Tíminn - 13.03.1982, Side 6

Tíminn - 13.03.1982, Side 6
6 Wmhm utgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Siguröur Brynjólfs- son. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Tim- ans: lllugi Jökulsson. Blaöamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghild- ur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friörik Indriöason, Heiður Helgadóttir, Jónas Guömundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar örn Pétursson (iþróttir), Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson. Utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guöbjörnsson. Ljósmyndir: Guöjón Einarsson, Guöjón Róbert Agústsson, Elín Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siöumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Aug- lýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verö i lausasölu 7.00, en 9.00 um helgar. Áskriftargjald á mánuöi: kr. 110.00. — Prentun: Blaöaprent hf. Málæði í stað vinnu á Alþingi Stjórnarandstaðan á Alþingi er verkefnalitil um þessar mundir. Hún hefur i efnahagsmálun- um ekki annað fram að færa en stuðning við þrýstihópa og marklitla gagnrýni á aðgerðum stjórnvalda til þess að spyrna við verðbólgunni. Það má telja til undantekninga, að stjórnar- andstæðingar leggi vinnu i að semja frumvörp með itarlegum greinargerðum, heldur er varpað fram i auglýsingaskyni þingsályktunartillögum sem yíirleitt tekur ekki meira en fimm minútur að semja. Þeim fylgja svo greinargerðir, sem oft minna á lélegan barnaskólastil. Til þess aö breiöa yfir þetta iðjuleysi og mál- efnaleysi, gripa sumir stjórnarandstæðingar helzt til þess ráðs aö teygja lopann utan dagskrár um alls konar dægurmálefni og eyða oft miklu af vinnutima þingsins i slik vinnubrögð. Þetta þekk- ist nánast ekki meöan vinnutiminn var nýttur á Alþingi. Sjálfsagt er aö geta þess, að frá þessari reglu eru undantekningar. Einn þingvanasti maðurinn, Benedikt Gröndal, er einn þeirra. Benedikt Grön- dal hefur nýlega lagt fram tillögur til breytinga á þingsköpum, sem stefna að þvi að draga stórlega úr þessu þindarlausa málæði. Samkvæmt þeim myndi umræður utan dagskrár og um fyrirspurn- ir, verða miklu styttri og gagnorðari og eyða miklu minna af vinnutima Alþingis. Þess ber aö vænta vegna sóma Alþingis, að þessar tillögur Benedikts fái góðar undirtektir, þótt einhverjar breytingar kunni að verða gerðar á þeim. Arásir á flugmálaráðherra Furðulegum árásum er hú haldið uppi gegn Steingrimi Hermannssyni. Hann er sem flug- málaráðherra sakaður um að vinna gegn Flug- leiðum. Hið rétta er, að enginn ráðherra hefur gert meira fyrir Flugleiöir, en Steingrimur Her- mannsson. Hann átti mestan þátt i þeim hjálpar- aðgerðum, sem tryggðu það að Atlantshafsflugið gæti haldið áfram, ásamt Sigurði Helgasyni, sem kom fram viðtækum sparnaði i rekstri félagsins. An þeirra aögeröa, sem Steingrimur Her- mannsson beitti sér fyrir myndi Atlantshafsflug Flugleiða vera að mestu eða öllu úr sögunni. Steingrimur Hermannsson telur það hins vegar ekki hollt fyrir Flugleiðir að hafa algera einokun. í þessum efnum verði einnig að taka tillit til neyt- enda og hagur þeirra verði tryggður með hóflegri samkeppni. Flugleiðum verði þó tryggður mikill forgangur en jafnframt veitt nokkurt aðhald. Það kemur ekki á óvart, þótt þeir, sem eru trúaðir þjóðnýtingarsinnar, vilji hafa einokun. Öðru máli gegnir um þá, sem viðurkenna kosti hóflegrar samkeppni. óneitanlega er reynslan sú, að hún skilar beztum árangri. Þ.