Tíminn - 06.03.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.03.1982, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 6. mars 1982 stuttar fréttir am Landaö á Ilöfn Timamynd: Trausti Aflinn 3.269 tonn f febrúarlok IIÖFN t HOItNAFIRDI: All- góöur afli hefur veriö hjá Hornafjaröarbátum aö undan- förnu og mikil atvinna á Höfn. í lok febrúar höföu samtals borist á land 3269 tonn af fiski á yfirstandandi vertið, i 319 sjóferðum, en á sama ti'ma i fyrra var heildaraflinn 1372 tonn i 284 sjóferöum. NU eru geröir Ut frá Höfn 23 bátar og róa þeir allir meö þorskanet. Þrir aflahæstu bátarnir þann 28. febrúar voru Mb Hvanney SE-51, meö 328 tonn, Mb Haukafell SE-111, meö 271 tonn og MB Visir SE- 64, með 262 tonn. -H.H.Höfn Vegurirm ísafjörður — Súðavík verkefnið ÍSAFJÖRDUR: „Þaö hefur veriö erfitt aö halda opnum heiðum hér i vetur vegna óstööugrar veöráttu, þó ekki hafi veriö neitt mjög mikill snjór”, sagði Kristinn Jónsson hjá Vegageröinni á Isafiröi. Enaöalstarf þeirra hjá Vega- geröinni yfir veturinn er að sjálfsögöu aö reyna aö halda sem flestum leiöum opnum sem oftast. ,,Og svo auövitað undirbúningur fyrir sumariö” eins og Kristján sagöi. — Og hver eru svo helstu verkefnin þegar vorar? „Eitt stærsta verkefniö er vegurinn milli Isafjaröar og Súöavikur, aö endurbyggja elstu hluta hans, og undirbúa undir slitlag. Síöan er vega- gerö á Súgandafiröi og eins á Steingrimsfjaröarheiöinni, eða réttara sagt i Staöardaln- um og Nordalnum. Einnig veröur eitthvaö gert á Hjalla- hálsi og Vattarfiröi”, sagöi Kristján. Aö miklum hluta sagði hann um aö ræöa endur- bætur á vegum og aö hækka upp snjóþunga vegarkafla. — HEI Grand, nóló, hálfur og heill... SAUÐARKRÓKUR: Félag eldri borgara á Sauöárkróki átti tveggja ára starfsafmæli nú i' byrjun janúar siöastlið- inn. Starfsemi félagsins hefur ávallt fariö fram i safnaöar- heimili Sauöárkrókskirkju og þátttaka yfirleitt veriö um 50 til 60 manns. Samkomur meö fjölbreyttri dagskrá eru venjulega haldnar annan hvern sunnudag mánuöina frá september fram i mai, en strjálar yfir sumartimann. 1 frétt frá félaginu er sagt nokkuö frá samkomu er haldin var sunnudaginn 21. febrúar s.l. Félagsmálastjóri Sauðár- krókskaupstaöar Friörik A. Brekkan setti samkomuna og afhenti um leiö peningagjöf frá Gísla Sigurbjörnssyni, for- stjóra ElliheimilisinsGrundar i Reykjavik til uppbyggingar starfsins á Sauöárkróki, en GisK hefur stutt starfsemi aldraðra á Sauöárkróki frá upphafi meö ýmsu móti. Um leiö var getiö sams konar gjaf- ar til félags eldri borgara á Hofsósi, sem starfaö hefur um tveggja ára skeið. Næst á dagskrá var frásögn Birgis Guöjónssonar læknis á Sauöárkróki frá tilhögun læknanáms og sinu eigin framhaldsnámi erlendis. Þá var slegiö á léttari strengi. Grand, nóló, hálfur og heill hljómaði um salinn þegar siagirnir fóru aö fjúka, en spilamennska er mikil á þess- um samkomum. Forskot var tekið á bolludaginn og bornar fram bollur viö mikinn fógnuö gesta. Helga Hannesdóttir, félagsmálaráöskona las upp smásögu eftir Jakob Thorar- ensen og Hólmfriöur Jónsdótt- ir skáldkona minntist látinnar vinkonu og félaga Sveinsinu Bergsdóttur og fór auk þess meö nokkrar smellnar stökur. Undir lokin var siöan sungið viö undirleik Jóns Björnsson- ar organista og stjómanda kirkjukórsins. — HEI Sýning á grafik- myndum um helgina FLATEYRI: Sýning á 22 grafikmyndum eftir 10 lista- menn frá félaginu tslensk grafik, veröur sett upp i sam- komusal Hjálms á Flateyri i dag. Þaö er Leikfélagið á Flateyri sem stendur fyrir sýningunni, sem er sölusýning og veröur opin bæöi laugardag og sunnudag 6. og 7. mars kl. 14.00 til 19.00. Aðgangur er ókeypis. — HFI fréttir Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur sameinuðust um að vísa frá tillögum um breytingar á stjórn- kerfi borgarinnar: ENGAR BREYTINGAft A ÞESSU KIORTIMABIU ■ „Ef Alþýöuflokkur og Sjálf- stæðisflokkur taka saman hönd- um um að visa þessum tillögum frá, þá eru þeir um leiö aö hafna þeim”, sagöi Eirikur Tómasson, varaborgarfulltrui Framsóknar- flokksins á borgarstjórnarfundi sl. fimmtudagskvöld. A þeim fundi var samþykkt með atkvæö- um borgarfulltrúa Alþýðuflokks- ins og Sjálfstæðisflokksins, gegn atkvæöum Framsóknarflokks og Alþýðubandalags, aö visa frá til- lögum sem fram hafa komið i svokallaðri stjórnkerfisnefnd um endurskoðun á stjórnkerfi hinna lýðræðislega kjörnu fulltrúa Rey kj avikurborgar. Óskaöi Eirikur sérstaklega eftir þvi aö bornir yrðu upp til at- kvæða þrir liðir i tillögum Fram- sdknarflokksins sem kveða á um aö tekið veröi upp f samþykkt um borgarstjórn heimild til þess aö leggja einstök ágreiningsmál i borgarstjórn undir atkvæöi allra borgarbúa, ' ákvæöi um skipulagða borgarafundi og fasta viðtalstima borgarfulltrúa. Ekki var hægt að verða við þess- ari beiöni, eftir að Sjálfstæöis- flokkur og Alþýöuflokkur höfðu samþykkt frávisunartillögu sfna. Fyrir fundinum lágu annars vegar fyrir tillögur frá Fram- sóknarflokknum, og hins vegar Alþýðubandalaginu um ýmsar breytingar á stjórnkerfinu. Eiríkur sagðist ekki geta tekið undir ákvæöi tillagna Alþýöu- bandalagsins og taldi þær of dýr- ar i framkvæmd. Hins vegar lýsti Adda Bára SigfUsdóttir, sem átti sæti i Stjórnkerfisnefndinni fyrir hönd Alþýðubandalagsins, að hlytu tillögur flokks hennar ekki brautargengi, gæti hún og flokks- bræöur hennar fallist á átta af tiu liöum f tillögum Framsóknar- flokksins. Adda Bára Sigfúsdóttir sagöi löngu ljóstaö nauðsynlegt væri aö breyta stjórnkerfi Reykjavi'kur- borgar. Núverandi kerfi byggöist á þvi að einn stjórnmálaflokkur færi með völdin, en þaö hentaði alls ekki þegar fleiri flokkar héldu um stjórnvölin. „Gamla kerfið er byggt upp ofanfrá og niður i gegnum borgarstjórann, sem þá var jafnframt oddviti sjálfstæöismanna. Þaö hentar okkurekki í dag. Þess vegna ligg- ur þaö fyrir að byggja upp eðli- legan pýramida stjórnunarlega séö”, sagöi Adda Bára. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, annar borgarfulltrúa Alþýðuflokksins, sem m.a. átti sæti I Stjórnkerfis- nefndinni, lýsti þvi yfir að hún teldi tillögur samflokka hennar i meirihlutasamstarfinu í borgar- stjóm sýndarmennskutillögur, einungisframsettartilað sýna lit fyrir kosningarnar f vor. Sagði hún það skoöun sina aö stjórn- kerfisbreytingar ætti að gera i upphafi kjörtimabils, og hélt þvi fastvið fyrrihugmynd sina aðöll- um tillögum úr Stjórnkerfisnefnd yrði visaö til væntanlegrar borgarstjórnar, sem tæki við i endaöan mai. Eirikur Tómasson minnti Sjöfn á að hluti tillagna Framsóknar- flokksins sem hún vildi nú visa frá væru efnislega á sömu leið og tillaga sem borgarfulltrúi Alþýöuflokksins hefði flutt i borgarstjórn í október árið 1973. Einnig minnti hann á aö sjálf- stæöismenn heföu staðið fyrir viötækum breytingum á stjórn- kerfi borgarinnar 2. mai árið 1974, þ.e. nokkrum vikum fyrir borgarstjórnarkosningar. Sam- kvæmt þvi fordæmi væri það tómur undansláttur hjá Sjöfn að segja aö of skammur timi væri til kosninga, þannig aö engar breytingar mætti nU gera. And- staða hennarhlytiþviaö byggjast á öörum forsendum. I framhaldi af þvi spurði Eirik- ur hversvegna Sjöfn heföi skrifað undir málefnasamning meiri- hlutaflokkanna þar sem skýrt væri kveðiö á um nauðsyn á endurskoöun stjómkerfisins, og sfðan tekið þátt i aö kjósa Stjórn- kerfisnefndina fyrir rUmu ári , ef hUn hefði aldrei ætlað sér neitt f þeim efnum. „Afstaöa Sjafnareróskiljanleg, og af henni verður ekki annað ráðiö en Alþýðuflokkurinn styöji heils hugar þaö stjórnkerfi sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur komið upp. Þetta atriði verður sjálfsagt ofarlega i hugum kjósenda þegar þeir ganga aö kjörborðinu i vor, þvf vilji kjósendur