Tíminn - 04.03.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.03.1982, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 4. mars 1982 erlent yfirlit; tw g Brésnjeftóká móti Jaruzelski á flugvellinum Pólland verdur ekki Finnland En það verður ekki sama leppríki og áður ■ ENN er ekki hægt að spá neinu um framvinduna iPóllandi. Líkur benda hins vegar til, að herlög muni gilda þar drjúga stund enn og mun lengur en herstjórnin mun hafa ætlað sér i upphafi. Um skeið virtist herstjórnin •gera sér vonir um, að hún gæti fellt herlögin niður i febrúarlok. Nú er komið fram i,marz og ekki lengur gefin nein fyrirheit um hvenær þau verða afnumin. Það, sem gerzt hefur siðustu tvær vikurnar bendir flest til þess, að herinn reikni með að þurfa að fara með völd alllengi enn. f siðustu viku var haldinn fundur i miðstjórn Kommúnista- flokksins og var það fyrsti fundur hennaref tir að herlög voru sett. Á fundinum gerðist það mark- verðast, aö hann lagði blessun sina yfir setningu herlaga og að hershöfðingjum var fjölgað i framkvæmdanefnd flokksins. Nokkrar deilur virðast hafa orðið milli svokallaðra harðh'numanna og hinna, sem frjálslyndari eru taldir, en engar ákvarðanir tekn- ar um þessi mál. Um likt leyti þinguðu biskupar kaþólsku kirkjunnar og sam- þykktu áskorun um, að herlögum yrði aflétt sem fyrst og óháða verkalýðshreyfingin, Samstaða, fengi að hefja starfsemi að nýju. Bersýnilega ætlar kaþólska kirkj- anað sporna gegn þvi að jarðlfnu- menn i Kommúnistaflokknum nái forustunni. 1 framhaldi af þessum fundar- höldum, hélt Jaruzelski svo nú i vikunni til Moskvu til viðræðna við Brésnjef og félaga hans. Það virðisthelzt hafa orðið niðurstaða viðræðnanna að Brésnjef lagði blessun sina yfir setningu herlag- anna og herstjórnina, og lofaði Pólverjum meiri efnahagslegri aðstoð. NIÐURSTAÐAN af öllu þessu, virðist sú, að Jaruzelski og her- stjórnin hafi styrkt stöðu sina og að reikna megi með að herstjórn haldist i Póllandi i fyrirsjáanlegri framtiö. Enn bólar ekki á neinu þvi sem gæti tekið við af henni nema ef hægt yrði að koma á samvinnu milli hersins, flokksins, kirkjunnar og Samstöðu. Slik samvinna er hins vegar ekki lik- leg eins og sakir standa. Spurningin er hins vegar sú, hvort Pólverjar una herstjórn til langframa og ekki taki að bera á ■ Glemp erkibiskup meiri og minni mótspyrnu, þegar fer að vora. Ýmsir fréttaskýr- endur spá þvi að þá fari Sam- stöðumenn aö láta bera meira á sér. Sennilega fer þetta mjög eftir þvi hvernig herstjóminni tekst gliman við efnahagsvandann. Enn helzt mikill matarskortur i Póllandi og ekki fyrirsjáanlegt að úr honum rætist fyrr en i fyrsta lagi næsta haust, ef uppskera reynist sæmileg. Vorið og sumarið geta þvi orðiö herstjórn- inni erfitt. Komi til vaxandi mótspymu og uppþota i Póliandi getur það ekki aðeins reynzt Pólverjum þung- bært, heldur hefði það slæm áhrif á sambúð austurs og vesturs og skapaði rikisstjórnunum i Vestur- Evrópu aukinn vanda. Haukarnir i Bandarikjunum munu þá krefj- ast enn harðari refsiaðgerða gegn Póllandi og Sovétrikjunum. Af- leiðing þess yrði sú, að Pólland yrði enn háðara Sovétrikjunum og minni von um, að stjórnarfarið þar breytist i