Tíminn - 17.03.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.03.1982, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 17. mars 1982. igaíM'i'ís’*' „Siðast en ekM sist leggur Búnaðarþing- ið áherslu á að loðdýraræktin njóti svipaðra kjara og gilda um aðrar út- flutningsgreinar t.d. iðnaðurinn, en þar er um að ræða niðurfellingu á söluskatti og aðflutningsgjöldum á aðföngum og þjónustu”. sem horft er til framtiðarinnar? — Mál sem varðar aukið bú- reikningahald og bókhaldsmál bænda er eitt af hinum skemmti- legu framtiðarmálum. En skatta- lög og annað leiðir til þess aö bændur verði nánast bókhalds- skyldir. Málið gengur i}t á það að komið verði á stofn bókhaldsþjón- ustu i samvinnu viö afuröasölu- félögin, kaupfélögin, búnaðar- samböndin og Búreikningastofu landbúnaðarins, þannig aö þarna verði komiö á tiltölulega auðveldu bókhaldi fyrir bændur sem mundi stórlega fjölga bænd- um er halda búreikninga. Auk þess að verða þeim til hagsbóta yrði það væntanlega grundvöllur stóraukinnar hagfræðilegrar leið- beiningaþjónustu lyrir þá. Til- raun i þessa veru er hafin i þrem hreppum norður i Eyjaíirði i samvinnu búnaðarsambandsins þar og KEA. Samtökin kosti sjálf Búnadarþingin Þá má minnast á álit svo- kallaðrarfélagsmálanefndar sem hafði til athugunar nokkrar skipulagsbreytingar á búnaðar- félagsskapnum, i þá veru að allir búvöruframleiðendur veröi aðilar að búnaðarfélögum, en ýmsir stórir framleiðendur standa enn utan þeirra. I þessu sambandi var lika tölu- vert rætt um hugmyndir um nokkuð breytta tekjustofna búnaðarfélaga og búnaðarsam- banda. Miðast þær við að með auknum tekjustolnum yrði Búnaðarfélag íslands meira félagslega sjálfstætt. Þar koma inn i hugmyndir manna um bú- vörugjald það sem nú rennur til Stofnlánadeildar. Eítir að hún ' hættir að greiða hluta af ellilifeyri bænda — samkvæmt lögum — þá gætu vissir íjármunir gengið til eflingar búnaðarsambanda og jafnvel Búnaðarfélags islands. Það er siðan svolitill kapituli út af fyrir sig að flutt var tillaga um það hvort Búnaðarþing ætti að vera kostað af búnaðarlélags- skapnum, en ekki rikinu. Ekki það að menn áliti þetta óeölilegt, enda önnur álika þing kostuð af rikinu. En menn telja bæði æski- legt að losna við þá gagnrýni sem borið hefur á vegna þessa, auk þess að þvi fylgdi aukiö sjálf- stæði. ?TBúfjár- og uppskeru- tryggingar í stað Bjargráðasjóðs Siðasta málið sem ég vil nefna að þessu sinni er staða Bjarg- ráðasjóðs sem er fjárvana vegna allt of litilla tekjustofna. Ennþá hefurekkitekistaðútvega honum fjármuni vegna þess stórfellda kals og harðæris sem hér var á siðasta ári. Menn eru nú helst á þvi að rétt væri að endurskoða lög um Bjargráðasjóð, jafnvel skipta alveg um nafn og kalla þetta ,,Bú- fjár- og uppskerutryggingar” og jafnvel að setja þetta upp sem sérstakt tryggingarkerfi. Kosin var nefnd til að kanna þetta mál. En ég tel þarna um stórmál að ræða. — Hvernig yrðu þessar trygg- ingar fjármagnaðar? — Þetta yrði þá borið uppi með iðgjöldum. Yrði um skyldutrygg- ingu að ræða eru likur til aö ið- gjöldþyrftuekkiað vera mjög há. Þess er að geta, að þetta snertir lögin um viðlagatryggingar, vegna þess að þær hafa ekki enn fengist til að bæta íöktjón en Bjargráðasjóður varö aö taka það á sig á siðasta ári. Væntanlega yröu þvi settar skýrari linur milli þessara