Fréttablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 10
 1. desember 2008 MÁNUDAGUR Sjálfbærni á tímamótum MálþingFélags umhverfisfræðinga á Íslandi,HótelSögu,2.hæð, Yalefundarsal, þriðjudaginn2. desember2008,kl.15:0017:30 Dagskrá málþings Setning GuðmundurIngiGuðbrandsson,formaðurFélagsumhverfisfræðingaá Íslandi UmhverfisverndsemhöfuðgildiÍslendinga gottorðsporí umhverfismálum GunnarHersveinn,rithöfundur Feminismiognáttúruvernd IrmaErlingsdóttir,forstöðukonaRIKK,Rannsóknastofuí kvenna ogkynjafræðum,HáskólaÍslands „NaturalCapitalism“ BrynhildurDavíðsdóttir,dósentí umhverfis ogauðlindafræðum,HáskólaÍslands Sjálfbærniognýsköpun ÞorsteinnIngiSigfússon,forstjóriNýsköpunarmiðstöðvarÍslands UMRÆÐUR Fundarstjóri:StefánGíslason,framkvæmdastjóriUmísehf. Allirvelkomnir Ingvar P. Guðbjörnsson Guðrún María Óskarsdóttir Sigurður Kári Kristjánsson Kolbrún Stefánsdóttir Sigurður Þórðarson Ragnar Arnalds Jón A. Jónsson Hörður Guðbrandsson Hjörtur Jónas Guðmundsson Ása Sigurðardóttir Haukur Garðarsson Sigurður Ragnarsson Axel Jóhann Axelsson Kolbeinn Þór Axelsson Brynja Björg Halldórsdóttir Heiðrún Lind Marteinsdóttir Kjartan Ólafsson Rúnar Guðbjartsson Sigríður Gunnarsdóttir Ingvar Gíslason Jón Viðar Þorsteinsson Þórður Ottósson Björnsson Jón Guðbjörn Guðbjörnsson Eva Sveinbjörg Einarsdóttir Kjartan Gunnarsson Guðmundur Hafsteinsson Davíð Örn Jónsson Árni Þór Sigurðsson Styrmir Gunnarsson Burkni Pálsson Eva Pétursdóttir Hans Haraldsson Herdís Dögg Sigurðardóttir Sigurður Helgason Viðar Helgi Guðjohnsen Þorsteinn Ólafsson Þórir P. Agnarsson 90 ára afmæli fullveldis á Íslandi Þér er boðið til 90 ára afmælis fullveldisins í Salnum í Kópavogi í dag 1. desember. Samkoman hefst klukkan 17:00. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir Dagskrá: Þórarinn Eldjárn fer með ljóð Ávörp flytja: Styrmir Gunnarsson fv. ritstjóri Katrín Jakobsdóttir alþingismaður Kári Stefánsson forstjóri Tónlistaratriði: Egófónía III Eydís Fransdóttir óbóleikari flytur Egófóníu III eftir Svein Lúðvík Björnsson Diddú og Jónas Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur ættjarðarsöngva við undirleik Jónasar Ingimundarsonar Undirrituð hvetja fólk til að fjölmenna í Salinn í Kópavogi á fullveldisdegi íslensku þjóðarinnar. Með því leggjum við okkar að mörkum til varðveislu fullveldis landsins á viðkvæmum tímum í stjórnmálalífi og efnahag þjóðarinnar. Við leggjum áherslu á vinsamleg samskipti og samstarf við aðrar þjóðir og hvetjum til opinnar umræðu um Evrópumál. Við teljum að aðild að Evrópusambandinu fæli hins vegar í sér víðtækt framsal valds og réttinda til stjórnarstofnana ESB í Brussel, þar á meðal yfirráð yfir helstu auðlindum landsins. Við teljum því að ESB aðild sé andstæð frelsi og fullveldi þjóðarinnar og samrýmist ekki hagsmunum Íslendinga. Jafnframt teljum við ljóst að aðsteðjandi efnahagsvandi verði ekki leystur með aðild eða aðildarviðræðum að ESB . - hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum http://heimssyn.is/ - heimssyn@heimssyn.is SKIPULAGSMÁL Fyrirhugað hest- húsahverfi í Ólafsfirði mætir harðri andspyrnu margra á staðn- um. Núverandi hesthúsahverfi í Ólafsfirði stendur nokkuð fyrir innan kauptúnið. Samkvæmt nýju deiliskipulagi, sem meiri- hluti skipulags- og umhverfis- nefnda Fjallabyggðar samþykkti, verður