Tíminn - 16.03.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 16.03.1982, Blaðsíða 12
12 Þriöjudagur 16. mars 1982 Þriöjudagur 16. mars 1982 13 Fjörugur fundur um Blöndumál ■ „Ég vil segja það strax, að það er ekki nokkur vafi i minum huga, hvað sem sagt verður hér, hvað sem Húnvetningar og Skagfirðingar segja, að Blanda verður virkjuð, það dettur ekki nokkrum manni annað i hug,” sagði Steingrimur Hermanns- son, sjávarútvegsráðherra á Blöndufundinum stóra sem haldinn var i Félagsheimilinu á Blönduósi á föstudag. ■ „Ég held aö þaö detti ekki nokkrum manni hér i hug, jafnvel þött hann sé andstæöingur virkjunarinnar eftir leiö 1 að Blanda veröi ekki virkjuö. Og i raun og veru hef ég litiö svo á að það hafi nánast verið um það að deila hvort Blanda veröi virkjuð nii i fyrstu röð eða kannski eftir sex ár eöa jafnvel tiu. Ég verð nú að segja fyrir mitt leyti áður en kemur að þvi að ég fari að lýsa minni afstöðu til þess máls að mér finnst hafa veriö þyrlað upp ansi miklu moldryki i kringum þaö,” sagði Steingrimur i ræðu sinni. Hann hélt áfram, „eftir að ég var búinn að skoða þá kosti sem fyrir liggja i virkjunarfram- kvæmdum á Islandi, þá ákvað ég að fylgja virkjun Blöndu eftir leið 1. Mér er hinsvegar fyllilega ljóst aö virkjun Blöndu eftir leið tvö er lika góður kostur, og satt að segja ekkert siðri kostur en leið 1, hins- vegar ef virkja á Blöndu i fyrstu röð þá er nauðsynlegt að hafa mikla miðlun. Ég hafði um tima góðar vonir um að samkomulag næðist um virkjun Blöndu eftir leið 2 með 400 gigalitra miðlun á Sandárhöfða. Ég óskaði eftir þvi i ráðherranefnd um þessi mál að fá ýtarlegt yfirlit og samanburð á þessum tveimur kostum. Sá samanburður leiddi i ljós að virkjun Blöndu eítir leið tvö kosti á verðlagi siöast liðinna áramóta um 90 milljón krónum meira heldur en virkjun eftir leið 1 og þar með er hagurinn af virkjun Blöndu miðað " við Fljótsdals- virkjun horfinn. Ég treysti mér ekki til að fylgja þvi, þótt þar sé auösjáanlega um nokkra verndun á landi að ræða.” Seinna i ræðunni sagði Stein- grimur. „Vitanlega eiga bændur það land sem þeir hafa átt um aldaraðir og ég tek ekki undir það aö taka eigi landið eignarnámi og þar með breyta þeirri hefö sem hefur gengiö i mörg hundruð ár. Hinu er þó ekki að neita að bænd- um sem hlutfalli af þjóðinni fækk- ar og þeim fjölgar kannski sem ekki hafa þau tengsl við landið að þeir skilji hve mikils virði það er hverjum bónda og hve mikils virði það er að hann ráði yfir þvi. Þess vegna gæti svo farið, ef of mikil stifni hleypur i þessi mál og ekkert má undir vatn leggja að þessi hópur fái meiri hljómgrunn og eignarnámshugmyndir sem uppi eru fái framgang.” 1 lok ræðu sinnar lagði Stein- grimur áherslu á að heimamenn settu niður deilur sinar og sættust á það sjónarmið að hagur heildarinnar yrði að ráða. Fjórði maður i pontu á fundin- um var Þórarinn Magnússon.for- maður Landverndarsamtakanna | i kjördæminu. Hann sagði að ekki hægi á að virkja Blöndu, og benti á að skynsamlegt væri að biða með virkjunina og leita leiða sem menn gætu sameinast um. Björn Pálsson, bóndi á Löngumýri, tók til málsá fundinum. Hann sagðist hlynntur Blönduvirkjun en ekki geta sætt sig við virkjunarkost 1. Ennfremur sagði hann að trygg- ing yrði að fást l'yrir þvi að virkj- un Blöndu leiddi til fleiri atvinnu- tækifæra i kjördæminu áður en fariðyrðiaf stað. Björn bentiá að enn sem komið væri væri mest talað um að nota orkuna frá Blöndu til