Fréttablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 16
16 1. desember 2008 MÁNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Illt augnaráð Björn Bjarnason gagnrýnir á vef sínum þá sem bera blak af því þegar Steingrímur J. Sigfússon reiddist Birni á Alþingi, starði á hann og hristi síðan forsætisráðherra. „Þegar Rudi Giuliani réðist gegn afbrotum í New York var það gert undir þeim formerkjum, að hvorki ætti að afsaka stór né smávægileg brot. Taka yrði á öllu,“ skrifar Björn. Spyrja má hvað Björn vilji að gert verði við Steingrím. Það mætti kannski ákæra hann fyrir morðtilraun. Hann reyndi jú að drepa dómsmála- ráðherra með augnaráðinu. Morðóður útvarpsstjóri Og meira af morðtilraunum. Einn sem hneppa mætti í varðhald með Stein- grími er Páll Magnússon útvarpsstjóri. Þetta er í það minnsta niðurstaða rit- höfundarins Hermanns Stefánssonar í grein í Dagblaðinu Nei! þar sem hann ræðir um brotthvarf morgunleikfimi af Rás 1. „Morgunleikfimin heldur án efa lífinu í mörgu gömlu fólki,“ skrifar Hermann. „Það væri ekki út í hött ef ég segði að útvarpsstjóri hyggist drepa gamalt fólk í sparnaðarskyni.“ Ekki er ólíklegt að Páli þyki það út í hött, svo vægt sé til orða tekið. Spennandi forseti Reyfarakenndar lýsingar er ekki aðeins að finna í skrifum Hermanns, heldur einnig í bók Guð- jóns Friðrikssonar um forseta Íslands. Lýsingar Guðjóns á átökum Ólafs Ragnars og Davíðs Oddssonar minna helst á góða bók eftir Arnald Ind- riðason og frásagnir af fundum hans með forsetaframbjóðendum um vistvæna orku til bjargar heiminum eru viðlíka spennandi og sjónvarps- þættirnir 24. Guðjóni standa því allar dyr opnar þegar kemur að útnefningum til íslensku bókmenntaverðlaunanna á þriðjudag. Bók hans gæti nefnilega orðið sú fyrsta sem tilnefnd er bæði í flokki fræðirita og skáldverka. stigur@frettabladid.is Í dag eru 90 ár liðin frá því að Ísland varð fullvalda ríki. Um skeið virtust merkisafmæli í sögu þjóðarinnar hafa misst erindi sitt við venjulegt fólk. Þegar fortíðin knúði dyra á sparifötunum fannst almenningi hún lítill aufúsugest- ur. Nú ber annað við. Á þeim örlagatímum sem við nú lifum er fortíðin skyndilega nákomin og kær, samanburður við hana eðlilegur. Því er 1. desember 2008 táknrænn dagur, ekki aðeins fyrir þjóðfrelsi Íslendinga, heldur einnig fyrir enduruppgötvun Íslendinga á menningu sinni, hefðum og tungumáli sem virðast einu haldreipin. Íslendingar reyna um þessar mundir að átta sig á tilverunni, hverjir þeir eru og til hvers lífi þeirra er lifað. Hvert um sig erum við að semja nýja lífssögu. Þessi saga er sett saman úr orðum móðurmálsins sem við öll deilum. Hún er sett saman úr hugmyndum um þroska, ham- ingju og gott líf sem við óskum öll eftir, sama með hvaða hætti við ætlum okkur að markmiðunum. Bókmenntirnar gegndu því hlutverki um aldir að vera uppspretta sjálfsskilnings og samhengis. Sögur af siðferðileg- um álitamálum og deilum sem óþekkt miðaldafólk sagði og skráði hafa fram á þennan dag verið fólki fyrirmynd í breytni og innblástur við að skilja samhengi hlutanna. Rökleg sundurliðun hræringa mannssálarinnar sem lúterskir eldklerkar og sálma- skáld settu niður í postillum og sálmakverum bjó til fyrirbæri eins og samvisku og iðrun, sem nú er sárlega kallað eftir. Stórskáld okkar daga hafa bundið nútímaheiminn í ljóðlínur og sögur sem eru líkt og sverðshögg á flækjuhnúta lífsins. Í meðförum þeirra öðlast tungumálið þann skýrleika sem við öll þurfum til að greina hismi frá kjarna. Hafi okkur verið borið orðamoð er þörf á næringarríkum hending- um. Sjálfstæðisbarátta okkar og bókmenntir hafa ævinlega verið samslungin, til þeirra og tungu- málsins voru rökin sótt forðum fyrir sjálfstæðri tilvist okkar. Það er trú okkar að einnig nú hafi íslenskar bókmenntir hlutverki að gegna. En þá skiptir hlutur almennings líka miklu, því