Tíminn - 27.02.1982, Blaðsíða 15

Tíminn - 27.02.1982, Blaðsíða 15
Laugardagur 27. febrúar 1982 flokksstarfið Rangæingar Mánudagskvöldið 1. mars kl. 21.00 verða til viðtals og ræða landsmálin i Félagsheimilinu i Njálsbúð bórarinn Sigurjónsson, Jón Helgason og Böðvar Bragason. Allir velkomnir JVlDE 0 - Inarkmmir/mjíI IHilflftABðRGlO Höfum VHS myndbouu og original spólur i VHS. Opið frá kl. 9 til 21 alla virka daga, laugardaga frá kl. 14—18ogsunnudagafrákl. 14—18. Ijóri Rangæingar Þriðjudagskvöldið 2. mars kl. 21.00 verða til viðtals og ræða landsmálin á Laugaelandi Holtum. bórarinn Sigur- jónsson, Jón Helgason og Böðvar Bragason. Allir velkomnir Framsóknarfélag Garðabæjar og Bessastaöahrepps heldur fund að Goðatúni 2 mánudaginn 1. mars n.k. kl. 20.30 Dagskrá: 1) Framboð til bæjarstjórnarkosninga 2) Einar Geir borsteinsson bæjarfulltrúi ræðir fjárhagsáætlun 1982 Stjórnin Framsóknarfélag Hveragerðis og Ölfuss heldur aðalfund þriðjudaginn 2. mars n.k. kl. 20.30 að Blá- skógum 2. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Onnur mál. Stjórnin. Hafnfirðingar og nágrannar 3ja kvölda spilakeppni verður i Iðnaðarmannahúsinu Linnetsstíg 3, 4. mars 18. mars og 2. april og hefst kl. 20.30 hvert kvöld. Kvöld-og heildarverölaun. Mætið stundvislega. Allir velkomnir Framsóknarfélag Hafnarfjarðar. Vestmannaeyingar Fundur um iðnaöarmál i Alþýðuhúsinu sunnudag kl. 1.30 Ræðumenn: Jón Helgason Guðmundur G. Þórarinsson og Þorsteinn Garðarsson iðnþróunarfulltrúi Suðurlands Framsóknarfclag Vestmannaeyja ísfirðingar Almennur stjórnmálafundur verður haldinn i Gagnfræöa- skólanum á Isafirði laugardaginn 6. mars kl. 4 e.h. Alþingismennirnir Jóhann Einvarðsson og Ölafur Þ. Þórðarson ræða stjórnmálaviðhorfið og svara fyrirspurn- um. Allir velkomnir. Framsóknarfélag tsfirðinga Húsavik Framsóknarfélag Húsavikur efnir til skoðanakönnunar um röðun á framboðslista Framsóknarflokksins i næstu bæ jarstjórnarkosningum. Skoðanakönnunin fer fram um helgina 6.-7. mars n.k. Væntanlegir frambjóðendur gefi sig fram á flokksskrif- stofunni Garðar sem verður opin kl. 20.30-22.00 dagana 22.- 26. febr. Þar munu reglur um þátttöku og framboð liggja frammi. Nánari upplýsingar gefa Tryggvi F'innsson, Hreiðar Karlsson og Finnur Kristjánsson. A-Skaftfellingar Arshátið framsóknarfélags A-Skaftfellinga verður haldin á Hótel Höfn laugardaginn 27. febr. og hefst meö borðhaldi kl. 20.00 Húsið opnað kl. 19 Alþingism. Guðmundur G. Þórarinsson og Halldór As- grímsson fiytja ávörp. Fjölbreytt skemmtiatriði. Hljómsveit Hauks Þorvaldssonar leikur fyrir dansi. Skemmtinefnd Hitablásarar fyrir gas ogoiíu Skeljungsbúðin Suöurlandsbraut 4 smi 38125 Heikjsölubirgóir: Skeljungur hf. Smavörudeild - Laugavegi 180 BEINN I BAKI - BELTIÐ SPENNT yUMFEROAR RÁÐ Auglysið Æ I Tímanum ALLIR ÞURFA AO ÞEKKJA MERKIN! ? þú sérb þau f símaskránni Það er f jör á Fiskalæk Óvæntur gestur ■ Þetta er framhald sögunn- ar um hann Jósafat Ara, sem á heima á Fiskilæk með mömmu sinni Jósefinu og pabba sinum Jósafat Óla. Sið- ast var sagt frá þvi, þegar Jósafat Ari datt ofan i salt- kjötstunnuna en i dag lesum við um það, þegar eldflaugin lenti á túninu hjá Jósafat Ara. Þetta gerðist þannig að snemma morguns bara klukk- anhálf sjövaknaði Jósafat Ari við einhvern hávaða . Hann leit út um gluggann sinn og hvað hann varð undrandi. 