Tíminn - 11.03.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.03.1982, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 11. mars 1982 7 erlent yfirlit ■ FYRIR skömmu var fyrirskip- uð opinber rannsókn á hendur tveimur af áhrifamestu ráðherr- um vestur-þýzku stjórnarinnar vegna þess orðróms, að þeir hefðu þegið mútur frá stóru fjár- festingarfyrirtæki og tryggt þvi skatthlunnindi i staðinn. Reynist þessi orðrómur réttur, mun verða höfðað opinbert mál gegn þeim. Ráðherrarnir eru ekki sakaðir um að hafa stungið mútufénu i eigin vasa, heldur látið það renna i viðkomandi flokkssjóði. Ráðherrar þeir, sem hér um ■ Genscher og Schmidt í vanda Þáðu þýzkir ráðherrar mútur? Opinber rannsókn fyrirskipuð ræðir, eru Hans Matthöfer fjár- málaráðherra og Otto Lambs- dorff efnahagsmálaráðherra. Matthöfer er einn helzti leiðtogi sósialdemókrata. Hann hefur m.a. gegnt þvi starfi i flokknum að vera formaður i fjáröflunar- nefnd flokksins i Diisseldorf. Lambsdorff er einn af aðalleið- togum Frjálslynda flokksins. Hann hefur m.a. verið i stjórn fjáröflunarnefndar flokksins i heimafylki sinu. Báðir hafa þeir Matthöfer og Lambsdorff neitað umræddum á- burði, og talið hann róg, sem and- stæðingar þeirra hafi komið á kreik. Hin opinbera rannsókn beinist einnig gegn þriðja manni, sem er Manfred Lahnstein skrifstofu- stjóri i forsætisráðuneytinu og nánasti s a m verkamaður Schmidts kanslara þar. Þá er bú- izt við að ýmsir aðrir háttsettir menn eigi eftir að dragast inn i rannsóknina. UMRÆDDAR mútusögur kom- ust á kreik á siðastliðnu hausti og hafa siðan verið uppáhaldsefni æsifréttablaða. Hins vegar hefur það blað, sem álitið er einna ábyrgast i Vestur- Þýzkalandi, Frankfurter Alge- meine Zeitung, tekiö aðra af- stöðu. Það hefur nýlega i rit- stjórnargrein lýst þeirri afstöðu sinni, að hér sé eingöngu um að ræða tilefnislausan áróður, sem eigi upptök sin hjá vinstri sinnum i stjórnarflokkunum. Þeir Matthöfer og Lambsdorff eru báðir taldir langt til hægri i flokk- um sinum og hafa löngum sætt á- rásum af hálfu vinstri manna. Stjórnarandstæöingar, þ.e. kristilegir demókratar, hafa fjallað um þetta mál af mikilli varkárni hingað til. Þeir hafa t.d. ekki gert kröfur um að Matthöfer og Lambsdorff viki úr stjórninni meðan rannsókn fer fram. Ástæðan kann að vera sú, að ýmsir leiðtogar þeirra eru grun- aðir um vafasamar fjáraflanir i þágu flokkssjóða. M.a. beinist slik ákæra nú gegn aðalleiðtoga flokksins i Hamborg, Walther Leisler Kiep, en þar fara bráð- lega fram kosningar, sem kristi- legir demókratar gera sér von um að vinna og yrðu það þá fyrstu kosningarnar, sem þeir vinna i Hamborg. Samkvæmt þýzkum skattalög- um, mega fyrirtæki styrkja flokka með skattfrjálsum fjár- framlögum að vissu marki. Brögð þykja að þvi, að flokkarnir hafi allir farið fram hjá þessu marki með þvi að stofna alls konar góð- gerðafélög, en framlög til þeirra eru skattfrjáls. Þessi góðgerðar- félög hafi svo látið riflegan hluta af tekjum sínum renna til flokk- anna. ■ Hans Matthöfer 1 rannsókn munu vera um 1000 mál, þar sem talið er, að skatta- lög hafi verið brotin á þennan hátt. AKÆRAN gegn þeim Matthöfer og Lambsdorff er talsvert annars eðlis. Tildrög hennar eru þau, að öflugt fjárfestingarfyrirtæki i Diisseldorf, Friedrich Flick Co., seldi hlutabréf i Daimler-Benz- fyrirtækinu og keypti i staðinn hlutabréf i ýmsum öðrum fyrir- tækjum. Viðskipti þessi fóru fram með þeim hætti, að Flick-fyrir- tækið hefði átt að greiða um 300 þúsund dollara I skatt, en þetta var gefið eftir sökum þess að Ur- skurðað var af skattayfirvöldum að viðskipti þessi hefðu verið i þágu almannahagsmuna og ættu þvi að vera skattfrjáls. Bæði Matthöfer og Lambsdorff áttu að- ild að þessari ákvörðun. Það er kunnugt, að Flick-fyrir- tækið hefur látið rifleg fjárfram- lög renna i flokkssjóði og ef til vill ekki öll lögum samkvæmt. Rif- ■ Otto Lambsdorff. legastaskerfinn hafa þó kristileg- ir demókratar sennilega fengiö. Fari svo, að mál verði höfðað gegn þeim Matthöfer og Lambs- dorff, getur það haft verulegar pólitiskar afleiðingar. Sumir fréttaskýrendur gizka á, að það geti orsakað aukið ósamlyndi milli stjórnarflokkanna og leitt til þess, að stjórnin klofni. Frjáls- lyndir demókratar kunni þá að leita samstarfs við kristilega demókrata. Aörir fréttaskýr- endur telja, aö áhrifin geti orðið öfug, eða orðið lil þess að auka samstöðu flokkanna og styrkja þann ásetning þeirra að sitja út allt kjörtimabilið, eöa til hausts- ins 1984. Áhugi kristilegra demókrata á samstarfi við frjálslynda demó- krata virðist hafa minnkað, a.m.k. i bili. Þeir virðast hafa aukinn áhuga á að fá kosningar sem fyrst i von um að geta fengiö hreinan meirihluta. Annars muni þeir biða rólegir til loka kjörtima- bilsins i von um sigur þá. