Fréttablaðið - 02.12.2008, Síða 1

Fréttablaðið - 02.12.2008, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 ÞRIÐJUDAGUR 2. desember 2008 — 330. tölublað — 8. árgangur Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 JÓLAUPPSKRIFTIR að hinum ýmsu kræsingum er að finna á síðunni vefuppskriftir.com. Þar má meðal annars finna uppskriftir að engiferkökum, appelsínu- kremi, ís, konfekti, steiktum rjúpum og jólaönd. „Ég hef alltaf verið mikill útivist- armaður og kynntist fjalla- mennskunni þegar ég fór í björg- unarsveit. Nánar tiltekið með björgunarsveitinni Ingólfi ssíðar hét Á foss, vatn sem myndi að öðrum kosti renna til sjávar. Enda hefur verið sagt að ísklifur sé með furðulegri íþrótt bara vera í góðu formi, maður þarf til dæmis að geta hífsi Finnst enn fjör að klifra Freyr Ingi Björnsson, formaður Íslenska alpaklúbbsins, hefur stundað ísklifur um árabil og segir gott líkamlegt form forsendu þess að geta stundað áhugamálið af fullum krafti. Freyr fór fyrst í ísklifur í Þórsmörk og hefur stundað það af krafti síðan. MYND/GUÐMUNDUR TÓMASSON FREYR INGI BJÖRNSSON Tekst bæði á við sjálfan sig og náttúruöflin • heilsa • jólin koma • bækur Í MIÐJU BLAÐSINS norðurlandÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2008 Veislumatur í fjósinuVogafjós í Mývatnssveit býður í fyrsta sinn upp á hádegisverðar- hlaðborð á aðventunni. BLS. 2 Ökukennsla og ökuskóliEkill ehf • Holtateig 19 • IS 600 Akureyri • Sími: 461-7800 / 894-5985 • ekill@ekill.is NORÐURLAND Menning, matur og helgihald yfir jólin Sérblað um Norðurland FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG. Halda sínu striki Kynnisferðir voru stofnaðar árið 1968 og eru eitt elsta starfandi hóp- ferðafyrirtæki landsins. TÍMAMÓT 18 Ekki benda á mig „Við það bættust hagsmunir skammsýnna stjórnmálamanna sem helltu olíu á eldinn,“ skrifar Sverrir Jakobsson. Í DAG 16 Baldursnesi 6 Akureyri Sími 414 1050 Smiðjuvegi 76 Kópavogi Sími 414 1000 Opið virka daga frá 8 -18 laugardaga frá10 -15 -4 -6 -7 -4 -2 ÁFRAM VÍÐAST FROST Í dag verður suðaustan strekkingur sunnan og vestan til og skýjað, annars hægari og bjart með köflum. Snjómugga suðvestan og vestan til með kvöldinu. Víðast frost. VEÐUR 4 SJÁVARÚTVEGUR Hætta er á að um 20 til 30 pró- sent af síldarstofninum hér við land séu sýkt af sníkjudýrinu iktíófónus að sögn Þorsteins Sig- urðssonar, sviðsstjóra nytjastofnasviðs hjá Hafrannsóknastofnun. Það þýðir að afföll af stofninum verða í svipuðu hlutfalli. Útgerðar- menn óttast að ekki verði hægt að nýta síldar- stofninn næstu árin vegna þessa. LÍÚ stóð í gær fyrir neyðarfundi þar sem farið var yfir stöðuna með Einari K. Guðfinns- syni sjávarútvegsráðherra ásamt sérfræðing- um frá Hafrannsóknastofnun, útgerðarmönn- um, skipstjórum, fiskverkendum og fólki úr matvælaiðnaðnum. Þorsteinn byggir þessa ályktun sína á sýnum úr afla og upplýsingum frá sjómönnum sem hafa verið á miðum en menn frá Hafrannsóknastofnun munu halda í rannsóknarleiðangur á fimmtudag eða föstu- dag. Sumir útgerðarmenn óttast að mun stærra hlutfall af stofninum kunni að vera sýkt, jafn- vel 40 prósent. Í ár var 150 þúsund tonnum af síld úthlutað við Íslandsmið og segir Friðrik Jón Arngríms- son, framkvæmdastjóri LÍU, að vonir hafi stað- ið til að verðmætið gæti numið rúmum 10 milljörðum fyrir þjóðarbúið en sýkingin geri út um þær vonir. Búið er að veiða um helming kvótans. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir að vissulega sé það slæmt að verða fyrir tekju- missi þar sem ekki megi nýta sýkta síldina til manneldis „en það sem við höfum mestar áhyggjur af er að þetta fari þannig með stofn- inn að við getum ekki nýtt hann næstu árin“. „Þetta er verulegt áfall, það er ljóst, þótt enn vitum við ekki nákvæmlega hvaða afleiðingar þetta hefur,“ sagði Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra. - jse Sýking ógnar síldarstofni Útgerðarmenn óttast að ekki verði hægt að nýta íslenska síldarstofninn næstu ár vegna sýkingar. Hugsan- legt að 20 til 30 prósent stofnsins séu sýkt segir Hafró. Þjóðin verður fyrir margra milljarða króna tjóni. SNÍKJUDÝRIÐ IKTÍÓFÓNUS ■ Kemst með æti í meltingarfæri fisksins ■ Hægt er að nýta sýkta síld til bræðslu en ekki manneldis ■ Síldin drepst venjulega um þremur mánuðum eftir að hún sýkist ■ Á árunum 1991 til 1993 voru um 10 prósent af síldarstofninum við Noreg sýkt ■ Þetta sníkjudýr hefur áður mælst í nokkrum mæli í skarkola hér við land ■ Sýkt síld veldur mönnum ekki skaða sé henn- ar neytt Íslendingar eru djókararnir Auðunn Blöndal heim- sækir atvinnu- mennina okkar úti í heimi. FÓLK 30 ÖRN ELÍAS GUÐMUNDSSON Fer á Icesave-túrinn Mugison ferðast um löndin sem töpuðu á Icesave. FÓLK 22 Grindavík vann Snæfell Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í gær- kvöld. ÍÞRÓTTIR 26 VEÐRIÐ Í DAG VIÐSKIPTI Krónan veiktist um rétt rúm fjögur prósent í gær og fór vísitala hennar í fyrsta sinn yfir 250 stig. Gengi krónu endaði í 252,1 stigi í gær, en það þýðir að dönsk króna kostar yfir 25 krónur, dollari næstum 150 krónur og evran nálægt því 190 krónur. Ekki liggur fyrir hversu mikil viðskipti hafa átt sér stað með gjaldmiðilinn frá því hann var „settur á flot“ á föstudag, en heimildir innan bankanna telja þau þó tiltölulega lítil, innan við milljarð króna. Seðlabanki Íslands annast um sinn nær öll gjaldeyrisviðskipti. - óká / sjá síðu 12 Krónan með veikasta móti: Vísitala krónu yfir 250 stigum GENGI GJALDMIÐLA Í GÆR Gjaldmiðill Verð Bandaríkjadalur 149,4 kr. Evra 188,5 kr. Pund 220,3 kr. Dönsk króna 25,3 kr. Norsk króna 20,9 kr. Sænsk króna 18,0 kr. Svissneskur franki 122,6 kr. Japanskt jen 1,6 kr. GRÁIR FYRIR JÁRNUM Tugir lögreglumanna í óeirðabúningum röðuðu sér upp inni í Seðlabanka Íslands eftir að hundruð mót- mælenda söfnuðust saman í anddyri bankans eftir mótmælafund í gær. Að endingu sömdu mótmælendur við lögreglu um að hverfa á braut yrði lögreglumönnum fækkað. Við það var staðið. Sjá síðu 2. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR FÓLK Bræðurnir Viktor Breki og Brynjar Jökull Ægissynir fundu á laugardag flöskuskeyti í fjörunni á Malarrifi á Snæfellsnesi. „Strákunum fannst þetta virki- lega spennandi,“ segir Ægir Þórð- arson, faðir drengjanna. Skeytið er frá norskum ferða- manni, Jens Fauskanger sem varpaði því úr Norrænu í sjóinn milli Íslands og Færeyja 11. júní í sumar. Það hafði því velkst um í sjónum í rúma fimm mánuði. „Ég hringdi í Jens og hann var hissa að heyra fréttir af því að skeytið væri fundið,“ segir Ægir. Hann segist hafa átt í erfiðleikum með að útskýra staðsetningu Mal- arrifs fyrir Norðmanninum vegna tungumálaerfiðleika og ætlar því að að skrifa honum bréf og senda með hefðbundnari leið. - ovd Bræður á Malarrifi á Snæfellsnesi fundu norskt flöskuskeyti í fjörunni: Flaskan var fimm mánuði á leiðinni NORSK SKILABOÐ Bræðurnir Viktor Breki og Brynjar Jökull Ægissynir með flöskuskeytið sem þeir fundu á Malarrifi á Snæfellsnesi. MYND/ÆGIR ÞÓRÐARSON

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.