1 túninu fyrir utan gluggann stóð silfurlituð eldflaug. Jósafat Ari varð alveg hissa. Hvaðan hafði eldflaug komið á túnið til þeirra? Hann flýtti sér i fötin. Þetta gat hann ekki látið fram hjá sér fara. Hann dreif sig út og þarna stóð eldflaugin á þrem- ur grönnum lendingarhófum. Og einmitt þegar Jósafat Ari var nýkominn út, þá opnuðust dyrnar á eldflauginni og út gekk vera sem liktist hesti nema að hún gekk á tveimur fótum. Þetta er nú æði, hugsaði Jósafat Ari og sagði ,,Hæ”. „Hæ”, sagði hesturinn. ,,Það var gott aö þú komst. Það bil- aði smávegis hjá mér i flaug- inni, heldurðu ekki að þú getir lánað mér skrúfjárn.” „Jú, jú”sagði Jósafat Ari. ,,Ég veit alveg, hvar pabbi geymir skrúfjárnin sin. Vitlu litið eða stórt skrúfjárn? „Frekar litið” sagði hestur- inn. Hann fór svo að huga að flauginni sinni og Jósafat Ari fór að ná i skrúfjárn. Pabbi Jósafat Óli geymdi alla smá- hluti á visum stað og Jósafát Ari fann strax skrúfjárn. Hann lánaði hestinum skrúf- járnið. „Hvað heitirðu?” spurði Jósafat Ari. „Ég heiti Hrossi”, sagði hesturinn. „Yfirleitt kallaður Hrossi hressi”. Svo hló hann svo skein i stóru tennurnar hans. „Það er gaman að kynnast þér”, sagði Jósafat Ari,. og kynnti sig. „Attu þessa eld- flaug?” „Já ég á hana”, sagði Hrossi hressi. „Hún er fin.” Svo hló hann aftur. „Jæja nú er ég búinn að gera við bilunina. Það var gaman að hitta þig, vinur. En nú verð ég að þjóta aftur”. „Mér list vel á þig. Kannske kem ég við hérna á túninu hjá þér aftur.” „Já, gerðu það”, sagði Jósafat Ari. „Það er leiðinlgt að þú þarft að fara strax.” „Ég kem aftur, bless, bless,”, sagði Hrossi hressi og fór inn i eldflaugina sina. Jósafat Ari sá hana þjóta upp i loftið og hverfa. „Mamma, pabbi!” Hann þaut inn og vakti mömmu og pabba. „Það var eldflaug hérna úti á túni. Og þaö var hestur i henni og hann gekk bara á tveimur fótum. Hann sagðist heita Hrossi hressi”. Mamma dró Jósafat Ara að sér. „Elskan min”, sagði hún. „Þig hefur dreymt þetta.” „Nei, þetta er alveg satt. Ég sá hann. Sjáðu bara, grasið er bælt.” Og það var alveg satt. Gras- ið var bælt. Frh. seinna Geturðu svarað? 1. Hvaö heita æöarnar í likamanum? 2. Hvaða efni er notað til aö framleiöa kjarnorku? 3. Hvaða efni er H 2 SO 4? 4. Hvaöa plánetu uppgötvaöi Sir William Herschel áriö 1781? 5. Hvernig er járn táknaö I efnafræöinni? 6. Hver bjó til fyrstu gufuvélina? 7. Hver stofnaöi skátahreyfinguna? x IiaMOj uapi;;i pjo^ ■£ HBM sauiEf 9 aj S snuBjrx 't 'Bjýssuiaisiuuajg •}; •uimuBJrj 'z •jBQæpiq 3o jBQæjpq ‘jBQægE|s ’l Umsjón: Anna Kristín Brynjúlfsdóttir rithöfundur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.