Fréttablaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 76
64 29. nóvember 2008 LAUGARDAGUR Ný og endurbætt útgáfa vefjarins tímarit.is verður opnuð 1. desem- ber nk. Nýja viðmótið er mun ein- faldara en hið fyrra og gerir þenn- an vinsæla vef enn notendavænni en áður. Jafnframt verða fyrstu blöðin aðgengileg á PDF-sniði (m.a. Alþýðublaðið) en ætlunin er að allt safnið verði á því sniði í framtíð- inni. Tímarit.is var upphaflega vest- norrænt samstarfsverkefni þjóð- bókasafna Íslands, Færeyja og Grænlands sem hófst árið 2000. Um 260 titlar eru nú þegar aðgengi- legir á vefnum, langflestir frá Íslandi en líka margir frá Færeyj- um og Grænlandi. Upphaflega var miðað við öll blöð og tímarit útgef- in fyrir 1920 en það breyttist fljót- lega og nú er stefnan sú að veita aðgang að öllum íslenskum blöðum og tímaritum frá upphafi til okkar daga í samráði við útgefendur. Fyrsti áfanginn í þá átt var samn- ingur safnsins við Árvakur, útgef- anda Morgunblaðsins, um stafræna útgáfu allra árganga blaðsins til ársins 2000. Síðan þá hafa 365 miðl- ar bæst í hópinn ásamt mörgum fleirum og gert hefur verið sam- komulag við Blaðamannafélag Íslands vegna blaða sem ekki eru lengur gefin út. Þegar hefur mikil vinna verið lögð í að ljósmynda gömlu flokks- blöðin sem kepptu um blaðamark- aðinn lengst af á 20. öld; Þjóðvilj- ann, Tímann, Morgunblaðið og Alþýðublaðið. Með nýja leitarvið- mótinu er með einum smelli hægt að tengja á þá blaðsíðu sem verið er að skoða af ýmsum bloggþjónust- um, msn, tölvupósti o.s.frv. Nýja leitarviðmótið er auk þess mun ein- faldara og gerir fólki kleift að leita í öllum blöðunum í einu og þrengja síðan leitina eftir blaði og/eða ári, fletta gegnum blöðin og sjá hvaða daga mánaðarins blaðið kom út með dagatali sem birt er efst. Fram að þessu hefur þurft sérstakt for- rit, Djvu, til að skoða flest blöðin en ætlunin er að setja allt safnið á PDF-snið með tíð og tíma. Nýtt timarit.is verður opnað mánudaginn 1. desember nk., á fjórtán ára afmæli Þjóðarbókhlöð- unnar. - pbb Tímarit.is stækkar og stækkar SÖFN Stefnt er að því að viðkvæmt dag- blaðaefni fari allt af pappír og örfilmum á stafrænt form. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 29. nóvember ➜ Leiklist 20.00 GRAL Grindvíska atvinnuleik- húsið sýnir leikverkið 21 manns saknað í Saltfisksetrinu, Hafnargötu 12a, Grinda- vík. Nánari upplýsingar á www.gral. blog.is. ➜ Opnanir 15.00 Freyja Dana opnar sýningu í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5. Harpa Dögg Kjartansdóttir opnar sýn- inguna Innvols í Listasal Mosfellsbæjar, Kjarna við Þverholt. ➜ Bækur Í Bókasafni Hafnarfjarðar við Strand- götu verður lesið upp úr nýjum bókum fyrir börnin og kórar koma og syngja. Lesið verður fyrir yngri börnin kl. 11 en þau eldri kl. 13. ➜ Samkomur 15.45 Fjölbreytt jóladagskrá og ljós tendruð á jólatrénu á Ráðhústorgi á Akureyri. ➜ Sýningar Kira Kira hefur opnað sýningu í Suð- suðvestur, Hafnargötu 22 í Reykjanes- bæ. Opið lau. og sun. 13-17. Erika Lind Isaksen hefur opnað sýn- ingu í galleriBoxi við Kaupvangsstræti á Akureyri. Opið lau. og sun. kl. 14-17. ➜ Markaðir Handverk og hönnun eru með sýn- ingu/markað á handverki, hönnun og listiðnaði í Ketil- húsinu við Kaupvangsstræti á Akureyri. Opið 11-17. Helga Braga heldur jólakreppumarkað ásamt systrunum Elmu Lísu og Nínu Björk Gunnars- dætrum. Markaðurinn er á Lindargötu 6 og er opinn frá kl. 11 til 18. HasarBasar Hópur tónlistar- og mynd- listarmanna í Smiðjunni við Smiðjustíg 4A, verða með markað á tveimur hæðum auk þess sem Hljómsveitin Mammút flytur tónlist og Óttar Martin Norðfjörð les upp úr bók sinni. Opið frá 16-19. ➜ Fundir 13.15 Nafnfræðifélagið heldur fræðslufund í stofu 101 á Háskólatorgi. Inga Lára Baldvinsdóttir og Magnús Karel Hannesson flytja erindið „Örnefni á Eyrarbakka“. ➜ Tónlist 14.00 Tómas R. Einarsson spilar í Smekkleysu Plötubúð, Laugavegi 35. 