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar erlendar fréttir Heimsókn Gaddafis til Austurríkis ekki vel séd Kreiski, kanslari Austur- rikis varði i gær þá ákvörðun rikisstjórnar Austurrikis, að bjóða Gaddafileiðtoga Libýu i opinbera heimsókn til Austur- rikis sem hóf fjögurra daga opinbera heimsókri sina til Austurrikis i' gær. Stjómmálamenn stjórnar- andstöðunnar I Austurriki hafa ásakað Gaddafi hers- höfðingja um að standa að al- þjóðlegri hryðjuverka- hreyfingu.en Kreiski kanslari hefurhaldið þvifram að engar sannanir væru fyrir þessum áburði og sagði hann jafn- framt að ef hann hefði aflýst heimboðinu til hershöfðingj- ans hefði það haft slæmar af- leiðingar i för með sér fyrir efnahag Austurrikis. Austur- riki flytur áttunda part oli'u sinnar inn frá Libýu og nú standa yfir samningaviðræður á milli Austurrikismanna og Libýumanna um að Austur- rikismenn taki að sér að byggja stáliðnaðarver, stórt og mikið i Líbýu. Kreiski kanslari tók á móti Gaddafi á Vinarflugvelli i gærmorgun og óku þeir inn til borgarinnar til þess að hefja viðræður sinar. Fregnir frá Vinarborg i gær hermdu að öryggisráðstafanir vegna komu Gaddafis til Vinar, hefðu verið svo miklar að þær hefðu jafnast á við þær ráðstafanir sem hefðu verið viðhafðar, ef um heimsókn Bandarikjaforseta eða forseta Sovétrik janna hefði verið að ræða. 1 för með Gaddafi hers- höfðingja er um 30 manna vopnaður lifvörður libýskra hermanna. Löng réttarhöld í vændum í Suður- Afríku Réttarhöld hófust i' gær yfir 43 sakborningum i Suður-Af- riku, sem eru ásakaðir um að hafa átt aðild að flugránstil- raun á flugvél indverska flug- félagsins Air-Indina i nóvcm- ber sl. Allir sakborningarnir héldu igær fram sakleysi sinu þegar þeir komu fyrir réttinn i Peter-Marintzburg i gær. A meðal sakborninganna er málaliðinn, Mike Haw, ofursti sem er ásakaður um að vera leiðtogi hópsins. Greint var frá þvi við upphaf réttarhald- anna af saksóknaranum að fallið hefði verið frá ákærum á tvo menn og að þeir yrðu notaðir sem vitni saksóknar- ans. Réttarhöldunum var frestað seinni part dags i gær. Fréttaskýrendur i Suður-Af- riku telja að réttarhöld þessi eigi eftir að verða ein þau lengstu og kostnaðarsömustu i lagalegri sögu Suður-Afriku. Verði sakborningarnir fundnir sekirvið réttarhöldin, þá eiga þeir yfir höfði sér fangelsis- dóma á bilinu fimm til þrjátiu ár. Yfirmaöur fridargæslu- sveitanna kominn tíl Israels Yfirmaður f jölþjóða friðar- gæslusveitanna sem eiga að gæta friðar á Sinaiskaga kom til tsrael i gær. Yfirmaðurinn er Norðmaðurinn, hers- höfðingi Fredrik Hanson sagði i gær að friðargæslusveitirnar kæmutil með að samanstanda af 2300 mönnum, frá 11 lönd- um og yrðu sveitirnar að fullu komnar til starfa þremur vik- um áður en tsraelsmenn skil- uðu siðasta hluta Sinaiskag- ans I hendur Egyptum, sam- kvæmt samkomulagi þjóð- anna en það verður gert 26. april. Hanson hershöfðingi lagði áhersiu á það i máli sinu við komuna til tsrael að sveit- irnar undir hans stjórn yrðu ekki baráttusveitir, þó þær gætu beitt vopnum sinum i sjálfsvörn, ef ráðist yrði aö þeim. Páfinn biður fyrir Póllandi Páfinn bað enn einu sinni fyrirheimalandi sinu Póllandi i Vatikaninu i gær og bað hann sérstaklega fyrir þjóðfélags- legri heill landsins. Páfinn sagðist ekki hafa trú á þvi að hægtværiað leysa þau vanda- mál sem nú blöstu við pólsku þjóðinni með valdbeitingu. Páfinn sagðist deila áhyggj- um með pólsku biskupunum, vegna ástandsins i Póllandi og sagði hann jafnframt að lifs- nauðsynlegt væri að fram næðist þjóðarsátt sem grund- vallaðist á sannleika og rétt- læti, frelsi og ást. Engin vald- beiting gæti leyst vandann hvorki til skamms tima né til frambúðar. Handtökur í Póllandi Pólsk stjórnvöld greindu frá þvi i gær að handteknir hefðu verið fjórir menn, vegna dráps á lögregluþjóni i spor- vagni í Varsjá i si'ðasta mánuði. Heldur lögreglan þvi fram að hópur ungra hryðju- verkamanna hafi staðið að drápi lögreglumannsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.