Tíminn - 28.02.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.02.1982, Blaðsíða 8
8 Sunnudagur 28. febrúar 1982 Utgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Johann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstof ustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiöslustjori: Sig uröur Brynjolfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson/ Elías Snæiand Jóns- son. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Olafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjonarmaöur Helgar Timans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friörik Indriöason, Heiður Helgadottir, Jonas Guömundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar orn Pétursson (iþróttir), Skafti Jónsson. Utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guöbjörnsson. Ljósmyndir: Guöjón Einarsson, Guöjón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Próf- arkir: Flosi Kristjansson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteins- dottir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siöumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Aualýsinqasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verö i lausasölu s.00. Askriftarqjald á mánuöi: kr. 100.00— Prentun: Blaöaprent hf. Stefnan í land- búnaðarmálum „Á undanförnum tveimur árum hefur stefnan verið skýr i meginframleiðslumálum land- búnaðarins. Hún hefur miðast við það að mjólkurframleiðslan væri sem næst við hæfi inn- lenda markaðarins, sauðfjárframleiðslan i svipuðu horfi og verið hefur, en jafnframt leitast við að efla aðrar búgreinar og nýjar tekju- öflunarleiðir i sveitum. Um þessa stefnu hefur verið fullt samkomulag milli landbúnaðarráðu- neytisins og bændasamtakanna. Þótt ef til vill megi deila um einstök atriði i framkvæmd stefn- unnar, hafa þessi markmið náðst”, sagði Pálmi Jónsson, landbúnaðarráðherra, i ræðu sinni á Búnaðarþingi i vikunni. Hann sagði ennfremur: „Landbúnaðurinn hefur frá öndverðu verið kjölfesta þessa þjóðfélags. Svo mun áfram verða. Grundvallarskiiyrði landbúnaðarins felast auð- vitað i landinu sjálfu. Við þessi grundvallarskil- yrði höfum við sett okkur markmið i framleiðslu- málum, sem i megindráttum hafa náðst. Bænda- stéttin og forystumenn hennar hafa hlotið virðinguaf þvi, hvernig á þeim málum hefur ver- ið tekið. Þrátt fyrir að erfiðlega horfi um sölu á sauð- fjárafurðum erlendis verða ný markmið um auk- inn samdrátt i sauðfjárframleiðslu bænda ekki sett, fyrr en aðrar leiðir eru þrautreyndar, og komist hafa til aukins vegs þær búgreinar sem enn eru á bernskuskeiði. Við munum þvi áfram stefna að þvi að framleiða landbúnaðarafurðir til neyslu innanlands, til iðnaðar og til sölu erlendis með þeirri fjölbreytni, sem landkostir, veðurfar og markaðsskilyrði frekast leyfa. Við þurfum áfram að stefna að þvi að tryggja efnahagslegt sjálfstæði og félagslegt jafnrétti bændafólks og óskertan umráða- og eignarétt þess á bújörðum, en jafnframt að tryggja þörf þéttbýlisbúa til um- gengni um landið og náttúru þess. Við þurfum áfram að leggja áherslu á varð- veislu náttúruauðæfa landsins, landkosta, hlunn- inda bújarða og eðlilega byggð i landinu. Við þurfum að tryggja það, að landbúnaðurinn og úr- vinnslugreinar landbúnaðarafurða leggi fram sinn skerf til vaxandi þjóðartekna með hag- kvæmri nýtingu landsgæða i aukinni framleiðni vinnu og fjármuna. Þessi markmið þurfa að haldast i hendur við þau grundvallarskilyrði sem landbúnaðinum eru búin af landinu sjálfu og markaði fyrir framleiðsluvörur hans. En til þess að gera þau virk þurfum við auk stjórnvalds- ákvarðana að efla fjölþætta menntun bændaefna að byggja á siaukinni þekkingu sem vinnst með reynslu, tilraunum og visindaþekkingu, og við þurfum leiðbeiningaþjónustu til þess að koma þeirri þekkingu til skila. En við þurfum umfram allt að byggja á bændunum sjálfum og félaga- samtökum þeirra. Markmið i landbúnaði nást ekki án þess að bændurnir sjálfir leggi þeim lið með atorku sinni, hugkvæmni og