14.00 Nemendur tónlistarskólans í Reykjavík flytja finnska tónlist í Nor- ræna Húsinu við Sturlugötu. Allir vel- komnir og aðgangur ókeypis. 14.00 Hjartans hörpustrengir Aðventutónleikar kóra Margrétar J. Pálmadóttur verða í Langholts- kirkju við Sólheima. Rúmlega 200 söngkonur á öllum aldri flytja aðventu- og jólatónlist. Fyrri tónleikar hefjast kl. 14 en þeir seinni kl. 16.30. 15.00 Lúðrasveitin Svanur undir stjórn Matta Sax, leikur jazz og popptón- list úr ýmsum áttum í sal FÍH, Rauða- gerði 27. 17.00 Ari Þór Vilhjálmsson og Gerrit Schuil píanóleikari flytja verk eftir Beet- hoven, Mozart og Chausson í Kirkju- hvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ. 18.00 Egill Ólafsson og Valgeir Guðjóns- son verða á nálum í Norræna húsinu við Sturlugötu, þar sem þeir félagar munu spila, syngja, spauga og spjalla við áhorfendur. 20.00 Vicky heldur tvenna tónleika. Þeir fyrri verða í kjallara Skífunnar við Laugaveg kl. 20 en þeir seinni verða á Prikinu við Laugaveg kl. 22. Aðgangur er ókeypis á báða tónleika. 20.00 Dúndurfréttir flytja verk Pink Floyd „The Darkside Of the Moon“ á tveimur tónleikum á Græna hattinum við Hafnarstræti á Akureyri. Fyrri tón- leikarnir eru kl. 20 en þeir seinni kl. 23. Einnig koma fram Andrea Gylfadóttir og Steinar Sigurðarson. 20.00 Dr. Spock, Agent Fresco, Slugs og Endless Dark, spila í félagsmiðstöð- inni X-ið á Stykkishólmi. Húsið opnar kl. 20. 21.00 Oberdada von Brûtal, AMFJ og Polar Dust verða með tónleika í Gallery Lost Horse, Skólastræti 3. Aðgangur ókeypis. ➜ Dansleikur Dísel verður með dansleik í Valaskjálf á Egilsstöðum. ➜ Gjörningar 16.30 Bete comme un peintre Í gall- erí Turpentine stendur yfir einkasýning Snorra Ásmundssonar. Í dag mun Snorri flytja gjörning þar sem Kolfinna Bald- vinsdóttir verður í hlutverki fjallkonunn- ar. Gallerí Turpentine, Ingólfsstræti 5. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Á miðvikudag voru Holberg-verð- launin veitt í Osló. Bandaríski bók- menntafræðingurinn Fredric R. Jameson þáði viðurkenninguna og 4,5 milljónir norskra króna fyrir að hafa dregið menningarfræði inn í sögulegt samhengi. Jameson er 74 ára og starfar enn sem prófessor við Duke-háskólann vestanhafs. Hann hefur kennt við Harvard, Yale og Kaliforníu-háskóla. Verk hans frá 1991 „Postmodernism, or, the Cultural Logic of Late Capital- ism“ er talin helsta ástæða verð- launanna. Holberg-verðlaunin voru sett á stofn 2003 af norska Stórþinginu og voru nú veitt í fimmta sinn fyrir framlag til húmanískra fræða, félagsvísinda og trúfræði. Þeim er ætlað að minna á norska skáldið og fjölfræðinginn Lúðvík Holberg sem starfaði lengst af í Kaup- mannahöfn en hann var uppi frá 1684 til 1754. Til hliðar við verð- launin er veitt sérstök viðurkenn- ing kennd við söguhetju Holbergs, Nikulás Klím, og að þessu sinni fékk þau Anne Birgitte Pessi, en þau eru ætluð afrekum fólks undir 35 ára aldri. Jameson hefur verið áhrifamikill kennimaður í menningar- og bók- menntafræðum. Hann er marx isti en hefur sótt óhræddur inn á ólík og áður vankönnuð svið byggingar- listar, kvikmynda og sjónvarps, fagurfræði og sagnfræði. Hann er vel kunnur hér á landi af skrifum sínum. - pbb Holberg-verðlaun veitt BÓKMENNTIR Frederic R. Jameson 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.