Tíminn - 10.03.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.03.1982, Blaðsíða 6
Miövikudagur 10. mars 1982 6 stuttar fréttir þingfréttir ■ Konur þær sem skipa framboöslista kvennaframboös á Akureyri viö bæjarstjörnarkosningarnar i vor. Opið í „Kvennarisi” öll kvöld AKUKEYRI: „Aðalmarkmið kvennaframboðs er að hel'ð- bundin störf kvenna reynsla þeirra og þekking veröi lögö að jöfnu framlagi karla og komi sem best að notum”, segir i blaöi áhugahóps um kvennaframooö á Akureyri, „Kjósum konur”. i stiórnmálum og atvinnulifi rikja viðhorf karla, þeirra menning er rikjandi i þjóð- félaginu og þeir haía byggt upþt 'iið pólitiska flokkakerfi og settgildandi leikreglur. Þessu viljum við breyta. Enginn ger- ir það né getur gert þaö fyrir okkur”. Og allir þurla þak ylir höi'- uðið, kvennaframboö sem önnur. 1 þeim tilgangi tók hópurinn á leigu risibúð að Hafnarslræli 86 i janúarbyrj- un, sem eftir málningu og lag- færingu — sem konurnar unnu sjállar — var „Kvennaris” opnað með pompi og prakt 31 janúar. Liðlega 60 manns litu Rekstur Kópavogs 15.300 kr. á hvern 18 ára og eldri KÓPAVOGUR: Bæjarstjórn Kópavogs hefur nú nýlega samþykkt fjárhagsáætlun kaupstaðarins fyrir árið 1982 og er niðurstaða aðalrekstrar- reiknings bæjarsjóðs 146,1 milljón króna. Koma þá um 15.300 kr. i hlut hvers Kópa- vogsbúa 18 ára og eldri samkv. kjörskrá. Helstu tekjuliðirnir eru: Út- svar 81,6 millj., aðstöðugjöld 10,8 millj., fasteignaskattar 22,5millj., jöfnunarsjóðúr 17,2 millj. og vaxtatekjur 6,8 milljónir króna. Stærsti útgjaldaliðurinn erá hinn bóginn félagsmál 33,3 milljónir króna. Þar af erhluti bæjarins i rekstri dagheimila, leikskóla og leikvalla 9,8 millj., framlög til iþrótta- og tómstundamála ungra og aldraðra 5 millj., til reksturs sjiikrasamlags og greiðslu tannlækninga er áætlaö að verja 10,7 millj. og til heimilis- hjálpar fara um 2 milljónir króna. Undir liðnum fræöslu- og menningarmál eru áætlaðar 23,7 millj.,þar af fara um 20,5 millj. til reksturs grunnskóla, tónlistarskóla, skólahljóm- sveitar og námsflokka, og 2,3 miiljónir króna til bókasafns. Til reksturs og viðhalds gatna og holræsa og almennings- garða eru áætlaðar 16,5 millj. og framlag til reksturs Strætisvagna Kópavogs veröur 7 milljónir króna. Kostnaðurinn vegna nefnda, ráöa og skrifstofa bæjarins er áætlaður 6,7 millj. króna. Til nýframkvæmda verður- siðan varið 34,2 milljönum króna, af rekstrartekjum bæjarins auk sérstakra tekna svo sem gatnagerðargjalda og rikisframlaga, þannig að alls inn i tilelni dagsins. Siöan hefur verið opið hús i Kvennarisi öll virk kvöld kl. 20-22. Er ætíunin að haída sliku ái'ram og þá jaínvel meö skipulagðri dagskrá þar sem kveðin málefni veröa tekin fyrir. Illa leit út meö sima á timabili þar sem ekkert núm- er var laust i bænum, þar til ein kvennnanna fórnaði þá heimasimanum sinum svo nú er svaraö I sima 24507 i kvennarisi. Allir eru boönir þangað velkomnir. Kvennaframboö á Akureyri hefur nú gengið frá framboðs- lista sinum fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar i vor. Efstu sæti lislans skipa: Val- gerður Bjarnadótlir lélags- ráðgjafi, Sigfriður Þorsteins- dóttir tækniteiknari, Þorgerð- ur Hauksdótlir kennari, Hólmfriður Jónsdóttir bóka- vörður