Tíminn - 16.03.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 16.03.1982, Blaðsíða 10
 Plast ' y og ál skilti i mörgum gerðum og litum, fyrir heimili og stofnanir. Plötur á grafreiti i mörgum stærðum. Nafnnælur i ýmsum litum, fyrir starfsfólk sjúkrahúsa og annarra stofnana Upplýsingatöflur með lausum stöfum Sendum i póstkröfu SKILTAGERÐIN ÁS Skóiavörðustig 18 Simi 12779. RIKISSPITALARNIR lausar stödur LANDSPÍTALINN FÉLAGSRÁÐGJAFI óskast til afieysinga á öldrunarlækningadeild i 6 mánuði frá 1. april n.k. eða eftir samkomulagi. Upplýs- ingar veitir félagsráðgjafi öldrunarlækn- ingadeildar i sima 29000. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR óskast til starfa nú þegar eða eftir samkomulagi bæði á lyf lækningadeild 4 og á Barnaspit- ala Hringsins. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri i sima 29000. FóSTRUR óskast núþegar eða 1. mai n.k. til starfa á Barnaspitala Hringsins. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri i sima 29000. KLEPPSSPÍTALINN HJÚKRUNARFRAMKVÆMDASTJÓRI óskast á Kleppsspitala til afleysinga i 2 ár. Umsóknir er tilgreini nám og fyrri störf sendist stjórnarnefnd rikisspitalanna fyr- ir 12. april n.k. Upplýsingar um starfið veitir hjúkrunar- forstjóri Kleppsspitala i sima 38160. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR óskast á hinar ýmsu deildir Kleppsspitalans og Geðdeild Barnaspitaia Hringsins. Dag- vinna eða vaktavinna og full vinna eða hlutastarf kemur til greina. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri i sima 38160. KÓPAVOGSHÆLI MATRÁÐSKONA óskast i eldhús Kópa- vogshælis. Húsmæðrakennarapróf eða sambærileg menntun æskileg. Upplýsingar veitir yfirmatráðskona Kópavogshælis i sima 41500. Reykjavik, 14. mars 1982, RÍKISSPÍTALARNIR Þriðjudagur 16. mars 1982 fréttir Afengisneyslan dýrt spaug fyrir þjódfélagid samkvæmt heilbrigdisskýrslu: Yfir 58 þúsund legudagar á drykkju mannaheimilum — nær fjórdungi fleiri en samanlagdir legudagar allra sængurkvenna á fæöinga- og kvensjúkdómadeildum ■ Árið 1979 notuðu alls 1.845 drykkjusjúklingar aö meðaltali rúman mánuð hver eða samtals 58.347 legudaga á sérstökum drykkjumannaheimilum hér á landi auk þeirra er legið hafa á öðrum sjúkrastofnunum. Legu- dagar drykkjusjúkra þetta ár voru nær 10. hluti af öllum þeim legudögum sem sjúklingar hafa legið á hinum almennu sjúkra- húsum landsins. Jafnframt má nefna aö legudagar drykkju- manna voru þá nær fjórðungi fleiri en samanlagðir legudagar allra sængurkvenna og annarra kvenna á fæöingar- og kvensjúk- dómadeildum á sjúkrahúsum landsins samkvæmt heilbrigðis- skýrslu Landlæknisembættisins þetta ár. — HEI Þurfti að „finna” feður að 112 börnum Einn af hverjum tuttugu á vinnu- markaðnum starfa við heilbrigðisstörf ■ Um áramótin 1978-79 var rétt um 5 þúsund (4.940) manna starfslið á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum, stofnunum fyrir vangelna og drykkjusjúka og heilsugæslustöðvum hér á landi,þar af voru tæplega 2 þús- und sem unnu á skrifstoíum, i eldhúsi og ræstingu og ganga- stúlkur. Starfandi fólk i landinu var þá i kringum 100 þúsund, þannig að 1 af hverjum