Fréttablaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 92

Fréttablaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 92
80 29. nóvember 2008 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Breiðablik leitar að nýjum markverði þessa dagana en Casper Jacobsen mun ekki standa á milli stanganna hjá þeim næsta sumar. Efstur á óskalista Blikanna er landsliðsmarkvörðurinn Gunn- leifur Gunnleifsson en hann er einmitt fyrirliði hins Kópavogs- liðsins, HK, og það þætti heldur betur saga til næsta bæjar ef hann gengi í raðir Breiðabliks. „Ég er enn að skoða mín mál. Það hafa nokkur lið haft samband við mig og Breiðablik er eitt þeirra. Það er ekkert frágengið í mínum málum og við sjáum hvað setur,“ sagði Gunnleifur en Blikarnir hafa þegar gert Gunnleifi tilboð samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. - hbg Blikar í markvarðaleit: Breiðablik vill fá Gunnleif GEGN BLIKUM Gunnleifur gæti varið mark Blika næsta sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HANDBOLTI FH-ingurinn Aron Pálmarsson hefur slegið í gegn svo um munar með FH í vetur. Hann hefur hreinlega farið á kost- um með hinu skemmtilega FH-liði og er mál manna að þar fari einn efnilegasti, ef ekki efnilegasti, handboltamaður sem Ísland hefur alið. Forráðamenn Lemgo sáu fyrstir hæfileika Arons og gerðu við hann samning síðasta sumar sem veitir þeim forkaupsrétt á Aroni sem er samningsbundinn FH. Önnur félög geta aftur á móti keypt upp þann forkaupsrétt fyrir ákveðna upp- hæð. Nú er svo komið að fleiri félög eru farin að blanda sér í slaginn um Aron og þar á meðal er þýska stórliðið Kiel þar sem Alfreð Gíslason er við stjórnvölinn. Kiel er afar sterkt fjárhagslega og réði auðveldlega við að kaupa upp for- kaupsréttinn. Það vita forráðamenn Lemgo og samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er framkvæmdastjóri félagsins, Volke Zerbe, kominn til Koblenz þar sem Aron er með íslenska landsliðinu þessa dagana. Zerbe hefur augljóslega frétt af áhuga Alfreðs á Aroni og er kom- inn til Koblenz með það að mark- miði að ganga frá samningi við Aron. Faðir Arons, Pálmar Sig- urðsson, er einnig mættur til Kobl- enz og mun ræða við Zerbe í dag. „Það er ýmislegt að gerast í mínum málum þessa dagana. Ég er eðlilega til í að skoða sem flest sem kemur upp á mitt borð. Það gæti samt vel farið svo að ég gangi frá mínum samningsmálum fyrir jól,“ sagði Aron við Fréttablaðið í gær en hann játaði fúslega að vera mjög upp með sér yfir áhuga Alfreðs. Aron og faðir hans munu á mánudag halda til Kiel þar sem þeir hitta Alfreð að máli. Sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins vill Alfreð ganga frá samningi við Aron hið fyrsta. Hann telur hinn unga Aron þó ekki vera kláran í að spila með hinu feikisterka liði Kielar strax og hefur því hugsað sér að lána Aron til annars félags í eitt til tvö ár. Félags þar sem hann fær að spila og þróast áfram sem leikmaður. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ekki ólíklegt að það félag verði FCK í Danmörku en með því leika Íslendingarnir Arnór Atlason og Guðlaugur Arn- arsson. FCK hefur þess utan auga- stað á öðrum efnilegum Íslend- ingi, Rúnari Kárasyni. henry@frettabladid.is Alfreð kominn í baráttuna um Aron Mögnuð frammistaða hins stórefnilega handboltamanns, Arons Pálmarssonar, er farin að vekja mikla at- hygli og í uppsiglingu er mikið kapphlaup um þjónustu hans. Lemgo, sem á forkaupsrétt á Aroni, vill ganga frá málum sem fyrst þar sem Alfreð Gíslason er búinn að blanda sér í slaginn og vill Aron til Kiel. SJÓÐHEITUR Hinn stórefnilegi Aron Pálmarsson er einn heitasti bitinn á leikmanna- markaðnum í dag og eftirsóttur af stórliðum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Landsliðskonan Hanna Guðrún Stefánsdóttir hefur farið á kostum með íslenska landsliðinu í undankeppni HM sem fram fer þessa dagana í Póllandi. Hanna Guðrún byrjaði á því að skora hvorki fleiri né færri en sextán mörk í 37-27 sigri gegn Lettlandi í fyrsta leik Íslands og bætti svo við ellefu mörkum í 41-30 sigri gegn Sviss í öðrum leik liðsins. Þess má svo geta að Hanna Guðrún var einnig markahæst íslensku leikmannanna á Möbelringen Cup-æfinga- mótinu á dögunum með tólf mörk í þremur leikjum. „Þetta hefur gengið vonum framar hjá mér. Ég er náttúrulega að fá mikið af þessum auðveldu mörk- um úr hraðaupphlaupum,“ segir Hanna Guðrún hógværðin uppmáluð. Ísland leikur gegn Slóvakíu í kvöld og svo gegn Póllandi annað kvöld en topplið riðilsins