og Svava Aradóttir hjúkrunarfræðingur. —IIEI eru áætlaðar 57,6 millj. til ný- framkvæmda, þar af um 31 millj. til framkvæmda við göt- ur bæjarins. — HEI Markús, Ágúst og Arnþrúdur fengu flest atkvæði HAFNARKJÖRDUR: Siðari umferö skoðanakönnunar lramsóknarmanna i Hafnar- firði fyrir bæjarstjórnar- kosningarnar i vor fór l'ram s.l. laugardag. Kélögin höfðu kosið 100 kjörmenn til að taka þátt i skoðanakönnuninni og greiddu 99 þeirra atkvæöi. Tólf menn voru i kjöri og átti að númera I sæti 1. til 4. Úrslit eru ekki sögð bindandi. En at- kvæði féllu þannig: Ágúst B. Karlsson 1 atkvæði i fyrsta sæti, 47 i annað, 13 i þriðja, 5 i l'jórða eða samtals 66 atkvæði. Arnþrúður Karlsdóltir 18 at- kvæði i fyrsta sæti, 21 i annað, 20 i þriöja, 9 i fjórða og sam- tals 68 atkvæði. Eirikur Skarphéðinsson 1 atkvæði i i'yrsta sæti, 8 i annað, 16 i þriðja, 11 i í'jóröa og samtals 36 atkvæði. Garðar Steindórsson 7 at- kvæði i annað sæti, 21 i þriöja, 14 i fjórða og samtals 42 at- kvæði. Markús Á. Einarsson 76 at- kvæðiífyrstasæti,2i annaö, 1 i þriðja, 1 i fjórða og samtals 80 atkvæði. Sólrún Gunnarsdóttir 2 at- kvæði i annað sætið, 8 i þriöja, 21 i fjórða og samtals 31 at- kvæði. Aðrir fengu færri at- kvæði. Tekiðskalfram að Eirikur Skarphéöinsson varabæjar- fulltrúi Framsoknarflokksins á yfirstandandi kjörtimabili hafði fyrir skoðanakönnunina óskað eftir að færast neðar á lista við næstu bæjarstjórnar- kosningar. —HEI Uppbygging flugvalla á Austurlandi ■ Gerð verði áætlun um upp- byggingu flugvallarmannvirkja á Austurlandi sem taki til fimm ára. Tekin verði ákvörðun um staðsetningu og uppbyggingu flugvallar við Egilsstáði, sem bú- inn sé til að þjóna þvi hlutverki að verða miðstöð flugsamgangna til Austurlands frá öðrum landshlut- um og erlendis frá, jafnframtþvi að fullnægjandi aðstaða sé sköpuð fyrir flugrekstur innan landshlut- ans. Aðrir flugvellir á Austurlandi verði gerðir þannig úr garði að þeir fullnægi nútimakröfum um öryggi og hagkvæmni i áætlunar- flugi, sjúkra- og leiguflugi. Þetta er inntak þingsályktunar- tíllögu um uppbyggingu flugvalla á Austurlandi, sem Jón Kristjánsson flytur. Hann situr nú á þingi, og er varamaður Fram- sóknarflokksins i Austurlands- kjördæmi. 1 greinargerð er tekið fram, aö vegna legu sinnar sé Austurland háðara flugsamgöng- um en aðrir landshlutar að Vest- fjörðum undanskildum. Langt er til annarra landshluta og vega- lengdir miklar milli einstakra byggðarlaga innan landshlutans og viöa yfir fjallvegi að fara. Mið- að við tækniframfarir i flugi, og samgöngur yfirleitt, hafa flug- vellirog búnaðurþeirra ekki fylgt eftir eins og eðlilegt væri, og er ástandið viða mjög bágborið i flugvailarmálum, og Austurland er sérstaklega illa sett að þessu leyti. Þar er enginn flugvöllur með varanlegu slitlagi. A flesta vantar nauðsynlegan öryggisbún- að, svo sem aðflugstæki, umsjón og eftirlit vantar, og aðbúnaður farþega er viða mjög bágborinn. Um Egilsstaðaflugvöll segir i greinargerðinni: „Egilsstaðaflugvöllur er mið- stöð flugsamgangna á Austur- landi og er umferð um hann mjög mikil eða um 40 þús. farþegar ár- ið 1981 samkvæmt upplýsingum flugmálastjórnar. Lendingar á vellinum voru um 1800 það ár. Flugfélag íslands heldur uppi