Fréttablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 42
26 1. desember 2008 MÁNUDAGUR Ísland og öll hin löndin Þriðjudagur 2. desember kl. 17.00 Bjarni Benediktsson, alþingismaður og formaður utanríkismálanefndar Alþingis, verður gestur á opnum fundi hverfafélaga sjálfstæðismanna í Vestur- og miðbæ og Austurbæ-Norðurmýri, þriðjudaginn 2. desember kl. 17. Fundurinn verður haldinn á efri hæð Iðnó við Tjörnina og er öllum Nánari upplýsingar um fundina og félagsstarf sjálfstæðismanna má finna á heimasíðu flokksins, www.xd.is, eða í síma 515 1700. Nánar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 Kynntu þér tæmandi lista yfir ferðir á leiki á www.expressferdir.is F í t o n / S Í A Boltinn er hjá okkur! Meistaradeildin 9. – 11. desember Meistaradeildin Man. Utd. Aalborg Verð á mann: 39.900 kr. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum og miði á leikinn. TILB OÐ 9. – 10. desember Chelsea CFR Verð á mann: 45.900 kr. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum og miði á leikinn. TILB OÐ Iceland Express-deild karla: Tindastóll-KR 70-96 (40-30) Stig Tindastóls: Allan Fall 17, Darrell Flake 13, Soren Flæng 12, Helgi Viggósson 10, Svavar Birgisson 9, Sigurður Gunnarsson 3, Hreinn Birgisson 3, Halldór Halldórsson 3. Stig KR: Jón Arnór Stefánsson 30, Jason Dourisseau 16, Jakob Örn Sigurðarson 15, Helgi Már Magnússon 13, Baldur Ólafsson 9, Ólafur Ægisson 6, Fannar Ólafsson 2, Skarphéðinn Ingason 2, Pálmi Sigurgeirsson 2, Ellert Arnarsson 1. Njarðvík-Keflavík 77-75 (47-32) Stig Njarðvíkur: Logi Gunnarsson 19, Magnús Þór Gunnarsson 16, Hjörtur Einarsson 12, Friðrik Stefánsson 9, Sævar Sævarsson 9, Elías Kristjánsson 8, Andri Freysson 2, Hilmar Hafsteinsson 2. Stig Keflavíkur: Sverrir Sverrisson 25, Hörður Axel Vilhjálmsson 17, Gunnar Einarsson 11, Jón Hafsteinsson 9, Gunnar Stefánsson 9, Axel Margeirsson 2, Sigurður Þorsteinsson 2. Skallagrímur-Þór Ak. 71-74 (29-39) Stig Skallagríms: Igor Beljanski 24, Sigurður Þórarinsson 18, Miroslav Andonov 10, Trausti Eiríksson 8, Egill Egilsson 7, Sveinn Davíðsson 4. Stig Þórs: Cedric Isom 24, Baldur Jónasson 14, Guðmundur Jónsson 11, Jón Kristjánsson 10, Sigurður Sigurðsson 7, Sigmundur Eiríksson 6, Baldur Stefánsson 4. Undankeppni HM: Ísland-Pólland 32-33 (14-19) Mörk Íslands: Hanna G. Stefánsdóttir 9, Dagný Skúladóttir 9, Hildigunnur Einarsdóttir 6, Rakel Dögg Bragadóttir 4, Rut Jónsdóttir 2, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1, Sunna María Einarsdóttir 1. Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 19/2 ÚRSLIT FÓTBOLTI Arsenal vann gríðarlega mikilvægan sigur á Chelsea á Stamford Bridge í gær. Sigurinn var ekki bara nauðsynlegur til að vera á lífi í deildinni heldur ekki síður til að lyfta anda leikmanna. Robin Van Persie skoraði bæði mörk Arsenal á tveggja mínútna kafla í síðari hálfleik. Fram að fyrra markinu, sem var reyndar rangstöðumark, var nákvæmlega ekkert sem benti til þess að Arsen- al myndi gera nokkurn skapaðan hlut í leiknum. „Þetta er risasigur. Við sýndum mikinn karakter á síðustu 20 mín- útum leiksins og allt liðið á hrós skilið fyrir frammistöðuna,“ sagði maður leiksins, Van Persie. Það vakti athygli þegar William Gallas virtist vera að benda á Van Persie sem „skemmda eplið“ í hópnum í viðtali á dögunum. Þeir félagar virðast hafa grafið stríðs- öxina en þeir féllust í faðma eftir leikinn. „Það var alls ekkert vanda- mál á milli okkar. Hann er virðu- legur félagi minn og góður leik- maður,“ sagði Van Persie. Luiz Felipe Scolari, stjóri Chel- sea, var foxillur út í dómarana fyrir að leyfa rangstöðumarki Van Persie að standa. „Van Persie var metra fyrir innan er hann skorar og svo var Kalou dæmdur rang- stæður þegar hann var það alls ekki. Dómararnir sem koma hing- að þurfa að dæma á bæði liðin, ekki bara annað,“ sagði Scolari hundfúll. - hbg Arsenal hefur ekki sagt sitt síðasta orð í baráttunni: Persie sá um Chelsea HEITUR Robin Van Persie fór á kostum í gær og skoraði tvö mörk. Hann fagnar hér með Denilson. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES HANDBOLTI Kvennalandslið Íslands tapaði 32-33 gegn Póllandi í lokaleik sínum í undankeppni HM í Póllandi í gær en staðan í hálfleik var 14- 19 Pólverjum í vil. Hanna Guðrún Stefánsdóttir og Dagný Skúladóttir voru atkvæðamestar hjá íslenska liðinu með níu mörk hvor og Berglind Íris Hansdóttir fór á kostum í íslenska markinu og varði 19 skot, þar af tvö víti. Markvörðurinn Berglind Íris var valin besti leikmaður mótsins og Hanna Guðrún Stefánsdóttir var markahæst, með 42 mörk. - óþ Undankeppni HM í gær: Naumt tap gegn Póllandi VALIN BEST Berglind Íris stóð sig frábærlega í Póllandi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR KÖRFUBOLTI KR-ingar héldu sigur- göngu sinni áfram í Iceland Express-deild karla þegar þeir unnu 70-96 sigur á Tindastól á Sauðárkróki í gær. KR-ingar hafa nú unnið níu fyrstu leiki sína í deildinni en fyrir leikinn voru Stólarnir aðeins búnir að tapa tveimur leikjum í vetur og báðum á útivelli. Lokatölurnar segja lítið um gang leiksins því framan af leik voru heimamenn í Tindastól í bíl- stjórasætinu. Tindastóll byrjaði miklu betur og var tíu stigum yfir í hálfleik, 40-30, en í þeim seinni héldu KR-ingum engin bönd. Tindastólsmenn virtust vera í góðum málum eftir fyrri hálfleik- inn þar sem þeir unnu fráköstin 27-15 og héldu KR-liðinu í 29 pró- sent tveggja stiga nýtingu. KR- liðið vann sig inn í leikinn í þriðja leikhlutanum og gerði síðan út um hann með því að skora fyrsta 21 stigið í fjórða leikhluta og komst í 60-83. „Ég er ekki með svarið við því sem gerðist en það var eins og liðið hafi gefist upp,“ sagði Helgi Rafn Viggósson, leikmaður Tinda- stóls, eftir leikinn en það munaði mikið um þegar hann lenti í villu- vandræðum í seinni hálfleik. „Þeir fóru að skora úr þriggja stiga körfunum og það var ekki hægt að stoppa þá þar. Svo eru þeir með mann eins og Jón Arnór sem fór í ham og endaði með einhver 30 stig,“ sagði Helgi sem viðurkenndi að það sé svekkjandi að horfa upp á stigatöfluna. „Það er skelfilegt að tapa leiknum svona og þetta átti ekki að enda svona. Við áttum bara að vinna þenan leik en við vinnum þá bara næst,“ sagði Helgi. Benedikt Guðmundsson, þjálf- ari KR, hafði engar áhyggjur þótt KR-liðið hafi verið svona mikið undir í hálfleik. „Mér fannst bar- áttan og vörnin vera í fínu lagi í fyrri hálfleik fyrir utan að þeir voru að taka of mikið af sóknar- fráköstum. Sóknarlega þá vorum við skelfilegir í fyrri hálfleik. Mér fannst við vera að þröngva þá í erfið skot og ég hafði aldrei áhyggjur af vörninni. Mér fannst vanta að menn færu meira að setja hugsun á bak við það sem þeir voru að gera í sókninni. Um leið og það kom var þetta orðið svona KR- leikur þar sem við fengum fullt af hraðaupphlaupum. Þeir tóku vel á okkur en um leið og menn bitu á jaxlinn í seinni hálfleik var ekki aftur snúið. Þá vorum við komnir í bílstjórasætið,“ sagði Benedikt. Jón Arnór Stefánsson setti á svið sýningu í seinni hálfleiknum þegar hann skoraði 23 stig á 14 mínútum og hitti úr 7 af 8 skotum. Benedikt gat því leyft sér að hvíla Jakob Sigurðarson á bekknum stóran hluta seinni hálfleiks. „Við leitum mikið til Jóns Arnórs og Jakobs og þeir eru óhræddir við að taka af skarið. Ég tek Jakob útaf þegar hann átti bara að fá hvíld en svo var svo glimrandi gangur í þessu að ég þurfti ekki að henda honum aftur inn. Hann fékk bara að spara sig fyrir næsta leik,“ sagði Benedikt sem var ánægður með góðan sigur. „Það er gríðar- lega erfitt að koma hingað og ná í sigur. Þeir eru með hörkulið og eru í bullandi toppbaráttu. Ég hefði sætt mig við hvernig sigur sem er en það er ekkert verra að hafa hann svona öruggan,“ sagði Benedikt. Allan Fall og Helgi voru bestu leikmenn Stólanna en KR-ingum tókst að halda Darrel Flake vel niðri. Hjá KR var Jón Arnór mest áberandi en Stólarnir réðu lítið við sterka liðsheild KR þegar hún komst í gang í seinni hálfleiknum. ooj@frettabladid.is KR með sýningu í seinni KR-ingar tóku öll völd í seinni hálfleik og gulltryggðu síðan 26 stiga sigur á Tindastóli með því að skora 21 stig í röð í upphafi fjórða leikhluta. Jón Arnór Stefánsson skoraði 23 stig í seinni hálfleik. KR er sem fyrr taplaust í deildinni. FRÁBÆR Jón Arnór Stefánsson átti mjög góðan leik í 70-96 sigri KR gegn Tindastóli í gærkvöld og endaði með 30 stig, þar af var hann með 23 stig í seinni hálfleik. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.