Fréttablaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 84
72 29. nóvember 2008 LAUGARDAGUR Roger Moore segir að Daniel Craig hafi tekist sérlega vel upp í hlutverki njósnarans James Bond og telur að ferskir vindar leiki nú um persónuna. Moore, sem lék Bond sjö sinnum á áttunda og níunda áratugnum, segir að frammistaða Craig í myndunum Munich og Sylvia hafi nýst honum í Bond- hlutverkinu. „Hann gerði hluti sem voru allt öðruvísi en fólk hafði ímyndað sér um Bond. Mér fannst hann frábær,“ sagði Moore um leik Craig í Casino Royale. Sjálfur er hinn 81 árs Moore að kynna sjálfsævisögu sína My Word is My Bond sem er að koma út um þessar mundir. Roger Moore ánægður með Craig ROGER MOORE Moore er virkilega ánægður með hinn nýja James Bond, Daniel Craig. Noel Gallagher, gítarleikari Oasis, segir að hljómsveitin sé í sama klassa og goðsagnirnar í The Rolling Stones. „Allir vita hverjir við erum. Við erum pottþétt komnir í sömu deild og Stones núna,“ sagði Gallagher. „Allir hafa heyrt um Stones, allir vita hvernig þeir hljóma og allir vita hvað þeir gera.“ Hann hrósaði jafnframt rokkaranum Ryan Adams sem hitar upp fyrir Oasis á tónleika- ferð sveitarinnar um Bandaríkin. „Ég ber mikla virðingu fyrir honum. Hann er frábær gítarleik- ari. Hann er frekar sérvitur en ég væri ekki á tónleikaferð með honum ef mér líkaði ekki við hann.“ Í sömu deild og Stones OASIS Rokkararnir í Oasis eru í sömu deild og Stones að mati Noel Gallagher. Fyrsta plata Dr. Spock, Dr. Phil, sem kom út fyrir þremur árum var að mörgu leyti skemmtileg og sýndi að þar fór efnileg sveit sem ætlaði að fara sínar eigin leiðir. Síðan hefur hljómsveitin tekið stórstígum framförum og hefur síðustu tvö ár verið ein af öflugustu tónleikasveitum lands- ins. Í kjölfar Dr. Phil kom hin fjög- urra laga The Incredible Tooth of Dr. Zoega. Lagið Skítapakk af henni náði miklum vinsældum í fyrra, en platan sjálf fór mjög leynt. Dr. Zoega var frábær, en á henni hafði tónlistin þróast úr frekar einföldu harðhausaskotnu rokki yfir í villtari og áhugaverð- ari hluti. Tónlistin var enn hröð og hörð, en nú voru útsetningarn- ar orðnar litríkari. Það var komin meiri sýra í þetta og maður spurði sig í hvaða átt tónlistin myndi þróast á næstu plötu. Falcon Christ er í stíl við Dr. Zoega, en sveitin er orðin enn þéttari og hljómurinn er betri. Platan inni- heldur 12 lög, þar af eru tvö sem voru á Dr. Zoega – Evangelista og The Sons of Ecuador. Falcon Christ byrjar á hinu frá- bæra Dr. Organ sem hefst á mjög flottu orgel-riffi. Svo skiptast orgelleikarinn Tobbi og Franz gítarleikari á því að fara hamför- um á hljóðfærin á meðan ryþma- dúóið Guðni og Addi djöflast undir. Söngvararnir tveir, Óttarr og Finni, koma svo inn á vel völd- um stöðum og syngja og öskra. Frábært lag. Og næstu lög eru ævintýralega góð líka, Fálkinn, fyrri heimsstyrjöldin og seinni heimsstyrjöldin og hið kómíska Gömlu dansarnir og nýju dans- arnir, en í því er rakin saga af dansfimi fagurlimaðs gamlingja. Og platan heldur fluginu nokkuð vel allt til enda. Það er mikið um kaflaskiptingar í tónlistinni – hratt rokkið er brotið upp með hægari köflum og gítarhljómur- inn sem er ráðandi er litaður með frábærum hljómborðsleik. Dr. Spock er skipuð mjög færum hljóðfæraleikurum sem allir sýna snilldartakta á plötunni. Dr. Spock hefur tekið stórstíg- um framförum á þessum þremur árum sem liðin eru frá fyrstu plötunni. Í upphafi var hún að stæla og fá lánað hér og þar, en er í dag búin að skapa sér sinn eigin stíl og á sama tíma er tónlistin orðin þéttari, kraftmeiri og villt- ari. Falcon Christ er tvöföld. Með hinni eiginlegu plötu fylgir DVD- diskur sem hefur að geyma tón- leika Dr. Spock á Iceland Air- wav es 2007, en þeir tónleikar, sem fóru fram á Nasa þegar farið var að líða á sunnudagsmorguninn, voru einn af hápunktum þeirrar hátíðar. Mikill fengur í því að fá þá með hér líka. Trausti Júlíusson Villtari og þéttari Spock TÓNLIST Falcon Christ Dr. Spock ★★★★ Dr. Spock hefur tekið miklum framför- um frá fyrstu plötunni og er nú bæði villtari, þéttari og kraftmeiri. Fyrir vikið er Falcon Christ ein af skemmtilegri rokkplötum síðustu ára. 60 Nýtt í Skífunni! Nýtt upphaf! Laugavegi · Kringlunni · Leifsstöð www.skifan.is Haukur Morthens Með blik í auga Öll helstu lög Hauks á veglegri þrefaldri geislaplötu. 66 lög frá einum dáðasta söngvara Íslandssögunnar sem gefa heilstæða mynd af farsælum ferli hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.