Tíminn - 27.02.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.02.1982, Blaðsíða 8
Laugardagur 27. febrúar 1982 Laugardagur 27. febrúar 1982 8 9 fréttafrásögn avona nia our Kaninanua ui. óklippt. Nokkrir bændur fyrir austan med tilraunir í nýrri búgrein: ■ Nokknr strakar af næsta bæ aðlíta á kaninur Jóns, enda sagði Jón að gestagangmum hefði ekki linnt siðan hann fékk kaninurnar. Myndir — Björn Jónsson. \: „URVALSDYR, SEM SOPAD HAFA AD SER VERÐLAUNUM” Jón Eiriksson, bóndi á Vorsabæ að rýja eða klippa eina [ kaninuna sina, en til þess notar hann rafmagnsktippur. i „Forsaga þessa máls jer eiginlega sú, að eins og þú veist, þá hafa bændur að undanförnu ! verið hvattir til þess að j reyna fyrir sér með nýj- ar búgreinar”, og þar á j meðal var bent á ræktun angórakanina”, sagði ! Jón Eiriksson, bóndi i Vorsabæ á Skeiðum þeg- ar biaðámaður Timans jspurði hann út i til- raunarækt hans með angórakaninur. .,Viö tókum okkur saman, fjórir batndur hér á Suöurlandi, þeir Hloðver Diöriksson i Litlu-Hildis- ey, Austur-Landeyjum, Loftur Jónasson Kjóastööum, Biskups-- tungum, Magnús Grimsson, Jaðri, Hrunamannahreppi og svo ég og stofnuðum meö okkur félagsskap þar sem Hlöðver var kosinn formaður og ég ritari”, sagði Jón. „Nú við töluðum okkur saman um að fara til Þýskalands i fyrra og kynna okkur þessa kaninurækt þar i landi. Við fórum þangað i fyrra, fyrir milligöngu Karls Kortssonar, dýralæknis á Hellu, en hann kom okkur i samband við samtök kaninubænda i Augsburg i Þýskalandi og þeir þaulskipu- lögðu fyrir okkur förina en i fyrravor fórum við svo þessa ferð og fengum afskapiega góðar við- tökur, auk þess sem okkur áskotnaðist heilmikill fróðleikur um þessa búgrein. Nú, þarna i Bæjaralandi, en þessi kaninurækt er aöallega i Suður-Þýskalandi, skoðuðum við þessa rækt hjá þýskum bændum TIMINN RÆÐIR VIÐ JÓN EIRÍKSSON, VORSABÆ Á SKEIÐUM, UM RÆKTUN ANGÓRAKANINA, HÉR Á LANDI, MEÐ ULLARFRAMLEIÐSLU í HUGA og keyptum i sameiningu 40 dýr, þannig að hver okkar festi kaup á 10 dýrum. Þetta eru úrvalsdýr, sem hafa sópað að sér verðlaunum. Það var virkilega gaman að koma til þessara karla, þvi þeir voru með verðlaunaskjöl og bikara upp um alla veggi. Þessi búgrein er einn- ig aukabúgrein hjá Þjóðverjun- um, og er þvi i smáum stil hjá þeim. Margir þessara kaninu- bænda eru gamlir menn, upp- gjafahermenn og þess háttar, sem hafa ánægju af þvi að vera i sambandi við þessar vinaiegu skepnur. Þarna i Suöur-Þýskalandi er talið að séu bestu kaninurnar i Evrópu. Þær eru ættaðar frá Tibet i Himalayafjöllum, en hafa Ein angórakaninan, nýklippt, hjá reýfinu af sjálfri sér. verið lengi i ræktun i Þýskalandi. Þessi angórakanina er snjóhvit rneð rauð augu og gefur þessa góðu ull af sér. Hárin á henni eru þannig að þau eru hol að innan eins og á hreindýrunum, og þess- vegna hafa þau svo mikið ein- angrunargildi. Þessi ull er notuð i léttar og hlýjar flikur, eins og t.d. i fjallabúninga og er þá blandað saman við aðra ull. Þessi ull er ákaflega verðmikil og eftirsótt vara, þannig að þótt þetta sé að- eins aukabúgrein i Þýskalandi þá fylgir þessu samt sem áður stór- iðnaður”. ,,Ekki enn unnin hér á landi” — En hvað með ykkar ull — er hún unnin hér heima, eða flytjið þið hana út? „Ullin hefur enn ekki verið unn- in hér á landi. Nú við erum auð- vitað að þessu með það fyrir aug- um að við getum fengið markað fyrir hana hér og við bindum von- ir við það að það verði hægt að blanda henni t.d. við islenska ull og ná þannig mjög sérstæðri og verðmætri vöru, þannig að ullin yrði ennþá betri en hún er i dag hér á landi. Við erum sannfærðir um það, að ef við blöndum saman kaninuullinni og islensku ullinni þá erum við komnir með topp- vöru á heimsmælikvarða. Bæði Alafoss og Sambandið hafa sýnt þessari ull okkar áhuga og þeir vilja fá hjá okkur prufur en enn sem komið er höfum við ekki nógu góða ull handa þeim. Ég reikna þó með þvi að við send- um þeim prufur innan skamms. Þessi tilraun okkar er ekki nema rétt hafin, þvi þegar við fengum innflutningsleyfið fyrir þessum dýrum, þá fylgdi þvi sú kvöð að dýrin yrðu i einangrun i fimm mánuði. Dýrin komu hingað til lands i septemberlok þannig að þau eru nýlaus úr ein- angruninni en þau voru i henni þar til á fimmtudaginn i siðustu viku að við fengum að taka þau. Eins og ég sagði