Tíminn - 04.03.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 04.03.1982, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 4. mars 1982 Fimmtudagur 4. mars 10 tekinn tali ■ ,/0kkur finnst mesti munurinn á skólum i Bandaríkj- um og á Islandi sá, aö hérna hafa nemendurnir miklu meira frelsi en þar gerist," sögðu stöllurnar Mindy Wuollett frá Wisconsin og Elizabeth Omer frá St. Louis í Missouri, þegar þær litu við hjá okkur Tímamönnum nú í vikunni. i sama streng tók Jean-Francois Deguines frá Frakklandi, þegar hann var spurður hins sama um franska skóla. ■ „Ég veit ekki hvort þetta er betra eöa verra fyrir nemendur,” sagöi Mindy. „Skólinn heima er miklu formlegri og allt i fastari skoröum en hérna, en samt held ég að nemendur beri ekki minni viröingu fyrir kennurum sinum á fslandi. íslenskir nemendur hafa vanist þessu frelsi frá þvi þeir voru börn og læra sjálfsagt best með þvi aö hafa kerfiö eins og þaö er. t Ameriku eru börnin og ung- lingarnir miklu lengur tengd fjöl- skyldunni.” „Ég álit aö þetta stafi af þvi lika aö t.t. I St. Louis geta nem- endur og unglingar almennt ekki hætt á aö vera eins lengi úti á kvöldin og hérna, þar sem þaö er ekki óhætt,” segir Elizabeth. „Þaö er lika fleira sem er ólikt hvaö islenska nemendur varöar miöaö viö þaö sem gerist i Banda- rikjunum. Þar finnst mér fleiri Bresse I norðausturhluta Frakk- lands. Þar eru um 6 þúsund ibúar. íslenskunám Þau eru öll skiptinemar sem eftir þeim leiöum sem samtökin AFS bjóöa upp á.hafa fengiö tæki- færi til þess að vera i eitt ár með annarri þjóö, til þess aö kynnast tungu hennar, lifnaðarháttum og menningu. Þau hafa öll þrjú náð góöum árangri i islensku náminu á þessum tima og segjast ekki sist þakka þaö hjálp þess fólks sem þau hafa dvalið hjá bennan tima. Elizabeth býr hjá fjölskyldu i Breiöholti i Reykjavik, Mindy hjá fjölskyldu i Hafnarfiröi og Franc- ois hjá fjölskyldu suöur i Njarö- vikum. Eliza'beth er viö nám i Menntaskólanum viö Sund, Mindy i Flensborgarskóla og Þremenningarnir eru úr hópi niu skiptinema, sem dvaliö hefur á tsiandi frá þvf i ágúst. Þau halda heim nú I júli. FYLGJfl MÉR (Tímamynd Ella). ISLAND ÞAÐ SEM EFTIR ER ÆVINNAR Rætt við skiptinema frá Bandaríkjunum og Frakklandi nemendur vera ákveönir I þvi aö halda áfram aö læra eftir aö námi i „High School” lýkur, sem er um 17 ára aldur. Þaö er vegna þess aö fólk veröur aö hafa lært og helst eins mikiö og hægt er, til þess aö fá vinnu.” Ólík þjóðfélög Eins og ofanritaö sýnir er þaö hitt og annaö, sem þessir gestir okkar frá Bandarikjunum og Frakklandi hafa séö ólikt meö heimalandinu og Islandi á þvi ári sem þau hafa dvaliö hér. Þau komu hér öll I ágúst i fyrra og halda heimlieðis i júli. Elizabeth er elst þeirra, en hún er 19 ára og kemur jafnframt frá stórborg, en Mindy og Francois eru bæöi 18 ára og þau koma frá minni bæjum Mindy er frá bæ I Wisconsin sem heitir Sister Bay og hefur 500 ibúa, en Francois er frá La Francois er i Fjölbrautarskóla Suðurnesja. En hvaö vissu þau um land og þjóö, áöur en til tslands var haldiö? Þaö reyndist ekki vera mjög mikiö. Þær stöllur höföu aflaö sér vitneskju um aö hér byggi fiskveiöiþjóö I köldu landi, sem þó byggi ekki I snjóhúsum. Þær höföu báöar reynt aö veröa sér úti um bækur til þess aö læra islensku, en þær lágu ekki á lausu og t.d. beiö Elizabeth i tvo mánuöi eftir kennslubók sem hún pantaöi frá New York, sem kom þó aldrei. Þeim kom á óvart hve Reykjavik var nútimaleg og „modernis- eruö” á allan hátt, — „hér er alveg sama stressiö og æöibunu- gangurinn og annars staöar,” eins og Mindy sagöi. Þær höföu lesiö um höfuöborg tslands i gömlum bókum og þar sýndist sem borgin væri talsvert minni og eldra sniö á hlutunum. Francois sagöist hafa veriö búinn aö kynna sér all margt um land og þjóö og sérstaklega jarö- fræöina. Þá haföi hann heyrt við- tal viö forseta tslands I franska útvarpinu. Viö spuröum hvort hann ætlaði ef til vill aö veröa jaröfræöingur vegna áhuga hans á þeirri grein? Háskólanám Nei, — Francois sagöi að það væru of margir jaröfræöingar þegar i Frakklandi og þvi ekki ráölegt aö leggja út i slflct nám. Hann æltar aö hefja verkfræöi- nám i haust og þá helst i rafeinda- tækni. Þær Elizabeth og Mindy eru einnig á leiö i háskólanám. Elizabeth ætlar I stjórnmála- fræöi, en Mindy ætlar sér aö