Tíminn - 11.03.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.03.1982, Blaðsíða 6
Fimmtudagur 11. mars 1982 stuttar fréttir Vinna komin I gang í öllum frystihúsum AKRANES: ,,betta fór ekki eins illa og á horfðist á tima- bili og við erum að vona að at- vinnulifið sé nú að komast i eðlilegt horf”, sagði Herdis ólafsdóttir, formaður kvenna- deildar Verkalýðsfélagsins á Akranesi er Timinn spurði hana hvort ræst hafi úr at- vinnumálunum á Akranesi. En eins og sagt var frá i Timanum siðari hluta febrúar hafði frystihús Haraldar Böðvarssonar — stærsta frystihús á staðnum ekki farið af stað eftir sjómannaverk- fallið og frystihúsið Heima- skagi þá sagt upp sinu fólki. Herdis sagði frystihús H.B. hafa farið af stað i byr jun mars og alltsé nU aftur komið igang hjá Heimaskaga, þann- ig að nú sé vinna i öllum frystihúsum á Akranesi. „Eg vona að atvinnuleysi hrjái okkurekki meira núna um há- vertiðina”, sagði Herdis. —HEl Njörður afla- hæstur f Þor- lákshöfn með 438 tonn l»OR EAKSIIÖFN: Það hefur verið alveg þokkalegt fiskiri miðað við hvað það var byrjað seint. Aflinn er svipaður og á sama ti'ma i fyrra, ekki minni a.m.k., þrátt fyrir stirða tið, sérstaklega i febrúar. Þetta sagði okkur viktarmaður sem við höfðum tal af i Þorláks- höfn. Hann sagði mikinn hluta af aflanum það sem af er vera ufsa. Fimm aflahæstu bátarnir i Þorlákshöfn s.l. mánudags- kvöld 8. mars voru sem hér segir: 1. Njörður 438 tonn, 2. Arnar 373 tonn, 3. Sæunn Sæmundsdóttir 351 tonn, 4. Höfrungur III 344 tonn og 5. Jón á Hofi með 340 tonn. —HEI „Allt hefst þetia með hækkandi sólyv SAUÐ AUKRÓKUR: Starf- semi Fe'lags eldri borgara á Sauðárkróki stendur með miklum blóma. Auk samkoma sem haldnar eru annan hvern sunnu dag seftirm iðda g i safnaðarheimili Sauðárkróks- kirkju — og sagt hefur verið frá áður — eru þar á miðviku- dögum haldnar föndursam- komur fyrir eldri borgara undir stjóm tveggja sjálf- boðaliða. Jafnframt sér sjúkraþjálfarinn i sjúkrahúsi Skagfirðinga um létta leik- fim i. I sumar er ráðgerð a .m .k. ein skemmtiferð á vegum Félags eldri borgara, sem hyggjast þá heimsækja Siglu- fjörð. t fréttfrá félaginu segir, að góð samvinna sé milli allra aðila, sóknarprests, áhuga- mannafélaga, félagsmálaráðs og annarra vegna öldrunar- starfsinsog engu aðkviða með framhatdið. Bygging dvalar- og hjúkrunarheimilisins miði ágætíega áfram. Ótið og snjó- koma hafi að visu verið ríkj- andi á Sauðárkróki allt frá miðjum september i haust. „En allt hefst þetta með hækkandi sól”, segja hinir bjartsýnu félagar i Félagi eidri borgara á I'.ouðárkróki, sem greinilega eru ungir í anda þótt mörg ár hafi að baki. —HEI Listaverka- sýning í Heilsuhæli N.L.F.Í. HV ERAGERÐl: Ragnar Kjartansson myndhöggvari opnaði málverkasýningu i Heilsuhæli Náttúruíækninga- félags tslands i Hveragerði sunnudaginn 28. febrúar .sl. Sýnir Ragnar þar 25 vatnslita- myndir sem ailar eru til sölu. Við opnunina ávarpaði Frið- geir Ingimundarson forstjóri Heilsuhælisins sýningargesti og rakti aðdraganda þess að súaðstaða er nú fyrir hendi að hægt er að bjóða Ústamönnum aðstöðu til sýninga. Fyrirhug- að er að sýningin veröi opin á virkum dögum næstu þrjár vikurá virkum dögum frá kl. 14-18. Sýningarstjóri er Sól- veig Maria B jörnsdóttir, verslunarstjóri Heilsubúðar- innar. Eru bæði Hvergerð- ingar og aðrir hvattir til þess að sjá þessa sýningu og hina skemmtilegu aðstöðu sem Heilsuhælið býður upp á. Þeir listamenn sem hug hafa á að notfæra sér þessa nýju sýningaraðstöðu geta snúið sér til skrifstofu Náttúrulækningafélagsins i Hveragerði. —G.H. Hveragerði. þingfréttir Vísitölugrunnurinra hlunnfer landsbyggö* arfólkið varðandi orkukostnaðinn: RflUNVERULEGUR KOSTNADUR HELMINGI HÆRRI samkvæmt nýju neyslukönnuninni ■ öfugt við það sem ýmsir landsbyggðamenn munu hafa bú- ist við reyndust útgjöld vegna kaupa á matvöru mjög svipuð hjá fjölskyldum á höfuðborgarsvæð- inu og úti á