Tíminn - 28.02.1982, Blaðsíða 19

Tíminn - 28.02.1982, Blaðsíða 19
Sunnudagur 28. febriiar 1982 19 ■ Frá hægri: Bryndfs sem lærir á selló og Arngunnur sem lærir á flautu. „Tek undir þetta hjá Arngunni” - Rætt við tvær systur sem stunda tónlistarnám ■ Félag íslenskra hljómlistar- manna var 50 ára i vikunni, félagið hefur haldið upp á afmæl- ið með margs konar hljdmleika- haldi sem of langt væri að telja upp hér, en sjálfsagt hefur ekki farið fram hjá neinum. í tilefni af þessari hljómlistar- viku tdk ég að tali systur sem eru langt komnar i námi i hljóðfæra- leik við Ttínlistaskóla Reykjavík- ur. bær heita Arngunnur Ýr Gylfadóttir 19 ára og Bryndis Halla Gylfadóttir 17 ára. — Hver var aðdragandi aö ykk- ar hljómlistarnámi? A: Við vorum upphaflega send- ar af foreldrum okkar i Barna- mússi'kskólann. Ég byrjaði þar 6 ára að læra á blokkflautu en það gera flestir, þegar þeir koma inn i skólann. Blokkflautan er notuð sem auðveld leiö til að læra nóturnar og einnig til að kynnast tónlistinni. Sfðan fór ég að læra á alt flautu sem er bæöi dýpri og stærri en bæöi hljóöfærin eru gerð úr við ég byrjaði ekki fyrr en 11 ára á þverflautunni. B. Ég byrjaði lika að læra á blokkflautu 6 ára i BamamUssik- skdlanum, ári seinna eða 7 ára byrjaði ég á gigju og aö lokum fór ég á sellóiö 8 ára, sem ég spila á i dag. — Hver er munurinn á sellói og gfgju? B. Gigjan er minna hljóöfæri en sellóiö þaö er enginn pinni á gigj- unni sem gengur út úr botninum eins og á sellóinu þannig að maður veröur að halda henni á milli fdtanna. Gigjan hefureinnig hærra tónsvið en sellóið hún er eiginlega á milli violu og selló. — NU hafið þið búið erlendis og lært á hljóðfæri þar er einhver munur á kennslunni þar og hér? B: Já,þaðermikillmunurá, ég var 11 ára þegar við fluttum til Kanada og var þvi byrjuð að læra á sellóiö. Hér heima hafði ég allt- af verið ein hjá kennara en þegar ég fór i timana úti, þá voru 20 selló nemendur i tima, það gefur augaleið að kennslan er ekki eins góð fyrirvikið en þegar maður er komin meö eitthvert vald á hljóð- færinu þ.e. búin að vera i nokkur ár þá fækkar alltaf nemendum i timum. Þaö er kannski vegna þess að þeir m issa áhugann. Tón- iistaskólarnir úti eru ókeypis en það eru þeir ekki hér. A: Ég var i einkatimum á flaut- una ég veit eiginlega ekki ástæðuna fyrir þvi, flautan er kannski ekki vinsæl út i Kanada. En hér kannski vegna þess að kennslan var ekki góð en samt var mikill fjöldi i hóptimunum. En hér á tslandi þori ég að segja að hún hafi verið tiskuhljóðfæri siöastliöin 10 ár, sem hefur þaö i för með séraö þaö veröur offram- boð af flautuleikurum og við fáum takmarkaö aö gera, þvi það eru yfirleitt mjög fáar flautur I sin- fóniuhljómsveitum sem dæmi. — Hvernig fer námið fram I Tónlistarskólanum? B: Við erum einu sinni i viku i einkaspilatimum, svo erum viö i kammerhljómsveit, hljómsveit, tónlistarsögu og ýmiss konar samspili. — Stundið þið einungis tón- listarnámið? A: Nei, viö erum báðar I M.R. með Tónó og ef vel ætti að vera þ.e. ef við ættum aö læra og æfa okkur eins og ætlast er til þá myndum við ekki gera neitt annað en fara i skólana læra, æfa okkur og sofa. Og það er einmitt hættan, þetta hendir nokkra að þeir veröa einskonar fagidiótar þeir eru eins og vélmenni læra og æfa sig bara en þroskast ekkert félagslega meö náminu þeir hafa ekki tima til þess. Ég myndi segja aðþað væri nauðsynlegt fyrirfólk að reyna aö vikka sjóndeildar- hringinn og um leið að þroska sinn persónuleika, vegna þess að til þess að verða góður hljóðfæra- leikari þá verður maður aö túlka verkin á sinn háttog gefa, við get- um sagt, hluta af sér I þau, þaö er ekki einungis tæknin sem gildir. — Er tekiö tillit til tónlistar- námsins f skólanum? B: Nei, þaö er ekki gert, það þyrftu fleiri skólar að taka upp tónlistarsvið eins og er i M.H., það hefur boriö þtí nokkuð á