veröa verkfræðingur eins og Francois. Hún hefur þó mestan áhuga á aö helga sig orkumálum, ekki sist vinnslu orku úr sólar- ljósi. Erfitt að fá f jölskyldur til þess að taka skiptinema Nú eru skiptinemarnir 9 talsins og er þaö nokkuö fjölgun frá fyrri árum. Vonandi finnast á næstunni fleiri heimili sem vilja taka erlenda unglinga aö sér um árs- bil, svo sá hópur sem kemur i haust veröi enn stærri. Þvi miöur hefur þaö veist erfitt aö finna heimili á tslandi, sem þessu vilja sinna og eru Islenskir skipti- nemar i öörum löndum þvi miklu fleiri en erlendir nemar hér. Nú dvelja 25 islenskir nemendur er- lendis sem skiptinemar. „Ég vildi aö fleiri heimili hér vildu taka skiptinema,” segir Mindy. „Þaö er mjög hollt fyrir ungt fólk aö geta fengiö aö kynnast aöstæöum utan síns heimalands á þennan hátt. Þegar heim kemur er hægt aö bera þetta saman viö það sem fólk hefur vanist þar og læra af því á svo margan hátt. Svo held ég að þetta sé gagnkvæmt og aö þaö sé lika gagnlegt fyrir islenskar fjöl- skyldur að kynnast viöhorfum og reynslu skiptinemanna. Farið á milli skóla Skiptinemarnir hafa fengiö tækifæri til þess aö kynna sér starfiö I öörum skólum þaö ár sem þau hafa dvaliö hér. Þannig hefur Mindy veriö nokkurn tima I Menntaskólanum á Akureyri. Þessi reynsla hefur einnig oröiö til þss aö þau hafa kynnst landinu betur. Nú fer senn aö styttast i dvöl þeirra hér. En hvernig mun þeim notast dvölin hér á tslandi þegar fram liöa stundir? „Ég hef mikinn áhuga á aö læra islennsku áfram, þegar heim kemur”, segir Mindy. „Þetta er aö visu eitt allra erfiðasta tungu- mál sem til er, eftir þvi sem mér er sagtog ég hugsa aö þaö sé satt. Ég vona bara að ég geti haft uppi á einhverjum kennara. En kynnin af Islandi og tslendingum verða samt gagnlegust. Mér var sagt aö tslendingar væru mjög lokaöir og erfitt að komast aö þeim. Ég held aö þetta sé bæöi satt og ekki satt. Þó er fólk frjálslegra heima I Ameriku. En hvaö sem þvi liöur, — tsland mun fylgja mér þaö sem eftir er ævinnar og þaö sem ég hef lært af verunni hér. Svo gagnlegt tel ég það vera að fá að kynnast öðrum þjóðum á þennan hátt og vil hvetja fólk á tslandi til þess aö taka fleiri skiptinema en hingaö til.” —AM ■ Mindy Wuollett frá Sister Bay I Wisconsin. „Fleiri islensk heimili ættu aötaka aösér skiptineina,” segirhún. (Tlmamynd Ella). ■ Elizabeth Omer frá St. Louis. „tslenskir nemendur njóta meira frjálsræöis en bandariskir.” (Timamynd Ella). ■ Jean-Francois Deguiness frá La Bresse I Frakklandi. Hann hyggur á nám i verkfræöi. (Timamynd Ella). 11 ifi ÚTBOÐ Tilboð óskast i gatnagerð og lagnir ásamt lögn dreifikerfis hitaveitu i Ártúnsholt 1. áfanga Útbobsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frikirkjuvegi 3 gegn skilatryggingu krónur 3.000. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 16. mars n.k. kl. 14 e.h.. INNKAUPASTOFNUN REYKIAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 2S800 Úrval af Úrum Magnús Ásmundsson Úra- og skartgripaverslun Ingólfsstræti 3 Úraviðgerðir. — Póstsendum Simi 17884. Blikksmiðir, járniðnaðarmenn og vanir aðstoðarmenn óskast Blikksmiðjan Glófaxi h.f. Ármúla 42 Gæslumaður óskum að ráða starfsmann við gæslu og umsjón veiðihundabúsins i Þonnóðsdal i Mosfellssveit. Upplýsingar i sima 19200 milli kl. 13 og 14 næstu daga. Umsóknir sendist Búnaðarféiagi íslands fyrir 12. mars n.k. Búnaðarfélag íslands Bændahöllinni, pósthólf 7080 127 Reykjavik I LLORKA perla Miðjarðarhafsins Þar hafa margir íslendingar dvalið og notið veður- bliðunnar og landslagsins. Alltaf eru menn að uppgötva eitthvað nýtt og skemmtilegt á Mallorka. Atlantik býður upp á einn glæsilegasta gististað á Mallorka, íbúðahótelið ROYALPLAYADE PALMA, sem íslendingum líkar svo vel við. Öll aðstaða, jafnt úti sem inni, er upp á það besta, verslanir, veitingastaðir og skemfhtistaðir í næsta nágrenni. Leitið upplýsinga á skrifstofunni og fáið nýja litprentaðan bækiing. I páskaferð -13 dagar 18. apríl— 24 dagar lGAR: 11. maí- 19 dagar 29. maí- 18dagar nt'&m- - :• _' 'íhmwh'C.T" ' ir- 15. júní - 22 dagar 6. júlí- 22 dagar 27. júlí — 22 dagar 17. ágúst- 22 dagar 7. september - 22 dagar_____ 28. september- 29 dagar m4lVTH( FERÐASKRIFSTOFA, Iðnaðarhúsinu, Hallveigarstíg 1, Símar: 28388 og 28580.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.