hugsanlegrar álverk- smiðju i Eyjafirði eða kisilmálm- verksmiðju á Reyðarfirði. Þá sagði Björn það skoðun sina að of BLANDA VERÐUR VIRKIUÐ 1 sagði Steingrímur Hermannsson. „Virkjunarleið 1 er svívirða,” sagði Guðriður Helgadóttir frá Austurhlíð ■ Mikið fjölmenni var á fundinum. mikið land færi undir vatn ef leið 1 yrði valin og að ekki væri trygg- ing fyrir þvi að bændur fengju sanngjarna leigu fyrir landið. Jó- hann Guömundsson frá Holti stig i pontu og lýsti sig hlynntan virkjunarleið 1 og sagði hann að aðeins 30% eignaraðila væri á móti virkjuninni. Sigurjón ólafs- son frá Tindum I Svinavatns- hreppi, spurði menn hvort þeir hefðu hugleitt að það land sem fer undir vatn ef virkjunarleið 1 verður valin væri 0,24% af öllu góðurlendi landsins. Ennfremur sagði hann að ákvæði samnings- uppkastsins um að mögulega þyrfti ekki að nota lónið nema i örfá ár væri „loðið”. Valgarö Hilmarsson frá Fremsta Gili lýsti sig hlynntan undirritun samningsins og benti á að 510 grunnskólanemar i hérað- inu gerðu kröfu til þess að þeir ■ gætu fengið vinnu heimafyrir. ■ Forvlgismenn Landverndarsamtakanna, Albert Geirsson, Þórarinn Magnússon. ■ Albert Geirsson kennari I Varmahlfð og Páll á Höllustööum ræðast vift. Tlmamyndir — Sjó. Fjölmennasti fundur í Húnaþingi ■ „Verði deilan ekki leyst með skaplegum hætti verður þetta ekki eftirsóknarvert samfélag að búa I,” sagöi Páll Pétursson. ■ Ingólfur Guðnason, Svcinsstööum. alþingismaður og Magnús Ólafsson, bóndi á Hann sagði: „Þessi atvinnufyrir- tæki verða að koma i iönaöi og iðnaður krefst orku”. ' Örn Snorrason frá Blönduósi sagði að Austur-Húnavatnssýsla væri það hérað i landinu þar sem launin væru lægst. Hann sagði þvi nauð- synlegt að fá Biöndu virkjaða sem fyrst til að fleiri atvinnutæki- færi sköpuðust og tekjumöguleik- ar ykjust. Eina konan sem steig i pontu á fundinum var Guðriður Helgadóttir frá Austurhlið. Hún sagði marga menn ekki hugsa um annað en gull og aftur gull og lýsti sig andviga leið 1. Hún sagðist þó hlynnt þvi að Blanda yrði virkj- uð,” en leið 1 er svivirða” sagði Guðriður. Siðastir á mælendaskrá voru þingmennirnir, Páll Pétursson, Stefán Guðmundsson og Ingólfur Guðnason. Þeir lögðu allir áherslu á að sættir yrðu að nást i þessari deilu. Páll Pétursson sagði m.a. orðrétt: „Fundurinn sem haldinn var hér á Hótelinu i dag ályktaði svo sem kunnugt er. Það var eindregið mælt með þvi að samið verði um Blöndu. Að sjálfsögðu verður að leysa þessa deilu. Verði hún ekki leyst með skaplegum hætti verður þetta ekki eftirsóknarvert samfélag að búa i. Samfélag verður ekki eftir- sóknarvert ef hluti ibúanna er yfirgenginn — kúgaður — til þess að láta af hendi eign sem ekki er föl. Kúgaður til þess að sam- þykkja meðferð á landi sem þeim þykir ekki sæmandi. Samningur er ekki það að annar aðili fái allt sem hann vill, en hinn gjörsigrað- ur. Það er hægt að brjóta niður einn og einn hreppsnefndarmann. En það verður seinlegt að brjóta niður þessa 300 til 400 menn sem standa að Landverndarsamtök- unum.” Mikið var um framiköll meðan Páll flutti mál sitt. Að siðustu svaraði Steingrimur Hermannsson þeim fyrirsparnum sem fyrir hann voru lagöar á fundinum. — Sjó. ■ Mjög llflegar umræöur um Blönduvirkjun voru á fjölmenn- asta fundi sem haldinn hefur verið i félagsheimilinu á Blöndu- ósi á föstudagskvöld. Greinilegt var á fundinum að enn eru ekki sættir á næsta leiti um Blöndu- virkjun. Það voru framsóknar- félögin i Austur-Húnavatnssýslu ásamt formanni Framsóknar- flokksins og þingmönnum Noröurlandskjördæmis-vestra sem stóðu að fundinum og á hann mættu talsvert á fjórða hundrað manns. Tuttugu og fimm manns tóku til máls á fundinum, þ.