Fréttablaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 98

Fréttablaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 98
86 29. nóvember 2008 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. sælgæti, 6. í röð, 8. fornafn, 9. stansa, 11. gelt, 12. skopleikrit, 14. mjaka, 16. berist til, 17. enn þá, 18. eyrir, 20. tveir eins, 21. krukka. LÓÐRÉTT 1. dans, 3. umhverfis, 4. gróðrahyggja, 5. af, 7. munnur, 10. örn, 13. gerast, 15. sál, 16. hryggur, 19. ullarflóki. LAUSN LÁRÉTT: 2. buff, 6. jk, 8. mér, 9. æja, 11. gá, 12. farsi, 14. fikra, 16. bt, 17. enn, 18. aur, 20. dd, 21. krús. LÓÐRÉTT: 1. djæf, 3. um, 4. fégirnd, 5. frá, 7. kjaftur, 10. ari, 13. ske, 15. andi, 16. bak, 19. rú. „Þetta er náttúrlega mikill missir og fjárhagslegt tjón,“ segir Sigríð- ur Klingenberg spákona sem lenti í því að 200 geisladiskum var stolið af heimili hennar. Diskarnir sem um ræðir voru fyrsta upplagið af nýjum sjálfshjálpardiski Sigríðar, Þú ert frábær, sem hún framleiddi sjálf í þeim tilgangi að hressa upp á fólk. „Þetta voru diskar sem ég var að klára að pakka og lágu á stofuborð- inu hjá mér. Það eru liðnar um þrjár vikur síðan, en ég trúði bara ekki strax að þeim hefði verði rænt og vonaði að það væri önnur skýr- ing á þessu,“ segir Sigríður, en ekki alls fyrir löngu var Playstation 3 tölvu og flakkara stolið af heimili hennar. Auk diskanna hvarf einnig krist- alskúla frá Prag sem Sigríður hélt mikið upp á. „Kannski að þjófurinn vilji skyggnast inn í framtíðina, en mér finnst merkilegt að einhver skuli vera á svo miklum bömmer að hann þurfi 200 diska til að hressa sig við. Viðkomandi hlýtur alla- vega að hafa fundist hann athyglis- verður,“ segir Sigríður og brosir, en viðurkennir að kostnaður við framleiðslu diskanna hafi verið um 400.000 krónur. „Ég er komin með annað upplag núna, en ég vona að diskarnir sem var stolið fari samt í dreifingu með einum eða öðrum hætti og breyti lífi þeirra sem kaupa þá. Ég ber engan kala til neins, en mér þætti vænt um að vita hvar þetta er nið- urkomið og myndi ekki vera með nein eftirmál ef ég fengi ábending- ar um það,“ segir Sigríður sem vonast til að fá upplýsingar í gegn- um heimasíðu sína www.klingen- berg.is. - ag 200 diskum stolið af Klingenberg „ÞÚ ERT FRÁBÆR“ Sigríður segist nú passa sig að læsa hjá sér, en vonar að sjálfshjálpardiskar hennar, Þú ert frábær, komist í dreifingu með einum eða öðrum hætti fyrst þeim var stolið. „Já, ætli ég sé þá ekki bara hirðfífl íslenska krimmans? Er það ekki fínt? Það eru þau sem hafa hin raunverulegu völd. Rödd sannleik- ans. Eins og ástandið er í dag held ég að hinir titlarnir séu ekkert sér- lega eftirsóknarverðir,“ segir Ævar Örn Jósepsson sem á föstu- dag sendi frá sér sinn fimmta krimma: Land tækifæranna. Útgefendur hafa verið iðnir að undanförnu við að koma stimplum á glæpasagnahöfunda sína og þannig er Arnaldur Indriðason sagður konungur íslensku glæpa- sögunnar, Yrsa Sigurðardóttir drottning og Jón Hallur Stefáns- son er kynntur sem krónprinsinn. Spurt er hvar hægt sé að staðsetja Ævar Örn sem hefur í dómum um fyrri bækur verið sagður gera harða hríð að krúnunni sjálfri. Ævar gefur í sjálfu sér ekki mikið fyrir þetta híerarkí útgefendanna. „Nema ég sé prinsessan. Það er hinn möguleikinn.“ Þær fréttir berast frá forlagi Ævars Arnar, Uppheimum, að bókin sé ekki fyrr komin úr íslenskum prentvélum en búið sé að selja útgáfuréttinn til Þýska- lands. „Já, og ekki bara Land tæki- færanna heldur einnig Sá yðar sem syndlaus er. Það er hið mikla Random House í Þýskalandi sem hefur keypt réttinn. Verlags Grubbe Random House. Deildin sem Ævar er hjá heitir btb en þeir gáfu út Svarta engla. Blóðberg er að koma út í vor og fer vel af stað í forsölu að sögn þeirra þýsku. Fleiri forlög voru farin að sýna honum áhuga. Þeirra á meðal hið fræga Bloomsbury – dótturforlag í Þýska- landi. En btb héldu fast um sitt,“ segir Kristján Kristjánsson útgef- andi. Aðspurður hvort þetta þýði ekki sand af seðlum segir Ævar Örn skelmislega það ábyggilega svo. Hann muni nú kaupa upp óbyggð- irnar í Reykjavík. „Og sitja á þeim sem feitur köttur þar til betur árar. Nei, ég veit ekki hver þessi fyrir- framgreiðsla er. En... greiðslan er náttúrlega í evrum þannig að þetta er ógeðslega mikið, sama hvað þær eru margar.