það er forsenda íslenskrar bókaútgáfu að þátttaka lesenda – iðkendanna – sé ævinlega stór. Fámennið gerir að verkum að hér geta aldrei myndast skil á milli alþýðu- menningar og hámenningar, íslensk menning er alþýðuhá- menning eða ekki. Það er eitt af undrum veraldar hvernig íslenskar fornbókmennt- ir gátu varðveist í landinu öldum saman, þrátt fyrir örbirgð og einangrun, löngu fyrir tilkomu prentverks. Það afrek verður ekki skilið án þess að hlutur almennings sé hafður í huga. Og það hvernig þessi þjóð síðan reis til bjargálna og allsnægta með undraskjótum hætti á sér fyrst og síðast eina skýringu: hið tiltölu- lega almenna læsi og bókmennta- þjálfun þjóðarinnar sem í fyllingu tímans opnaði henni leiðir inn í alla heima. Við þurfum að treysta þennan grunn. Rithöfundar og útgefend- ur hafa í félagi við aðra á vettvangi íslenskrar bókmenning- ar mótað tillögur um hvernig hægt sé með tiltölulega einföld- um hætti að stórefla lestrarmenn- ingu Íslendinga. Um allt land vinna áhugasamir kennarar, bóksasafnsfræðingar og foreldr- ar þrekvirki í að búa börnin okkar undir að takast á við heim þar sem lestur og skilningur á samhengi er lykilhæfni. Vanda- málið er að lítil samhæfing er á milli þeirra sem í baráttunni standa. Menn finna upp lestrar- hjólið aftur og aftur með ærinni fyrirhöfn og allt of fáir vita af vopnabræðrum sínum. Þetta ætti að vera auðvelt að leysa ef vilji er fyrir hendi. Jafnframt verður að vinna þeim skilningi brautar- gengi að lestrarhvatning er eitt af mikilvægustu verkefnum samfélagsins. Rétt eins og varið er miklum fjármunum til að hvetja almenning til að haga sér skynsamlega í umferðinni, láta af reykingum og hreyfa sig oftar ætti almenningur einnig að fá að vita að læsi er eitt helsta hags- munamál þjóðarinnar. Góðir landsmenn, nú eru örlagatímar, sláum skjaldborg um íslenskar bókmenntir og íslenska menningu og sækjum fram! Kristján B. Jónasson er formaður Félags íslenskra bókaútgefenda. Pétur Gunnarsson er formaður Rithöfundasambands Íslands. Rauðarárstíg 6 Sími: 567-7888 www.art2b.is Nýtt sölugallerý Vönduð olíumálverk og listmunir eftir íslenska og erlenda listamenn. Verið velkomin í glæsilegan sýningarsal okkar, sjón er sögu ríkari. É g get ekki tekið ábyrgð á framferði bankamanna,“ segir Geir H. Haarde forsætisráðherra í viðtali við amerísku fréttaveituna AP um helgina. Í viðtali Kastljóssins lýsti formaður bankastjórnar Seðlabankans þeirri skoðun að þjóðin ætti ekki að bera kostnað af skuldum „óreiðu- manna“ í útlöndum. Smám saman er verið að stilla saman strengi. Bankamenn skulu bera ábyrgð á stöðu efnahagsmála hér. „Ég tel mig ekki persónulega ábyrgan,“ segir Geir við AP. Sökin er annarra, segja þessir háu herrar siglandi hraðbyri með þjóðina í umhverfi hafta, fátæktar og mögulega dollarabúða. Hrundi fjármálakerfið vegna lána til hlutabréfakaupa starfs- manna bankanna, út af háum launum, eða græðgi stjórnenda þeirra og eigenda? Var útrásin slæm? Öðru nær. Vel má vera að einhverjir hlutir þoli illa dagsins ljós og græðgi er gagnrýniverð. En það er líka hroki, öfund og reiði. Staðreyndin er að bankarnir féllu vegna þess að þá skorti lánveitanda til þrautavara. Annars staðar fóru bankar á hausinn vegna þess að þeir fóru óvarlega í lánveitingum eða fjárfestu í ónýtum skuldabréfavöndlum. Hér lifðu bankarnir 13 mánaða eyðimerkurgöngu þar sem dyr voru lokaðar í fjármögnun. Fallnir bandarískir stórbankar þoldu slíkt ástand í tvo til þrjá mánuði. Síðustu ár hefur margoft verið bent á að bankana skorti nauð- synlegt bakland og það mætti gjarnan hafa í huga þegar hafðar eru uppi yfirlýsingar um að fjölmiðlar hafi ekki staðið vaktina. Bent hefur verið á brotalamirnar og leiðir til lausnar. Í hnotskurn voru skilaboðin þau að krónan væri of lítil og baklandið veikt. Þetta vildu ráðamenn ekki viðurkenna og því fór sem