fer svo í tvo umspilsleiki um laust sæti á HM. „Næstu tveir leikirnir, gegn Slóvakíu og Póllandi, verða erfiðir og algjörir úrslitaleikir í riðlinum. Við höfum mætt báðum þessum þjóðum á síðustu árum og vitum að við þurfum allar að berjast á fullu og leggja okkur hundrað og fimmtíu prósent fram í leikina,“ segir Hanna Guðrún. Hanna Guðrún telur að undirbúningur íslenska liðsins með þátttöku í hinu geysisterka Möbelringen Cup-æfingamóti í Noregi hafi verið jákvæður fyrir hópinn og komi til með að hjálpa liðinu í leikjunum gegn Slóvakíu og Póllandi. „Það var náttúrlega smá áhætta fólgin í því að taka þátt í jafn sterku móti og Möbelringen Cup fyrir und- ankeppnina en ég held að þessi reynsla hafi verið mjög jákvæð fyrir okkur. Við lærðum mikið af því að mæta þessum þjóðum og börðumst eins og við gátum gegn þeim en það var líka passað vel upp á hvíldartíma og reynt að dreifa álaginu með sem bestum hætti. Það var óneitanlega skemmtileg reynsla og lærdómsríkt fyrir okkur að mæta besta landsliði heims, Noregi, og fá þar með tækifæri til þess að lemja aðeins á þessum drottningum handboltans,“ segir Hanna Guðrún og hlær við. HANNA GUÐRÚN STEFÁNSDÓTTIR: HEFUR SKORAÐ GRIMMT FYRIR ÍSLENSKA LANDSLIÐIÐ Í UNDANKEPPNI HM Næstu tveir leikir eru algjörir úrslitaleikir > Strákarnir okkar í beinni gegn Þýskalandi Íslenska landsliðið í handknattleik mætir Þjóðverjum í tveim æfingaleikjum ytra um helgina. Leikurinn í dag hefst klukkan 13.45 og leikurinn á morgun klukkan 14.00. Báðir leikirnir verða í beinni á vefsíðunni www. ehftv.com en leikur dagsins er einnig á sjónvarpsstöðinni NDR. Leikur morgundagsins er sýndur beint á ZDF sjónvarpsstöðinni sem má finna á fjölvarpi Digital Íslands. FÓTBOLTI Íslenska kvennalands- liðið er í riðli með Ólympíumeist- urum Bandaríkjanna í B- riðli Algarve Cup sem fram fer 4. til 11. mars á næsta ári. Ísland er auk þess með Dan- mörku og Nor- egi í riðli en þessi þrjú lið voru einmitt í þremur efstu sætunum á Alg- arve Cup í fyrra. Stelpurnar okkar eiga eftir að mæta aftur Dönum og Norðmönn- um á árinu, Danmörku í vináttulandsleik í Kaupmannahöfn í júlí og Noregi í úrslita- keppni Evrópumótsins. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenska kvenna- landsliðið tekur þátt í sterkari hluta Algar- ve Cup en í hinum riðlinum eru Þýska- land, Kína, Svíþjóð og Finnland. Sterkustu þátttöku- þjóðunum er raðað í A og B riðla en síðustu tvö ár hefur Ísland leikið í C riðli þar sem nú leika Aust- urríki, Portúgal, Pól- land og Wales. Efstu þrjú lið rið- ilsins spila um 1. til 5. sæti en neðstu liðin í A og B-riðli spila við efstu tvö liðin í C- riðlinum. Íslensku stelpurnar hafa einmitt unnið slíka leiki undanfarin tvö ár, unnu Kína 4- 1 árið 2007 og svo Finnland 3-0 í ár. - óój Ísland er með Bandaríkjunum í riðli á Algarve Cup: Fleiri leikir gegn frændþjóðum TÍU MÖRK Í 8 LEIKJUM Margrét Lára Viðarsdóttir hefur verið í stuði á Algar- ve Cup síðustu tvö ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 68 BETRA VERÐ Á Bjóðum við skiptavinu m upp á he itar vöfflur í ve trarkuldan um í BYKO Breidd, Kauptúni, Granda, Ak ureyri og S elfossi, laugardag inn 29. nóv . kl 13-15. Verið velko min! Vnr. 88949620-96 Innisería Innisería, 20/35/50 eða 100 ljósa. glærar, rauðar, hvítar eða marglitar perur. 289 Verð frá 20 ljósa ÍJÓLASERÍUM ! HEITAR VÖFFLU R Í BYKO MI UM HELGIN A FÓTBOLTI Englandsmeistarar Manchester United fengu í gær atvinnuleyfi fyrir serbneska landsliðsmanninn Zoran Tosic og munu að öllu óbreyttu ganga frá kaupum á hinum 21 árs gamla vinstri kantmanni í janúar þegar félagsskiptaglugginn opnar. Tosic leikur með Partizan Belgrade og á 12 landsleiki að baki fyrir Serbíu en samkvæmt heimildum Sky Sports mun hinn 19 ára gamli Adem Ljajic, sem leikur einnig með Partizan Belgrade og hefur verið á reynslu hjá United undanfarið, einnig fylgja með í kaupunum. - óþ Enska úrvalsdeildin: Tosic á leiðinni til Man. Utd KÖRFUBOLTI Hamar situr eitt á toppi 1. deildar karla eftir fjögurra stiga sigur, 78-74, á fyrrum þjálfara sínum, Pétri Ingvarssyni og lærisveinum hans í Haukum í uppgjöri ósigruðu liðanna í deildinni í gær. Marvin Valdimarsson fór mikinn í liði Hamars og skoraði 33 stig og Jason Pryor bætti við 25 stigum. Hjá Haukum var Sveinn Sveinsson með 21 stig og 10 fráköst. Kristinn Jónasson var einnig sterkur með 14 stig og heil 15 fráköst. - hbg 1. deildin í körfubolta: Hamar lagði Hauka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.