Tíminn - 16.03.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.03.1982, Blaðsíða 5
Þri&judagur 16. mars 1982 fréttir^^H 5 A annaö hundraö leitarmanna tók þátt i leitinni aö stúlkunum tveimur sem saknaö var á laugardaginn. Leitarmennirnir voru úr Hjáiparsveit skáta, Flugbjörgunarsveitinni, SVFl og lögregiunni. Myndin sýnir ieitarmenn taka vélsleða sem notaöir voru i leitinni af vörubil. A innfelldu myndinni er svo Sigurveig Halldórsdóttir, önnur stúlknanna, ásamt kunningja sinum. (Myndir Sverrir). Ömmuhillur byggjast á einingum (hillum og renndum keflum) sem hægt er að setja saman á ýmsa vegu. Fást i 90. sm. lengdum og ýmsum breiddum. Verð: 20sm. br. kr. 116.00 25sm. br. kr. 148.00 30sm. br. kr. 194.00 40sm. br. kr. 217.00 milli-kefli 27 sm. 42.00 lappir 12 sm. 30.00 hnúðar 12sm. 17.00 , Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er. ' Furuhúsið h.f. Suöurlandsbr. 30 — sfmi 866057 Tvær stúlkur fundust eftir mikla leit steinsofandi í sæluhúsi: „HEPPNARAB FINNA HÚSKT Mikil leit var gerð á laugar- dagskvöldið og aðfaranótt sunnu- dagsins að tveimur stúlkum, Sigurveigu Halldórsdóttur 14 ára og Steinunni Sveinsdóttur 16 ára, á Hellisheiði. Stúlkurnar sem eru skátar ætluðu að ganga frá þjóðveginum upp i skátaskálann Jötunheima á laugardags- morguninn en skömmu eftir að þær lögðu af stað skall á versta veður. Timinn hafði samband við Steinunni og bað hana um ferða- söguna: ,,Við tókum rútu frá BSÍ klukkan 9 á laugardagsmorgun- inn. Við fórum úr rútunni á leið- inni, en þá var veðrið orðið mjög slæmt, svo við gengum frá vegin- um og i hálfhring og að veginum aftur. Þar hittum við strák úr skátafélaginu Landnemum og hann lánaði okkur áttavita og ál- poka og sagði okkur að ganga i 20 gráðu stefnu. Við gerðum það og lentum þá á steinhúsi, gömlu hlöðnu sæluhúsi. Þá var klukkan að verða hálftólf og við héldum þar kyrru fyrir i smástund en fór- um siðan aftur út og ætluðum að komast að Jötunheimum. Veðrið var þá orðiðslæmt, að við snerum við og lögðumst fyrir i gamla sæluhúsinu,” sagði Steinunn. — Hvernig fór um ykkur þar? „Það fór ágætlega um okkur, nema hvað að okkur var dálitið kalt. Við vorum blautar en að öðru leyti leið okkur bara vel.” — Hvenær fundust þið svo? „Klukkan var að verða háif þrjú.” — Það hafa náttúrlega verið fagnaðarfundir? „Jú. Það er óhætt að segja það. Þeir voru vist búnir að fara fram- hjá tvisvar sinnum þegar þeir fundu okkur en við vorum stein- sofandi og urðum einskis varar.” — Hvernig var veðrið þá? „Það var farið að skána”. — Svo þið voruð aldrei i raun- verulegri hættu? „Ekki nema kannski þegar við yfirgáfum gamla sæluhúsið og ætluðum að ganga áfram að Jötunheimum. Þegar viö snerum við þá voru öll spor horfin, svo það má segja að við höfum verið heppnar að finna húsiö aftur,” sagði Steinunn. Það voru á annað hundrað leitarmenna sem þátt tóku i leit- inni að stúlkunum. Leitinni var stjórnað frá Skiðaskálanum i Hveradölum og var þar saman- kominn fjöldi bila og vélsleða. — Sjó. Sameiginlegt prófkjör þriggja flokka á Patró Alls kusu 306 af 685 á kjörskrá i sameiginlegu prófkjöri þriggja flokka á Patreksfirði um helgina, að sögn Sveins Arasonar á Pat- reksfirði. A-iistinn fékk 143 at- Nafn konunnar sem lést Konan, sem lést i bilslysinu á gatnamótum Vifilstaðarvegar og Hafnarfjarðarvegar um hádegis- bilið á föstudag, hét Dagný Þórðardóttir. Dagný var 37 ára gömul og til heimilis að Hæðar- byggö 8 i Garðabæ. Hún lætur eft- ir sig eiginmann og þrjú börn. kvæöi, B-listinn 62 atkvæði og D- listinn 88 atkvæði, en Alþb. tók ekki þátt i þessu prófkjöri. Efst á lista Framsóknarflokks- ins urðu: l.Siguröur Viggósson, 2. Magnús Gunnarsson, 3. Snæbjörn Gislason og 4. Erla Hafliðadóttir. ÁA-lista urðuefstir: l.Hjörleifur Guðmundsson, 2. Jón Björn Gislason, 3. Guðfinnur Pálsson og 4. Birgir Pétursson. Á D-lista urðu efst: 1. Stefán Skarphéðins- son, 2. Erna Aradóttir, 3. Pétur Sveinsson og 4. Ingimundur Al- freösson. 1 bæjarstjórn eru nú: 2 Alþýðu- flokksmenn, 2 óháðir, 1 fram- sóknarmaður og 2 sjálfstæðis- menn. — HEI leðurafgangar, moí Pi* fc 1 & m SAMBANDSVERKSMIÐJANNA Á AKCIREYRI ÞESSA VIKG AÐEINS í SÝNINGARHÖLUNNIBÍLDSHÖFÐA. EKKERT KOSTAR AÐ LÍTAINN - OG LÍTIÐ MEIR PÓTT PÚ VERSUR VBÐ NEFNGM: Gallabuxur, úlpur, peysur, sokka og skó, bamafatnað allskonar og mokkafatnað EINNIG: Herraföt og kvenkápur, kjóla, pils og tískuvörur úr ull. ÞÁ: (Jllarteppi og teppabúta, áklæðisefni og gluggatjöld buxnaeíni ffs nn margir litir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.