Tíminn - 16.03.1982, Síða 1

Tíminn - 16.03.1982, Síða 1
Blöndufundurinn — sjá opnu TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ! Þriðjudagur 16. mars 1982 60. tölublað — 66. árgangur Einróma samþykkt þingflokks Framsóknarflokksinsum Helguvík: FULLUR STUÐNINGUR MEÐFERÐ ÓLflFS ■ Þingflokkur Framsóknar- flokksins lýsti á fundi sinum i gær yfir fyllsta stuðningi við meðferð Ólafs Jóhannessonar, utanrikisráðherra i Helguvikur- málinu. Var þessi samþykkt gerð einróma, en á fundium var fjallað itarlega um þessi mál. Eins og kunnugt er stöðvaði iðnaðarráðherra rannsóknar- verkefni sem Orkustofnun hafði tekið að sér og hljóðaði upp á 90 þús. bandarikjadollara. ,,Ég hefði kosið að þetta verk yrði unnið af islenskum aðilum, en nú er ekki um annað að ræða, en að fá erlent fyrirtæki til verks- ins. Þetta er eins og að kasta 900 þús. kr. út um gluggana”, sagði utanrikisráðherra i samtali við Timann i gær. „Þetta er ótrúlegt bráöræði al' hálfu utanrikisráðherra. Hann virðist haea sinni málsmeðferö eins og hann sé að leita aö sér- stökum ásteytingarefnum og reka með vinnubrögðum sinum fleyg i rikisstjórnarsamstarí- ið”, sagði Hjörleifur Guttorms- son, iðnaðarráðherra, i sam- tali við Timann. —Kás. Sjá nánar bls 3. Timamynd: EUa. )■ Samningurinn um Blönduvirkjun undirritaður i Ráöherrabústaönum i gær. Vinnubrögd við undirritun Blöndusamninga vekja reiði: HJÖRLEIFUR RÆÐUR SER EKKI SJÁLFUR segir Páll Pétursson, formaður þingsflokks Framsóknarflokksins ■ ,,Ég hygg aö það hafi komið flestum á óvart að þessi samningur um Blönduvirkjun hafi veriö undirritaður i dag”, sagði Páll Pétursson, formaöur þingflokks Framsóknarflokks- ins i samtali við Timann i gær, en þá var undirritaður samningur milii RARIK sem virkjunaraðila og fimm hrepps- nefnda um að Blöiuluvirkjun verði næsta meiriháttar vatns- aflsvirkjun i landskerfinu, og virkjað verði samkvæmt tilhög- un I. A rikisstjórnarfundi i gær- morgun sem sérstaklega var haldinn um Blöndumálið óskuöu ráðherrar Framsóknarflokks- ins eftir að undirskrift samninga yrði frestað þar til endanleg afstaða þingflokks- ins lægi fyrir. Stóðu þeir og allur þingflokkurinn i þeirri trú að orðið yrði viö tilmælunum. „Það kom okkur að sjálfsögðu á óvart að maöurinn gripi til þessa ráös. Við framsóknar- menn erum að visu að verða vanir þvi á þessum siðustu og verstu dögum, að Hjörleifi Gutt- ormssyni detti óskynsamlegir hlutir i hug,” sagði Páll Péturs- son. „Þetta er eftir ööru. Hjörleif- ur ræður sér nefnilega ekki sjálfur. Hann er látinn gera þetta. Pálmi Jónsson er eigin- lega orðinn allt annað en land- búnaðarráöherra. Ég hygg að Hjörleifur sé tæplega tekinn viö embætti iönaöarráðherra af Pálma siöan á Norðurlanda- þinginu sem haldið var nýverið. Hins vegar væri kannski rétt að Hjörleifur tæki við land- búnaðarmálunum, vegna þess, aö við höfum ekki efni á þvi að vera landbúnaðarráðherralaus- ir mörg ár í röð”, sagöi Páll Pétursson. Um helgina óskaði stjórn Landverndarsamtakanna um vatnasvæði Héraösvatna og Blöndu eftir viötali viö iðnaðar- ráöherra um Biönduvirkjun, og fékkst þaö ekki fyrr en um miöja þessa viku. „I millitiðinni hóar Hjörleifur i samninga- nefndarmenn og hespar þessu af. Sumir þessara manna sem páruðu nafnið sitt i dag eru ekki heimildarmenn að undirskrift- um sinum, og það vissi ráðherr- ann þegar hann tók upp parker- pennann sinn”, sagöi Páll Péturssons. Viöbrögö við þess- um vinnubrögöum iðnaðarráð- herra veröa rædd á næsta þing- flokksfundi Framsóknarflokks- ms. wmgmmf'tm ■ 111111« tÚ & Fellur Jenkins bls. 7 — Kás

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.