Tíminn - 06.03.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.03.1982, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 6. mars 1982 Wiirtwii Utgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjbri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiöslustjori: Sig- urður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson,Elias Snæland Jóns- son. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. ölafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Timans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar orn Pétursson (iþróttir), Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Próf- arkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteins- dóttir. Ritstjórc, skrifstofur og auglýsingar: Siðumula 1S, Reykjavik. Simi: 64300. Auqlýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 84367, 66392. — Verð i lausasolu 6.00. Askriftargjald á mánuði: kr. 100.00— Prentun: Blaöaprent hf.. Breytingar á verðlagskerfinu ■ Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp frá rikis- stjórninni um breytingar á verðlagslöggjöfinni. Meginbreytingin er sú, að verðlagsráð getur fellt verðlagningu undan verðlagsákvæðum, eða m.ö.o. gefið hana frjálsa, ef næg samkeppni er fyrir hendi. Verðlagsráð getur gripið til verðlags- ákvæða aftur, ef þörf þykir. Tómas Árnason viðskiptaráðherra gerði grein fyrir þessum breytingum, þegar hann fylgdi frumvarpinu úr hlaði á Alþingi. Viðskipta- ráðherra sagði m.a.: ,,Með þeim breytingum á lögunum, sem hér eru lagðar til, hefur verið reynt að gera fram- kvæmd laganna auðveldari með þvi að taka tillit til fleiri sjónarmiða en áður. Er lögð áhersla á að dregið verði úr verðlagsákvæðum i áföngum, heimildir til þess að gripa inn i verðmyndunina á ný gerðar afdráttarlausari. Eins og áður segir bindur rikisstjórnin vonir við að þær breytingar á lögunum, sem frumvarpið felur i sér, geti stuðlað að þvi að andstæð hagsmunaöfl i þjóðfélaginu geti unnið saman að framkvæmd laganna. Reynslan ein mun að sjálfsögðu skera úr um hvernig til tekst. Tilgangurinn með þessari stefnu er að tryggja sanngjarnt vöruverð, bæta gæði og þjónustu. Prósentuálagningarkerfið i versluninni sem við höfum búið við i áratugi hvetur ekki til hag- kvæmra innkaupa þar eða álagningin i krónum talið er þeim mun hærri sem innkaupsverðið er hærra. Kannanir Verðlagsstofnunar á inn- flutningsverði benda eindregið til þess að inn- kaupsverð til landsins sé hærra en til nágranna- landa okkar. Á þessu hafa menn enga aðra skýr- ingu, en þá að hið fast skorðaða álagningarkerfi hefur m.a. haft i för með sér óeðlilega töku um- boðslauna erlendis, sem bæði beint og óbeint hefur haft áhrif til hækkunar vöruverðs. Kannan- ir Verðlagsstofnunar benda til að um verulega há umboðslaun sé að ræða hjá ýmsum greinum inn- flutningsverslunarinnar. Með sveigjanlegra álagningakerfi má draga úr eða afnema umboðs- laun, sem m.a. hefði i för með sér betri skil skatt- tekna og gjaldeyris og minni fjármagnskostnað fyrirtækja. Með öðrum orðum miðar stefna rikis- stjórnarinnar að þvi að spara gjaldeyri og bæta viðskiptahætti íslendinga”. Viðskiptaráðherra sagði enn fremur: ,,Hin ströngu verðlagsákvæði hafa slævt verð- skyn neytenda. Neytendur telja að hið opinbera verðlagseftirlit verndi þá betur, en það i raun gerir og halda þvi ekki vöku sinni sem skyldi. Neytendur hafa að vissu marki trú á hinum opin- bera stimpli. Það þarf mikinn fjölda — allt að þvi herskara eftirlitsmanna — til að tryggja að hinni opinberu álagningu sé fylgt”. Ráðherrann lagði svo áherzlu á að fyrir- hugaðar breytingar á verðlagslöggjöfinni leggði auknar skyldur á herðar neytenda og hvetti þá til að fylgjast betur með verðlagi en þeir hafa gert i tið hinna ströngu verðlagshafta. Þ.