hagsýni og viljanum til þess að búa sifellt i haginn fyrir framtiðina. Þessi sannindi eru forystumönnum bænda auðvitað ljós, en þau þurfa lika að vera allri þjóðinni kunn”. —ESJ skuggsjá Spádómar um dökka framtíð mannkyns Hvekt stefnum vid a næstu arum og ARATUGUM? Og ekki aðeins við á þessari eyju heldur jarðarbúar yfirleitt? Eru lausnir á ýmsum helstu vandamálum okkar handan við næsta horn, eða þar næsta, eða biða enn ný vandamál, stærri og alvarlegri en þau, sem við eigum við að glima nú? Slikar spurningar hafa vafalaust oft vaknað i hugum margra fyrr og siðar, og svaranna hefur verið leitað með ýmsum hætti. Fyrr á árum var einkum spáð um framtiðarþróun mála með „yfir- náttúrulegum” hætti alla vega að áliti þeirra sem á slikt trúa og enn I dag eru menn að baxa við að lesa út úr véfréttarlegu rugli slikra spámanna. Nægir þar að minna á karl nokkurn sem lagðist undir græna torfu fyrir nokkrum öldum, en enn lifir i hug- um margra og ber þá nafnið Nostradamus. Hann setti á blað ýmsa óskiljanlega spádóma, sem eru þeim kostur gæddir að hægt er að lesa úr þeim nán- asthvað, sem lesandinn vill og hafa ýmsir stundað þá iþrótt óspart siöan. Samkvæmt þeirra leskunn- áttu er ljóst, að okkar biður ekkert annað en stór- styrjöld um næstu aldamót, þ.e. eftir tæpa tvo ára- tugi og hananú. Spádómar af þessu tagi hljóta auðvitað að byggja á tveimur forsendum að minnsta kosti. Annars veg- ar aö þróun mála hér á jörðinni, og almennt i alheiminum, sé fyrirfram ákveðin i smáatriðum, aö það sé nánast verið að spila fyrirfram gerða dag- skrá, sem engu verði breytt um. Og i öðru lagi, að einstaka menn hafi þá náðargáfu að geta kikt inn i þann hluta dagskrárinnar sem enn á eftir að renna gegnum sýningarvélina. Hvorugt er sennilegt. iSpadómar NUTÍMAMANNA eru með NOKKUÐ ÖÐRUM HÆTTI. Visindamenn setjast niður, búa til flókin reiknismódel og reikna siðan út frá þeim, með tölulegum staðreyndum af margvis- legu tagi, hvað liklegt sé að gerist á hverju sviði fyrir sig á gefnu timabili. Þessi aðferð er að sjálf- sögðu betri en hinar fyrri, en þó er hún siður en svo gallalaus. Meginannmarkinn er auðvitað sá, að við áætlun fram i timann verður yfirleitt að gera ráð fyrir þvi, að þróun undanfarinna ára haldi áfram spátimabilið. Þegar litið er til sögunnar, einkum þá siðustu hundrað árin eða svo, verður augljóst, að mjög óskynsamlegt er að gera ráð fyrir þvi, að þróun næstu tuttugu árin verði aöeins beint fram- hald þess, sem gerst hefur siðustu tvo áratugina. Sagan sýnir, að ávallt og reyndar með sifellt styttra millibili, gerast byltingarkenndir hlutir á ýmsum sviðum og gjörbreyta ástandi mála á þvi tiltekna sviði. Engu að siður er ljóst, að þessi spáaðferð er skárri en hindurvitnin og getur i það minnsta verið til leiðbeiningar. Á liðnum árum hafa ýmsar spár af þessu tagi séð dagsins ljós. Frægust þeirra er án efa skýrslan „Takmörk vaxtar”, sem gerð var á vegum Rómar- klúbbsins og birtist árið 1972. Sú skýrsla varð mjög umdeild, þar sem i henni fólst að margra áliti mjög mikil svartsýni um framtiðarhorfur. Aðrir töldu það hins vegar raunsæi. Siðan hafa ýmsar aðrar spár verið gerðar. Sú viðamesta er án efa mikil skýrsla, sem gerð var á vegum Bandarikjastjórnar og nefnistá ensku „The Global 2000 Report to the President”. Það var Jimmy Carter, þáverandi forseti Bandarikjanna, sem fyrirskipaði þessa úttekt árið 1977, en þegar verkinu var lokið og skýrslan afhent var nýr forseti tekinn við, Ronald Reagan. Jtessi skýrsla er litlu bjartsýnni en FYRRI SPAR.Hún lýsir ástandi mála árið 2000 á ýmsum sviðum, ef ekkert ófyrirséð gripur inn i þró- unina, svosem breyttstefna i mikilvægum atriðum, störfelldar tækninýjungar eöa þá meiriháttar styrjaldir eða hamfarir og bendir til þess, að þá verði enn meiri þrengsli, mengun og fátækt i heim- inum. Litum á nokkrar niðurstöður þessarar skýrslu. Mannfjöldinn i heiminum mun halda áfram að vaxa með svipuðum hraða og nú árið 2000. Fólki mun fjölga úr 4 milljörðum áriö 1975 i 6.35 mill- jarða, en