Tíminn - 17.03.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.03.1982, Blaðsíða 5
Miövikudagur 17. mars 1982. 5 fréttir Mál Jafnréttisráðs gegn rikissjóði: HÆSTIRÉTTUR HNEKKD UNDIRRÉTTARDÓMNUM og sýknaði ríkissjóð ■ Meirihluti Hæstaréttar sýkn- aði s.l. föstudag heilbrigðisráð- herra vegna stjórnarnefndar rikisspitalanna og fjármálaráð- herra f.h. rikissjóðs af kröfum Jafnréttisráðs f.h. Guðrúnar Emilsdóttur. En krafist hafði verið viðurkenningar á þvi að frá gildistöku Jafnréttislaganna 1976 eigi Guðrún rétt á að fá greidd jöfn laun fyrir störf sin á Kópa- vogshæli og þeir karlmenn sem þar vinna undir starfsheitinu gæslumenn. Var þess krafist að Guðrúnu yrðu greiddar 4.755 krónur auk vaxta frá 1. jan. 1977 til dómsupptökudags. Gekk þessi dómur þvert á dóm undirréttar. 1 niðurstöðum dómsins segir m.a. að enginn ágreiningur séu um það fyrir Hæstarétti að Guð- rún hafi unnið störf sem séu sam- bærileg og jafn verðmæt störfum gæslumanna við geðhjúkrun i skilningi laga um jafnrétti kvenna og karla. Það verði þvi ekki lagt tilgrundvallar i málinu. Þá er talið leitt i ljós að karlar sem ráðnir voru til starfa til um- önnunar vistmanna hafi nær undantekningarlaust verið ráðnir sem gæslumenn, með kjörum er ákveðin voru i lögum og siðar samkvæmt kjarasamningum samkvæmt lögum nr. 55/1962 eða siðar. En konur hins vegar með kjörum samkvæmt Sóknar- samningum. Þvi verði að lita svo á að ráðningarkjör hafi fyrst og fremst farið eftir kynferði starfs- manns, er sé ólögmætt eftir gildistöku Jafnréttislaganna. Samkvæmt þvi eigi Guðrún — a.m.k. eftir gildistöku laganna — rétt til sama starfsheitis og sömu launa og annarra starfskjara og gæslumaður. ,,Af framangreind- um rétti leiðir þó ekki, að gagn- áfrýjandi Guðrún eða Jafnréttis- ráð vegna hennar, geti með stoð i 2. og 3. gr., sbr. og 11. gr. laganna, krafist þess að hún njóti að nokkru leyti kjara og þá einkan- ■ ,,Ég hef að visu ekki lesið dómsforsendurnar ennþá. En i fljótu bragði sýnist mér að þessi meirihluti Hæstaréttar hafi dæmt Jafnréttislögin dauð og ómerk”, sagði Aðalheiður Bjarnfreðsdótt- ir, form. SóknarerTiminn spurði hana álits á dómsniðurstöðu Hæstaréttar s.l. föstudag, er hann sýknaði rikið af kriíu Jafn- rettisráðs f.h. Guðrúnar Emils- döttur starfsmanns á Kópavogs- hæli. Spurö um afleiöingar þessa sagði Aðalheiður: „Þetta hefur vitaskuld þær afleiðingar að við verðum að sækja okkar rétt sjálf- ar.” — Má þá búast við hörku i næstu samningum? — Það má reikna með þvi. Fyr- ir skömmu var ólöglegt verkfall ákveðins hóps heldur i afhaldi hjá fjölmiðlum einkanlega þó þeim rikisreknu. Okkur hlýtur þvi að fyrirgefast þótt við förum einu sinni i hressilegt löglegt verkfall til að ná okkar rétti, ef við þurfum þess”, sagði Aðalheiður. Gunnar Gunnarsson hjá Starfs- mannafélagi rikisstofnana kvaðst lega að þvier tekur til launa, sem gæslumaður, en að ööru leyti fari ráðningarkjör hennar sem fyrr eftir kjarasamningi Starfs- mannafélagsins Sóknar. Hefur ekki verið bent á nein dæmi þess, að nokkur þeirra karla, sem vinna sambærileg störf og Guð- rún, njóti slikra starfskjara. Og þar sem skilja verður dómkröfur beggja gagnáfrýjenda á þann hátt, að þær séu á þessum grund- velli reistar, þykir eigi unnt að taka þær til greina”, segir i dómnum. Álit minnihluta Hæsta- réttar 1 sératkvæði hæstaréttar- ekki hafa átt von á öðru en að dómur félli á þá leið sem raun varð