Fréttablaðið - 30.11.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 30.11.2008, Blaðsíða 30
6 FERÐALÖG Þrátt fyrir að flestir sleppi nú utanlandsferðunum vegna krank- leika íslensku krónunn- ar eru þeir örugglega margir sem ekki geta hugsað sér að sleppa skíðaferðunum. Tími þeirra er einmitt að renna upp. Að þjóta niður snævi þaktar brekkur í frískandi háfjallalofti er líka allra meina bót. Óþarft er að láta sér leiðast eftir að skíða- skónum sleppir. Í fjallaþorpunum flestum er að finna ógrynni af krám og veitingahús- um. Meðal upplifana umfram skíðaiðkun er að bragða á heilu grilluðu svíni, hlusta á fagra tóna tírólahljómsveitar og fara í hestasleðaferð að kvöldlagi. Algengt verð á skíðaferðum er 160 til 200 þúsund krónur á mann, miðað við tveggja manna herbergi. SNÆVI ÞAKIN FJÖLLIN BÍÐA N ú þegar jólamánuður- inn fer í hönd streyma Þjóðverjar og gestir á jólamarkaði. Einn sá þekktasti í Þýskalandi er jóla- markaðurinn í Frankfurt, þar sem finna má jólavörur á hundr- uðum bása í miðaldaumhverfi miðborgarinnar. Ljósumprýddur markaðurinn. Þrisvar á dag, klukkan 9, 12 og 17, klingja bjöll- ur á svölum Nikolaikirche og reglulega eru haldnir tónleikar með jólalegu ívafi á Römerberg- torginu. Fyrir þá sem vilja leiðsögn sér- fróðra er bent á að boðið er upp á slíkar gönguferðir um markaðinn þar sem skýrt er frá sögu hans og leyndardómum, sérstaklega þegar kemur að matar- og köku- gerð. Hluti af göngunni er að fara upp á þak Nikolaikirche (Nikulás- arkirkju), en þaðan er útsýni yfir allan markaðinn og nokkuð yfir borgina. Ef fólk vill halda sig við jörðina er einnig innifalin ferð í gamaldags hringekju, sem heillar jafnt unga sem aldna. Í lok ferð- arinnar er svo boðið upp á heitan bolla af jólaglöggi til að ylja jafnt fingur sem að innan. Fyrir þá sem vilja upplifa öðru- vísi borgarstemningu er mælt með borgunum Wiesbaden og Heidelberg í nágrenni Frankfurt. Í Heidelberg má finna fornar rústir Heidelbergkastala og í gamla miðbænum Alstadt má finna mikið af verslunum, kaffi- húsum og veitingastöðum. Umhverfis borgina eru hins vegar skógi vaxnar hæðir. - ss STOLLEN&GLÖGG Í Þýskalandi er þrennt sem nauðsynlegt er að gera í desember; fara á jólamarkað, drekka glögg og næla sér í bita af hinni hefðbundnu jólaköku, Stollen. Hægt er að sameina þetta þrennt á jólamarkaðinum í Frankfurt. Jólamarkaðurinn í Frankfurt Það tekur margar klukkustundir að rannsaka hvern krók og bás á jólamarkaðinum í Frankfurt. MYND/ TOURISMUS+CONGRESS GMBH FRANKFURT AM MAIN PARÍS: Jólamarkaðurinn í borg ljósanna á sér stað á vinstri bakkanum á Boulvard Saint Germain og Place Saint-Sulp- ice. Njóttu þess að hitta jólasveininn sem Frakkar kalla Pére Noël og dreyptu á heitu rauðvíni. (frá 5.-31. des.) STOKKHÓLMUR: Það eru margir jólamarkaðir í Stokkhólmi en sá stærsti er haldinn í Gamla Stan á degi hverjum í aðdraganda jóla. Helgarmarkaðurinn í Skans- en á Djurgården-eyju er líka stórskemmtilegur (til 24. des.). STRASSBORG: Jólastemmning svífur yfir vötnum í þessari frönsku miðaldaborg en þessi markaður, Christkindels- marik, hefur verið haldinn allt frá árinu 1570 við hlið Notre-Dame kirkjunnar (til 24. des.). VÍNARBORG: Austur- ríkismenn eru þekktir fyrir kósýheit um jól og því eru jólamarkað- ir í Vínarborg sérstaklega huggulegir. Stærstu markaðirnir eru haldnir fyrir framan ráðhúsið og við háskólann. BESTU JÓLAMARKAÐIRNIR Ferðaávísun gildir ÍS L E N S K A /S IA .I S /I C E 4 40 54 1 1/ 08 HLUNNINDI SEM FYRIRTÆKJASAMNINGUR VEITIR: • Sérstakur ferðaráðgjafi hefur umsjón með hverju fyrirtæki • Neyðarnúmer sem er opið allan sólarhringinn - alla daga ársins • Afsláttur sem býðst á fargjöldum til áfangastaða Icelandair • Nákvæmt viðskiptayfirlit á vefnum + Skráðu fyrirtækið þitt núna á www.icelandair.is ÞJÓNUSTA SEM SPARAR FYRIRTÆKJUM TÍMA OG PENINGA ER ÞITT FYRIRTÆKI MEÐ SAMNING? M A D R ID B A R C E LO N A PARÍS LONDO N MANCHESTER GLASGOW MÍLANÓ AMSTERDAM MÜNCHEN DÜSSELDORF FRANKFURT BERLÍN KAUPMANNAHÖFN BERGEN OSLÓ STOKKHÓLMUR HELSINKI HA LI FA X NE W YO RK OR LAN DO MINN EAPOL IS – ST. P AUL TOR ONT O BO ST ON REYKJAVÍK Traustur íslenskur ferðafélagi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.