það er rúmlega 50% aukning. Aukningin hlutfallslega minnkar aðeins (1.7% i stað 1.8% nú), en tölulega séð verður hún auövitað mun meiri, þar sem um aldamótin munu um 100 milljónir manna bætast við á ári, en „aðeins” 75 milljónir áriö 1975. Og það,sem gerirþessa fólksfjölgun enn alvarlegra vandamál: niutiu prósent aukningarinnar mun eiga sér stað i fátækustu löndunum. Sé litið enn lengra fram i timann stefnir i 10 milljarða manna árið 2030 og um 30 milljarða i lok tuttugustu og fyrstu aldarinnar. Þaö mikla bil, sem er á milli fátækra þjóða og rikra, mun breikka, segir i spánni. Að visu er spáð meiri hagvexti i þróunarlöndunum en iðnþróuðum rikjum, en eftir sem áður munu þjóðartekjur á mann verða mjög lágar i flestum þróunarrikjum, nema einna helst i Suður-Ameriku. í hinum þéttbýlu löndum Suður-Asiu er t.d. áætlað, að þjóðartekj- urnar verði innan við 200 dali á mann árið 2000. Ojöfnuðurinn milli rikra og fátækra kemur skýrt fram þegar litið er á þróun matvælaframleiðsl- unnar. Aætlað er að heildarframleiðsla matvæla muni aukast um 90% ef miðað er við þrjátiu ára timabil 1970-2000. Það þýðir um 15% aukningu á mann sem væri kannski ekki svo slæmt ef ekki væri talið vist að mestur hluti þessarar aukningar fram- leiðslu matvæla verði i þeim löndum þar sem neysla matar á mann er þegar mjög mikil. Hins vegar mun matvælaneysla á mann annað hvort standa i stað eða hreinlega minnka i flestum löndum Suður-Asiu Mið-Austurlanda og Afriku. HoRFUR t ELDSNEYTISMALUM ERU DÖKK AR. Sérstaklega á þetta við um þróunarrikin. A siðasta aratugi þessarar aldar mun oliufram- leiðsla komast i hámark þess sem talinn er kostur á jafnvel þótt gert sé ráð fyrir að oliuverð hækki veru- lega. Skýrslan spáir þvi, að riku þjóðirnar geti orðið sér úti um nægjanlega oliu og annað eldsneyti allt til aldamóta en hins vegar munu þróunarrikin eiga þar i vaxandi erfiðleikum vegna verðhækkana. Og fyrir þann fjórða hluta mannkynsins sem enn notar fyrst og fremst við sem eldsneyti er útlitið svart þar sem áætlað er að eftirspurnin verði komin 25% fram úr framboði áður en öldin er úti. 1 þessu sambandi skal þess getið, að bandariska skýrslan telur sérstaklega illa horfa með gróður jarðar fram að aldamótum. Þetta á bæði viö um skóg sem annan gróður. Sem stendur minnka skógar heimsins á hverju einasta ári um sem nem- ur 18-20 milljónum hektara en það mun vera álika jarðsvæði og hálft Kaliforniuriki. Þróunin verður sérstaklega alvarleg i þróunarrikjunum hvað þetta varðar þar sem þvi er spáð að árið 2000 verði um 40% af skógi þessara landa horfinn. Jafnframt mun gróðurlendi halda áfram að breytast i eyðimerkur i vaxandi mæli af margvis- legum ástæðum, mörgum þeirra beinlinis af mannavöldum. Allar þessar breytingar á jarð- veginum, einkum þó minnkandi skóglendi, mun svo hafa slæm áhrif á vatnsrennsli oe öflun neyslu- vatns. Það er svo i samræmi við það, sem þegar hefur verið sagt, að skýrslan gerir ráð fyrir þvi, að út- rýming plöntu- og dýrategunda mun fara vaxandi. 1 Fullyrt er, að hundruð þúsunda tegunda, ef til vill allt að 20% allra tegunda á jörðinni, munu hverfa á þessu timabili, þar sem umhverfi það, sem þær lifa i, verði úr sögunni. Þetta mun einkum eiga við um plöntu- og dýrategundir i hitabeltisskógum. Og svo segja þeir visu menn, sem skýrsluna sömdu að þessi framtiðarspá sé sennilega bjart- sýnni en efni standa til! En þá er bara að muna það, að þróun þessara mála fer að verulegu leyti eftir aðgerðum, eða aðgerðarleysi mannanna sjálfra. Ög gagnsemí slikra skýrslna verður aðeins metin af þvi, hvort þær hafi einhver áhrif á ákvarðanir, áður en það er orðið um seinan. Mannkynið hefur framtið sina i hendi sér. Sama er ekki hægt að segja um ýmsa fyrri herra jarðarinnar, sem horfið hafa af sjónar- sviðinu, svo sem eins og risaeðlurnar. Það er þvi ástæða til aö vona að örlög mannanna verði ekki þau sömu og þessara risavöxnu undanfara okkar. — ESJ. Elías Snæland Jónsson skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.