þeim 20 á vinnu- markaðinum hefur þá starfað við að lækna þá sem sjúkir voru og heilsugæslu hinna. Þeir sem störfuðu við sjúkra- og heilsugæsluna i landinu hafa þvi verið hátt i jafn margir og sjó- mennirnir á fiskiskipaílotanum og nokkru fleiri en bændur lands- ins. Siðan heíur þróunin sem kunnugt er verið sú, aö sifellt er hamrað á að bændur séu allt of margir og sömu raddir gerast si- fellt háværari hvaö sjómenn snertir. Hinsvegar hefur fólki stöðugt fjölgað i heilbrigðis- þjónustunni og nú sem kunnugt er mikill hörgull á fólki í þess háttar störf. —HEI ■ Þótt móðerni barna hafi til þessa talist nokkuð tryggt (sem sjálfsagt breytist nú á öld glasa- barnanna) hefur faðernið i sum- um tilvikum verið nokkuð á reiki. í heilbrigöisskýrslu 1979 kemur fram að Rannsóknarstofa Há- skólans við Barónsstig hefur haft með höndum að finna feður að 112 börnum á árinu. Feðurnir sem til greina komu voru þó um þriðjungi f leiri en börnin og likast til hafa þeir 74 sem útilokaðir voru frá faðerni það árið orðið Rannsóknarstofunni og tækninni harla þakklátir. —HEI Fimm lyf- seðlar á mann B Apótekin i landinu afgreiddu lyfsamkvæmt 1.118.000 lyfseðlum á árinu 1979, sem lætur nærri að vera um 5 lyfseðlar á hvern mann i landinu það ár. Um þriöjungur þeirra var vegna innlendra lyfja og um 2/3 vegna erlendra lyfja. Meðalverð erlendu lyfjanna út á hvern lyfseðil var þá 5.534 krónur sem á núverandi veröi væri þá nálægt 16.000 gkr. ef miðað er við 50% verðbólgu á ári. Meðal- verð á afgreiðslu hinna lyfjanna var um 4 sinnum lægra. Heildarvelta lyfjabúðanna reyndist þetta ár vera rösklega 6.843 milljónir gkr. eða rösklega 30 þús. gkr. á mann. Með sama veröbólgureikningi væri sá reikningur miðað við núgildandi verðlag um 87.000 gkr. á mann á ári og ársvelta apótekanna þá um 20 milljarðar gamalla króna. Um 4/5 hlutar veltu apótekanna voru lyf en 1/5 vegna sölu annara vara. —HEl Miklar sveiflur í tídni sjálfsmorða | Hver sem ástæðan er, þá voru sjálfsmorð hér á landi mjög mis- munandi mörg ár frá ári á s.l. áratug, þ.e. 1970-1979. Þannig hafa t.d. 27 manns framið sjálfs- morðárið 1970, ekki nema 11 árið eftir, en aftur 28 árið 1973 auk 9 tilvika það ár þar sem ekki er úr- skurðað hvort um slys eða ásetn- ing hefur verið að ræða. Frá 1974- 78 var fjöldi sjálfsmorða sem hér segir og innan sviga þau sem ekki er vitað fyrir vist: 22 (11), 22 (8), 19 (2), 23 (10) og 26(7). Flest voru tilfellin siðasta árið sem skýrslan nær til eða 30 og auk þess 16 óvis tilvik. Hvort konur eru sáttari við lifið, búnar meiri þolgæði, ellegar hug- leysi er ósagt látið en vist er að gifurlegur munur kemur fram milli kynja þau tvö ár sem skýrsl- um er kynskipt. Af 26 sjálfs- morðum árið 1978 voru konur að- eins 3 en 4 af 30 árið eftir. Tekíð skalfram aðkonur voru 8 af þeim 14 siðara árið sem létust af eitrun með föstu eða fljótandi efni og ekki er vitað hvort stafaði af slysi eða ásetningi og 3 árið áður. Af körlunum hafa lang flestir gripið til byssunnar þegar ákvörðun var tekin, eða samtals 19 þessi tvö ár. 10 hafa notað vatn og 8 vænan spotta. —HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.