Fréttablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 4
4 1. desember 2008 MÁNUDAGUR VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 14° 6° 4° 6° 4° 4° 5° 1° 5° 8° 21° 6° 12° 19° 1° 6° 15° 4° Á MORGUN 8-13 m/s suðvestan til annars mun hægari. MIÐVIKUDAGUR 8-15 m/s, hvassast sunnan og vestan til. 0 -3 -3 -3 -4 -2 0 -3 -1 -5 -13 5 6 5 5 5 6 8 14 8 8 10 0 -3 -6 -5 -6 3 2 MILDARA FRAM UNDAN Hann verður norð- anstæður í dag með frosti um allt land. Á morgun snýst vindur hins vegar til suðaust- urs með strekkingi og snjómuggu eða slyddu suðvestanlands. Allt bendir til að lítið hlýni á morgun en að það dragi þó úr frostinu sunnan og vestan til. Á miðvikudag verður hann orðinn frostlaus sunnan- og vestan- lands. 1 -3 -3 Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur VIÐSKIPTI Leitað verður að nýjum hluthöfum sem eru tilbúnir til að leggja Árvakri, útgáfufélagi Morg- unblaðsins, til nýtt hlutafé á næstu vikum, segir Þór Sigfússon, stjórn- arformaður Árvakurs. Þór segir að ýmsir hafi lýst áhuga á því að koma að félaginu, en alls sé óvíst um framhaldið. Grunn- hugmyndin sé sú að breiður hópur hluthafa komi inn í félagið, og að enginn eigi afgerandi hlut. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að hópur starfsmanna Morgunblaðsins hafi áhuga á að eignast hlut í blaðinu. Þór segir að sér myndi lítast vel á að starfs- menn komi inn sem hluthafar, þó ekki verði farið alla leið út úr fjár- hagskröggum félagsins með því. Árvakur hefur átt í miklum fjár- hagserfiðleikum undanfarið. Félag- ið hefur glímt við alvarlegan lausa- fjárvanda og hafa skuldir þess hækkað mikið vegna gengisfalls krónunnar. Félagið réðist fyrir nokkrum árum í uppbyggingu skrifstofuhús- næðis og prent- smiðju í Hádeg- ismóum. Rætt var um framtíð Árvak- urs á fundi bankaráðs Glitn- is í gærmorgun. „Á fundinum var ákveðið að halda áfram að vinna með félaginu að lausn á vandamálum þess,“ segir Valur Valsson, formaður banka- ráðs Glitnis. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um niðurstöðu fundarins. Þór segir að endurskipulagning- in muni meðal annars felast í því að hlutafé núverandi hluthafa verði fært niður í núll. Ekki sé víst að allir núverandi hluthafar hafi hug á því að koma að félaginu áfram. Unnið verður að því í vikunni að greiða þeim starfsmönnum Árvak- urs laun sem ekki fengu greidd laun fyrir helgi, segir Einar Sig- urðsson, forstjóri Árvakurs. Hann segir Árvakur og Glitni nú vinna að framtíðarlausn á fjármálum Árvakurs. Gert sé ráð fyrir því að þeirri vinnu ljúki fyrir vikulokin. Í tilkynningu frá Árvakri kemur fram að lögð sé áhersla á það af hálfu Glitnis og Árvakurs að end- urfjármögnun félagsins fari fram í opnu og gegnsæu ferli. Björgvin G. Sigurðsson við- skiptaráðherra kallaði í síðustu viku eftir auknu gagnsæi og betri upplýsingagjöf frá viðskiptabönk- unum um söluferli á fyrirtækjum sem fallið hefðu í hendur bank- anna. Ekki er ljóst hvaða áhrif það gæti haft á endurfjármögnun Árvakurs, eða mögulega aðkomu nýrra hluthafa. Gagnrýnt hefur verið að valdir aðilar geti keypt fyrirtæki í fjárhagskröggum án þess að aðrir fái að bjóða í félögin. brjann@frettabladid.is Leita nýrra hluthafa í Árvakri á næstunni Unnið verður að því að leysa alvarlegan fjárhagsvanda Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, í vikunni. Endurskipulagning með nýju hlutafé er fram und- an. Unnið verður að því að greiða laun starfsmanna í vikunni segir forstjórinn. HÖFUÐSTÖÐVAR Morgunblaðið flutti alla starfsemi blaðsins í nýtt húsnæði í Hádegismóum við Rauðavatn sumarið 2006. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR ÞÓR SIGFÚSSON SKEMMTUN Boðað hefur verið til veglegra hátíðarhalda í London í dag til að minnast 90 ára fullveld- is Íslands. Það er Íslendingafélag- ið í London sem stendur fyrir hátíðarhöldunum ásamt sendiráði Íslands og íslenska söfnuðinum í London. Tilgangurinn er ekki síst að sýna samstöðu á erfiðum tímum. Hátíðin verður haldin í Cadogan Hall, einum af þekktustu tónlistarsölum London. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, mun halda hátíðarræðu. Meðal annarra skemmtiatriða má nefna tónlistarflutning Lay Low og Eivarar Pálsdóttur. - bj Fagna fullveldinu í London: Samstaða á erf- iðum tímum VIÐSKIPTI „Ég hef fulla trú á því að stjórnvöld og Seðlabankinn finni lausnir sem fyrst til að koma nær eðlilegum gjaldeyrisviðskiptum í gang á ný. Lög á gjaldeyrisvið- skipti geta ekki verið til lang- frama,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems, um nýsettar hömlur á gjaldeyrisvið- skipti sem samþykktar voru á Alþingi aðfaranótt föstudags. Hann segir erfitt að koma gjaldeyrisviðskiptum í gang á ný en gerir ráð fyrir því að lögin gildi í stuttan tíma. Höft á gjaldeyrisviðskipti hafa verið harðlega gagnrýnd en Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, sagði í Frétta- blaðinu á laugardag, að þau gætu sett hlutabréfamarkað úr skorðum. - jab Telur hömlur vara skammt: Er bjartsýnn á að lausn finnist KANADA, AP Stjórnarandstöðu- flokkarnir þrír á Kanadaþingi, Frjálslyndir, Nýir demókratar og Bloc Quebecois, eiga nú í viðræðum um að mynda nýjan stjórnarmeiri- hluta sem tekið geti við völdum af minnihluta- stjórn íhalds- manna, sem Stephen Harper fer fyrir. Stjórn Harpers reynir að verjast valdamissinum með því að ákveða að flýta framlagn- ingu fjárlaga og með því að afturkalla hluta af efnahagsum- bótaáætlun þeirri sem hún hefur verið að reyna að framfylgja. Stjórnin tilkynnti í gær að hún myndi ekki banna verkföll opinberra starfsmanna og að fjárlagafrumvarpið yrði lagt fram í lok janúar í stað febrúar eða mars. - aa Stjórnmál í Kanada: Minnihluta- stjórnin tæp STEPHEN HARPER DÓMSMÁL Nýju embætti héraðs- saksóknara verður ekki komið á laggirnar fyrr en í byrjun árs 2010, þar sem ákveðið hefur verið að ráðast ekki í nýjan kostnað í ríkisrekstri. Þetta kom fram í máli Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra á aðalfundi Dómarafélags Íslands á föstudag. Björn sagði ráðuneytið hafa kynnt fjárlaganefnd Alþingis og fjármálaráðuneyti tillögur um niðurskurð í stofnunum ráðuneyt- isins. Hann vonast til þess að fallist verði á tillögurnar og að staðinn verði vörður um fjárveit- ingar til innviða stofnana á forræði ráðuneytisins. - bj Niðurskurðartillögur kynntar: Staðinn vörður um innviðina VIÐSKIPTI Þýskir bankar hafa í hyggju að mynda samtök til að tryggja að sem mestir fjármunir skili sér í hús af lánum sem sitja í þrotabúum gömlu íslensku viðskiptabankanna þriggja. Heildarskuldir bankanna gagnvart þýskum lánardrottnum námu 21 milljarði Bandaríkja- dala, jafnvirði um þrjú þúsund milljarða íslenskra króna, um það leyti sem Fjármálaeftirlitið tók lyklavöldin af bönkunum í þarsíðasta mánuði. Gangi þetta eftir munu samtökin semja við skilanefndir íslensku bankanna um innheimtu skulda, svo sem með lengri greiðslufresti á lánum. Viðræður hafa þegar átt sér stað á milli bankanna og ráðamanna hér, að sögn þýska vikuritsins Der Spiegel sem kemur út í dag. - jab Þjóðverjar þrýsta á að fá sitt: Mynda samtök lánardrottna VIÐSKIPTI Fjármálaeftirlitinu var tilkynnt um eignarhlut Glitnis í eignarhaldsfélaginu Stími í nóv- ember í fyrra og gerði eftirlitið ekki athugasemdir við meðferð málsins hvað varðar tilkynninga- skyldu til Kauphallarinnar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skila- nefnd gamla Glitnis. Félag stofnað af Glitni átti 32,5 prósenta hlut í Stími, sem fékk 19,6 milljarða króna lán frá Glitni til að kaupa bréf í Glitni og FL Group. Skylt er að tilkynna Kaup- höllinni um viðskipti tengdra aðila með bréf í skráðum fyrirtækjum. Í tilkynningu skilanefndarinnar segir að athugun Fjármálaeftir- litsins á tilkynningaskyldu hafi lokið nýlega og eftirlitið telji að ekki hafi verið brotið gegn þeim reglum. „Ég velti því fyrir mér hvað Fjármálaeftirlitið var að skoða í heilt ár, ef þeir fundu ekki neitt,“ segir Vilhjálmur Bjarna- son, framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta. „Ef það var aldrei tilkynnt að bankinn hafi átt þennan þriðjungs- hlut er þetta borðleggjandi mark- aðsmisnotkun,“ segir Vilhjálmur. Það að bankinn noti þessa aðferð við að selja bréfin, og færi þau í gegnum rekstrarreikning, sýnir að bankinn var að fegra rekstrar- reikninginn, segir Vilhjálmur. Sala á eigin bréfum eigi ekki að fara í gegnum rekstrarreikninginn, heldur í gegnum höfuðstól. Ekki náðist í Jónas Fr. Jónsson, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, við vinnslu fréttarinnar í gær. - bj FME taldi gamla Glitni ekki hafa brotið reglur um tilkynningaskyldu vegna Stíms: Kaup í Glitni rannsökuð í ár EFTIRLIT „Ég velti því fyrir mér hvað Fjár- málaeftirlitið var að skoða í heilt ár, ef þeir fundu ekki neitt,“ segir Vilhjálmur. GENGIÐ 28.11.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 243,644 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 141,51 142,19 217,86 218,92 181,99 183,01 24,422 24,564 20,409 20,529 17,621 17,725 1,4839 1,4925 210,95 212,21 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR T B W A \R E Y K JA V ÍK \ S ÍA \ 08 37 07

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.