frjálslynda átt. EN HVERT mun Pólland stefna, ef herstjórninni tekst sæmilega viðureignin við efna- hagsvandann og hún myndi telja sér fært að aflétta herlögunum? Þetta er spurning, sem margir fréttaskýrendur hafa glimt við undanfarið. Sumir gizka á, að horfið verði til vaxandi frjálslyndis, án þess að auka þó tortryggni Rússa, og innan ekki langs tima næði Pól- 'land svipaðri stöðu og Finnland. Þetta gæti þýtt, að Evrópa væri ekki lengur i þeim böndum, sem urðu til á Jaltafundinum 1945. Finnski stjórnmálamaðurinn Max Jakobson hefur nýlega bent á i blaðagrein að slik þróun sé ólikleg i' náinni framtið. Pólland hefur aðra og óheppilegri land- fræðilega stööu en Finnland. Það ec einn af hornsteinum öryggis- stefnu Sovétrikjanna að halda Þýzkalandi tviskiptu. Sovétrikin vilja ekki sleppa þeirri aöstöðu sem þau hafa i Austur-Þýzka- landi a.m.k. ekki eins og nú horf- ir. Joseph Luns, framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins kemst oft vel að orði. Hann hefur sagt, aö naflastrengurinn milli Austur-Þýzkalands og Sovétrikj- anna liggi um PóUand. Jakobsen telur, að i Jalta hafi Stalin fengið viðurkenningu þeirra Churchills og Roosevelts á þvi, að Rússar yrðu að hafa vin- samlega stjórn i Póllandi. 1 staðinn hafihánn lofað þar frjáls- um kosningum. BæðiChurchiU og Roosevelt hafi gert sér ljóst, að það loforð yrði ekki haldið ai talið sér nauðsynlegt að fá það til að sætta þjóðir sinar betur við Jalta- samkomulagið. En þótt Pólland hljóti ekki i' ná- inni framtið svipaða stöðu og Finnland, mun það tæpast verða eins ófrjálst leppröci Rússa i framtiðinni og það var fyrir 1980. Frjálslyndu öflin i Póllandi eru orðin það sterk, að það væri óviturlegt af Rússum að reyna að knýja það fram. Það eina, sem gæti tryggt Rússum þetta, væru vestrænar refsiaðgerðir, sem þrýstu Pólverjum i fang Rússa. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar erlendar fréttir fsraelsher hefur brottflutnirag landnema á ■ Israelsher hóf i gær brott- flutning á landnemum frá Sinaiskaga, sem sest hafa þar að i leyfisleysi. Verður herinn i þessum aðgerðum að beita valdi og flytja landnemana nauðuga viljuga á brott. Fyrsti staðurinn sem herinn hóf aðgerðir sinar á i býtið i gærmorgun, er staður þar sem um 100 menn, konur og börn hafa byrgt sig inni. Urðu her- mennirnir að beita öxum á hurðir ibúanna til þess að komast inn i hús þeirra. Var i- búunum siðan smalað saman á vörubilapalla, og ekið út af svæðinu, en eftir það voru þeirlátnirlausir. Herinn hefur nú einangrað svæði þetta, til þess að koma i veg fyrir að herskáir landnemar snúi aftur til svæðisins, svo og til þess að koma i veg fyrir að aörir komi landnemunum til hjálpar. Búist er við þvi að herinn i lsrael muni gripa til svipaðra aðgerða á öðrum svæðum Sinaiskaga, á næstu dögum, en i næsta mánuði afhenda Israelsmenn Egyptum Sinai- skagann. Mitterand, fyrstur Frakklandsforseta: f opinberri heimsókn í ísrael ■ Mitterrand, Frakklands- forseti, kom i gær til lsrael i opinbera heimsókn, en þetta er fyrsta opinbera heimsókn fransks forseta, frá þvi að Israelriki var stofnaö 1948. Það voru forseti og forsætis- ráðherra lsrael sem tóku á móti Frakklandsforseta