Tíminn - 16.03.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.03.1982, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 16. mars 1982 "iW Eitt þeirra mála sem hvað erfiðast hefur reynst að ná sam- stöðu um, er hvaða reglur skuli gilda um sjónvarpsfjarskipta- hnetti sem gera það að verkum, að unnt er að hafa beinar sendingar frá ákveðnu landi til heimila i öðru landi án þess að nokkur millistöð komi þar til. Akveðin lönd fyrst og fremst Vesturlönd, halda fast við frjáls- an rétt til upplýsingamiðlunar og rétt einstaklinganna til að taka á móti slfkum upplýsingum, án til- lits til landamæra. önnur riki einkum Austur-Evrópuríkin halda þvi fram, að i þessu tilliti verði að taka fullt tillit til full- veldis rikjanna og reglnanna um að blanda sér ekki i innanlands- mál annarra rikja. Einnig hefur rikt ágreiningur um staðreyndamiölun, miðlun staðreynda sem fjarkönnunar- tungl hafa aflað. Er leyfilegt án samþykkis þess rikis sem upp- lýsingarnar taka til að dreifa upplýsingum, sem aflað hefur verið með fjarkönnun? Af hálfu ýmissa landa er þvi haldið fram að aðgangur að slikum upplýsing- um eigiaðverafrjáls,m.a. vegna þess að það muni koma þróunar- löndunum að verulegu gagni. Af hálfu annarra landa er hér einnig haldið fram fullveldisröksemdun- um. Þriðja skoöun i þessu máli er sú að á vettvangi Sameinuðu þjóðanna verði sett upp sérstök miðstöð sem hafi það hlutverk að miðla upplýsingum af þessu tagi með samþykki allra, sem hlut eiga að máli. Hermál A siöustu árum hefur rikt nokk- ur óróleiki á vettvangi Sameinuðu þjóðanna vegna aukinna hernaðarumsvifa úti i geimnum. Menn hafa m.a. rætt þar um gervihnetti sem ætlaö er að eyði- leggja aðra gervihnetti, um hernaðarleg not geimferja og notkun geimferðatækni i þágu vigbúnaðar. Menn óttast það nú mjög, að vigbúnaðarkapphlaupið nái einn- ig til himingeimsins og lagt hefur verið til, að Sameinuðu þjóðirnar taki það mál sérstaklega til um- fjöllunarog tryggi með einhverj- um hætti að himingeimurinn verði eingöngu notaður i friðsam- legum tilgangi og þótt alþjóðlegir sáttmálar séu þegar til um þau efni er vist, að um það verður itarlega fjallað á ráðstefnunni UNISPACE 82. Birger Halldén Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna Kaupmannahöfn af nýtingu himingeimsins. Engin einstök þjóð megi slá eign sinni á himingeiminn og allt, sem þar fari fram, skuli gert i friðsam- legum tilgangi. I öðru lagi er samningur frá 1968 um björgun geimfara og farartækja þeirra, sem orðið hafa fyrir óhöppum. I þriðjalagi hefur verið samþykkt- ursáttmáli um alþjóðlega ábyrgð á tjóni, sem hlutir er hafa verið sendir út í himingeiminn, kunna að valda á jörðinni. Þessi samn- ingur öðlaðist gildi árið 1972. I fjórða lagi skulu öll riki skrá allt það, sem sent er út i himingeim- inn og tilkynna Sameinuðu þjóð- unum þar um. Samningur um þetta hefur verið i gildi frá árinu 1976. I fimmta lagi hefur verið gerð alþjóðasamþykkt um að- gerðirrikjaá tunglinu og á öðrum hnöttum, sem er eins konar viðbótarsamningur við fyrsta samninginn. Þessi samningur var samþykktur 1979, en enn hafa ekki nægilega mörg rfki samþykkt hann til þess að hann hafi öðlast fullnaðargildi. Sjónvarpshnettir Þar að auki verður á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna fjallað um margvísleg önnur vandamál þessu tengd, sem erfiðara hefur reynst að ná samstöðu um, og sú staðreynd verður væntanlega lýðum ljós á UNISPACE- ráðstefnunni (Raunar heitir ráðstefnan 2. ráðstefna Samein- uðu þjóðanna um rannsóknir og friðsamlega nýtingu himingeims- ins — Fyrsta ráðstefnan af þessu tagi var haldin 1968). gr. fái eldriborgarar og aðrir gef- endur að verulegu leyti — ef þeir óska — að ráða sjálfir til hverra hlutagjöfum þeirra sé varið. Með þvi gefst þeim kostur á að hafa meiri áhrif en ella á f ram vindu og framkvæmdir mála áþessu sviði, sem mörgum mun þykja sjálf- sögð og kærkomin réttindi. 