Þ. WmmU Laugardag«r 13. mars 1982 á vettvangi dagsins Ályktanir um málefni Suður- landskjördæmis ■ A Kjördæmisþingi Fram- sóknarmanna á Suðurlandi voru geröar ályktanir um þjóömál og málefni kjördæmisins. Hér á eftir er getiö nokkurra helstu ályktana þingsins um mál- efni kjördæmisins. Núverandi formaður kjör- dæmissambandsins er Guðni Agústsson, Selfossi. Ljóst er aö meöal stærstu verk- efna islensku þjóöarinnar á næstu árum veröur hagnýting á orku- lindum landsins i samræmi viö áætlanir ríkisstjórnarinnar um virkjanir á næstu 12 árum. Ekki má hvika frá þeirri stefnu að islendingar eigi meiri hluta i þeim framleiöslufyrirtækjum i orkufrekum iönaöi, sem reist verða. Einnig hafi þeir tækni- og markaösmál fyrirtækjanna á sinni hendi, eftir þvi sem aðstæður frekast leyfa. Leggja ber áherslu á að hraöað verði uppbyggingu meðal stórra iðnfyrirtækja á Suöurlandi, svo sem steinullarverksmiðju. Einnig aö kannaöir veröi möguleikar á staðsetningu framleiðslufyrir- tækja i orkufrekum iðnaði á Suðurlandi. Nú þegar verði ráðist i þær framkvæmdir, sem eiga að tryggja vatnsöflun orkuvera á Þjórsársvæöinu, þ.e.a.s. Kvisla- veitur og Sultartangastiflu. Lögð er á þaö áhersla, að virkj- unarframkvæmdum landsmanna verði hagað með þeim hætti, á næstu árum.'að eðlilegt framhald verði á virkjunarframkvæmdum á Suðurlandi. Kannað verði hvernig haga megi heildsölu og smásölu á raforku, þannig aö jöfnuður náist með orkunot- endum. Lögö verði áhersla á uppbygg- ingu dreifikerfisins og lokið verði hringtengingu byggðalinanna. Samviskufangar mánaðarins ■ Amnesty hefur valið eftirtalda menn fanga marsmánaðar: Raúl CARIBONI da Silva — Uruguay Raúl er 51 árs sögukennari og námsstjóri. Hann afplánar nú 15 ára fangelsisdóm. Hann þjáist af alvarlegum hjartasjúkdómi. Raúl Cariboni var handtekinn i mars ’73 3 mán. fyrir herbylting- una i Uruguay fyrir að vera einn af stofnendum 2ja kennarasam- banda i Montevideo (Teachers Trade Union of Montevideo, og National Federation of Teachers). Þrátt fyrir að hann þjáist af al- varlegum hjartasjúkdómi (mitral valvular stenosis,) þurfti hann að þola miklar pyntingar eftir aö hann var handtekinn sem leiddi til þess aö hann fékk hjartaslag. Þann 25. mars ’73 var hann - fluttur i Libertad fangelsið i San José héraði, og hefur hann verið þar i haldi siðan — að undanskild- um tveimur timabilum á árunum ’75—’76 er hann mun hafa verið fluttur — burt til pyntingar. Ariö ’77 var Raúl Cariboni dæmdur i 13 ára fangelsi fyrir þátttöku i „skaðsamlegum sam- tökum” og fyrir „samsæri gegn stjórnarskránni”, — en i nóv. ’79 var dómurinn þyngdur i 15 ár. 1 september 1980 stóð til að hann yröi látinn laus gegn tryggingu, — en það hefur ekki verið gert. 1 desember ’78 fóru nokkrir læknar við Montevideo’s National Insti- tude for Cardiac Surgery, fram á að honum yrði leyft aö gangast undir hjartaskurðaðgerö sem allra fyrst. Slikt leyfi hefur enn ekki fengist, og hefur AI áhyggjur af þvi að hinar slæmu aðstæður i Libertad fangelsinu leiði til þess að heilsu hans fari mjög hrak- andi. (1 desember ’81 dó fangi, sem einnig var hjartasjúklingur, i Libertad fangelsinu, hann hét Muguel Coitino). Vinsamlegast sendið kurteis- lega orðað bréf, og farið fram á að Raúl Cariboni verði tafarlaust látinn laus. Skrifið til: Exmo. Sr. Presidente de la Repu- blica Teniente General (R) Gregorio C. Alvarez Casa de Gobierno Montevideo URUGUAY Rafael Labutin — Filippseyjum Rafael var einn af starfsbræðr- um friðarhreyfingarinnar á Filippseyjum. Hann hefur verið I haldi siðan I april ’79 og vitaö er um aö hann var pyntaður i nokkra daga eftir að hann var handtek- inn. Rafael Labutin var handtekinn af „ASSO” reglunni (Arrest, Search, and Seizure Order) þann 27. april 1979. Hans aðalstarfssviö hafði verið að rannsaka skýrslur og kvartanir um mannréttinda- brot i Calbay og Samar. Herlög þau sem Marcos forseti haföi komið á i september ’72 gáfu hon- um (eða dómsmálaráðherran- um) svigrúm t.þ.a. nýta þessa „ASSO” reglu i þeim tilgangi aö ’ handtaka fólk án dóms. Fyrst eft- ir handtökuna var Rafael haldið til yfirheyrslu á hinum ýmsu „ör- yggis-stöðum” þar sem honum var haldið einangruöum frá um- hverfi sinu. Hann mun hafa verið pyntaður i nokkra daga eöa þang- að til að hann undirritaöi eitt- hvert skjal sem sett var fram af hervaldinu. Hann var siöan flutt- ur i fangelsi i Talcoban borg, Leyte, og var þar i 18 nriánuði til yfirheyrslu. 1 október ’80 var

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.