Fréttablaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 70
58 29. nóvember 2008 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is Kommúnistaflokkur Íslands var stofnaður þennan dag árið 1930 eftir að nokkrir alþýðuflokksmenn yfirgáfu sinn flokk. Kommúnistaflokk- urinn hlaut þrjú pró- sent atkvæða í sínum fyrstu alþingiskosn- ingum árið 1930. 1933 fékk flokkur- inn 7,5 prósent en engan mann kjörinn. Kommúnistaflokkur- inn kom fyrst manni á þing árið 1937 þegar flokkurinn fékk 8,5 prósent atkvæða og þrjá menn kjörna. Flokkurinn var formlega hluti af alþjóðasamtökum kommúnista, Komintern, og voru grundvallar- atriði stefnu hans mótuð af leið- togum þess og sovéska komm- únistaflokksins. Þaðan kom fjárstuðningur til styrktar flokksstarfinu hér á landi. Kommúnistaflokk- ur Íslands var lagður niður árið 1938 þegar flokksmenn stofnuðu ásamt Héðni Valdi- marssyni og öðrum fylgismönnum hans úr Alþýðuflokknum Sameining- arflokk alþýðu – Sósíalistaflokk- inn sama ár. Formaður flokksins alla tíð var Brynjólfur Bjarnason. ÞETTA GERÐIST: 29. NÓVEMBER 1930 Kommar stofna flokkKVIKMYNDALEIKSTJÓRINN JOEL COEN FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1957. „Sumar kvikmyndastjörnur setja sinn eigin karakter í hlutverkið, og fólk vill oft sjá það, en hugsa minna um hvað samræmist hlutverk- inu.“ Joel Coen hlaut ásamt bróður sínum, Ethan, Óskarsverðlaun- in í ár fyrir myndina No Country for Old Men. „Þetta er orðið gróið fyrirtæki í sunn- lensku samfélagi og full ástæða til að bjóða upp á hressingu,“ segir Kjartan Björnsson, rakari á Selfossi, en sérstök dagskrá verður klukkan 16 í dag í Mið- garði að Austurvegi 4, í tilefni 60 ára af- mælis Rakarastofu Björns og Kjartans. Um leið er fagnað 40 ára starfsafmæli Björns Inga rakarameistara sem rekur stofuna ásamt sonum sínum tveimur, Kjartani og Birni Daða. Sett hefur verið upp rakarastofa í anddyri Miðgarðs með tólum og tækj- um frumkvöðulsins Gísla Sigurðssonar rakarameistara, föður Björns Inga, og munum og myndum frá hans tíð. „Við bjóðum upp á kaffi og spilum gaml- ar upptökur af viðtölum við afa minn og söng hans. Fengum þessar upptök- ur lánaðar frá Ríkisútvarpinu og teljum okkur heppna að þeim hafi ekki verið hent,“ segir Kjartan og bætir því við að sýningin verði uppsett allan desem- ber fram á aðfangadag sem var afmæl- isdagur Gísla. Það var haustið 1948 að Gísli hóf rekstur rakarastofu að Eyrarvegi 7 á Selfossi eftir að hafa starfað við iðn- ina í höfuðborginni frá 1916, fyrst á Laugavegi 38 og síðar í Eimskipafélags- húsinu. Hann flutti stofuna í eigið hús að Kirkjuvegi 17 á Selfossi og starfaði þar til loka árs 1971. Fyrir jólin 1968 hóf sonur hans Björn Ingi að vinna hjá honum. „Hann gerði það upp úr veikind- um hjá afa,“ lýsir Kjartan. „Pabbi var 22 ára og ætlaði að fara að læra húsa- smíði en afi grátbað hann að hjálpa sér á stofunni því þar var svo mikið að gera fyrir jólin. Upp úr því byrjaði pabbi að læra rakaraiðnina. Svona eru örlögin.“ Eftir lát Gísla 1970 tók Björn Ingi al- farið við rekstri stofunnar og flutti hana af Kirkjuveginum aftur á Eyraveginn, í Hamar, hús bræðranna Sigga og Dodda í Ölfusá eins og þeir voru oftast nefndir. Þetta var í desember 1971 en árið 1997 flutti stofan í Miðgarð. Kjartan er spurður út í þær breyting- ar sem hártíska herranna hefur tekið síðustu áratugi. „Þegar pabbi byrjaði að klippa um 1970 voru margir rakar- ar á útleið því hársöfnun ungra manna var að ganga af iðninni dauðri. Pabbi var svo ungur og vildi sjálfur vera loð- inn. Hann fékk viðskipti hjá ungum mönnum fyrir það og þannig slapp hann fyrir horn. Síðar komu stallaklipping- ar og diskótímabil. En breytingin frá því ég byrjaði er sú að fyrst vildu allir sömu línu. Það komu kannski átta strák- ar sem vildu eins klippingu. Nú er frek- ar farið eftir höfuðlagi og persónuleika hvers og eins og krakkarnir eru miklu sjálfstæðari. Annars er hefðin í þessari grein sterk og græjurnar sem við erum að sýna frá afa eru þannig að við gætum í sjálfu sér notað þær núna. Þetta er svo einföld listgrein. Við notum bara tvær hendur og innsæið og svo greiðu og skæri.