hverfið flutt vegna snjó- flóðahættu að suðurenda flug- brautarinnar. Þar á það að standa um 400 metra frá íbúabyggðinni. „Það svæði sem taka á undir þetta er mikið notað af fólki sem gengur þarna sér til heilsubótar og einnig hafa hundaeigendur mikið notað þetta svæði. Ljóst er að þessi tillaga skerðir mjög notkunarmöguleika svæðisins fyrir aðra en hestamenn,“ segir í mótmælabréfi til bæjaryfirvalda. „Bendum við á sjón- og einnig lyktarmengun sem við teljum að muni í ákveðnum veðuráttum ná til þeirra sem næst búa,“ segir í öðru bréfi. Veiðifélag Ólafsfjarðar er á móti flutningi hesthúsahverfis- ins vegna nálægðarinnar við Ólafsfjarðarvatn sem er á nátt- úruminjaskrá. Félagið leitaði umsagnar Veiðimálastofnunar sem mælist til þess að haft sé um 100 metra frísvæði næst ám og vötnum. „Mikilvægt er að hanna hverfið með það í huga að ekki fari eiturefni frá hverfinu út í vatnið og lífræn efni verði brotin niður í rotþróm áður en þau fara út í stöðuvatnið,“ segir Veiði- málastofnun. Skipulags- og umhverfisnefnd telur ekki að ástæða sé til að hafa áhyggjur af lyktar eða sjónmeng- un. Varðandi fullyrðingar um skerðingu á útivistarsvæði bend- ir nefndin á að hestamennska sé ein af vinsælustu fjölskylduúti- vistarafþreyingum á Íslandi. „Ekki er talin ástæða til að álykta að hestamennskan rýri útivistar- gæði svæðisins í heild, heldur geti hún verið afgerandi þáttur í að styrkja það,“ segir skipulags- nefndin. Samkvæmt skipulags- nefndinni verður hesthúsahverf- ið hvergi nær vatnsbakkanum en 50 metra. Það sé í samræmi við skipulagsreglugerð. „Vandséð er að þessar fram- kvæmdir geti haft í för með sér áhrif á fiskigengd í vatninu, afkomu fiskistofna, aðstæður til veiði eða lífríki vatnsins að öðru leyti,“ segir skipulagsnefndin og áréttar að landrými í Ólafsfirði sé mjög takmarkað. „Því er ekki unnt að verða við tilmælum Veiði- málastofnunar í þessu tilviki um meiri fjarlægð frá vatni.“ Þá útskýrir skipulagsnefndin að ekki sé hægt að hafa bygging- arnar fjær vatninu því húsin næst fjallshlíðinni séu eins nálægt snjóflóðahættulínu og leyfilegt sé. gar@frettabladid.is Hesthús á Ól- afsfirði vekja áhyggjur íbúa Fyrirhugaður flutningur á hesthúsahverfi Ólafsfirð- ingar nær íbúabyggðinni mætir andstöðu íbúa. Þeir segja útvistarsvæði skerðast. Veiðifélag Ólafsfjarðar óttast að eiturefni berist í Ólafsfjarðarvatn. ÓLAFSFJÖRÐUR Meðal þess sem andstæðingar nýs hesthúsahverfis óttast eru áhrif á lífríki Ólafsfjarðarvatns og lyktar- og sjónmengun. MYND/GK SKIPULAGSMÁL Fjármögnun bygg- ingar sjö hæða hótels, annarra nýbygginga og upphitaðs torgs á svokölluðum Hljómalindarreit er ekki tryggð. Framkvæmdirnar eru þó enn á áætlun. „Við tókum ákvörðun um að fá deiliskipulag- ið samþykkt áður en við færum að huga að fjármögnun,“ segir Hanna G. Benediktsdóttir, fjár- málastjóri Festa ehf., sem standa fyrir framkvæmdunum. Deiliskipulag er nú í kynningu hjá borgaryfirvöldum. Nái vonir fram að ganga hefst jarðvinna næsta haust. Svæðið tekur til Laugavegs 19, Klapparstígs, Smiðjustígs og Hverfisgötu. - hhs Skipulag á Hljómalindarreitnum: Sjö hæða hótel á áætlun HLJÓMALINDARREITUR Fjármögnun framkvæmda á reitnum hefur ekki verið tryggð. Þó hefur ekki verið hnikað frá framkvæmdaáætlun. MYND/ARKITEKTUR.IS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.