Fréttablaðið - 30.11.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 30.11.2008, Blaðsíða 6
6 30. nóvember 2008 SUNNUDAGUR Eftirlit löggjafarþingsins með framkvæmdarvaldinu: Norrænir straumar. Ráðstefna á Hótel Hilton Nordica 1. desember 2008 kl. 14. Forseti Alþingis boðar til ráðstefnu, fullveldisdaginn 1. desember kl. 14 á Hótel Hilton Nordica, um eftirlit löggjafarþinga með framkvæmdarvaldinu. Á ráð- stefnunni verður leitast við að lýsa þessum þætti í starfi þjóðþinganna í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Norrænu sérfræðingarnir Fredrik Sejersted, Claus Dethlefsen og Ulf Christoffersson munu fjalla um eftirlitshlutverk þingsins í sínum heimalöndum. Bryndís Hlöðversdóttir, formaður vinnuhóps forsætisnefndar Alþingis um þing- eftirlit, mun fjalla almennt um þingeftirlit. Forseti Alþingis, Sturla Böðvarsson, setur ráðstefnuna. DAGSKRÁ: Kl. 14:00 Forseti Alþingis, Sturla Böðvarsson, setur ráðstefnuna. Kl. 14:10 Bryndís Hlöðversdóttir, aðstoðarrektor og formaður vinnuhóps um þingeftirlit: Hvað er þingeftirlit? Kl. 14:35 Dr. jur. Fredrik Sejersted, prófessor: Þingeftirlit í Noregi. Þróunin síðustu áratugi. Kl. 15:00 Claus Dethlefsen, þjóðþingsritari og aðallögfræðingur danska þingsins: Rannsóknarnefndir og eftirlit þingsins með framkvæmdarvaldinu í Danmörku. Kl. 15:25 Ulf Christoffersson, forstöðumaður þingfundaskrifstofu sænska þingsins: Eftirlit þingsins með ríkisstjórn og stjórnvöldum í Svíþjóð. Kl. 15:50 Kaffi hlé. Kl. 16:10 Umræður. Kl. 17:00 Ráðstefnulok. Fundarstjóri verður Ragnhildur Helgadóttir, fyrrverandi forseti neðri deildar Alþingis og ráðherra. Aðgangur er ókeypis. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á netfangið skraning@althingi.is. SPÁÐU Í HVAÐ ÞÚ SPARAR! Ný r Or ku lyk ill NÝ JU NG 5 kr. afsláttur þegar þú notar Orkulykilinn í fyrsta sinn! Alltaf 2 kr. afsláttur af dæluverði Bensínorkunnar sem kannanir sýna að er lægra en hjá öðrum! www.orkan.is Ert þú sátt(ur) við ákvörðun stjórnvalda um að takmarka gjaldeyrisviðskipti? Já 57,6% Nei 42,4% SPURNING DAGSINS Í DAG: Finnst þér umferð á höfuðborg- arsvæðinu hafa minnkað? Segðu þína skoðun á visir.is INDLAND, AP Umsátri hryðjuverka- manna í Mumbai lauk í gær þegar sérsveitarmenn drápu síðustu þrjá árásarmennina er hírðust í logandi lúxushóteli. Umsátrið varði í 60 klukkustundir og að minnsta kosti 195 lágu í valnum er yfir lauk og um 300 voru særðir. Yfirvöld telja að einungis tíu vopnaðir menn hafi staðið að baki árásunum sem héldu átján milljóna manna borg í heljargreipum í þrjá sólarhringa. Níu þeirra voru drepn- ir en einn var handtekinn og er hann nú í yfirheyrslu. Því hefur verið haldið fram að hann sé pakistansk- ur og að árásarmennirnir hafi verið í stöðugu sambandi við erlent ríki. Pakistönsk stjórnvöld hættu í gær við að senda yfirmann úr leyniþjónustu sinni til Indlands en hann átti að aðstoða við rannsókn á hryðjuverkunum í Mumbai. Lægra settur starfsmaður verður sendur í staðinn. Þar sem ind- versk yfirvöld hafa tengt árásirn- ar öfgahópum í Pakistan hafa bandarísk stjórnvöld áhyggjur af að það geti aukið líkurnar á deil- um milli ríkjanna sem búa bæði yfir kjarnavopnum. Nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, telur sættir milli land- anna tveggja forsendu þess að jafnvægi náist í Afganistan og sigur á al-Kaída. - hs Einungis tíu árásarmenn héldu átján milljóna manna borg í heljargreipum: Umsátri lokið í Mumbai TAJ MAHAL-HÓTELIÐ Árásarmennirnir földu sig í lúxushótelinu í Mumbai. DANMÖRK, AP Danski arkitektinn Joern Utzon, sem hannaði óperuhúsið í Sydney, er látinn, 90 ára að aldri. Utzon lést úr hjartaáfalli í gærmorgun en hann hafði verið heilsuveill. Óperuhúsið í Sydney hannaði Utzon árið 1957 en hann yfirgaf verkefnið árið 1966, sjö árum áður en byggingin kláraðist. Var það vegna hneykslis í kringum kostnað og einnig var ósætti um hönnunina. Þá tók hið opinbera við verkinu og var hönnunin innanhúss ekki gerð samkvæmt hugmyndum Utzons. Árið 2003 hlaut hann verðlaun fyrir hönnunina á óperuhúsinu enda þykir það ein merkasta bygging 20. aldarinnar. - hs Arkitekt óperunnar í Sydney: Utzon