Fréttablaðið - 30.11.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 30.11.2008, Blaðsíða 10
10 30. nóvember 2008 SUNNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Nýsamþykkt lög um breytingu laga um gjaldeyrismál vekja spurningar. Sérstaklega heimildar- ákvæði Seðlabankans um reglu- setningu um gjaldeyrisskil, en það hljómar svo: „Seðlabanka Íslands er heimilt, að fengnu samþykki viðskiptaráðherra, að setja reglur um að skylt sé að skila erlendum gjaldeyri sem innlendir aðilar hafa eignast fyrir seldar vörur og þjónustu eða á annan hátt.“ Eflaust eru lög þessi sett í góðum ásetningi við mjög sérstakar aðstæður. Mikill þrýstingur hefur byggst upp vegna fjármagns sem beinlínis bíður flóttaleiðar úr landi og vitað er að það mun hafa mjög neikvæð áhrif á gengi krónunnar. Laga- setning þessi ber þess merki að raunverulegar áhyggjur eru hafðar af því að slík lækkun gæti orðið stjórnlaus, að af stað færi vítahringur gengislækkunar sem yrði ekki auðrofinn. Jafnframt hefur þegar myndast hér á landi svartur markaður með gjaldeyri sem er fyrirbrigði sem vart hefur sést hér síðustu áratugi. Það er vægast sagt óheppilegt og nauðsynlegt að koma þeim markaði fyrir kattarnef sem fyrst. Lagasetningunni er ætlað að stemma stigu við þessum vanda, en, eins og áður segir, kvikna ýmsar spurningar um efni laganna, áhrif þeirra og framkvæmd. Vantraust á efnahagsáætlun Í fyrsta lagi má velta fyrir sér hvort túlka megi lögin sem ákveðið vantraust, eða óöryggi, á efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þrátt fyrir hin miklu lán og margliða aðgerðaráætlun er talin þörf á að setja á meiriháttar markaðshindr- anir. Hér takast á annars vegar því sem haldið hefur verið fram á opinberum vettvangi að við fleytingu krónunnar verði í upphafi snöggt gengisfall með leið- réttingu upp á við fljótlega í kjölfarið, og hins vegar fyrrnefnd- ur ótti við að lækkunin fari úr böndunum og hér verði stjórnlaus gengislækkun með tilheyrandi óðaverðbólgu. Í öðru lagi kemur fram í greinargerð með frumvarpinu að það felur í sér veruleg frávik á alþjóðlegum skuldbindingum. Sérstaklega er þar um að ræða EES-samninginn og verður að teljast galli að ekki sé a.m.k. vísað í greinargerð með frumvarpinu um að ef gripið verði til aðgerða verði að fara að ákvæðum 45. greinar EES-samningsins, að ógleymdum ákvæðum 112 og 113 greinar samningsins, en þær lúta m.a. að tilkynningaskyldu íslenskra stjórnvalda til annarra samningsaðila um sértækar aðgerðir af því tagi sem lagasetn- ingin boðar. Gera má ráð fyrir að við undirbúning lagasetningarinnar hafi það verið gert. Auk þess er ekki ástæða til að ætla annað en að íslensk stjórnvöld vilji vinna aðgerðir sem þessar í sátt við nágrannaþjóðir okkar. Í þriðja lagi veldur það vissum áhyggjum hvort lögin feli í sér brot á eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar, m.a. vegna þeirrar heimildar Seðlabanka Íslands að skylda fólk og fyrirtæki til að skila gjaldeyri sem þau eiga. Að sama skapi er spurning hvort hugsanleg viðurlög gangi ekki fulllangt, en í tilfelli brota verður heimilt að beita stjórnvaldsektum og varðhaldi til allt að tveggja ára og þarf þá engu að breyta um hvort ásetningsbrot hafi verið að ræða eða af gáleysi. Í fjórða lagi er rétt að velta fyrir sér hættunni á að með þeim víðtæku valdheimildum sem Seðlabanka eru veittar, jafnvel þó að þær séu til bráðabirgða, verði brotnar reglur um meðalhóf. Þótt tæpast sé ástæða til að ætla að sérsveit ríkislögreglustjóra verði send til fólks og fyrirtækja til að sækja gjaldeyri sem þau hafa aflað „fyrir seldar vörur og þjónustu eða á annan hátt“ virðist skorta ákveðna varnagla í lögin m.a. um framkvæmd valdheim- ilda. Hvernig verður þetta metið? Tæpast á að „glæpagera“ gjaldeyr- iseign þ.a. Seðlabankinn muni leita til dómstóla og óska húsleitarheim- ildar vegna gruns um gjaldeyris- eign? Að sama skapi er tæpast uppi áætlun um að fulltrúar Seðlabankans bíði við landganga Leifsstöðvar og biðji íslenska ferðamenn að skila afgangsferða- gjaldeyri strax við heimkomu. Trygging jafnræðisreglu Í fimmta lagi vekja lögin spurningu um það hvort