fór. Ábyrgðin er þeirra, sama hvað þeir segja. Varðstaða stjórnmála- og embættismanna um krónuna er illskilj- anleg. Krónan er örmynt og viðkvæm fyrir árásum. Hún nýtur ekki trausts og sveiflast gífurlega. Hinn kosturinn er að þjóðin blæði fyrir kostnaðarsamt fastgengi og helsi gjaldeyrishafta. Á ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík í mars var bent á að krón- an væri sjálf uppspretta hagsveiflna, í stað þess að vera tæki til að taka á þeim. Um leið var bent á að viðskipti við önnur evruríki myndu stóraukast með aðild Íslands að Myntbandalaginu. Ástæða varðstöðunnar um krónuna virðist eiga rót sína í að með henni er hægt að stýra lýðnum. Með henni er hægt að velta yfir þjóðina kjaraskerðingu til að breiða yfir hagstjórnarmistök. Hún er þægilegt valdatæki. „Atburðarásin haustið 2008 leiddi hins vegar eitt í ljós: Með öllum sínum ókostum var íslensk króna fljót- virkasta og friðsamlegasta tækið til að laga hagkerfið að nýjum aðstæðum. Með gengisfalli krónunnar voru laun snarlækkuð án blóðsúthellinga,“ skrifaði Hannes Hólmsteinn Gissurarson, próf- essor í stjórnmálafræði, í Vísbendingu í lok október. Í dag er viðeigandi að velta fyrir sér fullveldinu. Ógnar það full- veldi þjóðarinnar að starfa með öðrum fullvalda þjóðum og nota sameiginlega mynt? Eða er ógnin meiri af því að eftirláta misvitr- um stjórnmálamönnum þægilegt tæki til kjaraskerðingar án blóð- súthellinga. Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað. Stjórnmálamenn kenna öðrum um ÓLI KRISTJÁN ÁRMANNSSON SKRIFAR UMRÆÐAN Sigrún Elsa Smáradóttir skrifar um verðtryggingu Það hafa tapast verðmæti út úr hagkerf-inu, kakan sem til skiptanna er hefur minnkað umtalsvert, eða kannski bara fallið þar sem hún var hol að innan. Því stöndum við frammi fyrir því verkefni hvernig skipta eigi minni köku. Þá er í mörg horn að líta. Þegar litið er til húsnæðislána er nauðsynlegt að skoða hvernig skuldarar og lánveitendur skipta með sér minni köku. Það er einsýnt að fasteignaeigendur taka á sig eignarýrnun vegna lækkunar á fasteigna- verði. En hver á að taka á sig rýrnunina á krónunni? Í ljós hefur komið að krónurnar sem voru lánaðar voru bara alls ekki eins mikils virði og menn héldu. Það getur því ekki talist eðlilegt að falskt verðgildi „góðærisins“ sé tryggt í gegnum verðtryggingu inn í kreppuna. Það er fullkomlega eðlileg krafa að lánveitandinn taki stóran hluta af þeim skelli með lántakandanum. Það er ekki hægt að tala um að með frystingu verðtryggingar sé verið sé að færa peninga úr einum vasa í annan, því peningarnir sem á að færa eru ekki til og voru kannski bara til í þykjustunni. Hins vegar er ljóst að ef ekkert verður að gert fá lánveitendur með verðtrygginguna að vopni heimild til að hrista úr öllum vösum heimilanna og leggja að veði allt sem þeir finna. Allt til að lánaðir peningar haldi þykjustuverðgildi sínu. Það eru ekki til neinar töfralausnir þegar skipta á minnkandi köku það geta ekki allir haldið sínu. Spurningin er hvort eðlilegt sé að tryggja að annar hvor aðilinn haldi öllu sínu og rúmlega það með verðbótum og vöxtum meðan hinn tapar hugsanlega öllu sínu og rúmlega það eða á að dreifa skaðanum eins og frysting vertryggingar hefði í för með sér? Framtíðarlausn undan verðtryggingunni er að sjálfsögðu upptaka evru og aðild að Evrópusam- bandinu. Ef það á ekki að gerast strax, sem væri best, er mikilvægt að verja heimilin fyrir efnahags- tilraunum ríkisstjórnarinnar og skaðræðiskrónunni. Höfundur er borgarfulltrúi. Að skipta minnkandi köku SIGRÚN ELSA SMÁRADÓTTIR Fullvalda skáldskapur Í DAG | KRISTJÁN B. JÓNASSON OG PÉTUR GUNNARSSON 1. desember Guðmundur Andri Thorsson, sem skrifar að jafnaði í þennan dálk á mánudögum, skrifar á miðvikudag í þessari viku en verður á sínum stað að viku liðinni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.