breytingu á stjórnkerfinu, þá geta þeir ekki átt von á stuðningi til slíkra breytinga frá Alþýöuflokknum”, sagöi Eiríkur. Sigurður E. Guðmundsson tók upp hanskann fyrir flokkssystur sina Sjöfn Sigurbjörnsdóttur, og taldi ekki lakara aö flýta sérhægt iþessumefnum.Eöa eins og hann sagði: „Róm var ekki byggö á einum degi”.Taldi hannþófram- komnar tillögur allra athygli veröar. Hins vegar hefði þaö skipt sköpum aö Eirikur hefði fyrir- varalaust sagt upp samstarfi viö Alþýðuflokkinn i Stjórnkerfis- nefnd, með þvi aö ákveða upp á sitteinsdæmi aö hún lyki viö svo bUiö störfum, og það meira aö segja á fundi að Sjöfn fjarstaddri. „Þetta er mjög ámælísvert af Eiriki Tómassyni, og eitt alvar- legasta brot á meirihlutasam- starfinu á þessu kjörtimabili, gersamlega að tilefnislausu. Hann hefur þvi slitið samstarfi við okkur á þessu sviöi aö sinni”, sagöi Siguröur E. Guðmundsson. Fleiri borgarfulltrúar tóku til máls. Sigurður G. Tómasson átti þó gullvægustu setningu um- ræðunnar þegar hann sagöi: „Eg er alveg hættur aö vera hissa á Sjöfn, þegar hún er aö berjast gegn áratuga gömlum baráttu- málum Alþýöuflokksins.” Aö svo búnu var gengiö til at- kvæöa, og lyktaöi þeim á þann hátt sem getið var hér i upphafi greinarinnar. Breytingar á stjórnkerfi Reykjavikurborgar koma þvi i fyrsta lagi til kasta þeirrar borgarstjórnar sem sest aö völdum eftir kosningar i vor. —Kás. Athugasemd frá Pétri Einarssyni, settum flugmálastjóra: MHef ekki gengid gegn boðum flugmálastjóra” ■ Timanum hefur borist eftirfar- andi athugasemd frá Pétri Einarssyni settum flugmála- st jóra: 1.1 Timanum i dag er á forsiöu „viötal” viö stjómarmenn félags islenskra flugumferöarstjóra. Þarer eftir þeim haft, að ég hafi i störfum minum viö aö framfylgja niöurstööu flugráðs i málefnum varðandi grunnnám i flugum- feröarstjórnum, gert flugmála- stjóra aö ósannindamanni. Mér erekki ljóst hvaö þessir annars á- gætu menn eiga viö. Eg hef ekki i þessu tiltekna máli gengiö gegn boðum flugmálastjóra til min. Hinsvegar getur veriö aö mál- flutningur af þessu tagi einsog hendir stjórnina nú, stafi af þvi hvernig samstarfi flugrábs og flugmálastjóra er háttað. Núverandi flugráö er skipað og kosiö um áramótin 1979-1980. Þaö hefur haldið 53 fundi. Flugmála- stjórihefur ekki setið fundi ráös- ins. Eg hef setið fundina frá þvi haustiö 1980 aö boöi flugmála- stjóra og vegna embættis mins sem varaflugmálastjóri og auð- vitað skyldugur til þess að hlíta ákvöröunum flugráös sem fer með stjórn flugmála i landinu undiryfirstjórn ráöherra. Astand af þessu tagiermjögóþægilegtog skapar of mikla óvissu i stjórnun stofnunarinnar. 2. I fyrrnefndri grein segir aö faðir drengsins, sem málið snvst um, hafi setið þá fundi flugraös þar sem fjallaö var um málið. Bæði blaöamaöur A.B. og stjórn félags flugumferöarstjóra vita aö hann sat ekki þá fundi flugrábs, sem fjölluöu um málið. 3. I Timanum i gær 4. mars er birt svarbréf flugumferðastjór- anna Ingvars Valdimarssonar og Sigurjóns Sigurjónssonar til min. Þar segir „sagöi Pétur þá, að ekkert yröi úr þeirri rannsókn vegna formgalla i bréfi flugmála- stjóra Agnars Kofoed-Hansen og ókunnugleika hans á hvernig leggja bæri slik mál fyrir.” Ekki veit ég hvaða tilgangi þessi setning á aö þjóna nema þá helst að skapa tortryggni milli min og flugmálastjóra. Yfirleitt er auð- velt að skýra út i'slenskt réttarfar fyrir mönnum. Mér virðist ekki hafa tekist það i þessu tilviki. Það sem ég reyndi að skýra fyrir þessum mönnum var að flug- málastjórihefði sérstaklega tekiö fram i bréfi sinu til rannsóknar- ■ Pétur Einarsson lögreglustjóra i febrúar sl. að ekki væri um ákæru á neinn mann að ræða. Framangreind tilvitnuð setning úr bréfi þeirra er alveg frá þeim komin, en ekki frá mér. Föstudaginn 6. mars 1982. Fétur Einarsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.