Fréttablaðið - 30.11.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 30.11.2008, Blaðsíða 8
8 30. nóvember 2008 SUNNUDAGUR Virðing Réttlæti F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Samkvæmt 20 gr. laga VR auglýsir kjörstjórn eftir framboðum til formanns og í stjórn og trúnaðarráð félagsins. Áhugasamir geta gefið kost á sér með því að senda inn skriflegt erindi til kjörstjórnar á skrifstofu VR. Skrifleg meðmæli 10 félagsmanna þarf vegna framboðs til formanns og til setu í stjórn. Framboð til setu í trúnaðarráði er hægt að senda rafrænt á kjorstjorn@vr.is Framboðsfrestur er til kl. 12:00, 22. desember 2008. Kjörstjórn Hefur þú áhuga á að starfa í forystu VR? ÍS L E N S K A S IA .I S U T I 44 21 0 11 .2 00 8 Leki göngustafir fyrir þá sem gera kröfur Verð frá 6.990 parið HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 UMHVERFISMÁL Skipulagsstofnun hefur samþykkt tillögu Alcoa um matsáætlun vegna framkvæmda við álver á Bakka við Húsavík. Skilyrði voru sett um að orku- öflun yrði skil- greind. „Við erum mjög ánægð með þennan úrskurð og telj- um hann stað- festa að við höfum unnið mjög góða mat- sáætlun,“ segir Erna Indriða- dóttir, upplýs- ingafulltrúi Alcoa. „Þær athugasemdir sem stofnunin gerir eru full- komlega eðlileg- ar. Það er bara eðlilegt að í mat- inu sé gerð grein fyrir þeirri orkuöflun sem fyrir hendi verður.“ Erna segist reikna með því að matsferlinu ljúki seint á næsta ári. Árni Finnsson, formaður Nátt- úruverndarsamtaka Íslands, segir úrskurðinn vera sigur fyrir umhverfið. Mjög mikilvægt sé að upplýsa þurfi um hvaðan orkan fyrir álverið eigi að koma. „Taka verður fram hvaðan menn ætla að fá orkuna og hvaða virkjanir eru þar að baki. Ef á að kaupa hana af Landsneti þarf að tilgreina hvaða línur þarf að reisa. Þá sjá menn svart á hvítu hvaðan orkan kemur. Ætli menn að leggja línur yfir í Skagafjörð er ljóst að virkja á jökulárnar þar.“ Árni segir að áætlun um orku- öflun gæti sett strik í reikninginn hvað varðar tímaáætlanir. „Þetta tekur allt tíma og eins gætu menn lent í vandræðum með að fjár- magna verkefnið. Alcoa er núna 1 milljón tonna undir framleiðslu- getu og er þá líklegt að fyrirtækið ætli að reisa álver við Bakka? Mér finnst það ekki.“ Árni vísar þar í fréttir frá fyr- irtækinu þess efnis að fyrirtækið dró úr álframleiðslu á seinni hluta ársins um 15 prósent, eða 615 þús- und tonn. Eftir þann niðurskurð nemur ársframleiðslan 3,5 millj- ónum tonna og ónýtt framleiðslu- geta verður 1 milljón tonna. Bergur Elías Ágústsson, sveit- arstjóri Norðurþings, segir að úrskurðurinn muni engin áhrif hafa á tímaáætlanir. „Við höldum ótrauð áfram í þessu góða verkefni. Í sjálfu sér held ég að það verði ekki til neinna vandkvæða að tilgreina orkuöflunina. Við erum sannfærð um að háhitasvæðin í Þingeyjar- sýslu muni skila því sem nauð- synlegt er. Tímabundin kreppa hefur ekki áhrif á langtímafjár- festingu. Það geta falist sóknar- færi í því að koma með erlent fé til landsins og borga laun í íslensk- um krónum.“ kolbeinn@frettabladid.is Alcoa verður að meta orku- öflun líka Tillaga Alcoa um matsáætlun vegna álvers á Bakka hefur verið samþykkt. Skilyrði að orkuöflun verði skilgreind. Sveitarstjóri Norðurþings segir tíma- bundna kreppu ekki hafa áhrif á byggingu álvers. BERGUR ELÍAS ÁGÚSTSSON ERNA INDRIÐADÓTTIR BAKKI Skipulagsstofnun hefur samþykkt tillögu Alcoa um matsáætlun vegan álvers við Bakka, með þeim skilyrðum að gerð verði grein fyrir orkuöflun vegna virkjunar- innar. SAMFÉLAGSMÁL „Við ákváðum að vera ekki með neitt volæði þó svo að við höfum orðið fyrir áföllum eins og fleiri um þessar mundir og ákváðum að búa til þjóðarskútu,“ segir Jóhannes V. Reynisson hjá Víkurvögnum ehf. Hann segir að þrátt fyrir að starfsmönnum fyrirtækisins hafi fækkað úr fimmtán í sex á árinu vilji þeir nýta krafta sína til að þjappa fólki saman og styrkja Mæðrastyrksnefnd í leiðinni. Fleyið hefur tekið á sig nokkra mynd og er það tveir og hálfur metri á lengd og 90 sentímetrar á breidd. Það kemur hins vegar í hlut gesta og gangandi að fylla upp í þessa mynd. „Við erum byrj- aðir að sjóða litlar plötur en síðan viljum við fá fólkið í landinu til að koma til okkar og festa plötuna sem það velur í þjóðarskútuna. Það þarf enga verkkunnáttu til þess, við sjáum um allt slíkt. Og í dag ætlum við að grilla lamba- skrokk og bjóða gestum okkar meðan dyttað er að skútunni.“ Þegar hún hefur tekið á sig full- komna mynd hyggjast þeir Víkur- vagnamenn bjóða hana upp en væntanlegur eigandi verður þó að hafa hana á fjölförnum vegi því hún verður með plexígleri ofan á en síðan fjórum raufum og kemur því að góðum notum sem spari- baukur. „Við viljum síðan gefa Mæðrastyrksnefnd skútuna sem síðan aflar þeim vonandi fjár en ekki fisks.“ - jse Starfsmenn Víkurvagna búa til skútu fyrir Mæðrastyrksnefnd: Róið til fjár á þjóðarskútunni VIÐ ÞJÓÐARSKÚTUNA Sveinn Rúnar Þórarinsson og Jóhannes V. Reynisson aðstoða þjóðina við að koma sér upp þjóðarskútu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN EFNAHAGSMÁL Samkvæmt 43. grein EES-samningsins er stjórnvöldum heimilt að grípa til „verndarráð- stafana á sviði fjármagnsflutn- inga“. Undir þetta ákvæði teljast þær ráðstafanir falla, sem Seðlabankanum hefur verið veitt heimild til að beita í því skyni að hamla gegn fjármagnsflótta úr íslensku krónunni er hún verður sett aftur á flot. Í annarri máls- grein 43. greinar segir: „Leiði fjármagnsflutningar til röskunar á starfsemi fjármagnsmarkaðar í aðildarríki EB eða EFTA-ríki getur hlutaðeigandi samningsaðili gripið til verndarráðstafana á sviði fjármagnsflutninga.“ - aa Hömlur fjármagnsflutninga: Heimild í EES- samningnum VEISTU SVARIÐ? 1. Hvaða útgáfufélag keypti réttinn á tveimur bókum Ævars Arnar Jósepssonar í Þýska- landi? 2. Hversu marga vináttulands- leiki hefur Eiður Smári Guð- johnsen spilað frá árinu 2000? 3. Hver er höfundur útvarps- leikritsins Spor? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.