Tíminn - 04.03.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.03.1982, Blaðsíða 2
2______________ í spegli tímans Fimmtudagur 4. mars 1982 B.St. og K.L. ■ Þekkið þið stúlkuna? Um þetta leyti gerði Diana allt til að forðast ljósmyndara og þeir gáfu henni nafnið „Feimna Diana” (Shy Di) Hvergi friður fyrir Ijós- myndurum! ■ Sl. miðvikudag 24. febr. var ár liðið frá þvi Karl prins i Bret- landi og Diana opinberuöu trú- lofun sfna. Hinir konunghollu Bretar héldu upp á daginn meö þvi að út kom bók um tilhugallf rikisarfans og unnustu hans og myndir frá brúðkaupi þeirra. Þarna sáust margar myndir sem ekki höfðu áður birst i blöðum, t.d. þessi mynd af Diönu sem ágengur ljósmyndari tók af henni fyrir utan heimili hennar áður en þau Karl opin- beruöu. Aumingja stúlkan var bara að fara til vinnu sinnar þegar sátu fyrir henni blaða- menn og ljósmyndarar og gerði hún allt sem hún gat til að kom- ast undan þeim. I þessari bók um Diönu og Karl eru 350 litmyndir og þykir almenningi I Englandi mikill fengur að henni. Hann hefur það með sér hvert sem hann fer.... ■ Þessi mynd kemur frá Niirn- berg I Vestur-Þýskalandi. Þar hafa verið miklar umræður um hundahald og óþrif sem þvi fylgir f almenningsgörðum og á götum úti. Þá var þaö hundaeig- andi nokkur sem fann upp þenn- an útbúnað fyrir hundinn sinn og vakti þetta mikla athygli. Það litur næstum út fyrir að hundgreyiö sé að koma úr ein- hverri mikilli læknisaðgerð en svo er ekki, heldur er þetta að- eins plastpoki með haganlegri festingu, sem á ekki að angra dýrið neitt. Með svona útbúnað er alveg útilokað að hundurinn skilji eftir sig óþrif. Rakar jafnt með höndum og fótum ■ Franski rakarinn Achille Clo-Airro er áreiðanlega eini rakari i heimi sem spyr viö- skiptavinina hvort hann eigi heldur að raka þá með rakhnif- inn I höndunum eða i tánum! Clo-Airro hefur I mörg ár æft sig i þvi að nota tærnar til ýmissa hluta og varð svo leikinn I þvi, að hann tók rakhnífinn i tærnar og prófaöi hvort hann gæti náð sæmilegum árangri á þann hátt i rakstri. Nú er hann oröinn svo æfður I þessu að hann heldur stundum sýningar f góð- gerðaskyni á þessari sérgrein sinni. Agóöinn rennur til fatlaðra. Þeir sem hafa þorað að leggj- ast undir hnifinn hjá Clo-Airro, segjast fá ágætan rakstur hjá honum hvort sem hann noti hendur eða fætur við rakstur- inn. ■ Achille Clo-Airro rakari er hér i sýningarfötunum sinum og á sérsmiöuðum flauelsklæddum stól tii þess að geta notað tærnar við raksturinn. ■ Barbra Streisand er uppá- ■ Kobert Redford hefur fengiö á sig stórstjörnustimpil segir ■ David Niven er stórskemmtilegur, segir Jodie haldsleikkona Goidié Hawn. Christopher Plummer. LEIKARAR VEUA SER UPPAHALDSLEIKARA ■ Goldie Hawn, sem leikur aöalhlutverkiö i „Private Benjamin” sagöi: „Ég elska aö horfa á Barbra Streisand. Hún hefur svo óskaplega leik- hæfileika, hvort sem hún kemur fram sem söng- stjarna grinleikari eöa glæsipia. Þetta þrennt fer sjaldan saman en hjá henni blandast þaö allt mjög skemmtilega. Hún er uppáhaldsleikkonan min”. Jodie Foster: „David Niven er uppáhalds- leikarinn minn. Hann er flottur leikari og dásam- legur sögumaöur. Maöur gleymir sér alveg aö hlusta á hann segja frá. Ég hélt aö hann væri voöa finn meö sig, ægilega „enskur” og smámuna- samur en þaö er eitthvað annaö. Hann er alveg stórskemmtilegur að kynnast honum!” Christopher Plummer: „Ég dáist aö Robert Red- ford. Hann er góöur og skynsamur leikari og einnig fyrirtaks stjórn- andi en hann hefur þegar á sér „stórstjörnu- stimpil” svo aö hann verður aö gæta sin. Hon- um má aldrei mistakast. Þaö er ekki góö tilfinning, og ég öfunda hann ekki af þeim titli. Ég verö aö minnast lika á James Mason en ég hef lengi dáöst aö honum sem leikara. Það má segja aö hann sé i algjörum sér- fiokki og svo er hann hrif- andi skemmtilegur í viðkynningu”.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.