á.m. Steingrimur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra, sem var framsögumaöur, og allir þing- menn Framsóknarflokksins i kjördæminu, þeir Páll Pétursson, Ingólfur Guðnason og Stefán Guðmundsson. Fundur, sem stjórn og strúnaðarmannaráð Fram- sóknarfélaganna i Austur Húna- vatnssýslu hélt siðdegis á föstu- dag, gerði svofellda ályktun: „Fundurinn hvetur til skjótra framkvæmda til orkuöflunar hér á Norð-Vesturlandi og mælir þvi eindregið með að gengið verði frá hiö allra bráðasta, lokavinnslu samnings við landeigendur um virkjun Blöndu, sem nú er aö hluta til mótaður, svo aö undir- búningsframkvæmdir geti hafist þegar á þessu ári. Fundurinn bendir á hversu virkjun Blöndu yrði snar þáttur I byggðaþróun og byggðajafnvægi kjördæmisins og hve þeirra áhrifa sé nú einmitt þörf með til- liti til stöðu landbúnaðar, þar sem ekki er i sjónmáli möguleiki á að hann geti tekiö við nema hluta þess fólks sem kemur til starfa i kjördæminu á næstu árum. Aö gefnu tilliti til þess sem hér að framan er um getiö, skorar fundurinn á þingmenn flokksins I kjördæminu, að taka afdráttar- lausa afstöðu til framgangs virkj- unarinnar og leggjast á eitt um að áöurnefndir samningar takist og sem bestur friður skapist um þá i héraöi.” Aö ályktuninni stóðu tuttugu fundarmenn, tveir voru á móti og þrir sátu hjá. —Sjó. „Fundurirm þýdingarlílill, sagdi Grímur Gíslason, fundarstjóri ■ „Mér fannst þessi fundur i sjálfu sér nauöaómerkilegur, nema hvað að Steingrimur Her- mannsson geröi hingað mjög góða reisu og stóö sig vel,” sagði Grimur Gislason, sem var fundarstjóri Blöndufundarins. — Eru sáttahorfur betri? „Ég held að fundurinn hafi verið ákaflega þýöingarlitill hvað það snerti að hafa áhrif á þetta mál, en hitt má segja að 330 manna fundur er svo einstakur i sinni röð að hann sýnir vel hvað fólkinu er þetta stóra mál ofar- lega i huga. Að þvi leyti hafði fundurinn þýðingu.” — Eruð þið Blöndósmenn hlynntir þvi að gripið verði til eignarnáms? „Ég vil ekkert um það segja, hinsvegar álit ég að það ætti að spyrja oddvita Ból- staðarhliðarhrepps aö þvi” sagöi Grimur. //Get ekki fellt mig við samninginn" Timinnspurði Jón Tryggvason, oddvita Bólstaðarhliðarhrepps, eina hreppsins sem ekki hefur undirritaö samkomulagsdrögin, hvort ekki væri orðið ljóst að gripið yröi til eingarnáms ef þeir gengju ekki aö samkomulaginu. „Ég geri mér vel grein fyrir þvi aö sú hætta er fyrir hendi og auð- vitað er nauösynlegt aö hafa lög um það,” sagöi Jón. . — En er þá ekki auöveldast að undirrita samkomulagið? „Ég veit það ekki. Hér er um samning aö ræða sem ég get ekki fellt mig við og ég veit ekki hvernig ég ætti aö skrifa undir hann meö góðri samvisku. Okkur Bólstaðahliöarhreppsmönnum hefur verið álasað fyrir aö hafa ekki mætt á fundum vegna Blöndu siðan i desember s.l. og vegna þess vil ég taka fram að ekki hefur verið rætt um aðra leið en virkjunartilhögun 1 og henni höfum viö alfarið hafnað,” sagði Jón. —Sjó. ■ Steingrlmur Hermannsson hvatti menn til að setja niður deilur um Blönduvirkjun. ■ „Virkjunarleið eitt Austurhliö. er svlvirða” sagði Guðrún Helgadóttir frá ■ Þeir eru væntanlega ósammála um Blönduvirkjun Björn á Löngu- mýri og Eyjólfur Konráð Jónsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.