trygg- ingakerfa og Bjargráðasjóöur þá detta út úr myndinni. Að sjálfsögöu er þetta ekki tæmandi uppta.ning á mikils- verðum málum sem Búnaöarþing tók fyrir, en góð dæmi um nokkur þeirra, sagði Jónas Jónsson. —HEI með 60.000 tonna ársframleiðslu. Þetta á að tryggja atvinnu 260 af þessum 380 starfsmönnum fyrir- tækisins. Með þessari fjárfest- ingu verður fyrirtækið að fá kr. 11.500fyrir hvert tonn af áli fyrstu lOtil 15árin til að vera i jafnvægi. Framleiðslukostnaður i eldri ál- verum er nú að meðaltali eitthvað yfir kr. 8.000/tonn af áli. Heims- markaðsverðið hefur á s.l. tveim- ur árum lækkað úr kr. 9.500 i 6.500/tonn. Samkvæmt þessu verður árlegt framlag rikisins til framleiðslu á 60.000 tonnum af áli að nema um 300 milljónum, eða rúmlega 1 milljón norskra króna á hvert vinnupláss á ári. Það er næst ótrúlegt að ekki skuli hægt að nota þetta fjármagn á skyn- samlegri hátt. Raforkunotkun álversins mun aukast úr 0,4 Twt/ári i gamla ver- inu i 0,9 Twt/ári i þvi nýja. Raf- orkuverðið til álversins mun verða 7-8 aurum/Kwt undir fram- leiðslukostnaðarverði nýrrar raf- orku. A ári er þvi hér um að ræða 30 milljón króna niðurgreiðslu bara vegna aukinnar raforku- notkunar (0,5Twt/ári). Hér koma þvi til viðbótar kr. 140.000, sem rikið leggur til árlega á hvert vinnupláss. Það er alveg óskiljanlegt að ekki sé hægt að koma upp fleiri og betri atvinnu- tækifærum með allri þessari gifurlegu niðurgreiðslu (alls kr. 1.140.000/vinnupláss/ári). Nú verða lagðar fyrir stór- þingið breyttar áætlanir. Frétst hefuraðnúeigiekkiað veðja á ál. Gefiðer i skyn að áætlunin eigi að tryggja svipaðan fjölda vinnu- plássa með einungis þriðjungi af fjármagninu (500 milljónir) og með miklu minni raforkunotkun. Þetta er ekki fyrsta áætlunin um álver sem hætt verður við þessa dagana. Stóru framleiðendurnir (t.d. Alcoa) hafa frestað eða hætt við stórverkefni viösvegar um heiminn undanfarið. í bauxit- landinu mikla, Ástraliu, hafa áætlanir um allmörg álver verið lögð á hilluna. Mikill áhugi er á að bjarga at- vinnutækifærunum i Tyssedal vegna þess að það er einhæft stór- iðjusvæði. Þetta er þó ekki að öllu leyti rétt. Tyssedal er ekki eins einangraður frá vinnumarkaðin- um og mörg önnur einhæf iðju- svæði. Tyssedal er hluti af stórum vinnumarkaði landshlutans. Þess vegna eru þar meiri möguleikar á að byggja upp önnur og tryggari atvinnutækifæri. (Bjarni E. Guðleifsson þýddi) fjölmiðlun ■ Þótt beinar fótboltasendingar séu góðra gjalda verðar meg- um við ekki sofna á verðínum I sambandi við daglegu frétta- sendingarnar um gervihnöttinn. Þær þurfa að verða að veru- leika sem fyrst. Fótboltasending og fréttamyndir Gervihnattasending knattspyrnuleiksins frá Wembleyleik- vanginum i Lundúnum um helgina markaði timamót i útsend- ingum islenska sjónvarpsins. Þótt áður hafi verið tekið á móti sjónvarpsefni um gervihnött hjá stofnuninni hefur þar verið um að ræða efni, sem búið hefur verið að taka upp fyrirfram er- lendis. Nú gafst sjónvarpsáhorfendum hér á landi tækifæri til að sjá það sem fram fór á Wembley á sama augnablikinu og það gerð- ist. ■ Haft er fyrir satt, að meginhluti þjóðarinnar hafi setið limdur við tækin þessa dagstund. Sami hluti þjóðar- innar hefur svo bölvað blessuðum karlinum honum Bjarna Fel og þeim sem ráska meö Intelsat-gervihnöttinn fyrir það að kippa okkur úr