftir Ravel. Skemmtilegar voru æfingar De- bussy, Etýða fyrir fimm fingur og Etýða fyrir brotna hljóma en gamansemi i þessum stil, með eða án nytsamlegs og uppbyggi- legs ivafs, má sjá hjá rússneskum tónskáldum eins og Prókoffjeff. Erda er Debussy vist einna á- hrifamestur allra tónskálda á þessari öld. Edda Erlendsdóttir er mjög góður pianisti og spilaði þessi verk vel og skemmtilega. Það er ánægjulegt að menningaráhrif hér eru sifellt að breikka á nýjan leik eftir aldalanga einangrun, og verða aftur eins og á dögum Sæ- mundar fróða sem lærði galdur i Frakklandi. A næstu hádegistónleikum i Norræna húsinu (föstudaginn 26. febrúar kl.12:30, þ.e. i dag) verða fluttir tréblásarakvintettar Jóns Asgeirssonar og Carls Nielsen — þar ætti enginn sannur músikvin- ur að láta sig vanta. 23.2. Sigurður Steinþórsson. Siguröur Steinþórsson skrifar um tónlist

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.