við komu hans til tsrael, en Begin varð að taka á móti Mitter- rand i hjólastól, þar sem hann hefur ekki náð sér að fullu eftir að hann gekkst undir skurðaðgerð á fæti. Mitterrand lýsti þvi yfir við komu sina, sem var bæði sjón- varpað og útvarpað beint, að hann værisannur vinur Israel, en hann bætti þvi við að hann yrði ekki ánægður fyrr en varanlegur friður rikti i lönd- unum fyrir botni Miðjarðar- hafs. Mitterrand Frakklandsfor- seti, og Begin, íorsætisráð- herra fsrael munu eiga einka- viðræður i Jerúsalem i dag. Bandaríkjaher eykur umsvif sín í löndum Latnesku Ameríku ■ Varnarmálaráðuneyti Bandarikjanna staðfesti i gær þá frétt að stjórnvöld i Banda- rikjunum hafi aö undanförnu undirbúið samninga við nokkur lönd við Vestur-Kara- biahaf, um að herir Banda- rikjanna hafi aðgang að flug- völlum landanna. Talsmaður i Pentagon sagði að engin endanleg ákvörðun hefði verið tekin i þessu máli, og hann neitaði að greina l'rá þvi hvaða lönd ættu hér i hlut. En hann bætti þvi við að á- ætlað væri að Bandarikin myndu leggja til um 21 milljón dollara, til endurbóta á áður- nefndum l'lugvöllum. Ekki var greint frá þvi hvers vegna Bandarikjamenn hafa svo mikinn áhuga á að fá aögang að flugvöllum á Karabiska hafinu, en vitað er að Banda- rikin hafa aukið l'járhagsaö- stoð sina við nokkur lönd Rómönsku Ameriku, sem þau telja að ógnað sé af kommún- tskum öflum. Skotmaður í Brussel drap tvo ■ Lögreglan i Belgiu greindi frá þvi i gær, að a.m.k. 2 hefðu látist þegar byssumaður hóf skothrið úr vélbyssu, i Belgisk-Júgóslavnesku menningarm iöstöðinni i Brussel. Nokkrir aðrir særð- ust i þessari skothrið. Byssu- maðurinn slapp á brott, án þess að tækist að bera kennsl á hann. Siðastliðið ár reið bylgja á- rása yfir Belgiu, þar sem Júgóslavar voru alls staöar skotmörkin. 1 einni árásinni lést júgóslavneskur diplómat, auk þess sem margar verslan- ir og samkomustaðir uröu fyrir umtalsverðum skemmd- Þingmenn úr stjórnar- flokki S-Afrlku reknir ■ 1 Suður-Afriku hafa 16 þingmenn, sem tilheyra stjórnarflokknum, Þjóðar- flokknum verið reknir úr flokknum, en þeir tilheyra hægri öfgaarmi flokksins, sem hefur barist af fullri hörku gegn þeirri ákvörðun stjórnarinnar, að kynblend- ingum verði veitt takmörkuð stjórnmálaleg réttindi. 1 siðustu viku greiddu 22 þingmanna flokksins atkvæði gegn forsætisráðherra lands- ins, á þingi, en hann tilheyrir einnig Þjóðarflokknum. For- sætisráðherrann veitti þeim frest þangað til i gær, til þess að breyta afstöðu sinni, en við atkvæðagreiðslu i gær, höfðu aðeins 6 breytt afstöðu sinni og greiddu þeir atkvæði með frumvarpi hans, en hinir 16 greiddu atkvæði á móti, þar á meðal tveir ráðherrar, og voru þar með reknir úr flokkn- um. Flokkurinn hefur nú 126 sæti á þingi af 177 sætum. Skæruliðar í Perú réðust á fangelsi I Skæruliðar i Perú réðust inn i fangelsi i suðurhluta Perú, um miðnætti i fyrra- kvöld og leystu úr haldi meira en 200 fanga. Beittu skæru- liðarnir vélbyssum og sprengjum i árás sinni, og lét- ust a.m.k. 10 manns i áhlaup- inu. Stóð baráttan á milli stjórnarhermanna og skæru- liða i meira en fimm klukku- stundir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.