Tíminn - 16.03.1982, Blaðsíða 24

Tíminn - 16.03.1982, Blaðsíða 24
VARAHLUTIR Séndum um land allt Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Sími (91) 7- 75-51, (91)7- 80-30. TJl?nn TTT7' Skemmuvegi 20 WliilJl* *** -, Kópavogi Mikið úrval Opid virka daga 9-19 • Laugar- daga 10-16 HEDD HF. Gagnkvæmt tryggingaféJag labnel HÖGGDEYFAR GJvarahlutir Armtila 24 Sími 36510 „FAKSFELAGAR NO UM TÓLF HUNDRUÐ TALSINS — Rætt vid Guðmund Ólafsson, formann félagsins ■ Á snjókappreiðum Fáks i Viðidal á sunnudaginn hittum við formann félagsins, Guðmund ólafsson, að máli og spurðum hann um kappreiðarnar og félagsstarfið, en Guðmimdur hefur verið stjórnar- maður i Fák i 12 ár og þar af 6 ár sem formaður. ■ „Jú, þátttakan er mikil í þessu hjá okkur núna og var það einnig i þautvöskiptisem við höí'um haft iskappreiðar. Þær héldum við á is á Rauðavatni i fyrra og hittifyrra, en veðráttan hefur verið þannig nú, að við verðum að halda snjó- kappreiðar. Við völtuðum og hefl- uðum völlinn okkar hér i Viðidal, eins og sjá má. Það er iþrótta- deild Fáks sem gengst fyrir þessu.” — Þú ert orðinn all kunnugur stjórnarstörfum i félaginu? ,,Já,ég gekk inn i stjórnina árið 1970, en þá hafði ég um skeið verið formaður hesthúseigenda i Kardemommubæ. Við vorum um þaö leyti að vinna að þvi að fá landiði Viðidal, sem oröið ervin- sælt núna. Já, það má segja að íormanns- stariið hérna sé ansi annasamt, þvi það liður varla sá dagur að maður hafi ekki einhver afskipti af þessu. Þetta er alveg ólaunað starf og mikil vinna.” — Hvernig hefur starfið gengið undanfarin ár? „fljá okkur hefur orðið mikil fjölgun, mikil uppbygging og margt nýtt fengist fram, svo sem undirgöng undir hraðbrautir. Jörð hefur verið keypt, á- horfendabrekka gerð, ailt svæðið raflýst og þannig mætti áfram telja. Svæóið sem við höfum nú til umráða er 73 hektarar, en var ekki nema 30. Nú, í bigerð er að stækka kaffi- stofuna okkar á Viðivöllum og undirbúa reiðhallarbyggingu. Það er verið að safna gögnum erlendis frá um það hvernig hag- kvæmast sé að byggja hana. Þarna mundum við geta haldiö reiðsýningar og ennfremur mun höllin notast reiðskóla okkar og fötluöum og lömuðum, en við er- um að byrja með námskeiö fyrir þá. Félögum fjölgar um heiming Félögum i Fák hefur f jölgað um helming þann tima sem Guðmundur hefur verið formaður og eins og fyrr sagt ber með sér hefur félagiö reynt að koma til móts við þarfir þessa mikla f jölda eftir megni. Hjá Fák er nú hægt að hýsa 500 hesta, en á félaga- svæðinu eru hestar um 3000 að þvi er hann álitur. og er öðrum kom- ið fyrir i Viðidal og i Faxabóli. Hefur borgin nú til athugunar að útvega land fyrir frekari hest- húsabyggingar. En hvernig er aflað tekna? „Félagsgjöld eru lág, aðeins 150 krónur á ári,” segir Guðmundur. „Hins vegar starfa hjá okkur fjáröflunarnefndir, bæði kvenna og karla. Það fé sem nefndirnar útvega og kappreiðar okkar eru þvi þeir fjármunir, sem við höfum úr að spila. En samt sem áður verður ekki annað sagt en að okkur hafi tekist að koma furðu mörgu i fram- kvæmd.” — Hvaö hefur glatt þig mest i þinni formannstíð? „Sjálfsagt raflýsingin á svæð- inu og svo undirgöngin sem gerð hafa verið undir hraðbrautirnar. Það er ólýsanlegur munur fyrir hestamenn að hafa fengið þær.” —AM ■ Guðmundur Ólafsson: „Undirgöngin undir hraðbraut- irnar voru geysimikill áfangi.” (Timamynd Sigurjón Vaidimars- son) ■ Þriðjudagur 16. mars 1982 fréttir Framboöslistinn í Reykjavík sam- þykktur einróma ■ A fundi fulltrúa- ráðs framsóknarfé- laganna i Reykjavik sem haldinn var að Hótel Heklu i gær- kveldi var samþykkt einróma tillaga upp- stillinganefndar á framboðslista Fram- sóknarflokksins tii borgarstjórnarkosn- inganna i Reykjavik hinn 22. mai nk. Tiu efstu sætin skipa i þessari töluröð frá 1.