Tíminn - 17.03.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.03.1982, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 17. mars 1982. 3 ffréttir Páll Péturs- son um Blöndu- virkjun ÞVÍ AÐ SAMN- VERÐI BREYTT” ■ „Þaö er ónotalegt að þurfa að horfa uppá það að fyrrverandi meölimur i Náttúruverndarráöi og langorður talsmaður þess, Hjörleifur Guttormsson, skuli nú verða til þess arna,” sagði Páll Pétursson, formaður þingflokks framsóknarmanna, um aöferöir Hjörleifs Guttormssonar við undirbúning og undirritun Blöndusamningsins. ,,En það ber að athuga,” hélt Páll áfram, „aö Hjörleifur er ekki kommúnisti heldur er hann i þessu máli kontóristi fyrir Ragn- ar Arnalds og Pálma Jónsson. Maðurinn gerir það sem þeir vilja, hann hefur enga skoðun á málinu, hann hefur enga rögg- semi til að kveöa upp úr með hvað eigi aö gera. Heldur lætur hann tuska sig til. Hann er ekki illa inn- rættur hann Hjörleifur, hann er ekki kvikindi, hann var góður nemandi i skóla. En hann vantar þetta húsbóndavald, hann vantar brodd sem til þess þarf aö geta eitthvað. I stuttu máli má segja um hann að hann sé hvorki ráöug- ur né herra,” sagði Páll. „Það hefur verið staöið mjög óeðlilega að þessum samningum og ekki gefið neitt færi á sáttum. Leynd á gögnum hefur veriö óeðlileg i samningunum og einnig hefur veriö bruðlað með peninga. Sú útfærsla sem talað er um i samningnum er mikið dýrari heldur en tilhögun II. Og sem dæmi um óráösiuna þá var sam- þykktur skurður sem kostar 18 milljónir til þess að bjarga andliti eins hreppsnefndarmanns.” — Hver er sá? „Það skulum við láta liggja á milli hluta,” sagði Páll. „En þessi átján milljóna skurður geröi meira heldur en aö bjarga andliti hreppsnefndarmannsins, hann bjargaði beit fyrir 36 kindur. Það hefur verið andskotast á ein- stökum hreppsnefndarmönnum og þeir hafa skrifað undir samn- inga sem eru þeim þvert um geð og eru i trássi viö vilja umbjóð- enda þeirra. Þar á ég viö hrepps- nefndarmenn í Svinavatnshreppi. Aö minum dómi þá höfðu þeir ekki heimild til að gera þetta þvi afrétturinn er hluti jarðanna og viö viöurkennum ekki að þeir hafi umboö til þess aö ráðstafa þeim. Þetta er náttúrlega lúaleg aöferö að hóa i menn leynilega að noröan og fá þá til að undirrita samn- inga. Það var ekki veittur eðlileg- ur frestur til umfjöllunar i þing- flokkum. Iðnaöarráðherra vissi aö stjórn Landverndarsamtak- anna var að koma suöur og þess- vegna hespaöi hann þetta af vegna þess að hann þoröi ekki að setjast á rökstóla,” sagði Páll. — En nú er búið að undirrita samninginn. Hvaö getið þið gert? „Viö litum nú frekar á það sem gerðist i ráðherrabústaðnum i gær sem æfingu. Landið er ekki sokkið og það er hægt að breyta samningnum og við trúum þvi að hinum verði breytt. Enn er ósam- iö viö einstaka landeigendur, um veiðirétt er ósamiö. Ég efast um að fólk geri sér grein fyrir hversu mikið land það er sem veröur sökkt samkvæmt þessari tilhög- un. Þetta er 0,24% af öllu grónu landi á Islandi. Viö vorum afar montnir af Þjóöargjöfinni 1974. Fyrir hana hefur tekist að friða og byrja uppgræöslu á 84,2 hekturum lands, en hér er veriö að tala um að sökkva I einu lagi 56,” sagði Páll. — Sjó. ■ Framámenn Landverndarsamtakanna f.h. Sigurgeir Gunnarsson, Guðriður Helgadóttir, Þórarinn Magnusson, Eymundur Þórarinsson, Gunnar Oddsson og Ólafur Dýrmundsson. Timamynd Ella. „Óskammfeilni aö sökkva algrónum heiðarlöndum” — segja fulltrúar Landverndarsamtakanna ■ „Það er nánast óskammfeilni að ætla að styrkja vanmiðlað kerfi Landsvirkjunar með þvi að sökkva algrónum heiðalöndum við Blöndu þegar auðvelt er' að auka miðlun annarra virkjana svo viðunandi sé, á þeirra eigin vatnasvæði og það á gróðurlausu landi bæði við Þórisvatn (úr 1000 i 1700 GL) og Langasjó,” sögðu fulltrúar Landverndarsamtak- anna, sem stofnuð voru vegna fyrirhugaðrar virkjunar Blöndu, á blaðamannafundi sem þeir efndu til i gær. Landverndarmenn vildu vekja sérstaka athygli á þvi að sam- kvæmt þeim samningum sem undirritaðir voru á mánudag, skuldbindur virkjunaraðili sig til þess að hefja starfrækslu Blöndu- virkjunar, með 220GL miðlun. Og að vatnsmiölun við Blöndu verði svo ekki aukin fyrr en nauðsyn- legt er vegna þarfa i landkerfinu. „Hér er boðiö uppá tilhögun I með minni miðlun,” segja land- verndarmenn. Þó að i þessum kafla sem viðar i samningum, sé óljóst til oröa tekið og óljóst um