Tíminn - 04.03.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 04.03.1982, Blaðsíða 12
12 mrnm Fimmtudagur 4. mars 1982 heimilistOninn ■ Léttur sumarjakki. Fæst i rauöum, svörtum, gráum, hvitum og ljósbláum lit. wmmmm ■ Skemmtileg kápa meö belti. Hún er i hvitum ljósgráum, brúnum og Ijósbrúnum lit. ■ Hvlt kápa úr islenskri Álafossull. Kápuna er hægt aö fá i fjórum öörum litum, bláu, drapplituöu, rauöbleiku og vfnrauöu. íslensk tíska ■ Erfiðleikar íslensks iðnaðar og þar á meðal fata- iðnaðar hafa verið til umf jöllunar í íslenskum fjöl- miðlum að undanförnu. Það er Ijóst að skilyrði til iðn- reksturs eru erfið, sem kemur m.a. fram í vaxandi innflutningi og að fyrirtæki í fataiðnaði hafa hætt starfsemi. Þótt svartsýni sé nú ríkjandi í íslenskum iðnaði [ skjóta þó ný fyrirtæki upp kollinum. Hlín h.f. er ný- i stofnað fyrirtæki, sem framleiðir kápur og jakka og : þaðeru Hilda h.f. og fleiri sem stofnuðu Hlin h.f. (Það | var áður Kápudeild Max h.f.) Meðöflugu markaðsstarf i erlendis hefur Hilda h.f. j náð góðum árangri í sölu íslensks ullarfatnaðar. Mikilvægur þáttur í markaðsstarfsemi Hildu h.f. er- E lendis hafa verið kynningar fyrir stjórnendur og j; starfsfólk verslana. Ætlun fyrirtækisins er að taka upp svipaðar aðferðir hér. Myndirnar sem f ylgja hér með sýna fatnað f rá Hlín I h.f. Þar er um að ræða fatnað sem er alveg nýr af nál- ;| inni og mun því ekki enn kominn f verslanir, en mun J fljótlega koma á markað og verða til sölu í vor og í ' sumar. Þau sem hafa unnið að hönnun fatnaðarins eru Hörður Ólason, Jenný Garðarsdóttir, Sigþór : Sigurðsson og Svanhildur Sigurðardóttir. Vörumerki Hlínar h.f. er Gazella. Ný tegund byggingarplasts ■ 1 samráöi viö Rannsóknar- stofnun byggingariönaöarins hefur Plastprent h.f. hafiö fram- leiöslu á nýrri tegund bygg- ingaplasts. Þessi nýja fram- leiösla er árangur rannsókna, sem stofnaö var til vegna þess aö auknar kröfur eru nú geröar til byggingarefna. Leiöbeiningar Rannsóknar- stofnunar byggingariönaöarins um frágang á plastdúk íyrir rakavörn eru þessar: Almennar reglur: 1. Notiö einungis sérframleitt plast sem hefur mikla mótstööu gagnvart langtimaáhrifum ljóss, lofts og hita. 2. Skörun skal minnst vera 200 mm og festingar úr gal- vaniseruöu efni en alls ekki kopar eöa óryövöröu járni. Heppilegt er aö klemma skeytingu undir list- um eöa krossviöarrenningum. 3. Raflagnir mega ekki rjúfa rakavarnarlagiö. 4. öll samskeyti skulu limd meö limbandi. 5. Plastdúkur skal vera 0,2 mm þykkur. 6. Viö uppsetningu rakavarna- dúks skal ávallt gæta þess aö dúkurinn sé innan viö einangrun- ina næst heita rýminu. 7. Æskilegt er aö nota endurkast- andi filmu, t.d. álpappir, á bak viö ofna. 8. Keppa ber aö þvi aö samskeyti I rakavarnarlaginu veröi sem fæst. Æskilegt er t.d. aö nota plastdúk sem er ca. 20-30 cm breiöari en vegghæöin er og rúlla plastinu I lárétta stefnu veggja. Nýja byggingaplastiðhefurhlot- iö nafniö ÞOLPLAST og er sér- staklega ætlaö sem rakavörn i byggingar bæöi i loft og veggi. Þaö er ónæmt fyrir sólarljósi og þvi einnig mjög hentugt I gróöur- hús, vermireiti og I glugga fok- heldra húsa. Jurta- kyn- bætur á Norður- slóðum ■ Gifurleg aukning i matvælaframleiðslu heimsins á 'undan- förnum tveimur ára- tugum er að miklu leyti að þakka árangri af jurtakynbótum. Ný af- brigði af korni og öðrum matjurtum hafa ger- breytt viðhorfum til matvælaframleiðslu. Þekktasta dæmið um þennan árangúr er hin svokallaða „Græna bylting” aðallega i framleiðslu hveitis og hrisgrjóna. Frá 30. nóv. til 4. des. s.l. var haldin i Finnlandi visindaráð- stefna allra Norðurlanda um þessi málefni. Var ráðstefnan skipulögð sameiginlega af Rann- sóknastofnun landbúnaðarins i Jokioinen og á Keldnaholti undir stjórn Rolfs Manner, prófessors og dr. Björns Sigurbjörnssonar. A ráðsefnunni voru haldnir 30 fyrirlestrar. Þrir tslendingar fluttu erindi, þeir Þorsteinn Tómasson um kynbætur kornteg- unda og grasa fyrir norðlægar slóðir, Óli Valur Hansson um vanda við ræktun grænmetis og garðplantna á norðurslóðum og Björn Sigurbjörnsson um notkun stökkbreytinga i jurtakynbótum. Jurtakynbætur eru dýrar i framkvæmdog taka langan tima. Norræna ráðherranefndin hefur hvatt til þess að efla sameiginlegt átak á sviði jurtakynbóta. Allar aðstæður á Norðurlöndum eru svipaðar, þannig að samvinna og skipti á efnivið gæti mjög flýtt fyrir þróun hentugri nytjaplantna fyrir þessi svæði. Þannig er verið að koma á samvinnu annars vegar milli suðlægari hluta Norðurlanda og hins vegar milli þeirra, sem norðar liggja, Lapp- lands, Norður-Noregs, íslands, Færeyja og Grænlands. Myndaðir hafa verið nokkrir starfshópar kostaðir af Norrænu ráðherranefndinni. Munu þeir skipuleggja sameiginlegar rann- sóknir og kynbætur á grasteg- unum, berjarunnum, ávöxtum, kartöflum o.fl. Auk þess verða rannsakaðar leiðir til að finna viðnám við helstu jurtasjúk- dómum og til að bæta aðferðir i kynbótastarfinu og bæta gæði nytjaplantna. Islenskir visindamenn taka virkan þátt i nær öllum sam- vinnuhópunum og má búast við að þessi samvinna við Norður- löndin verði islenskum iand- búnaði að miklu gagni, þvi okkur vantar kunnáttu, aðstöðu og tæki á svo mörgum sviðum. Eitt sameiginlegt verkefni á sviði graskynbóta fyrir norðlægar slóðir er þegar hafið, og taka Þor- steinn Tómasson og Björn Sigur- björnsson þátt I þvi, en Þorsteinn hefur einnig séð um slikar tii- raunir á tilraunastöðinni Uperna- viarsuk á Grænlandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.