hætta verði á því að jafnræðisregla verði brotin og um mismunun á milli aðila. Það hlýtur að vera erfiðara að beita takmörk- unum á sum fyrirtæki en önnur. Tæpast verður stóriðja látin sæta takmörkunum og enginn áhugi er á því að stefna rekstri t.d. CCP, Össurar og Marels í hættu. Ef einhverja starfsemi eða fyrirtæki þarf að taka út fyrir sviga verður það að vera vel rökstutt. Annars er hætta á að ákveðnar atvinnugrein- ar, t.d. sjávarútvegur, telji sig órétti beittar. Í sjötta lagi er rétt að hafa í huga hugsanleg neikvæð áhrif laganna á erlenda fjárfestingu hérlendis, að minnsta kosti á meðan ákvæðin gilda, og jafnvel varanlega í ljósi þess hversu greiðlega gekk að afgreiða lagasetningu af þessu tagi á Alþingi. Í sjöunda lagi, með hliðsjón af ofangreindu, er ástæða til að hafa áhyggjur af því hvort þessi lagasetning dragi úr trú á Íslandi sem réttarríki. Fara sprotafyrirtækin úr landi? Í áttunda lagi, er einnig rétt að kannað verði hvort lagasetning sem þessi geti orðið þess valdandi að smærri fyrirtæki, t.d. sprota- fyrirtæki í hátækniútflutningi, sem hvort eð er eru á mörkum þess að geta haldið áfram starf- semi hérlendis, muni hverfa úr landi. Í níunda lagi er full ástæða til að taka til athugunar athugasemdir framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, sem segir lögin stórskaða íslenskt viðskiptalíf og neyða fyrirtæki til þess að taka upp starfshætti fortíðarinnar. Í tíunda lagi, er rétt að velta fyrir sér þeirri aðferðarfræði sem beitt er við setningu laganna og hvort ástæða er til að óttast frekari lagasetningar í framtíðinni og aðrar aðgerðir stjórnvalda. Það getur ekki verið ásættanlegt að reglulega sé verið að keyra lagasetningar með jafn víðtæk áhrif í gegnum Alþingi með afbrigðum og þannig í reynd komið í veg fyrir fullnægjandi lýðræðislega umræðu um áhrif þeirra. Lagasetning þessi er viðbragð við óvenjulegu ástandi. Hún setur veruleg höft og almennt virðist skorta varnagla beitingu laganna. Eru lögin þannig full opin til túlkunar og því spurning hvort þau dragi frekar úr trausti en að auka það. Braut hafta er að auki í sögulegu samhengi alltaf varhuga- verð, því jafnan virðist eitt leiða af öðru í þeim efnum – takmörkuð gjaldeyrishöft dagsins í dag verði orðin víðtækari almenn viðskipta- höft morgundagsins. Ásetningur laganna er án efa góður, en ástæða er til að hafa í huga að leiðin til bölvunar getur einmitt verið vörðuð góðum ásetningi. Höfundur er formaður Framsókn- arfélagsins á Akranesi. Ásetningur og afleið- ing gjaldeyrislaganna FRIÐRIK JÓNSSON Í DAG |Gjaldeyrislög Í fimmta lagi vekja lögin upp spurningu um það hvort hætta verði á því að jafnræðisregla verði brotin og um mismunun á milli aðila. Það hlýtur að vera erfiðara að beita takmörkunum á sum fyrirtæki en önnur Rauðarárstíg 6 Sími: 567-7888 www.art2b.is Nýtt sölugallerý Vönduð olíumálverk og listmunir eftir íslenska og erlenda listamenn. Verið velkomin í glæsilegan sýningarsal okkar, sjón er sögu ríkari. Ekkert hljóð, bara blóð Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens fer mikinn í aðsendri grein sem birtist í laugardagsútgáfu Morgunblaðsins. Lýsir þjóðskáldið því meðal annars yfir að Hannes Hólmsteinn Gissurarson sé inni í skáp ásamt hinum blindu og að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sé framtíðarleið- togi Sjálfstæðisflokksins. Klykkir Bubbi svo út með eftirfarandi orðum: „Gera menn sér grein fyrir því að í fyrsta skipti í sögu þjóðarinnar liggur upp- reisn í loftinu – það munu verða blóðug mótmæli ef ekki verður gert neitt í því að draga menn til ábyrgðar.“ Af þessu tilefni eru gárungar í aðdá- endahópi tónlistar- mannsins þegar farnir að búa sig undir útkomu nýrrar og uppfærðrar útgáfu af slagara Bubba frá 1986, „Er nauðsyn- legt að skjóta þá?