á. Það hefði verið eðlilegt að rikið fengi ofanigjöf fyrir að mis- muna fólki eftir kynjum, en með annarri dómsniðurstöðu hefði Hæstiréttur i raun verið að upp- hefja allan samningsrétt. „Auðvitað urðum við fyrir von- brigðum með þessa niðurstöðu”.. ■ Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir dómaranna Magnúsar Thorodd- sen og Þórs Vilhjálmssonar segir m.a.: Þvi heíur verið haldið fram af hálfu aðaláfrýjenda, að það myndi brjóta i bága við grund- vallarrétt verkalýðsfélaga skv. lögum nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur til að gera kjara- samninga fyrir sina félagsmenn, effjlrkrafa gagnáfrýjanda (Guð- rúnar) yrði tekin til greina. A þetta verður ekki fallist, enda er ekkert i lögum nr. 78/1976 (Jafn- réttislögunum), greinargerð með frumvarpi til þeirra eða umræð- um um það á Alþingi, er styður þessa skoðun. Þvert á móti er tilgangur lag- anna skýr og skorinorður, sá að sagði Guðriður Þorsteinsdóttir form. Jafnréttisráðs, sem kvaðst frekar hafa reiknað með að þetta mál mundi vinnast eins og fyrir undirrétti. Fram kom i dómnum að meirihluti Hæstaréttar telji ólögmætt að ráðningarkjör fari eftir kynferði, jafnframt þvi að Guðrún hafi átt rétt á sama starfsheiti og kjörum og gæslu- ■ Gunnar Gunnarsson stuðla að jafnrétti kynjanna. Hvergi er að þvi vikið, að sókn að þvi markmiði séu takmörk sett vegna ákvæða laga um stéttarfé- lög og vinnudeilur.” Eigi sé það heldur skilyrði samkvæmt Jafn- réttislögunum að kona þurfi að vera i sama stéttarfélagi og sá karl er hún beri sig saman við, til þessaðeiga rétt á jöfnum launum og hann, heldur einungis, að störfin séu jafn verðmæt og sam- bærileg. „Samkvæmt lögunum er engin skylda til að vera i verka- lýðsfélagi til að njóta þeirra”. Samkvæmt þvi taldi minnihluti Hæstaréttar nægilega i ljós leitt að Guðrún hafi sætt launamisrétti vegna kynferðis sins og eigi þvi skaðabótakröfu gegn vinnuveit- enda sinum um launamismuninn. — HEI menn. „Mér sýnist þvi sam- kvæmt þessum dómi, að talið sé að hún og aðrar konur sem eins er ástatt um eigi rétt á þvi að ganga i Starfsmannafélag rikisstofnana og njóta kjara i samræmi við það. Það er hins vegar spurning hvort rétt sé að leysa slik mál með þvi að skipta um stéttarfélag”, sagði Guðriður. — HEI ■ Guðriður Þorsteinsdóttir ■ Þór Vilhjálmsson „Ágreiningur um hvort kröfugerðin haf i verið nægilega nákvæm” — segir t»ór Vilhjálmsson, hæstaréttar- dómari ■ „Þetta var bara ágreiningur milli meiri- og minnihluta hér um það hvort kröfugerðin hafi verið nægilega nákvæm og þá dóm- tæk”, svaraði Þór Vilhjálmsson, hæstaréttardómari er Timinn spurði hann hvort niöurstaða meirihluta Hæstaréttar þýði aö Jafnréttislögin séu i raun óvirk ef á þau reynir. Auk fastra launa byggist starfskjör manna einnig á ýms- um öðrum greiðslum. Meirihluti Hæstaréttar hafi talið að ekki hafi verið sýnt fram á það hver hafi verið raunverulegur kjaramunur þeirra sem miðað var við þegar allt væri talið saman. Minnihlut- inn hafi þótt það nægilega fram komið. A þvi byggist skoðana- munur meiri- og minnihluta. — HEI FERMINGARGJAFIR BIBLÍAN OG Sálmabókin Fást í bókaverslunum og hjá kristilegu félögunum. HIÐ ÍSL. BIBLÍUFÉLAG (Pubbranbsstoíu Hallgrimskirkja Reykjavik sími 17805 opiö3-5e.h. ■ Úr Hæstarétti „Jafnréttislög- in dauð og ómerk” — segir Aðalheiður Bjarnfreösdóttir, formaður Sóknar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.