látinn Auglýsingasími – Mest lesið TAÍLAND, AP Mótmælendur við alþjóðaflugvöllinn í Bangkok brutust í gær í gegnum varðhring lögregl- unnar sem átti að halda þeim frá helstu nauðsynjum. Olli það ótta um frekari átök en mótmælin hafa lagt efnahag landsins í rúst. Vonast var til að varnarhringurinn sem lögreglan hafði komið fyrir í gær myndi vera upphafið að endinum á þessu fjögurra daga umsátri en raunin varð önnur. Mótmælendur hröktu um 100 lögreglu- menn á flótta en að sögn lögreglunnar urðu engin meiðsli. Sigurður Yngvason, bóndi á Tóvegg, er nú kominn til Parísar og dvelur þar á hóteli ásamt fjölskyldu sinni en hann komst frá Taílandi í gær með flugvél frá Thai Air til Parísar. „Þetta gekk vel þegar við komumst loks í loftið en við biðum í átta klukkutíma á herflugvelli sem yfirvöld breyttu í alþjóðaflugvöll,“ segir Sigurður en hann var með konu sinni og þremur börnum í Taílandi. „Mér skilst að starfsmenn Thai Air hafi tekið flugvélina í skjóli myrkurs og komið henni á herflug- völlinn,“ segir Sigurður og nefnir að Holberg Másson, sem einnig var fastur í Taílandi og var í forsvari fyrir ferðamennina, hafi verið samferða honum til Parísar. „Fjölskyldan var örmagna og við ákváðum að hvíla okkur en komum heim með hádegisflugi á mánudag- inn,“ segir Sigurður. - hs Átök magnast í Taílandi en Íslendingarnir sem þar sátu fastir eru á heimleið: Lögreglan hrakin á brott FLUGVÖLLURINN Í BANGKOK Taílenskur hermaður stendur vörð við flugvöllinn í höfuðborg Taílands. EFNAHAGSMÁL Landssamband íslenskra útvegsmanna, LÍÚ, vill að stjórnvöld kanni þegar kosti einhliða upptöku erlends gjald- miðils. Stjórn félagsins hefur samþykkt áskorun þess efnis og sent ríkisstjórninni. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, segir grund- vallaratriði að fá stöðugri gjald- miðil, lækka vexti og auka milliríkjaviðskipti. Ekki leiki neinn vafi á því að það sé mögu- legt að taka upp annan gjaldmiðil einhliða. „Það hefur verið gert í nokkrum ríkjum þannig að það er alveg klárt að það er mögulegt,“ segir Friðrik. Hann segir í raun einungis um tvo mögulega gjaldmiðla að ræða, evru og Bandaríkjadollar. Breyt- ing sem þessi þyrfti ekki að taka langan tíma, jafnvel innan við mánuð. „Og ég held að það sé ekki eftir neinu að bíða,“ segir hann. Friðrik segir um þaulhugsaða áskorun að ræða. LÍÚ hafi meðal annars ráðfært sig við hagfræð- inginn Daniel Gros sem aðstoðaði Svartfellinga á sínum tíma við það að taka einhliða bæði upp þýska markið og síðar evruna. „Við erum að gera þetta í mikilli alvöru og við vonum að stjórn- völd taki þetta alvarlega.“ Pétur H. Blöndal, formaður efnahags- og skattanefndar Alþingis, segir þetta hins vegar ógerlegt við ríkjandi aðstæður. „Þetta er eiginlega ómögulegt nema að koma á jafnvægi fyrst,“ segir hann. Hann bendir á að ef hér yrði til dæmis tekinn upp dollar, öllum innstæðum breytt í dollara og gjaldeyrishöftum aflétt myndu eigendur jöklabréfa milli- færa þessa dollara sína úr landi í stríðum straumum. Til þess eigi Íslendingar hins vegar ekki næga dollara. Höft á millifærslur yrðu því eftir sem áður óumflýjanleg. „Og þá værum við komin með annars konar Bandaríkjadollar hér en annars staðar í heiminum. Við værum komin með íslenskan Bandaríkjadollar af því að þú gætir ekki notað hann eins og þú vilt og þá myndi myndast gengi á þann dollar miðað við dollarann úti og allar ferðatöskur yrðu full- ar af peningum.“ Pétur útilokar hins vegar ekki að skoða lausn sem þessa þegar jafnvægi kemst á. „En nú eiga menn ekki að vera að leita að billegum lausnum, heldur reyna að leysa vandamálin.“ stigur@frettabladid.is LÍÚ vill einhliða upp- töku evru eða dollars Útgerðarmenn vilja að stjórnvöld kanni nú þegar einhliða upptöku erlends gjaldmiðils. Slíkt þyrfti ekki að taka meira en mánuð. Formaður efnahags- nefndar Alþingis segir einhliða upptöku ómögulega við ríkjandi aðstæður. Í GRINDAVÍKURHÖFN Útgerðarmenn hafa ráðfært sig við hagfræðinginn Daniel Gros sem var Svartfellingum innan handar þegar þeir tóku upp bæði þýska markið og evruna á sínum tíma. FRÉTTABLAÐIÐ / VILHELM KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.