meiningu, verður að ætla að virkjunin verði starfrækt i einhver ár með þess- ari miðlun. Þetta ákvæði samningsins hefur verið skýrt á þannvegað,að hér værium 5ára timabil að ræða, sem miðlun yrði 220 GL. Þeir hreppsnefndarmenn Lýtingsstaðahrepps sem undir- rituðu samninga setja það sem skilyrði, að ekki verði hækkað i lóninu,fyrr en reynsla er komin á notagildi uppgræðslu, en land- verndarmenn telja að sá reynslu- timi hijóti að vera nær 10 en 5 ár- um. Fyrst virkjunaraðili býður nú að gengið verði til samninga um tilhögun I með minni miðlun, er það krafa Landverndarsamtak- anna, að miðlun verði færð að Sandárhöfða eða að virkjað verði eftir tilhögun II með sömu miðlun og nú er boðið til. Með þvi yrði lónstærð um 27 ferkilómetrar og gróðureyðing minnkaði um 50%. Kostnaður viö þá tilhögun, sam- kvæmt skýrslu verkfræðiskrif- stofu Siguröar Thoroddsen frá i fyrrasumar, yrði aðeins 3% hærri en við tilhögun I með sömu miðl- un. Kostnaðarmunurinn jafnast að fullu vegna minni bóta- greiðslna og auk þess fengist 10% betri nýting á miðlunarorku vegna minna yfirborðs á lóninu. Skaðleg áhrif á umhverfið frá lóninu minkuöu einni i hlutfalli við minna yfirborð. Landverndarmenn tóku það fram aðtölgrnar sem fengnar eru frá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen eru miðaðar við það að fyrsti áfangi Fljótsdalsvirkj- unar sé kominn á undan Blöndu- virkjun. Landverndarmenn munu hitta ráðherranefndina sem fjallar um Blönduvirkjun og formenn þing- flokkanna meðan þeir dveljast i Reykjavik. —Sjó. ■ Fjögurra ára órengur var fluítur á slysadeild eftir aö hann varð fyrir bil við Suðurhóla I Reykjavik á átjánda timanum I gær. Aö sögn lögreglunnar i Reykjavik vildi slysið til með þeim hætti aö dregnurinn var á gangi suður yfir götuna þegar jeppi ók eftir henni i vesturátt lenti á honum. Meiðsli drengsins voru ekki talin alvarleg. Timamynd Róbert. Enn „dokað vid” með athuganir Orkustofnunar ■ „Okkur barst skrifleg yfirlýsing frá orkumála- stjora nú síðdegis þar sem segir að nú fari fram at- hugun á lögmæti samninga okkar við Orkustofnun. Einnig var þess farið á leit við mig að dokað verði við með framkvæmdir í Helguvík#" sagði Svavar Jónatansson, forstjóri Al- mennu verkfræðistofunn- ar í samtali við Ttmann i gær. Hjörleifur Guttormsson, iönaöarráöherra, sagði i samtali viö blaðamann Timans i gær að þessi yfirlýsing frá orkumála- stjóra þyrfti engum aö koma á óvart. „Helguvikurmálin eru um- deild i rikisstjórninni og snúast deilurnar m.a. um valdsvið ráöu- neytanna,” sagöi Hjörleifur. Að- spurður hvort til greina kæmi aö erlendir verktakar tækju að sér framkvæmdir i Helguvik sagöi hann: „Þaö gerist ekki aö minni tillögu. Og sannast sagna er ég al- veg undrandi á hótunum i þá átt, sem hefur veriö haldið á lofti, komi ekki strax til fram- kvæmda,” sagöi iðnaöarráð- herra. — Hvenær er þá hæfilegt að hefja rannsóknir i Helguvik? „Um það höfum við engin skrifleg fyrirmæli og að svo komnu vil ég ekkert um þaö segja.” sagði Hjörleifur. „Einhversstaðar þarf að skipa oliunni á land og þaö er alveg ljóst að þaö er ekki hægt aö gera það i gegnum fiskihöfnina eöa frá þeirri bryggju sem er fokin,” sagöi Steingrimur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra i samtali við Timann. — Er ekki ljóst, ef enginn gefur eftir i Helguvikurmálinu aö þá er kominn fleygur i stjórnarsam- starfið? „Ég held að það sé eins i þessu máli eins og svo oft aö ef menn ræöa málin og skipa þeim á þann veg sem þeir geta sætt sig viö, þá eigi þetta aö leysast. Ég hef ekki trú á öðru,” sagöi Steingrimur. _________________________— Sjó. Þekkir þú lífeyrisrétt þinn? Þessir bfeyrissjóðir mynda eina bfeyrisheild. Ls Ls Ls Ls Ls Ls Ls Ls Ls Ls Ls Ls Ls ASBog BSFÍ byggingamanna Dagsbrúnar og Framsóknar Félags garðyrkjumanna Landssambands vörubifreiðastjóra málm-og skipasmiða Nótar, félags netagerðarfólks rafiðnaðarmanna verksmiðjufólks Vesturlands Bolungarvíkur Vestfirðinga verkamanna, Hvammstanga Lsj. stéttarfélaga í Skagafirði Lsj. Iðju á Akureyri Lsj. Sameining Akureyri Lsj. trésmiða á Akureyri Lsj. Björg Húsavík Lsj. Austurlands Lsj. Vestmanneyinga Lsj. Rangæinga Lsj. verkalýðsfélaga á Suðurlandi Lsj. verkalýðsfélaga á Suðurnesjum Lsj. verkafólks í Grindavík Lsj. Hlífarog Framtíðarinnar SAMBAND ALMENNRA LÍFEYRISSJÓÐA Samræmd lífeyrisheild

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.