Tíminn - 06.03.1982, Blaðsíða 15

Tíminn - 06.03.1982, Blaðsíða 15
Laugardagur 6. mars 1982 15 og leikhús - Kvikmyndir og leikhús kvikmyndahornid ■ Nýr og gamall Fagin: Alec Guinness i kvikmyndinni Oliver Twist sem David Lean leikstýrði árið 1948, og George C. Scott I nýju myndinni. Nýjar kvikmyndir erlendis: Oliver Twist kvikmyndað- ur enn á ný ■ Saga Charles Dickens um Oliver Twist hef- ur verið geypivinsæl allt frá þvi hún kom út fyrsta sinni árið 1838. Þessi þroskasaga ungs pilts sem kynnist hörmungaiifi undirheima Lundúnaborgar á siðustu öld hefur jafnframt haft mikið aðdráttarafl fyrir leikritahöfunda og kvikmyndagerðarmenn, og er ekkert lát á þvi. Um þessar mundir er verið að gera þriðju kvikmyndina um Oliver Twist en vel má sú mynd takast ef hún á að slá við fyrstu myndinni, sem David Lean gerði árið 1948. Þar fór Alec Guinness með hlutverk skúrksins Fagin og mun vand- séð hvernig hægt er að leika þá persónu betur. Það er þó ó- neitanlega góður leikari, sem fer i fótspor Guinness i nýju myndinni, George C. Scott. Breski leikstjórinn Clive Donner leikstýrir nýju Oliver Twist-myndinni en i öðrum mikilvægum hlutverkum eru Richard Hill sem leikur Oli- ver, Martin Tempest (Hrapp- ur), Tim Curry, er fer með hlutverk Bill Sykes. Timothy West leikur herra Bumble en Michael Hordern er Brownlow sem reyndist bjargvættur Oli- vers. Að sögn leikstjórans verður fariö náiö eftir sögunni við gerð þessarar nýju Twist-- myndar en Jam§s Goldman setti handritið saman. Tuttugu milljónir fyrir hverja kvik- mynd Dýrasta kvikmynd Islend- inga til þessa, Útlaginn, mun hafa kostað um sex milljónir króna eða svo. Slikt dugar hins vegar ekki nema i vasapen- inga hjá þeim sem framleiða kvikmyndir i Bandarikjunum. Gott dæmi um þær miklu fjárhæðir sem þar er um að tefla eru launakröfur Dudley Moore breska leikarans sem skaust upp á frægðarhimininn með kvikmyndinni „10" fyrir örfáum árum. Hann hefur nú gert samninga um aö leika i fimm kvikmyndum á næstu tveimur árum, og fyrir hverja mynd fær hann tuttugu mill- jónir króna og auk þess pró- sentur af hagnaöi. Bara þessi eini leikari fær þannig meira en þrefaldan framleiðslu- kostnað Útlagans fyrir að leika i einni mynd. Þess má geta að myndirnar fimm eru af ýmsu tagi. Sú fyrsta nefnist „Unfaithfully Yours” og er enn ein endur- gerð gamallar kvikmyndar sem reyndar gekk vel á sinum tima enda með Rex Harrison i aðalhlutverki. Siðan kemur „Six Weeks” sem mun vera táramynd meö Mary Tyler Moore, þá gamanmyndin „Valium”, siðan „Danger- ously” — grin um James Bond-kvikmyndirnar —, og loks mynd sem nefnist „Rom- antic Comedy” en sú mun byggð á vinsælu leikriti vestra. — ESJ Ellas Snæland 'Jónsson skrifar ★ ★ ★ Fram i sviðsljósið ★ Wholly Moses 0 Hnefaleikarinn ★ Hörkutólin 0 Crazy People ★ Tæling Joe Tynan Stjörnugjöf Tímans ★ * * * frábær • * * * mjög gM ■ * * gM • * sæmileg ■ O léleg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.