Fréttablaðið - 30.11.2008, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 30.11.2008, Blaðsíða 25
Landslagsgreining í tengslum við skipulagsvinnu sveitarfélaga Í tilefni 50 ára afmælis VSÓ Ráðgjafar býður fyrirtækið til morgunverðarfundar miðviku- daginn 3. desember kl. 8:30 til 10:00 á Grand Hótel. Á fundinum verður fjallað um landslags- greiningu og þau tækifæri sem hún býður upp á í tengslum við skipulagsvinnu og ákvörðun um útfærslu framkvæmda. Hvað er landslagsgreining? Landslagið er mótað af kröftum náttúrunnar og sambýli við manninn. Það er sameign og ber öll merki af athöfnum okkar í aldanna rás. Kynnt verður ný dönsk aðferðafræði við land- lagsgreiningu sem auðveldar framsetningu á grunnupplýsingum og tryggir almenningi betur möguleika á að fylgja eftir gæðum landslagsins og einstaka þáttum í umhverfinu. 1958 – 200850 ÁRA Dagskrá: Hugtakið “Landslag” og regluverkið Rut Kristinsdóttir, sviðsstjóri hjá Skipulagsstofnun Landslagsgreining við mat á umhverfisáhrifum Auður Magnúsdóttir og Sebastian Peters, VSÓ Ráðgjöf Landslagsgreining í aðalskipulagsvinnu Bodil Mortensen frá NIRAS Konsulentene í Danmörku Fundurinn er ætlaður: sveitastjórnarfólki, ráðgjöfum sveitarfálaga, arkitektum, landslagsarkitektum og öðru áhugafólki um skipulagsmál Aðgangur er í boði VSÓ Ráðgjafar Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir 2. desember n.k. á netfangið vso@vso.is 1958 – 200850 ÁRA SÆLINGSDALSTUNGA til leigu og/eða sölu Búskapur og/eða önnur starfsemi: Hluti jarðarinnar Sælingsdalstungu (ekki frístundasvæði né fjalllen- di) er til leigu eða sölu. Um er að ræða 270 hektara jörð sem getur hentað til búskapar, ferðaþjónustu eða sambærilegrar starfsemi. Tilboðsgjafar skulu í tilboðum sínum gera grein fyrir þeirri starfsemi sem þeir hyggjast stunda á jörðinni en hún skal samræmast þeirri starfsemi sem er í næsta nágrenni og samrýmast markmiðum Dalabyggðar með ráðstöfun jarðarhlutans sem er atvinnusköpun í Dalabyggð. Frístundasvæði: Til sölu er hluti jarðarinnar Sælingsdalstungu, Dalabyggð, þ.e. sá hluti hennar sem hefur verið skipulagður undir frístundahúsabyggð en það eru 105 hektarar og liggur nálægt Laugum í Sælingsdal. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er þar gert ráð fyrir 54 frístun- dahúsum. Svæðið verður selt í núverandi ástandi en m.a. er eftir leggja vatnsveitu og vegi að mestu leyti. Væntanlegur kaupandi skal hefja framkvæmdir á svæðinu innan 16 mánaða frá undirritun kaupsamnings og innan þriggja ára skal a.m.k. helmingur svæðisins vera uppbyggt. Í kaupsamningi verður kveðið á um heimild seljan- da til að rifta kaupum verði ekki staðið við umsamda skilmála. Tilboðum skal skilað í síðasta lagi 20. desember 2008 á skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11, 370 Búðardal. Dalabyggð áskilur sér rétt að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum en við mat á tilboðum verður sérstaklega litið til þess hvort markmið Dalabyg- gðar með ráðstöfun á þessum jarðarhlutum nái fram að ganga með því að samþykkja framkomið tilboð. Allar nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 4307400 og á netpósti: grimur@dalir.is Grímur Atlason, sveitarstjóri. Lífsgæði og sjálfsstyrking Uppeldi og samskipti 2.des Félagsstarfi Gerðubergi 3-5 9.des Félagsstarfi Gerðubergi 3-5 4.des Félagsmiðstöðinni Hraunbæ 105 11.des Félagsmiðstöðinni Hraunbæ 105 9.des Félagsmiðstöðinni Afl agranda 40 16.des Félagsmiðstöðinni Afl agranda 40 27.jan Korpúlfsstöðum, Grafarvogi 3.feb Korpúlfsstöðum, Grafarvogi 29.jan Félagsmiðstöðinni Hæðargarði 31 5.feb Félagsmiðstöðinni Hæðargarði 31 3.feb Félagsmiðstöðinni Bólstaðarhlíð 43 10.feb Félagsmiðstöðinni Bólstaðarhlíð 43 Velferðarsvið www.reykjavik.is www.velferdarsvid.is Lífsgæði - uppeldi - samskipti Opnir fræðslufundir Velferðarsvið Reykjavíkurborgar býður borgarbúum á opna fræðslufundi Á þessum umbrotatímum er mikilvægt að hlúa að fjölskyldunni og sínum nánustu, gefa sér tíma til að staldra við og hugsa um lífsgæðin, uppeldið og samskiptin. Haldnir verða tveir fræðslufundir í hverfum borgarinnar með þátttöku þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar. Fyrri fundur Inga Stefánsdóttir, sálfræðingur • Lífsgæði - hvað er það? • Færar leiðir