Fréttablaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 85

Fréttablaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 85
LAUGARDAGUR 29. nóvember 2008 73 Það virðist vera frekar regla heldur en hitt að Michael Jackson semji utan réttarsala frekar en að þurfa að mæta þangað. Ókrýndur konungur poppsins hefur samið við arabíska sheikinn Khalifa vegna skuldar uppá fimm milljónir punda. „Ráðgjafar hans ráðlögðu honum að koma ekki fyrir dómstóla og taka samkom- laginu,“ sagði talsmaður Jacko við fjölmiðla. Lögfræðingar hans höfðu áður sagt að Khalifa prins hefði eingöngu verið gjafmildur maður og að Jackson hefði litið á þessa peninga sem gjöf. Khalifa sakaði tónlistarmanninn um að hafa brotið samkomulag við sig sem þeir hefðu gert. Það fól meðal annars í sér að skrifa ævisögu, semja plötu og setja upp söngleik. Auk þess hélt Khalifa því fram að hann hefði lánað Michael Jackson tæpar fimm milljónir punda. Þar að auki hefði Jackson fengið að búa í einni af höllum hans þegar níðingsmálið á hendur honum stóð sem hæst. Þar samdi poppstjarnan einmitt um málalok utan réttarsalarins. Breskir fjölmiðlar er ákaflega áhugasamir um komu Britney Spears til Lundúna og hafa fjall- að nánast linnulaust um hennar mál í vikunni sem er að líða. Poppprinsessan mun troða upp í sjónvarpsþættinum X-Factor í kvöld og hefur þegar látið til sín taka. Sky-fréttastofan fjallaði ítarlega um komu hennar og allt að því fáránlegar kröfur sem hún setur fyrir því að syngja í sjón- varpsþættinum. Dómarar í X- Factor eru engar smástjörnur; Simon Cowell þarf vart að kynna og Cheryl Cole er söngkona hins vinsæla stúlknaflokks Girls Aloud. Þau fá hins vegar ekkert að hitta Britney Spears eftir tón- leikana og engar myndatökur verða leyfðar. Ekki einu sinni dómararnir fá að láta mynda sig með poppdívunni. Hvað þá óbreyttir þátttakendur sjón- varpsþáttarins. Spears hefur auk þess farið fram á að þátttakendurnir í þætt- inum fái ekki að standa við hlið sviðsins þegar hún flytur lag sitt Womanizer. Það hefur hins vegar tíðkast í öll hin skiptin sem þekkt- ar poppstjörnur á borð við Take That hafa komið fram. Þá hefur öryggisgæslan verið stórlega efld, öryggisvörðum hefur verið fjölgað úr 15 í 45. „Þetta er nán- ast fáránlegt,“ segir heimilda- maður Sky. „Enginn hefur séð annað eins. Meira að segja Mari- ah Carey var hátíð miðað við Britney og þá er nú mikið sagt,“ bætir heimildamaðurinn við. Sirkus Britney Spears í London STJARNA Britney Spears er alvöru stjarna og lætur sér ekki nægja einhverja með- almennsku. Hún hefur gert alla í hinum breska X-Factor alveg brjálaða með kröfum sínum. Sir Paul McCartney hefur viðurkennt að honum lítist illa á þá hugmynd þeirra John Paul Jones og Jimmy Page að fara í tónleika- ferð saman, spila Led Zeppelin-lög án þess að hafa Robert Plant. Tvíeykið tilkynnti í október að þeir hyggðust halda í tónleikaferð án Plant en auk þeirra mun sonur trymbilsins sáluga, John Bonham, skipa sveitina. Hins vegar var ákveðið að kalla umrædda sveit ekki Led Zeppelin. Engu síður er bítillinn fyrrver- andi ekki