áætlunarferðum til Egilsstaða daglega og alltað þrisvar sinnum á dag yfir sumartimann. Auk þess er þar miðstöð flugs Flug- félags Austurlands milli staða á Austurlandi, og Flugfélag Norðurlands heldur uppi ferðum milli Egilsstaða og Akureyrar. Þá ereinnigflogið frá Egilsstaða- flugvelli til Færeyja árið um kring. Flugvöllurinn á Egilsstöðum er alls ófullnægjandi fyrir slika um- ferð og mjög brýn þörf er á endurbyggingu hans i bættu að- flugi ogenn frekari endurbótum á tækjakosti. Varöandi endurbygg- ingu hafa einkum þrir kostir komið til greina. 1. Bygging flugvallar við Snjóholt i Eiðaþinghá. 2. Bygging flugbrautar vestan núverandi brautar. 3. Endurbygging á sama stað. Þessir kostir hafa verið rann- sakaðir nokkuð á undanförnum árum, en brýn þörf er að ljúka þeirri rannsókn og taka ákvörðun um framkvæmdir. Flugvöllur við Snjóholt er mjög dýr framkvæmd, auk þess sem völlurinn mundi vera i 8 km f jar- lægð frá Egilsstöðum og núver- andi húsakostur flugstöðvar og tækja ekki nýtast. Þá mundi flug- völlurinn liggja 200 fetum hærra en núverandi flúgvöllur, en hins vegar er aðflug hindrunarlaust. Arið 1972 gerði Ólafur Pálsson verkfræðingur athugun á flug- vallarstæði vestan núverandi flugbrautar og árið 1980 var gerð frekari athugun af Verkfræði- stofu Austurlands. Fram kom i fyrri athuguninni að vandkvæði væru á að leggja þarna flugbraut vegna ótraustrar undirstöðu. Hins vegar kemur fram i seinni athuguninni að jákvæö reynsla sé af vegarlagningu á þessum stað, en þarna er nú vegur með varan- legu slitlagi sem hefur ekki sigið. Aðflug mundi vera hreint að þessari braut og hefur öryggis- nefnd F.l.A. gefið um hana já- kvæðar umsagnir i bréfi til flug- vallarnefndar Egilsstaðahrepps, dags. 4. mai 1979. Nauðsynlegt er að ljúka samanburði á þeim þrem leiðum sem hér um ræðir þvi ákvörðun i þessu máli má ekki dragast öllu lengur. Sýnt er að flugbraut á þessum stað gæti orðið allt að 2000 metra löng og mundi nægja minni þotum i millilandaflugi. Um aðra flugvelli ér tekið fram, að tillagan geri ráð fyrir að gerð sé áætlun um uppbyggingu og búnað flúgvalla vfðs vegar um Austurland. Þessir flugvellir eru á Bakkafirði, Vopnafirði, Borgar- firði eystra, Seyðisfirði, Nes- kaupstað, Fáskrúðsfirði, Breið- dal, Djúpavogi, Höfn og Fagur- hólsmýri. Ekki er um vandamál varðandi staðsetningu að ræða eins og á Egilsstöðum. Hins vegar er brýnt ■ Jón Kristjánsson að gera sér grein fyrir hvers kon- ar búnaður skal vera á þessum flugvöllum og tryggja uppbygg- ingu þeirra með framkvæmda- áætlun. Astand og búnaður þess- ara valla er mjög mismunandi, allt frá þvi að vera viðunandi til þess aðeina öryggistækið er vind- poki. Það er og brýnt að leysa rekstrarvandamál þessara flug- valla.enekkihefur verið hægt aö launa umsjón og eftírlit valla sem haldiö er uppi reglubundnu áætlunarf lugi til, og má þar nefna Bakkafjörð og Breiðdalsvik. Það er skoðun flutningsmanns að áætlunargerð sé nauðsynleg til þess að setja sér ákveðin mark- mið i flugmálum þessa landshluta og nauðsynlegt sé að setja þessi markmið sem allra fyrst, þannig að hægt sé að vinna að þessum málum á skipulegri hátt en verið hefur til þessa.” OO Ný lög um búnaðarmálasjóð ■ Lagafrumvarp um búnaðar- málasjóð liggur