-10. Kristján Bene- diktsson, Gerður Steinþórsdóttir, Sig- rún Magnúsdóttir, Jó- steinn Kristjánsson, Sveinn G. Jónsson, Auður Þórhallsdóttir, Jónas Guðmundsson, Aslaug Brynjólfsdótt- ir, Pétur Sturluson og Elisabet Hauksdóttir. Fullkominn jöfnuður er þvi milli karlmanna og kvenna i fyrstu tiu sætunum. Fundurinn i full- trúaráðinu var mjög vel sóttur. 1 upphafi hans gerði Jón Aðal- steinn Jónasson grein fyrir störfum og til- lögu uppstillinga- nefndar. Að þvi búnu urðu stuttar umræður. Þar sem engin önnur tillaga kom fram, var tillaga uppstillinga- nefndar borin upp og samþykkt samhljóða. Ekkert mótatkvæði kom fram þegar lýst var eftir þeim. Fundarstjóri var Ei- rikur Tómasson. — Kás Samhljóða stuðn- ingur við ólaf ■ „Fundur haldinn i fulltrúaráði fram-, sóknarfélaganna i Reykjavik 15. mars árið 1982 þakkar ólafi Jóhannessyni, utan- rikisráðherra, farsæla og trausta forystu i utanrikismálum öllum og lýsir yfir fyllsta stuðningi við störf hans i þessu vanda- sama starfi”, segir i einróma samþykkt ráðsins sem samþykkt var með lófaklappi á fundi þess i gærkveldi. — Kás dropar Ástkæra ylhýra... ■ Og fyrir alla þá sem hafa ánægju af skýrum og skiimerkilegum texta á ástkæra og ylhýra málinu birtum við hér 2. grein reglugeröar um tollaf- greiðslugjald frá 27. febrúar 1982. „Af öllum innfluttum vörum, öðrum en þeim sem um ræðir i 3. gr. eða undanþegnar eru toilaf- greiðslugjaldi skv. 4. gr., skal greiða 1% tollaf- greiöslugja Id. Gjaldiö skai lagt á tollverð inn- fluttrar vöru og giida um ákvörðun tollverðs þar að Ihtandi ákvæði iaga nr. 120/1976 um toilskrá o.sl. með siöari breytingum. NU nemur tollag- reiðsiugjald, ákveðið skv. 1. mgr. þessarar greinar, lægri fjárhæð en tollaf- greiðslugjald eins og það er ákveöið skv. 3. gr. og skai þá greiða toiiaf- greiðslugjaid af vörnm sem tilgreindar eru i að- flutningsskýrslu sam- kvæmt ákæðum 3. gr. Séu vörur sem tollaf- greiða skal samkvæmt aðfiutningsskýrsiu ýmist gjaidskyldar skv. 2. eöa 3. gr. skal 1% toliafgreiðslu- gjald skv. 1. mgr. þessar- ar greinar greitt af toli- verði þeirra vara sem gjaldskyldar eru sam- kvæmt þessari grein, enda nái tollafgreiðsiu- gjald þannig ákveðið iág- marksfjárhæð tollaf- greiðslugjalds eins og það er ákveðið samkvæmt ákvæðum 3. gr. Að öðrum kosti skal tollafgreiðslu- gjald ákveðið skv. 3. gr.” Mergjaöur texti, finnst ykkur ekki? Boris og Brésnef ■ Þessi er efnislega stol- inn hr Frjálsri verslun: Göður og gegn Sovét- borgari Boris að nafni, kveikti á sjönvarpinu sinu og andlit félaga Bréfsnefs birtist á skerminum. Hann var að flytja ræðu. Sovétborgarinn var illa upplagður til að hlusta á leiðtogann að þessu sinni og skipti þess vegna um rás. Það kom þö fyrir ekki þvi þar var Brésnef lika að flytja ræðu. Aftur skipti Boris um rás, og aftur fyllti andlit foringj- ans skerminn. Enn skipti Borisum rás og enn blasti Brésnef við. Boris var aö verða íir- kula vonar, en gerði þö eina tilraun i viðböt. Þá kom á skjáinn mikilúð- legur KGB-foringi og þrumaði íit úr sér: „Ef þú skiptir um rás einu sinni enn, þýðir það fimm ára fangabúða- vist”. Krummi... sér að „Veljum islenskt” er ekki kjörorðið I iðnaðarráðuneytinu þessa dagana...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.