“ gun@frettabladid.is RAKARASTOFA GÍSLA OG KJARTANS Á SELFOSSI: FAGNAR TVENNUM TÍMAMÓTUM Hefur haft hendur í hári Sunnlendinga í áratugi Okkar ástkæri faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, Egill Jónasson Lækjargötu 22b, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð Akureyri þriðjudaginn 25. nóvember. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 4. desember kl. 13.30. Jónas Óli Egilsson Oddný Hjálmarsdóttir María Egilsdóttir Jan Larsen Ingibjörg Salóme Egilsdóttir Jósep Zophoníasson Eygló Egilsdóttir Hólmfríður Svala Jóhannsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ásta Árnadóttir Hlíðarhúsum 3, Reykjavík, lést á Elliheimilinu Eir þriðjudaginn 18. nóvember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 2. desember kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkað, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Stryktarsjóð lang- veikra barna. Jónas Jónsson Kolbrún Karlsdóttir Guðrún Björg Jónasdóttir Sólveig Jónasdóttir og fjölskylda. Faðir minn og tengdafaðir, Einar Sigurðsson viðskiptafræðingur , varð bráðkvaddur fimmtudaginn 27. nóvember s.l. F.h. barnabarna og annarra aðstandenda. Katrín Einarsdóttir og Jónas Kristjánsson. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Helgi Þorsteinsson fyrrum skólastjóri og bæjarritari á Dalvík, Skálagerði 4, Akureyri verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 5. desember kl. 13.30. Þórunn Bergsdóttir Yrsa Hörn Helgadóttir Gunnar Gíslason Ylfa Mist Helgadóttir Haraldur Ringsted Guðrún Jónína Friðriksdóttir Steinar Smári Júlíusson Steingrímur Friðriksson J. Freydís Þorvaldsdóttir Guðný Friðriksdóttir Einar Viðar Finnsson Hrefna Þórunnardóttir og barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Viktor Hjaltason fyrrverandi bifreiðastjóri, Garðstöðum 31, Reykjavík lést á Landspítalanum við Hringbraut þann 26. nóvember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Elín Pálmadóttir Elvira Viktorsdóttir Guðmundur St. Sigmundsson Kristín Viktorsdóttir Sveinbjörn Guðjónsson Lýður Pálmi Viktorsson Sigríður Jóna Eggertsdóttir Elín Berglind Viktorsdóttir Unnar Smári Ingimundarson Rúnar Viktorsson Kristín Guðjónsdóttir Marteinn E. Viktorsson Sigríður M. Gestsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jón Jónsson frá Setbergi, lést á St. Franciskusspítalanum í Stykkishólmi miðvikudaginn 26. nóvember. Útförin fer fram frá Breiðabólsstaðarkirkju, Skógarströnd, föstudaginn 5. desember klukkan 14.00. Kristvin Ómar Jónsson Eygló Sigurðardóttir Jón Bergmann Jónsson Bryndís Ólafsdóttir Ólafur Ingimar Jónsson Olivia Azis Þorsteinn Jónsson Alda Baldursdóttir Sigurður Þór Jónsson Ágústa Bjarnadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, okkar kæri faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Gunnar Hjaltested Sæviðarsundi 11 lést á Landspítalanum að morgni 27. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Gyða Þorsteinsdóttir Halla Hjaltested Guðjón Þór Guðjónsson Lóa. S. Hjaltested Sigurgeir Sigurðsson Erlingur Hjaltested Birna K. Sigurðardóttir Helga Hjaltested Elvar J. Ingason og afabörnin. Ástkær eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, Sigurður Már A. Sigurgeirsson Fannafold 115 lést þriðjudaginn 25. nóvember. Hlíf Kristófersdóttir Sigurgeir Már Sigurðsson Sæmunda Fjeldsted Ólöf Vala Sigurðardóttir Einar Örn Einarsson Alúðarþakkir færum við öllum sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, Svanhildar Stefánsdóttur Aratúni 22 sem andaðist 19. nóvember. Sérstakar þakkir til heima- hjúkrunar og líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir frábæra umönnun. Guðmundur Rúnar Magnússon Steinn Logi Guðmundsson Ingibjörg Erna Sveinsdóttir Kristbjörg Guðmundsdóttir Magnús Árnason Sigurjón Guðmundsson Kristbjörg Elídóttir Hrönn Guðmundsdóttir Ásgeir Þór Eiríksson Stefán Magnús Guðmundsson Alda Ragna Þorvaldsdóttir og ömmubörn SJÁ UM AÐ KLIPPA SUNNLENDINGA Feðgarnir Kjartan, Björn Ingi og Björn Daði. 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.