1 lýðfrjálsu landi er það Ut- breidd skoðun að eðlilegast og farsælast séað hver stétt eða hóp- ur hafi að nokkru hönd i bagga um meðferð og framkvæmd sinna eigin mála, þvi hver er sinum hnútum kunnugastur, og sjálfs er höndin hollust. í þvi er eldra fólkið heldur engin undantekning. Og nU á timum hefur sumtaf þvi sem betur fer öllu rýmra um hendur en á yngri árum meðan húsnæðiskröfur og heimilisþarfir lögðust á með mestum þunga. Nú er það svo hjá okkur, sem velflestum vestrænum þjóðum að stöðugt fjölgar þeim „öldruðu”, sem ætlað er að hætta i föstum störfum að einhverjum hluta eða öllum við viss aldursmörk jafn- framt þvi sem þrepunum upp að þvi marki fækkar. Þeir, sem nú falla út af hinum beinu atvinnu- brautum, eru þvi ekki einungis hlutfallslega fleirien áður ,heldur einnig yngri að árum — og al- mennt séð lika einnig betur menntaðir og betur á sig komnir likamlega en flestir undangeng- inna kynslóða, sem þakka má m.a. betri ævikjörum og meiri læknisfræðilegri þekkingu og hj álp e n f yr ri ky nslóðir át tu v öl á. Ekki þarf þó að efa þótt hér sé komið, að margir þessir ,,full- orðnu” luma á drjúgum sjóðum af lifsreynslu, starfsþekkingu og hæfni, sem efalaust gæti komið þeim og þjóðinni i heild að góðu haldi á margan hátt i einn áratug eða lengur, ef á þaðreyndi. Sjálf- sagt fagna ófáir að ýmsu lausn- inni undan lýjandi skyldustörf- um. Sist munu þó hinir færri, sem kvfðanokkuð þeirri stundu, þegar bikar hins gamalkunna starfs og strits verður frá þeim tekinn og þeirstanda eftir með tómar hend- ur, áttavilltir og óvissir þess, hvaða — eða hvort nokkur efni- viður gefist nú framar hug þeirra og höndum að halda sér við. Þvi svo undarlega er margur maður- inngerður, að fáihannað litlu eða engu fullnægt starfsþrá sinni eða sköpunargáfu, verður hann fljót- lega san blásið sinustrá á ber- angri, þótt hann dveljií upphituðu húsnæði i raflýstri borg. Hér er það, sem Samtök aldr- aðra og Styrktarsjóður gæti haft stóru hlutverki að gegna, hlut- verki, sem ekki á einungisað ætla þeim yngri að gera fyrir þá „eldri” heldur með þeim eldri, einsog nýlega var komist að orði. Og vita megum við að öldnum ekki siður en ungum er það oft dýrmæt uppörvun og manngildis- auki að fá að leggja hönd á plóg- innog vera á einhvern máta með i góðu verki. Og þar gæti öflugur Styrktarsjóður einmitt lagt mörg dýrmæt lóð á vogarskálina. Vera má að einhverjum finnist að verið sé að bera i bakkafullan lækinn að bæta enn einum sjóðn- um við það sjóðasafn, sem fyrir er til styrktar hvers konar um- bóta-og hjálparstarfi. Viðvonum samt að fljótlega verði mörgum ljóst, að Styrktarsjóður aldraðra á ekki siður rétt á sér en hinir. Eins og þeir á hann rætur i fjöl- þættum þörfum þjóöfélags, sem vill kenna sig við mannúð og menningu og á þvi þegar við upp- haf sitt mörg einkenni sameigin- leg með ótal öðrum sjóðum af sama toga. Að einu leyti mun hann þó þeim flestum eða öllum frábrugðinn. Samkvæmt gerð sinni og tilgangi er honum f rik- ara mæli en nokkrumhinna ætlað að