Þ. menningarmál Leynimelur í Kópavogi LEIKFÉLAG KÓPAVOGS: Leynimelur 13 Frumsýning Ilöfundar: Þridrangar (Emil Thoroddsen) Haraldur A. Sigurösson og Indriöi Waage) Söngtcxtar: Jón Iljartarson Leikm ynd: Ivan Torrök. Leikstjóri: Guftnín Asmundsdóttir. Pianóundirleikur: Magnús Pétursson Leynimelur 13 ■ Leynimelur 13 var skrifaöur eöa saminn í hópvinnu áriö 1943 og var frumsýndur i Reykjavik þaö ár, en höfundarnir sem nefndu sig Þridranga, voru eins og framan sagöi, þeir Emil Thoroddsen tónskáld, Haraldur A. Sigurðsson, leikari og rithöf- undur og Indriöi Waage, leikari. Aö stofni til er þetta revia eöa gamanleikur sem fjallar um dag- lega lifiö I bænum, en kommún- istar nefna svoleiöis úttekt núna alþýöuleikhús, sem er ágætt orö þótt viömiöun sé þar nú fremur pólitlk en réttlæti. Revíur skemmtu,þær sögöu til syndanna og samtiöin fékk aö sjá sig I þeim spegli er oft haföi meiri áhrif en t.d. skrifaöar greinar i blöö. Þvl miður hefur nú ekki enn tekist aö endurvekja þennan áhrifamikla fjölmiöil til fulls þótt enn séu revi'ur samdar og sýndar. Revíur hafa allavega ekki lengur þau afgerandi áhrif, sem gömlu reviurnar höföu og hiö sam- félagslega aöhald er þær veita er minna en áöur. Þótt Leynimelur 13 takist á við reviumál, hiísaleigunefnd, land kunningsskaparins og breysk- leika borgaranna, þá telja vist flestir þennan leik vera annað og meira. Og vist er þaö þótt að- stæður séu nokkuö aörar, þá lifir Leynimelur 13 góöu lifi og er si- fellt á dagskrá hinna ýmsu leik- félaga vitt og breitt um landið. Leikurinn gerist á Leynimel 13 og mun nafnið vera fengið frá Melunum, er þá voru aö byggjast og þóttu góöur staöur, eða hverfi handa peningamönnum, er vildu br jóta sér nýjar leiðir i húsnæðis- málum, er hæföi bættum efnahag og striösgróða. Um þetta leyti voru mikil hús- næöisvandræöi i höfuðborginni og svokölluö Húsaleigunefnd var sett á stofn en hún hafði mikil völd, ákvaröaði skilmála eða leigu og héld vernd yfir þeim sem leigöu aö þeir væru ekki settir á götuna meö yfirboöum. Ekki skal lagöur dómur á störf Húsaleigunefndarinnar hér, enda brestur mig þekkingu á sögu hennar. En ekkert er nýtt undir sólinni og ekki langt siöan einn af oddvitum Alþýðubandalagsins i borgarstjóm lét aö þvi liggja aö svo gæti fariö aö húsnæöi yröi tekiö leigunámi i Reykjavik en nokkuö mun vera um þaö að ibúöir séu látnar standa auöar, því þaö aö leigja út húsnæöi þykir nú á dögum heldur háskaleg at- vinnugrein. Leigjendur sem áöur voru réttlitlir, hafa nefnilega fengiö ýms réttindi er þeir ekki höföu áöur og sjálfdæmi húseig- enda þvi dálitiö úr sögunni. En hvort sem Alþýðubandalagiö hyggur á leigumál eða ekki þá sýnir þetta okkur, aö sagan endurtekur sig. Fleiri hliðstæöur i samtiöinni er einnig að finna i þessum fertuga gamanleik þótt eigi hirði ég um að tiunda þær hér. læynimelur Kópvogs Undirritaður hefur ekki verið svo frægur að hafa séð fyrstu gerð Leynimels 13, en íleikskrá segir á þessa leiö um uppfærsluna I Kópavogi: „Leynimelur 13 er búinn að vinna sér vinsælan sess hjá Is- lenskum leikhúsgestum og ekki að efa, að enn verður honum