því i M.R. upp á síökastið að krakkar sem stunda nám þar og i Tónd hafa hreinlega gefist upp undan ■álaginu og hætt i öörum hvorum skólanum. — Þið töluðuð um að þið væruö i kammerhljómsveit, hvernig er hún frábrugðin venjulegri hljóm- sveit? B: Kammerhljómsveit er i beinni þýöingu stofuhljómsveit, og var mikiö notaö af þess konar hljdmsveitum hér áður fyrr i boöum hjá heldra fólki, vegna þess aö þaö eru miklu færri tón- listarmenn i þessum hljómsveit- um en hinum. Einnig gátu nokkr- irtónlistarmenn þegar þeir komu saman tekið upp hljóðfærin og spilað svo kallaða kammer- mússik. — Nú hljótiö þið aö fá þó! nokkurn félagsskap af hljóm- sveitinni og kammerhljómsveit- inni? A: Þaö er einmitt þaö góöa viö þessi hljóðfæri sem við völdum okkur aö þau eru hljómsveitar- hljtíðfæri viö erum ekki eins bundnar af þeim eins og t.d. pianóleikanar af sinum hljóöfær- um. Pianóið er mikiö notaö I undirleik svo og i dúettum, trió- um o.fl. og svo sem einleikshljóð- færi, en náttúrlega ekki sem hljtímsveita rhljóðfæri. — Þarf ekki mikinn sjálfsaga til að setjast niöur eftir skólana og æfa sig? A: Jú, og ég myndi segja að tónlistarnám væri sérstaklega gott uppeldislega séð þvi ég tel að maður öðlist hvergi eins gtíðan sjálfsaga eins og einmitt I þvi aö þurfa að setjast niður og skipu- leggja sinn tima og jafnvel aö neita sér um eitthvað sem krökk- um myndi finnast miklu meira spennandi að gera, en að æfa sig. Tónlistarnám er mjög mikil vinna og einstaklingur þarf að æfa sig alltaf eitthvað á dag til að náeinhverjum árangri en um leiö og þetta er m ikil vinna finnst mér þetta virkilega gaman og þrosk- andi. B: Ég tek undir þetta hjá Arn- gunni, ég myndiekki verai þessu ef mér fyndist ekki gaman. — A hvernig mússik hlustiö þið helst? B: Allt! Jazz, létta tónlist, pönk og auðvitað klassik. A: Ég er ekki hrifin af disko mússilc og ég held að ég verði að segja að ég set oftar klassiska plötu á fóninn en aörar. — Ætlið þið aö halda áfram á tónlistarbrautinni eftir að þið eruð búnar með Tónlistarskól- ann? Báðar: Það er aldrei að vita nema maður geri þaö! Og þar meö þakkaði ég þessum önnumköfnu stúlkum fyrir spjallið. Sigriöur Pétursdóttir Utboð Vegagerð rikisins óskar eftir tilboðum i gerð Vesturlandsvegar frá Saltvik að Brautarholtsvegi á Kjalarnesi. HelstU' magntölur eru eftirfarandi: Fylling Farg Malbik 90.000 rúmmetrar 17.000 rúmmetrar 21.000 fermetrar Gerð slitlags á veginn skal lokið eigi siðar en 1. október 1982 og verkinu skal að fullu lokið eigi siðar en 1. júli 1983. útboðsgögn verða afhent hjá aðalgjald- kera Vegargerðar rikisins, Borgartúni 5, Reykjavik, frá og með þriðjudeginum 2. mars n.k. gegn 1.000 kr. skilatryggingu. Fyrirspurnir ásamt óskum um upplýsingar og/eða breytingar skulu ber- ast Vegagerð rikisins skriflega eigi siðar en 9.mars. Gera skal tilboð i samræmi við útboðs- gögn og skila i lokuðu umslagi merktu nafni útboðs til Vegagerðar rikisins, Borgartúni7,105 Reykjavik, fyrir kl. 14.00 hinn 12. mars 1982 og kl. 14:15 sama dag verða tilboðin opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum, er þess óska. Reykjavik, i febrúar 1982 Vegamálastjóri. Skilti - Nafnnælur - Ljósrit Nafnskilti á póstkassa og úti- og innihurðir úr plastefni. Ýmsir litir i stærðum allt að 10x20 cm. Nafnnælur i ýmsum stærðum og litum. Ljósritum, pappirsstærð: A4, A5, B4. Skilti og Ljósrit Hverfisgötu 41. — Simi 23520 Aóalfundur Hf Eimskipafélags íslands verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu, föstudaginn 2. apríl 1982, kl. 13.15. DAGSKRÁ: 1. Aðalfundarstörf samkvœmt 14. gr. samþykkta félagsins. 2. önnur mál, löglega upp borin. Aðgöngumiðar aðfundinum verða afhentir hlut- höfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavíkfrá og með 26. mars. Reykjavík 20. febrúar 1982 STJÓRNIN EIMSKIP *

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.