þrátt fyrir erfi ðar aðstæður - hvað get ég gert? Seinni fundur Sigurður Ragnarsson, sálfræðingur • Uppeldi og samskipti- að tala við börn og ungmenni þegar ástandið er erfi tt - ábyrgð foreldra • Samskipti hjóna og sambúðarfólks Allir fundir byrja kl. 17. Allir eru velkomnir svo lengi sem húsrúm leyfi r. Fundirnir eru þátttakendum að kostnaðarlausu. Starf leikskólastjóra Leikskólans Sólvalla Grundarfjarðarbær auglýsir starf leikskólastjóra Leikskólans Sólvalla í Grundarfi rði laust til umsóknar. Leikskólinn Sólvellir er tveggja deilda leikskóli. Í leikskólanum hefur verið unnið þróunarstarf varðandi „Ferlimöppur“ nemenda undanfarin ár. Leikskólinn er staðsettur í miðju þéttbýli Grundarfjarðar og nú eru í skólanum 47 börn frá 12 mánaða aldri. Ráðið verður í starfi ð frá og með 1. janúar 2009 eða eftir samkomulagi. Laun og kjör eru samkvæmt kjarasamningi Félags leik- skólakennara og Launanefndar sveitarfélaga. Skilyrði er að umsækjendur hafi réttindi leikskólakennara og kostur er ef viðkomandi hefur lokið stjórnunarnámi eða hefur góða reynslu af stjórnun leikskóla. Veitt verður aðstoð við leit að húsnæði ef þörf verður fyrir það. Umsóknarfrestur um starfi ð er til og með 10. desember n.k. Umsóknum með upplýsingum um náms- og starfsferil ásamt æviferilskrá (CV) óskast skilað til skrifstofu Grundarfjarðar-bæjar að Grundargötu 30, 350 Grundarfi rði. Senda má umsóknir í tölvupósti á netfang bæjarstjóra. Nánari upplýsingar veitir bæjarstjóri á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar eða í síma 430-8500 og með tölvupósti, netfangið er baejarstjori@grundarfjordur.is Grundarfjarðarbær er framsækið sveitarfélag sem leggur áherslu á góða þjónustu við íbúa og öfl ugt atvinnulíf. Þéttbýlið í Grundarfi rði byggðist upp á síðustu öld þegar sjávarútvegi óx fi skur um hrygg og vinnsla á fi ski varð eftirsóttur atvinnuvegur. Grundarfjörður er á norðanverðu Snæfellsnesi og nýtur mikillar náttúrufegurðar og nálægðar við náttúruperlur eins og Snæfellsjökul og eyjarnar í Breiðafi rði. Miklir útivistarmöguleikar eru í Grundarfi rði og á Snæfellsnesi öllu. Öll venjuleg þjónusta er til staðar í Grundarfi rði svo sem heilsugæsla, verslanir, leikskóli, grunnskóli, framhaldsskóli, veitingahús, gististaðir, bankar og margt annað. Nánari upplýsingar er að fi nna á heimasíðu Grundarfjarðarbæjar www.grundarfjordur.is Bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar  Menntaskólinn við Hamrahlíð www.mh.is STÖÐUPRÓF DESEMBER 2008 Stöðupróf á vegum menntamálaráðuneytisins verða haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð sem hér segir: Mánudaginn 1. desember Kl. 18:00 Danska (hámark 6 einingar) Þriðjudaginn 2. desember Kl. 18:00 Ítalska (hámark 12 einingar) Fimmtudaginn 4. desember Kl. 18:00 Enska (hámark 9 einingar) Laugardaginn 6. desember Kl. 10:00 Norska (hámark 6 einingar) Sænska (hámark 6 einingar) Þriðjudaginn 9. desember Kl. 18:00 Franska (hámark 12 einingar) Þýska (hámark 12 einingar) Hollenska (hámark 12 einingar) Serbneska (hámark 12 einingar) Litháíska (hámark 12 einingar) Japanska (hámark 12 einingar) Albanska (hámark 12 einingar) Tælenska (hámark 12 einingar) Miðvikudaginn 10. desember Kl. 18:00 Stærðfræði. Boðið er upp á próf í STÆ103, STÆ203 og STÆ263. Föstudaginn 12. desember Kl. 18:00 Spænska (hámark 12 einingar) Rafræn skráning í stöðupróf fer fram á heimasíðu skólans (http://www.mh.is). Frekari upplýsingar á skrifstofu skólans í síma 595-5200. Sýna þarf persónu- skilríki með mynd í prófinu. Prófgjald, kr. 3500 fyrir hvert próf, ber að greiða inn á reikning Menntaskólans við Hamrahlíð í banka 323 hb 26 nr 106, kt. 460269-3509. Greiðslufrestur er til hádegis prófdag, nauðsynlegt er að fram komi nafn og kennitala próftaka og sýna þarf kvittun í prófinu. Í Aðalnámskrá framhaldsskóla er tekið fram að þessi próf séu ætluð þeim sem búa yfir þekkingu og reynslu sem ekki hefur verið aflað með hefðbundnum hætti í skóla. Að gefnu tilefni skal tekið fram að fyrir liggur álit menntamálaráðuneytisins um að stöðupróf skuli ekki nota sem upptektarpróf fyrir nemendur sem fallið hafa á annar- eða bekkjarprófi. Rektor. Til leigu Tilkynningar Atvinna Tilkynningar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.