Fréttablaðið - 30.11.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 30.11.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 SUNNUDAGUR 30. nóvember 2008 — 328. tölublað — 8. árgangur Opið 13-18 EMEBET MEKURIA SKILDI VIÐ OFBELDISFULLAN EIGINMANN Ofbeldi gegn eþíópískum konum ótrúlega algengt 12 ÉL NORÐVESTAN TIL Í dag verða suðvestan 8-13 m/s norðvestan til annars mun hægari. Él norðvestan til en bjart með köflum sunnan- og suðaustanlands. Dálítil snjómugga vestan og norðan til síðdegis. Frost. VEÐUR 4 -3 -3 -6 -6 -5 [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ] ferðalög DESEMBER 2008 + STOLLEN OG GLÖGG, LÚSÍUHÁTÍÐ Í STOKK Ó NORÐUR EÐA VESTUR Á FÖSTUNNIMeðan krónan er veik er landsbyggðin sterkur kostur fyrir helgarferð JÓLASTEMNING Í KÖBEN Jólamarkaðir og ómissandi Tívolíferð MANNLÍF Í GLJÚFRUNUMIðandi líf allan ársins hring innan um skýjakljúfa og tré FY LG IR Í D A G VEÐRIÐ Í DAG FÓLK „Uppboðið var svo spennandi að ég gat ekkert einbeitt mér að náminu síðustu stundirnar sem á því stóð,“ segir Tinna Daníelsdótt- ir. Hún og móðir hennar, Hrefna Lilja Valsdóttir, seldu aðgöngu- miða frá tónleikum Led Zeppelin í Laugardalshöll 1970 á uppboðs- vefnum eBay. Það var Banda- ríkjamaður sem bauð hæst, um 75 þúsund íslenskar krónur. „Ég var rosa hrifin, en það var ekkert djamm á manni enda var ég bara 14 ára og saklaus og seinþroska fermingarstelpa,“ segir Hrefna Lilja um upplifun sína af tónleikunum. - drg / sjá síðu 30 Framtakssamar mæðgur: Fengu 75 þúsund fyrir tónleikamiða VIÐSKIPTI Kaup einkahlutafélags- ins Stíms í Glitni verða skoðuð hjá Kauphöll Íslands eftir helgi, segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um kaupin. Augljóst er að reglur Kauphall- ar Íslands voru þverbrotnar þegar ekki var tilkynnt um 16,4 millj- arða króna kaup Stíms á hluta- bréfum í Glitni, segir Vilhjálmur Bjarnason, framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta. Tilgangurinn hafi verið að hafa áhrif á markað- inn og fegra stöðu Glitnis. Jakob Valgeir Flosason, stjórn- arformaður og eini stjórnarmaður Stíms, sendi í gær frá sér yfirlýs- ingu vegna umfjöllunar um félag- ið í fjölmiðlum. Félagið var stofnað 16. nóvem- ber 2007. Stærsti hluthafinn í félaginu var félag stofnað af gamla Glitni sem ætlað var til end- ursölu. Nafn þess kemur ekki fram í yfirlýsingu Jakobs. Starfs- menn Glitnis kynntu þetta við- skiptatækifæri fyrir Jakobi og öðrum fjárfestum. Við stofnun Stíms fékk félagið lán hjá Glitni til að kaupa 4,3 pró- senta hlut í Glitni fyrir 16,4 milljarða króna. Félagið keypti einnig 3,8 prósenta hlut í FL Group, síðar Stoðum, fyrir 8,4 milljarða. Þessi viðskipti hefði Glitnir átt að tilkynna til Kauphallarinnar, enda í raun Glitnir að kaupa eigin bréf, segir Vilhjálmur. Hann segir að með kaupum sem þessum hafi markvisst verið höfð áhrif á mark- aðinn. Þessi kaup gætu jafnvel fallið undir lög um markaðsmis- notkun, enda tilgangurinn að hækka gengi bréfa í Glitni. Glitnir lánaði Stími 79 prósent af kaupverðinu í Glitni og FL Group, 19,6 milljarða króna, með veði í bréfunum. Jakob segir í yfirlýsingunni að hann og aðrir hafi vonast eftir því að bréfin myndu hækka. Þær væntingar hafi ekki gengið eftir. Því hafi hluthafar í félaginu tapað um 21 prósenti eigin fjár, 5,2 milljörð- um. Jakob segist sjálfur hafa átt samtals 7,5 prósenta hlut í Stími. Hann hafi ekki fengið lán fyrir þeim hlut og hafi tapað öllu hluta- fé sínu í félaginu. Miðað við við- skipti með bréf FL Group og Glitn- is virðist tap Jakobs nema 390 milljónum króna hið minnsta. Í yfirlýsingu Jakobs er fullyrt að Stím hafi ekki verið leynifélag. Þar er umfjöllun fjölmiða um félagið einnig gagnrýnd. - bj Staða Glitnis fegruð með kaupum Stíms Reglur Kauphallarinnar voru brotnar þegar ekki var tilkynnt um kaup Stíms á 4,3 prósenta hlut í Glitni, segir framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta. Viðskiptin verða skoðuð hjá Kauphöllinni eftir helgi segir forstjóri Kauphallar Íslands. HLUTHAFAR Í STÍM EHF. Félag gamla Glitnis* 32,5% Gunnar Torfason 15% SPV Fjárfesting hf. 10% BLÓ ehf.** 10% Ofjarl ehf*** 10% Viðskiptavinir Saga Capital 8,75% Saga Capital 6,25% Jakob Valgeir Flosason 2,5% Ástmar Ingvarsson 2,5% Flosi Jakob Valgeirsson 2,5% *Félag gamla Glitnis var ætlað til endursölu. ** félag í eigu Óskars Eyjólfssonar *** félag í eigu Jakobs Valgeirs Flosasonar og Ástmars Ingvarssonar RÁÐAMÖNNUM SAGT UPP Almenningi sem mættur var á mótmælafund við Austurvöll í gær gafst kostur á að segja völdum ráðamönnum upp störfum með því að skrifa undir uppsagnarbréf þeim til handa og haka við hvaða ráðamenn skyldu fjúka. Sjá síðu 4 FRÉTTABLAÐIÐ / VILHELM HNAKKINN MUN ALDREI DEYJA Singapor Sling spilar ekki í jogginggalla VIÐTAL 14

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.