vel tekiö i þeim nýstárlega búningi, sem hann hefur verið færöur i að þessu sinni. Leikkonan Guörún Asmunds- dóttir hefur tekið sér fyrir hendur að breyta leikritinu og það er hún sem leikstýrir sýningunni. Til liös viö sig hefur hún fengiö Jón Hjartarson kunnan reviuhöfund og leikara, en hann semur text- ana viö sprellfjörugu lögin i sýningunni, og svo hefur Ivan Torrök farið höndum um leik- tjöldin á þann vfeg, sem honum einum er lagið að koma fyrir á leiksviöi. Siöast en ekki sist er þaö svo Magnús Pétursson sem annast músikina. Hann hefur æft söngv- ana sprellfjörugu og útsett þá og svo leikur hann undir sönginn á sýningu”. Ég skal fúslega viðurkenna, aö mér finnst þaö ávallt dálitiö skuggalegt, þegar veriö er aö breyta leikritum, þaö er aö segja ef til þess eru fengnir aörir en hinir upphaflegu höfundar. Visur Jóns Hjartarsonar eru skemmtilegar, en misgóður er söngurinn samt en um önnur breytingaratriöi veit ég á hinn bóginn ekki, og leikurinn gerist enn á Leynimelnum, svo mikiö er vist. Sýning á málverkum Samvinnumanna ■ Þótt kaupfélögin og Samband- iö sinni mest verslun og atvinnu, þá hafa þau frá fyrstu tiö veriö rekin, öörum þræði aö minnsta kosti af sérstökum menningar- mönnum. Frumherjarnir i Þing- eyjarsýslu stofnuöu aö visu sitt félag fyrst og fremst um þá kúnst aö hafa i sig og sina á erfiðum timum, en nöfn þeirra eru þó ekk- ert siöur tengd þvi besta úr and- legri menningu bænda en útvigt- uðum kosti pöntunarfélagsins. Alla vega hefi ég aldrei litiö á Jón á Ystafelli, Benedikt Jónsson á Auðnum, Jakob á Grimsstööum, Jón frá Gautlöndum og séra Benedikt i Múla sem viðskipta- jöfra, þótt þeir stofnuöu til sam- vinnuverslunar. Þetta voru menn sein voru upp á réttlæti og stóöu feti framar i allri menningu eins og Þingeyingar gjöröu reyndar I þá daga sem frægt er oröiö. Brot úr safni Mér kom þetta i hug, þegar mér og öðrum sem rita um myndlistir i blöð var boðið til að sjá eitt og annað úr listaverkasafni Sam- bandins er haft var til sýnis i til- efni af aldarafmæli Samvinnu- hreyfingarinnar. Þótt svokallaðir myndamenn hafi lengst af setið þar i öndvegi þá undrast maður hversu mörg og góð listaverk Sambandiö á. Sambandið hefur eignast þess- ar myndir með ýmsum hætti. Fé- laginu hafa verið gefin myndlist- arverk á stórum stundum og sumar þessar myndir hefur Sam- bandiö keypt i gegnum tiðina, en auk þess hafa kaupfélögin n\örg hver keypt og eignast listaverk. Sum verja ákveðnum peningum árlega til menningarstarfa og lista. Endurgreiða meö þeim hætti hluta af arði. Það var sannarlega skemmti- legt að sjá þessa listsýningu Sambandsins i Holtagöröum um seinustu helgi. Myndir höfðu ver- iö teknar ofan á ýmsum stööum i starfsstöðvum og kontórum Sam- vinnumanna og það vakti sér- staka athygli mina, hversu góð verk félagið hefur eignast. Sum þeirra komin langt að eftir fræga menn, útlenda. Smelltilist og vefnaður og málverk. Sérstakur fögnuður var t.d. að sjá þarna verk eftir minn uppá- haldsmálara, Færeyinginn Ing- ólv af Reyni, en þá mynd mun Samvinnuhreyfingin hafa þegið að gjöf af góðu tilefni. Þessi mynd er dýrgripur, en m jög fáar mynd- ir eru til á tslandi eftir þennan mikla færeyska myndlistarmann. Þá er að tala um islensku mál- arana. Alltaf vekja myndir Asgrims Jónssonar, Kjarvals og Jóns Stef- ánssonar mesta athygli og einnig ber að nefna myndir eftir Höskuld

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.