“ Rætur glæpanna í nýju bók Ævars Arnars liggja til Hafnar- fjarðar þar sem uppeldisstöðvar höfundar eru. Kaldar kveðjur? „Jájá, en ef grannt er skoðað þá sjá menn að Árni [einn úr lögreglu- gengi Ævars] er úr Hafnarfirði. Flensborgari eins og ég. Hann flutti svo til Reykjavíkur og hefur lítið verið í Hafnarfirði síðan.“ Útgáfusaga Lands tækifæranna er skrautleg. Þannig var Ævar búinn að skila af sér handriti til prentunar þegar fjármálakerfið íslenska hrundi. „Ég var búinn að drepa útrásarvíking og pólskan verkamann. Þessa tvo enda á íslenska uppganginum. Þar sem hvorugur getur lifað án hins. Svo gerist þetta og ég hlaut að skrifa ástandið inn. Nýjustu atburði sem smellpössuðu við plottið,“ segir Ævar en sagan gerist í október árið 2008. Ævar reif því handritið úr höndum útgefanda síns, honum til lítillar gleði, og hóf endurritun bókarinnar. „Það var skrifað fram á síðustu stundu og gott betur.“ jakob@frettabladid.is ÆVAR ÖRN: ÚTGÁFURÉTTUR SELDUR TIL RANDOM HOUSE Í ÞÝSKALANDI Hirðfífl íslenska krimmans ÆVAR ÖRN Hið virta Random House í Þýskalandi hefur keypt útgáfurétt tveggja nýjustu bóka hans, önnur sem er glóðvolg úr prentsmiðjunni. „Jón Gnarr rakst á þetta fyrirbæri í þýskum sjónvarpsmarkaði og sagði okkur frá því. Við vorum búnir að velta því fyrir okkur nokkuð lengi hvað Hannes, pabbi Ólafs Ragnars, gæti verið að selja og þegar við sáum þetta hjá Jóni vorum við ekki í nokkrum vafa um að þetta væri málið,“ segir Ragnar Bragason, leikstjóri Dagvaktar- innar. Ferðagufubaðið sem Hannes selur í Dagvaktinni hefur vakið mikla kátínu meðal áhorfenda. Eflaust hafa einhverjir hlegið að þessari tilhugsun; að til væri ferðagufubað. En það er semsagt til og er meðal annars til sölu á vefsíðunni jml.com. Tækið er ekk- ert sérstaklega dýrt, ekki einu sinni miðað við núverandi gengi íslensku krónunnar, en áhugasam- ir geta fest kaup á því fyrir rúmar tuttugu þúsund krónur í gegnum vefverslun jml.com. Hægt er að pakka Total Sauna saman þannig að úr verður lítill kassi sem hægt er að geyma á fyrirferðarlítinn máta. Og taka síðan fram þegar þannig liggur á viðkomandi. Fram kemur á vefsíðu JML að gufubað- ið nýtist vel fyrir þá sem vilja hugsa um línurnar. Ekki sé heldur verra að horfa á sjónvarpið á meðan menn láta streituna líða úr sér. Ragnar segir að þeir hafi pantað sér tvö eintök fyrir þáttaröðina og að Pétur Jóhann hafi verið sá eini sem hafi fengið að prófa. „Ég held að þetta sé stórhættulegt, allavega varð Pétur Jóhann eldrauður á rassinum. Þetta er náttúrlega bara eitthvert tjald utan um rafmagns- ketil,“ útskýrir Ragnar. Leikstjór- inn viðurkennir hins vegar að hafa ekki hugmynd um hvar tækin séu niðurkomin. „Ætli einhverjir í leikmunadeildinni sitji ekki bara á þessu einhvers staðar.“ - fgg Ferðagufubað Hannesar til sölu á netinu STÓRHÆTTULEGT Ragnar segir ferðagufubaðið sem pabbi Ólafs Ragnars, Hannes, selur vera stórhættu- legt. Sá eini sem hafi prófað það sé Pétur Jóhann og hann hafi endað með eldrauð- an rass. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /STEFÁ N Ragnar Sólberg Aldur: 22 ára. Starf: Tónlistarmaður. Stjörnumerki: Bogmaður. Búseta: Hafnarfjörður. Fjölskylda: Á konuna Sóleyju og tvö stjúpbörn, Ástu og Pétur. Móðir hans heitir Freygerður Guðmunds- dóttir og systkini eru Egill, Rafn Ingi og Helga Rakel. Ragnar Sólberg gefur á þriðjudag út sína aðra sólóplötu, The Circle, en sú síðasta kom út fyrir ellefu árum. PERSÓNAN Átakafundur var í Útvarpshúsinu í gær en þar voru blóðugar niður- skurðaraðgerðir kynntar og uppsagnir. Ein þeirra sem kvaddi sér hljóðs á fundinum var Þóra Tómasdóttir í Kastljósinu sem vildi halda á lofti feminískum sjónarmiðum og spurði Pál Magn- ússon útvarpsstjóra hvers vegna uppsagnir þyrftu alltaf að bitna á konum á gólfinu. Páll kvað hana snarlega í kútinn og sagðist ekki nenna þessu skúringakonukjaft- æði, Þóra væri að iðka lýðskrum með þessari athugasemd því niður- skurðurinn kæmi jafnt við alla. Margrét Pála Ólafsdóttir sló rækilega í gegn í útgáfuteiti bók- arinnar um sig, Ég skal vera grýla, sem Þórunn Hrefna Sigurjóns- dóttir skráði. Veislan fór fram í Iðu á fimmtudagskvöldi fyrir fullu húsi og Margrét Pála sýndi að það er engin tilviljun að hún er frægasti og röggsamasti leikskólastjóri landsins. Hún lék á als oddi, greip í gítar og stýrði fjöldasöng. Þá þótti hún skipa sér í flokk allra bestu upples- ara landsins þegar hún greip niður í bók- inni. -jbg FRÉTTIR AF FÓLKI 74 Kíktu á blaðsíðu 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.