Tíminn - 12.03.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.03.1982, Blaðsíða 7
Föstudagur 12. mars 1982 Leikhúsin um helgina Þjóðleikhúsið um helgina | Föstudagskvöldið 12. mars verður stórviðburður i sögu list- dans á tslandi er Þjóðleikhúsið og íslenski dansflokkurinn frumsýna ballettinn Giselle. Anton Dolin semur dansinn og byggir á upphaflegri gerð Jean Coralli, Jules Perrot og Marius Petipa. Dolin sviðsetur ballett- inn sjálfur ásamt John Gilpin. Helgi Tónasson er kominn heim til að taka þátt i þessum viðburði og mun dansa hlutverk Albrechts á fyrstu sex sýning- unum, en Asdis Magnúsdóttir dansar Giselle: alls koma um 30 manns fram i þessari sýningu. — önnur sýning á Giselle verður á sunnudagskvöld. Uppselt er á báðar sýningar. Amadeus, eftir Peter Shaffer, nýtur mikilla vinsælda og hlýtur mikla aðsókn. Amadeus verður á fjölunum á laugardagskvöld* Uppselt. Gosi verður á fjölunum á laugardag og á sunnudag og hefjast sýningarnar klukkan 14.00 báða dagana. 20. sýning á Kisuleik. Fáar sýningar eftir Nk. sunnudag kl. 16.00 sið- degis verður 20. sýning á Kisu- leik eftir ungverska skáldið Ist- van örkeny, á Litla sviði Þjóð- leikhússins i Leikhúskjallaran- um. Fer sýningum á leiknum nú að fækka þvi óðum styttist i næstu frumsýningu Litla sviðs- ins. Kisuleikur var frumsýndur i byrjun janúar og hlaut þegar af- bragðs viðtökur og aðsókn. Verkið fjallar á yfirborðinu um ástamál roskins fólks og kom- umst við að raun um það að ástarþrihyrningurinn eilifi er ekkert einkamál æskunnar, honum bregður vissulega fyrir i ellinni lika. öll saga persónanna i leiknum er krydduð ljúfustu gamansemi en undir hvers- dagslegu yfirborðinu er áhorf- endum miðlað reynslu og sögu ungversku þjóðarinnar á þess- ari öld. Með aðalhlutverkin i Kisuleik fara Herdis Þorvaldsdóttir, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Bryndis Pétursdóttir, Margrét Guðmundsdóttir og Þorsteinn Hannesson. Ennfremur fáum við að sjá Þóru Borg, Þórunni Magneu Magnúsdóttir og Jón S. Gunnarsson. — Karl Guð- mundsson og Hjalti Kristgeirs- son þyddi Kisluleik úr ung versku, leikstjóri er Benedikt Arnason, leikmynd og búningar eru eftir Sigurjón Jóhannsson og lýsinguna annast Páll Ragnarsson. I>ú hrinjjir vid kotmnn ViiV'iTÓir nýla^nir Hamslillin^ uppsetning S*rli»*fir fagincnn veita árs áJbyrgð á alla vinnu l.ilhjAnvarpA|>jónuM>n - Simi 24474 - 40957 - (9-22) FLUGLEIÐIR Traust íolk hjá goðu felagi H Leikendur i Karlinum i kassanum, sem Leikfiokkurinn sunnan Skarðsheiðar frumsýnir I Fannahiið I Skiimannahreppi i kvöid. Með þeim er Auður Jónsdóttir leikstjóri. Leikfélag Reykjavikur Fáar sýningar eftir á reviunni A laugardagskvöldið verður að vanda miðnætursýning i Austurbæjarbiói á reviunni SKORNUM SKÖMMTUM, sem Leikfélag Reykjavikur hefur sýnt þar fyrir fullu húsi i allan vetur. Nú fer sýningum senn að fækka á þessari vinsælu reviu sem er eftir þá Jón Hjartarson og Þórarin EldjárU. Þeir félag- ar hafa reynt að halda efninu fersku breytt og endurbætt i samræmi við atburði liðandi stundar. Mikið er af söngvum i sýningunni, bæði gömlum lög- um og nýjum og annast Jóhann G. Jóhannsson allan undirleik ásamt Nýja kompaniinu. Leik- stjóri er Guðrún Ásmundsdóttir en leikendur Gisli Halidórsson, Gisli Rúnar Jónsson, Sigriður Hagaiin, Guðmundur Pálsson, Helga Þ. Stephensen, Soffia Jakobsdóttir, Karl Guðmunds- son, Aðalsteinn Bergdal, Jón Júiiusson, Harald G. Haralds- son og Lilja Þórisdóttir. Aðrar sýningar Leikfélagsins um helgina eru Ofvitinn sem sýndur er i næst siðasta sinn i kvöld (föstudagskvöld) en sýningar eru nú að nálgast 190 og er verkið þar með orðið eitt af sýningarhæstu verkefnum félagsins. 