“ Þið eruð frábær Fyrsta upplaginu af nýjum sjálfshjálp- argeisladiski spákonunnar Sigríðar Klingenberg, sem ber titilinn „Þú ert frábær“, var stolið af heimili Sigríðar í vikunni. Gárungar hafa sammælst um að beina þeim tilmælum til spákon- unnar að heillavænlegast sé að hefja leitina að diskunum í miðbæ Reykja- víkur, nánar tiltekið á svæðinu milli Kirkjustrætis og Kalkofnsvegar. Ertu þá farin? Komið hefur í ljós að félaga- nöfnin Íslensk afþreying ehf. og Ný sýn ehf., sem eru ný nöfn yfir félög í eigu 365 miðla, voru bæði í notkun annarra félaga. Íslensk afþreying var rekstrarfélag Selfoss-hnakkanna í hljómsveitinni Skítamóral en Ný sýn er útgáfufélag í meirihlutaeigu Samtakanna ´78, félags lesbía og homma á Íslandi. Skítamórals-liðar tóku vel í þær umleitanir 365 miðla að láta félaginu eftir nafnið Íslensk afþreying, en ekki hefur enn verið samið við Samtökin ´78 um nýja notkun nafnsins Ný sýn og segist formaður samtak- anna vera sárt um nafnið. Spurningin er hvort annar aðilanna hafi sýnt af sér skítamóral í samningavið- ræðum. kjartan@frettabladid.is K rafan um að rannsóknin á hruni bankanna nái líka yfir aðdraganda einkavæðingar þeirra er sanngjörn. Í raun er bráðnauðsynlegt að Alþingi taki af öll tvímæli um að sá kafli verði hluti af starfslýsingu fyrirhugaðrar rannsóknarnefndar. Ef ekki, verður aðeins hálf sagan til skoðunar. Tvær meginástæður eru fyrir því að fara verður ofan í saumana á því hvernig staðið var að einkavæðingu gömlu ríkisbankanna. Sú fyrri er að á næstu misserum og árum liggur fyrir að ýmis fyrir- tæki, sem eru lent eða munu lenda í eigu ríkisins, þarf að einka- væða á nýjan leik. Þar með talið einhverja, eða alla, stóru bankana þrjá. Hvernig staðið var að einkavæðingu Landsbankans og Bún- aðarbankans á sínum tíma, verður að vera víti til varnaðar. Sú framkvæmd er í raun handbók um hvernig á ekki að standa að sölu ríkisfyrirtækja. Enda varð afraksturinn stórkostlegt tjón fyrir núlifandi Íslendinga og komandi kynslóðir. Hin ástæðan, og ekki veigaminni, er að hrunið getur gefið okkur tækifæri til að byggja upp nýtt samfélag laust við pólitíska fyrir- greiðslu og klíkuskap. Til þess að af því geti orðið verður að fara fram heiðarlegt uppgjör við fortíðina. Annars er hætta á því að við spólum okkur beint aftur í sama hjólfarið, þar sem stjórnmála- flokkar skipta á milli sín helstu gæðum samfélagsins. Einkavæðing Landsbanka og Búnaðarbanka á sínum tíma var einmitt óvenjuósvífið dæmi um slíka útdeilingu. Höfundar og ábyrgðarmenn á því verki voru forystumenn Sjálfstæðiflokks og Framsóknarflokks, sem þá fóru með ríkisstjórn landsins. Í orði kveðnu átti framkvæmdanefnd um einkavæðingu að móta hvernig staðið yrði að sölu ríkisbankanna, en þegar til kastanna kom tók af henni völdin ráðherranefnd, sem í sátu Davíð Oddsson, þá forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson, þá utanríkisráðherra, Geir H. Haarde, þá fjármálaráðherra og Valgerður Sverrisdóttir, þá viðskiptaráðherra. Það var val þessara ráðherra að áhrifamenn í Framsóknar- flokknum fengju Búnaðarbankann og að „Landsbankinn kæmist í hendur manna sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði a.m.k. talsamband við,“ eins og það er orðað í grein Styrmis Gunnarssonar um Davíð Oddsson í bókinni Forsætisráðherrar Íslands. Engin ástæða er til að efast um að Davíð sjálfur er þarna heim- ildamaðurinn sem og að þessum orðum úr sömu bók: „sú ákvörð- un hans að selja Björgólfi Guðmundssyni og samstarfsmönnum hans ráðandi hlut í Landsbankanum er ein örlagaríkasta ákvörðun sem hann hefur tekið á stjórnmálaferli sínum.“ Hefur það heldur betur gengið eftir. Þó örugglega á annan hátt en greinarhöfundur og heimildamaðurinn ætluðu. Það er líka ástæða til að rifja upp að í aðdraganda einkavæðing- ar bankanna lýsti Davíð Oddsson því margoft yfir að mikilvægt væri að eignarhald í bönkunum yrði dreift svo þeir yrðu sem hlut- lausastir gagnvart viðskiptalífinu. Ef þeirri skynsamlegu stefnu hefði verið fylgt má ætla að öðruvísi væri nú komið fyrir íslensku efnahagslífi. En þegar til kastanna kom tóku Davíð og ráðherra- nefnd framsóknar- og sjálfstæðismanna u-beygju og kusu að koma bönkunum í þröngt eignarhald manna sem nutu velvildar flokk- anna. Voru þar hagsmunir þessara tveggja flokka settir framar heilbrigði samfélagsins. Slíkum hugsunarhætti verður að útrýma. Einkavæðingin og hrun bankanna. Alla söguna takk JÓN KALDAL SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.