verða og vera sjóður allrar þjóðarinnar.sjóðurallrastétta og allra kynslóða, sjóður sem I dag er þinn sjóður, en á morgun barna þinna, sjóður sem spinnur þráð sinn inn i ókominn tima meðan kynslóðimar renna sitt skeið frá æsku til elli. Það er þvi okkar allra þága að hann sé ávallt slyrkur og virkur. Gjöfum tilsjóðsins erveittmót- taka á skrifstofu SAMTAKA ALDRAÐRA Laugavegi 103, 4. hæð, simi 26410 frá kl. 10 -12 og 13 - 15, og á skrifstofu ÖRYRKJA- BANDALAGS ISLANDS, Hátúni 10, si'mi 26700. ! stjórn STYRKTARSJÓÐS ALDRAÐRA, Sigurður Gunnarsson, form. Ingibjörg Þorgeirsd., ritari Sigrún Ingimarsd., gjaldk. 9 gródur og gardar Ingólfur Davíðsson skrifar Te og gúmmí eiga sína smyglarasögu ■ Talið er að heimkynni te- runnans sé Assam i suðurhlið- um Himalajafjalla. Þaðan barst hann snemma til Kina og Japans. í Evrópu er te fyrst nefnt i lok 16. aldar og þá sem lækningajurt. Fyrsta tehúsið var opnað i Paris 1939. Smám saman urðu Bretland og Rússland mikil tedrykkjulönd. Kina var lengi eini teútflytjandinn, eftir- spurn mikil og verðið hátt. Bæði Hollendingar og Eng- lendingar höfðu reynt villite- runnarækt skixnmu eftir 1800, en kunnu ekki nægilega vel til verka, ræktunarinnar og með- höndlun telaufanna. Loks réð hollenskur maður, Jakob að nafni, bót á þessu. Hann dvaldi 15 ár i Kina til að læra gaumgæfilega bæði ræktun te- runnans og meðferð uppskor- inna laufanna. Hann náði lika i kynbætta græölinga og smygl- aði þeim úr landi. Varð siðar mikil terækt á Java, Cylon, Indlandi og í Afriku. Um 1880 framleiddu Kin- verjar um 80% af öllu te, en úr þvi sá fyrir enda te-einveldis þeirra. „Eins dauði er annars lif”. Hættulegur snikjusveppur, sem eyöilagði kynstur af kaffitrjám, varð til þess að stórauka teræktina. — Ung, smá blöð gefa besta teið. I grænt te eru notuð hraðþurrk- uð blöð. Hér er aöallega svart te á markaði, þau blöð hafa verið látin visna hægar. Þurrkuð blöðin eru siðar vafin saman, fyrr handvafin, en nú aðallega i vélum. Loks þarf allflökna þurrk- unar- og gerjunarmeðhöndl- un. Ýmis afbrigði eða gerðir af tei eru á markaði undir ýmsum nöfnum. Te er þvínær næringar- snautt. í þvi er sútunarsýra mismikil. Hún eykst og gefur beiskt bragð við langa hitun. Koffein er einnig i tei. Dmur og bragð telaufanna kemur fram við meðhöndlunina, en er ekki i ferskum blöðunum. Gúmmitréð (paragúmmi- tré) vex villt i frumskbgum Amazon í Suður-Ameríku. Brasilíubúar höfðu af því góð- ar tekjur og vildu sitja einir að. Bönnuðu þeir þvi útflutn- ing fræja og plantna. Gekk svolengi.en loksbrást þeim bogalistin, og fyrir rúmri öld varö smygl Eng- lendingsins Harry Wickham á allra vörum. Wickham fékk Indána til að safna um 70 þús- und fræjum gúmmitrésins, faldi þau i bananaklösum og kom þeim út i skip. Fræjunum var sáð i gras- garðinum mikla Kew og kom- ust um sjö þúsund plöntur á legg og voru flestar sendar til Cylon, en nokkrar til Java o.fl. staða. Margar dóu á leiöinni, en af þeim sem eftir liföu spratt mikil gúmmitrjárækt. Erkrurnar þöktu stör land- svæði og brátt varð ræktunin fjárhagslegt happdrætti sums staðar. Gerðir eru hæfilegir skurðir Ibörkinn og gúmmirikum safa sem út vætlar safnað i ilát. SMyglarinn Wickham fékk gott embætti og var aðalður. Þegar hann féll frá voru um 95% af allri gúmmifram- leiðslu i breska heimsveldinu, en tæpt prósent frá Amazon- héruðunum, heimkynni para- gúm mitrésins. ■ Blómguö terunnagrein

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.