landi — þó heldur lægri úti á landsbyggðinni — samkvæmt neyslukönnun þeirri, er framkvæmd var til öflunar efniviðar i nýjan visitölugrunn. Könnunin úti á landi náði til fjölskyldna á: Akureyri, Nes- kaupstað, tsafirði, Vestmanna- eyjum og Hvolsvelli. Þegar kom að rafmagni og hita varð annað uppi á teningnum. Sá liður var nær þrefalt hærri úti á landsbyggðinni. Hlutfallslega reyndist þessi liður helmingi hærri úti á landi en i núgildandi visitölugrunni, en um þriðjungi lægri á höfuöborgarsvæðinu. Samkvæmt þvi má ætla að höfuð- staðarbúar fái hækkanir orku- verðs meira en bættar, en aðrir landsmenn ekki nema að hálfu, með visitöluhækkunum launa. Liðurinn ýmsar vörur og þjón- usta — sem meðal annars innifel- ur orlofsferðir til útlanda —■ reyndist á hinn bóginn um þriðj- ungi hærri i Reykjavik en úti á landi. Krónulega var þessi liður álika miklu hærri á höfuðborgar- svæðinu og orkureikningurinn þar var lægri, þannig að leiða má að þvi likum að höfuðborgarbúar geti ferðast fyrir mismuninn á orkukostnaðinum. Enda kom það fram að sólarlandaferðir voru meira en helmingi algengari á höfuðborgarsvæðinu en úti á landsbyggðinni. — HEI Vinnings- miðum stolið ■ Fjölda áritaðra vinningsmiða var stolið i innbroti sem framið var í skrifstofur Vöruhappdrættis SIBS viö Suðurgötu fyrir helgina. Vinningmiðarnir voru frá árinu 1981 og Ur 1. og 2. flokki 1982. Þar sem ekki er loku fyrir þaö skotið að þjófurinn freisti þess að framvisa einhverjum af þessum miðum i verslunum eða annars- staðar og komast þannig yfir vör- ur eða peninga, er nauðsynlegt að vara verslanir og fyrirtæki viö þvi að taka við umræddum mið- um sem greiðslu. Þeir viðskiptavinir happ- drættisins sem hafa ekki enn tek- ið út vinninga sina frá þessu timabili eru beðnir að framvisa vinningsmiðum sinum á aðal- skrifstofu happdrættisins við Suðurgötu 10, eða hafa samband við þann umboðsmann happ- drættisins sem seldi miðana. Astæða er til að hvetja fólk til að láta Rannsóknarlögreglu rikisins vita ef það verður vart við gögn sem hugsanlega geta verið úr þessu þýfi. — Sjó. Atvinnu- leysið í febrúar 0,9% ■ Atvinnuleysisdagar i febrúar s.l. svara til þess að 944 hafi verið skráðir atvinnulausir allan mánuðinn eða sem nemur um 0,9% af áætluöum mannafla á vinnumarkaði. Skráðir atvinnu- leysisdagar I febrúar voru alls 20.465 sem er um 5.800 fleiri en i sama mánuði i fyrra og eru það taldar afleiðingar sjómannaverk- fallsins. Skráðir atvinnuleysisdagar i febrúar skiptast sem hér segir eftir landshlutum: Höfuðborgar- svæðið 7.386 (5.104), Vesturland 2.733 (135), Vestfirðir 277 (33), Norður.-vestra 967 (1.292), Norðurl.-eystra 3.586 (4.175), Austurland 1.154 (1.408), Suður- land 1.302 (1.195) og Reykjanes 3.060 (1.273). Tölur i svigum eru yfir febrúarmánuð i fyrra. Eins og sjá má er munurinn mestur á Vesturlandi og Reykja- nesi þar sem atvinnuleysi hefur nú verið miklu meira en 1981. — HEI ■ Málverkasýning eldhugans Stefáns frá Möðrudal stendur nú yfir I Nýja galleriinu aö Laugavegi 12. Listamaöurinn sýnir þar 99 oliumynd- ir en þótt hann sé nú 74 ára, hafa afköstin ekkert minnkað. Stefán hefur nú haldiö milli 20 og 30 sýningar. (Tlmamynd Ella). Þórunn VE stefnir á toppinn ■ í byrjun vikunnar hafði neta- báturinn Þórunn Sveinsdóttir frá Vestm annaey jum landað 723 tonna afla það sem af er vetrar- vertið sem telja má vist að sé met afli svo snemma vertiðar. Hæsti bátur í Þorlákshöfn var þá Njörð- ur með 438 tonn. I aflatölum i febrúarlok hafði Þórunn Sveinsdóttir landað 620.5 tonnum en næsti Eyjabátur fyrir neðan 357,7 tonnum svo munurinn var mikill. Þá má og geta þess að aflahæsti togarinn i Vestmanna- eyjum var þá Breki með 685.1 tonn i fjórum löndum, eða aðeins um 65 tonnum meira en Þórunn Sveinsdóttir. Hinir togararnir þrir Klakkur, Vestmannaey og Sindri höfðu þá landað frá 422 til 474 tonnum hver. —HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.