þér, þá keyptum við 10 dýr hver, en ég var nú óheppinn þvi þaö drápust tvö af minum dýrum á flugvellinum Uti i Rotterdam og hér ieinangruninni hafa aðrir misst dýr af ýmsum á- stæðum, þannig að núna eru ekki nema liðlega 30 dýr eftir. — Hvernig þurfið þið svo að búa aö kaninunum? „Hvert dýr þarf að vera sér i búri en þegar þau eru i uppeldi þá þurfa kvendýrið og karldýrið eða karlinn og kerlingin, eins og viö köllum þau, að hafa tvö búr, sam- hliða með gati á milli. Þá gýtur kerlingin i annað búrið og svo éta þau og hvila sig i hinu. Gatið er svolitið hátt uppi, þannig að ung- ■ Jón vigtar hér ullina af einni kaninunni og reyndist hún vega 300 grömm. arnir verða eftir og ná ekki upp i gatið, en þannig fær móðirin frið fyrir þeim og getur hvilt sig”. „Rúin fjórum sinnum a ári” — Hvaö gefa þessar kaninur svo mikla ull af sér? „Dýrin eru klippt eða rúin fjór- um sinnum á ári eða á þriggja mánaða fresti. 1 Þýskalandi feng- um við upplýsingar um að þessi dýr gefa af sér 1200 til 1400 grömm á ári, svo það er örugg- lega óhætt að reikna með svona 1200 grömmum að jafnaði. Nú ég var að klippa eina kaninuna mina og reyfið sem ég fékk af henni vóg 300 grömm. — Stefnið þið að þvi að koma ykkur upp stærri stofn? „Já, það gerum við. Þessi dýr þau fjölga sér ákaflega ört. Þau ganga með i 33 til 36 daga og það er talið hóflegt að láta þau gjóta svona þrisvar sinnum á ári”. — Hefurþaðengináhrif á gæði ullarinnar, að láta þau gjóta svona oft? „Óneitanlega kemur það tals- vert niður á ullarframleiðslunni, en það þarf að rýja dýrin þrátt fyrir það, en auðvitað er bæði meiri og betri ull af geldum dýr- um. Nú þegar við erum búnir að koma okkur upp góðum stofni, þá getum við farið að hafa eitthvað af kaninunum geldar og miða ein- göngu að ullarframleiðslu en núna til að byrja með leggjum við áherslu á að ná upp stofninum. Það hafa margir hér á landi sýnt þessu áhuga og það hefur verið mikið um hringingar til okkar sem stöndum i þessu, en þá hafa menn verið að leita sér upp- lýsinga. Auðvitað veit ég ekki hversu útbreitt þetta á eftir að veröa, en það er áreiðanlegt að nokkrir vilja endilega kaupa af okkur unga”. „Nærast á innlendu fóðri” — Hvers konar fóður fá þessar kaninur? „Það er nú það besta við þetta að það er hægt að fóðra þær að mestu leyti á islensku fóðri. Á veturna éta þær bara hey og þurfaauk þess svona 100 grömm af fóðurbæti á dag. Svo má lika gefa þeim kartöflur og rófur og þess háttar. A sumrin má gefa þeim gras, hey og alls konar grænmeti, þannig að þessar skepnur þurfa tiltölulega ódýrt fóöur. Auk þess þurfa þessi dýr tiltölulega litiðhúspláss. A meðan að verið er að koma upp stofni þá þurfa tvö dýr, tvö búr, en þegar eingöngu er fariö að hugsa um ullarframleiðsluna, þá nægir þeim eitt minna búr, þannig að það er hægt að hafa geysilega mörg dýr i tiltölulega litlu hús- næði. Ég hannaði nú min búr sjálfur með hliðsjón af þvi sem ég sá i Þýskalandi og þvi sem við félag- arnir i þessu höfum talað saman um. Við smiðum bara grindur til þess að hafa i búrunum, þannig að kaninurnar eru á grindum eins og kindur og svo höfum við skúff- ur undir grindunum fyrir úrgang- inn úr þeim, þvi þær sparða bara eins og kindur. Þetta eru mjög hreinleg dýr, og það sem við ger- um er bara að draga skúffurnar og tæma þær, svona einu sinni i viku. Það þarf helst að gefa þeim tvisvar á dag, það má aö visu gefa þeim aöeins einu sinni en það er betra að gefa þeim tvisvar. Svo er þeim auövitað vatnað”. „Ekki linnt gestagangi” — Hafa kaninurnar hjá þér ekki vakið mikla athygli? „Jú, það er vist óhætt að segja þaö. Það hefur ekki iinnt gesta- gangi siðan ég fékk kaninurnar úr einangruninni og allir eru ósköp hrifnir af því hve falleg og gæf dýrin eru. Dýrin voru hálfstygg til aö byrja meö eins og von var, en núna koma þau bara hlaupandi þegar ég gef þeim, og ég kemst varla aö — þau éta bara úr hend- inni á mér. Svona búgrein er ekki siður góð fyrir þá sem hafa þörf fyrir og ánægju af að umgangast dýr. Þetta gefur t.d. eldri mönnum, sem eru hættir störfum eins og t.d. uppgjafahermönnunum i Þýskalandi mikla lifsfyllingu og þetta er létt búgrein, þannig aö þeir geta alveg sinnt henni”. —AB Hjónin i Vorsabæ, Emelia Kristbjörnsdóttir og Jón Eiriksson við kaninubúrin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.