1 hlutverkum Þór- bergs eru sem kunnugt er Jón Hjartarson og Emil Gunnar Guðmundsson og eru nú sem sé siðustu forvöð að sjá rómaðan leik þeirra i þessu vinsæla verki. Á laugardagskvöldið er Jól Kjartans Ragnarssonar i Iðnó Þar er það Jóhann Sigurðsson sem fer á kostum i titilhlutverk- inu ásamt Hönnu Mariu Karls- dóttur og Sigurði Karlssyni i öðrum stærstu hlutverkunum, en þau fengu bæði frábæra dóma fyrir leik sinn i þessari sýningu. Höfundur annast leik- stjórn. A sunnudagskvöldið er svo ein siðasta sýningin á ROMMÝ, bandariska leikritinu sem þau Gisli Halldórsson og Sigriður Hagalin hafa nú leikið á þriðja leikár við afburða undirtektir áhorfenda. Leik- stjóri er Jón Sigurbjörnsson. Alþýðuleikhúsið „Elskaðu mig” eftir Vitu Anderson verður á fjölum Al- þýðuleikhússins i Hafnarbiói i kvöld klukkan 20.30. Aðeins ör- fáar sýningar á þessu vinsæla leikriti eru eftir i Reykjavik. Elskaðu mig verður svo sýnt á Isafirði á sunnudagskvöld. Tuttugasta og fjórða sýning á „Súrmjólk með sultu” ævintýri i alvöru verður I Hafnarbiói á sunnudag klukkan 15.00. Yngstu leikhúsgestirnir hafa mjög hrif- ist af þessari sýningu og ekki dregur það úr hrifningunni þeg- ar þau fá að fara uppá sviðið eftir sýningu og spjalla við leikarana og skoða leiktjöld. Sjó Leikflokkurinn sunnan Skarðsheiðar sýnir Karlinn i kassanum Leikflokkurinn sunnan Skarösheiöar frumsýnir leik- ritið Karlinn i kassanum eftir Arnold og Bach i Fannahlið i Skilmannahreppi föstudaginn 12. mars kl. 21. Leikstjóri er Auður Jónsdótt- ir, en leikendur eru 12: Jón Sigurðsson, Maria Sigurjóns- dóttir, Guðbjörg Greipsdóttir, Þorvaldur Valgarðsson, Guðjón Friðjónsson, Lára Ottesen, Kristin Sigfúsdóttir, Óskar Þor- geirsson, Þorsteinn Vilhjálms- son, Einar Jóhannesson, Asta Björk Magnúsdóttir og Sigurrós Sigurjónsdóttir. Næsta sýning verður sunnu- daginn 14. mars kl. 21. ÁRSÁBYRGÐ Myndsegulbönd Sjónvörp - Loftnet rfkisfjölmiðlanna 7 Sími25700 Vetrarverö okkar hafa sjaldan veriö hagstæöari. Eins manns herbergi meö sturtu kostar aðeins kr. 248.- og tveggja manna herbergi meö sturtu aöeins kr. 325.-. Ný og glæsileg gestamóttaka, setustofa og Piano Bar. Auglýsið í Tímanum X vetur bjóða Flugleiðir ódýrar helgarferðir möli áfangastaða innanlands. Þannig gefst íbúum landsbyggöarinnar kær- komið tækifæri til þess að ..skreppa suður og njóta menningarinnar” en borgarbúum tækifæri til þess að „komast burt úr skarkala borgarlífsins” um stundar sakir. Helgar- ferðimar eru líka tilvaldar til þess að heimsækja ættingja og vini, skoða æskustöðvamar í vetrarbúningi, fara á skíði annars staðaren venjulega, t.d. á Seljalandsdal, í Oddsskarði, í Hliðarfjalli eða í Bláfjöllum; eða fara í leikhús. í helgarferð áttu kost á ódýrri flugferð, ódýrri gistingu og ýmissri annarri þjónustu. Breyttu til! Hafið samband við söluskrifstofur okkar og umboðsmenn, - möguleikarnireru ótal margir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.