nú fyrir þingi, og er til þess ætlast að nýju lögin gildi frá l.mai 1982og að frá þeim tima falli úr gildi lög frá 1945 um sama efni, svo og breytingar á þeim. I greinargerð segir að lögin hafi verið endursamin til lag- færingar á atriðum sem orðin eru úrelt vegna breytinga á verslun- ar- og framleiðsluháttum i land- búnaði og nýrra búgreina. Hér er um að ræða stjómar- frumvarp og er þannig: * l.gr. „Greiða skal gjald af vöru- og leigusölu i landbúnaði og rennur það i' sjóð, er nefnist búnaðar- málasjóður. Gjald þetta, er nefn- ist hér búnaðarmálasjóðsgjald, skal reiknast i hlutfalli af þvi verði, sem framleiðendum er greitt á hverjum tima. Tekjur sjóðsinsskuluárhvertskiptast að jöfnu milli búnaðarsambandanna annars vegar og Stéttarsam- bandsbænda hins vegar, er hvort fyrirsig ráðstafar sinum hluta til nauðsynjamála bændastéttarinn- ar vegna verkefna þeirra, er þau hafa með höndum. Búnaðarfélag Islands skiptir milli búnaðarsam- bandanna þvi fé, er fellur i hlut þeirra, með hliðsjón af áætluðu framleiðslumagni héraðanna af gjaldskyldum vörum og leigu. 2. gr. Vöru- og leigusala i landbúnaði skiptist f 2 gjaldflokka. Af afurðum þessara búgreina skal greiða 0,25% gjald: a) Alifugla- og svinarækt. b) Fiskeldi, fiskrækt, land- og veiðileigu. Af afurðum annarra búgreina en áður eru nefndar skal greiða 0,50% gjald, þ.á.m.: a) Nautgripaafurðum úr slátur- húsum, mjólkurbúum og heimaunnum. b) Sauðfjárafurðum úr slátur- húsum og heimaunnum. c) Garð- og gróðurhúsaafurðum hvers konar. d) Afurðum hrossa. e) Sölu lifgripa, skógarafurðum, hlunnindum o.fl. Með reglu- gerð skal ákveða nánar gjald- stofn hverrar búgreinar. 3. gr. Búnaðarmálasjóðsgjal'í það, er um ræðiri 1. gr., greiðist af þeim, sem kaupa eða taka við vörunum frá framleiðendum sem milliliður að smásöludreifingu og kemur til lækkunar á verði þvi, sem fram- leiðendum er ætlað. Þeir fram- leiðendur, sem selja vöru sina án milliliða til neytenda eða til smá- söluaðila, skulu standa skil á gjaldinu. Aldrei má hækka verð vöru eða leigu vegna gjaldsins. Skylt er viðskiptaaðilum og framleiðendum, sem greiðslu- skyldir eru hverju sinni fyrir gjaldi þessu, að gefa innheimtu- aðila skýrslu um móttekið vöru- magn og verð fyrir þær til fram- leiðenda, svo sem reglugerð mæl- ir fyrir um. Ráöherra setur nánari ákvæði i reglugerð um innheimtu, útreikn- ing, gjalddaga þessa gjalds og önnur atriöi, er lög þessi varða, að fengnum tillögum Búnaðar- félags tslands, Stéttarsambands bænda og Framleiðsluráðs land- búnaöarins, sem annast inn- heimtu gjaldsins. Gjald þetta má taka lögtaki.” OÓ Kosningaaldur lækk- aður í 18 ár? ■ Tveir þingmenn hafa gert breytingartillögu við frumvarp um sveitarstjórnarkosningar, sem núer til meðferðar á Alþingi. Leggja þeir til að kosningaaldur verði lækkaður i 18 ár, og er þá miðað við að kjósandi sé orðinn 18 ára þegar kosning fer fram. Það eru þeir Guðmundur Vé- steinsson, sem situr á þingi fyrir Eið Guðnason og Ólafur Ragnar Grimsson, sem að breytingartil- lögunni standa. Samkvæmt þvi frumvarpi sem liggur fyrir er m.a. gert ráð fyrir að kosið verði til sveitarstjórna á laugardögum, en ekki á sunnudögum eins og tíðkast heíur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.