sambandi við Wembley á slaginu fimm á laugardaginn, þegar framlenging úrslita- leiksins var hafin, en ekki séð fyrir endann á henni. En það var vist litið við sambandsslitunum að gera, þvi að aörir aðilar áttu samningsbundinn rétt til nýtingar á þeim endurvarps- búnaði hnattarins, sem fót- boltaleikurinn okkar fór um. Eyjaskeggjar Að þvi er næst verður kom- ist munu aðeins tvær þjóðir hafa látiö senda til sin úrslita- leik deildabikarkeppninnar bresku um gervihnött, Island og Kýpur. Fjöldi þjóða á meginlandi Evrópu sýndi þó leikinn beint i sjónvarpsstööv- um sinum, en þær sendingar fóru frá Bretlandi um sendinet Evrovision sambandsins sem liggur i eða við jörð um allt meginlandið. Það hafa þvi bara verið eyjaskeggjarnir hér norður við Dumbshaf og suöur i Miöjaröarhafi sem urðu að fá endanleg úrslit leiksins eftir öörum leiðum en i beinni sjónvarpsútsendingu. Borgaði sig? Ekki mun liggja fyrir endanlega hve mikið það kost- aði sjónvarpið hér að sýna leikinn i beinni útsendingu eins og gert var á laugardag- inn, en láta mun nærri, að auglýsingarnar, sem stofnun- in seldi og sýndi i hálfleik hafi farið langt með að greiða allan kostnaðinn. Þær munu hafa verið eitthvað á tiundu minútu alls. Erfitt er að reikna ná- kvæmlega hve miklar tekjur þær hafa gefiö stofnuninni nema höfð sé við hendina lengd þeirra hverrar um sig, þar sem hlutfallslega er dýr- ara aö sýna styttri auglýsing- ar en hinar lengri. Setjum svo að allt hefðu þetta verið minútuauglýsingar heföu tekjurnar numiö 74250 krónum (taxtinn fyrir 60 sek. aug- lýsingu i sýningu er 8250 kr.). Óhætt er að fullyrða að þarna var um viöbótaraug- lýsingatekjur aö ræða. Vel má vera, að stofnunin geti að ein- hverju leyti fjármagnað slikar beinar útsendingar utan hefð- bundins dagskrártima meö auglýsingum i framtiöinni. Erfitt mun að visu að rjúfa út- sendingar frá konunglegum brúðkaupum eða öörum álika viðburðum með aúglýsinga- tima, en hugsanlegt væri aö koma fyrir auglýsingum á undan slikum sendingum. Fréttamyndir En þótt mörgum þyki spennandi að sjá bolta spark- að á skjá i Reykjavík á sama andartakinu og i hann er sparkaö á iþróttavelli i Eng- landi, telur sá er þetta ritar að daglegar sendingar frétta- mynda um gervihnött hingað norður á hjara veraldar séu enn meira viröi nú, þegar þetta gervihnattasamband okkar við umheiminn er orðið aö veruleika. Þaö er auðvitað hlálegt að rikissjónvarpsstöð, sem vill heita alvörusjónvarpsstöð skuli (að sögn vegna fjár- skorts) þurfa að vera háð stopulu áætlunarflugi milli landa varöandi útvegun lif- andi mynda af viöburöum lið- andi stundar. Æskilegast væri auðvitað aö islenska sjónvarp- iö gæti tekiö fullan þátt i fréttamyndaskiptum sjón- varpsstöðva Evrópu dagiega um gervihnöttinn, jafnvel þótt leigja yrði afnot af honum i þrjá til fjóra stundarfjórðunga hverju sinni. Aftur á móti væri það skref i áttina fyrir frétta- stofu sjónvarpsins að fá mót- tökurétt á fréttamyndasyrpu Visnews fréttastofunnar bresku, sem nú eru geröar til- raunir með fyrir Suður-Afriku og Finnland. Það var á vissan hátt áminning til Islendinga um að halda vöku sinni i þessu máli, að það var vegna frétta- sendingar Visnews sem fót- boltasendingin til okkar var rofin á laugardaginn klukkan fimm. — ÓR. Ólafur Ragnarsson skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.