sáttur. „Þetta verður aldrei eins án Plant. Hann var hjartað í sveitinni, stóra aðdráttar- aflið. Þetta er virkilega leiðinlegt,“ lét Bítillinn hafa eftir sér. Paul ósátt- ur við Led Zeppelin EKKI SÁTTUR Paul McCartney er ekki sáttur við að Jones og Page ætli að túra um heiminn án Robert Plant. Brad Pitt og Angelina Jolie hafa hingað til ekki gert mikið úr þeim sögusögnum sem hafa verið á sveimi í kringum þau. En nú er Angelinu víst nóg boðið. Og hvað skyldi það vera sem fékk Jolie uppá afturlapp- irnar? Jú, frétt vikuritsins In Touch um að hún væri ólétt. Blaðið hefur ekki bara birt þessa frétt einu sinni, heldur þrisvar og er Jolie víst alveg búin að fá nóg. Hún hefur fyrirskipað fjölmiðlafulltrúa sínum, Geyer Kosinski, að leiðrétta þennan mis- skilning eins og skot. „Þessar sögusagnir eru algjörlega fráleitar,“ sagði hann við bandaríska fjölmiðla í gær. Eins asnalega og það kann að hljóma þá byrjuðu sögusagnirnar um óléttu Angelinu þegar tvíburar hennar og Brad Pitt voru einungis sex vikna gamlir. Orðrómurinn fór síðan aftur á kreik þegar Jolie neitaði sér um drykk á skemmtun í október og hefur sagan verið ansi lífseig síðan. Nú er þetta hins vegar komið á hreint; Angelina Jolie er ekki ólétt. Jolie ekki ólétt KOM SÉR UNDAN FLUGFERÐ Jackson samdi utan dómstólanna eins og hann hefur svo oft gert. LOKSINS LOKSINS Angelina Jolie er ekki ólétt að sögn blaðafulltrúans Geyer Kosinski. Jacko semur 61 F A B R I K A N 14:00 Anne og Selma frá félagsmiðstöðinni Vitanum syngja fyrir Jólaþorpsgesti. Hljómsveitin Black Caribs Curu stígur á stokk. 15:00 Raggi Bjarna syngur fyrir gesti Jólaþorpsins og áritar geisladiskinn Lögin sem mega ekki gleymast í verslunarmiðstöðinni Firði. Tjarnarsystur taka lagið. Jólin hans Jóns míns – leikatriði frá Áslandsskóla. 16:00 Jól í OZ – Áhorfendur fá að kynnast jólunum í OZ. Uppáhalds persónurnar okkar eru allar á sínum stað: Dóróthea, Fuglahræðan, Pjáturkallinn og Ljónið. Ljósin tendruð á jólatrénu á Thorsplani kl. 17 Tréð er gjöf frá vinabæ Hafnarfjarðar í Danmörku, Frederiksberg. 16:45 Félagar úr Lúðrasveit Hafnarfjarðar leika tónlist. 17:00 Karlakórinn Þrestir syngur. Sr. Gunnþór Ingason flytur stutta hugvekju. Fulltrúi Frederiksberg flytur kveðju og tendrar ljósin. Grýla og jólasveinarnir slá upp útijólaballi og gengið verður í kringum jólatréð. Jólaþorpið opnar! helgina 29. 11. – 30. 11. 2008 14:00 Raggi Bjarna syngur fyrir gesti Jólaþorpsins og áritar geisladiskinn Lögin sem mega ekki gleymast í verslunarmiðstöðinni Firði. Samúel Aron Laufdal sigurvegarinn í Höfrungnum, hæfileikakeppni félagsmiðstöðva, flytur vinningsatriðið 2008. Atriði úr söngleik Víðistaðaskóla, Bugsy Malone. Hljómsveitin Naflakusk tekur lagið. 15:00 ÚTI-JÓLABALL með Svanlaugu Jóhannsdóttur söngkonu. Hressir jólasveinar koma í Jólaþorpið og dansa með gestum í kringum jólatréð í miðju þorpsins. Laugardagurinn 29. nóvember Sunnudagurinn 30. nóvember Nánari upplýsingar, myndir o. fl. á www.hafnarfjordur.is OPIÐ ALLAR HELGAR TIL JÓLA FRÁ KL. 13 – 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.